Morgunblaðið - 28.01.1998, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 28. JANÚAR 1998 11
FRÉTTIR
Fyrsta skrefíð stigið í sameiningu Neskaupstaðar, Eskifjarðar og Reyðarfjarðar
Samræmt útsvar og
fasteignaskattar
BÆJARSTJÓRNIR Neskaupstað-
ar og Eskifjarðar og hreppsnefnd
Reyðarfjarðarhrepps hafa ákveðið
að samræma álagningu opinbeiTa
gjalda þegar á þessu ári en sveitar-
félögin sameinast eftir næstu sveit-
arstjórnakosningar. Unnið er að
undirbúningi sameiningar og segir
Smári Geirsson, forseti bæjai--
stjómar Neskaupstaðar, að mark-
miðið með vinnunni sé að láta hana
ganga þannig fyrir sig að íbúamir
verði sem minnst varir við breyt-
inguna.
Ekki auknar álögur
Eftir að sameining þessara
þriggja sveitarfélaga var sam-
þykkt í almennri atkvæðagreiðslu
15. nóvember sl. komu sveitar-
stjórnimar saman til fundar og
kusu sameiningarnefnd til að sam-
ræma reglur í sveitarfélögunum og
undirbúa sameiningu. Er hún skip-
uð þeim mönnum sem vom í undir-
búningsráði sameiningarkosning-
anna, Smára Geirssyni, Sigurði
Freyssyni á Eskifirði og Þorvaldi
Aðalsteinssyni á Reyðai-firði, auk
framkvæmdastjóra allra sveitar-
stjórnanna.
Nefndin lagði til að reynt yrði að
samræma strax álagningu útsvars
og annarra gjalda í sveitarfélögun-
um þremur. Var það samþykkt og
verður útsvarið 11,97%. Það þýðir
að útsvarshlutfall hækkar heldur í
Neskaupstað frá því sem orðið
hefði að óbreyttu en lækkar á
Eskifirði og Reyðarfirði. A móti
kemur að vatnsskattur lækkar í
Neskaupstað. Ekki vannst tími til
að breyta holræsagjaldi á Reyðar-
firði til samræmis við hina staðina
vegna þess að breyta þarf reglu-
gerð og frestast það því um ár.
„Meginstefnan er að samræma
gjöldin eins og hægt var, án þess
að auka álögur á íbúana. Tekjur
sveitarfélaganna lækka frá því
sem orðið hefði, það er að segja ef
útsvar hefði verið hækkað í takt
við það sem eðlilegt er talið vegna
aukins kostnaðar við gmnnskól-
ann og öðrum gjöldum haldið
óbreyttum,“ segir Smári Geirsson.
Þótt álagning skatta hafi verið
samræmd og sameining verði fyr-
ir mitt ár gera sveitarfélögin fjár-
hagsáætlanir hvert fyrir sig eins
og verið hefur. Sameiningarnefnd-
in fer yfir áætlanirnar og sam-
komulag er um að sveitarfélögin
verði rekin með svipuðu sniði og
verið hefur og að ekki verði farið
út í neinar nýjar fjárfestingar,
sem ekki hefur verið rætt um í
sameiningarviðræðunum.
Ljóst er að mikið átak er
framundan í skólamálum á þess-
um þremur stöðum til að einsetja
grunnskólana og verður hafist
handa við skólabyggingar í Nes-
kaupstað og á Eskifirði á þessu
ári.
Að sögn Smára er fyrirhugað að
bæjarstjórnirnar selji hluta af
hlutabréfaeign sinni í sjávarút-
vegsfyrirtækjum til að fjármagna
framkvæmdirnar að verulegu
leyti. Bæjarsjóður Neskaupstaðar
á sem kunnugt er hlut í Síldar-
vinnslunni hf. og bæjarsjóður
Eskifjarðar á hlutabréf í Hrað-
frystihúsi Eskifjarðar hf.
Undirbúningur fyrir
nýja sveitarstjórn
Sameiningarnefndin mun að
sögn Smára fara yfir allar reglu-
gerðir sveitarfélaganna og sam-
ræma þær og hún þarf að semja
tillögu að samþykktum um stjórn
hins nýja sveitarfélags. Vinna þarf
að samræmingu þjónustugjalda og
fara yfir starfsmannamál, bið-
launarétt, lífeyrisrétt og málefni
stéttarfélaga. Nefndin mun fara
yfir samninga um þjónustu sem
ríkið veitir á stöðunum og hún
þarf að ræða samninga við trygg-
ingafélög og endurskoðendur svo
nokkrir þættir séu nefndir. End-
anlegar ákvarðanir verða síðan
teknar af nýrri sveitarstjórn eftir
kosningar. „Það er ekki ætlun
okkar að svipta nýja sveitarstjóm
völdum og áhrifum, heldur að auð-
velda henni að taka við stjórn-
inni.“
Borgarstjóri um lóðaúthlutanir
á kjörtímabilinu
Nægilegl framboð
á íbúðalóðum
Á KJÖRTÍMABILINU hefur verið
úthlutað samtals 956 íbúðum í
Reykjavík, þar af hefur Reykjavík-
urborg úthlutað 675 íbúðum en aðrir
aðilar 281 íbúð. Ef einnig eru taldar
með þær íbúðir, sem koma til úthlut-
unar á þessu ári þá verða íbúðirnar
samtals 1.425. Að sögn borgarstjóra
hefur verið nægilegt framboð á
íbúðalóðum á kjörtímabilinu í
Reykjavík en Árni Sigfússon oddviti
Sjálfstæðisflokksins, sagði á fundi
um skipulagsmál í Reykjavík, að um
1.100 íbúðum hafi verið úthlutað á
kjörtímabilinu og að í Kópavogi hafi
á sama tíma verið úthlutað 1.700
íbúðum.
Borgarstjóri sagði að enginn
skortur væri á íbúðalóðum í Reykja-
vík. „Við eigum talsvert eftir af lóð-
um í Víkurhverfi, sem koma til út-
hlutunar á árinu og í Staðahverfi er
talsvert af lóðum. Auk þess er gert
ráð fyrir úthlutunum í haust í Graf-
arholtinu á næsta nýbyggingasvæði
og á Þróttarsvæðinu en þar er gert
ráð fyrir nýrri íbúðabyggð,“ sagði
Ingibjörg Sólrún. „Það hefur verið
nóg framboð á íbúðalóðum á þessu
kjörtímabili og við höfum getað svar-
að allri eftirspurn. Það eina sem hef-
ur skort á eru fjölbýlishúsalóðir en
það er að hluta til vegna þess að í
Víkurhverfi fengu byggingaraðilar
úthlutað svæði, sem þeir hafa verið
að byggja upp í takt við eftirspurn
og eins var í aprfl 1994 gefið fyrirheit
um fjölbýlishúsalóðir í Staðahverfi til
byggingafyrirtækisins Gunnars og
Gylfa og þær íbúðir verða byggðar á
þessu ári. Þannig að það var búið að
gefa fyrirheit og vilyrði um mikið af
fjölbýlishúsalóðum. Þeir bygginga-
meistarar, sem staðið hafa utan við
Víkurhverfið hafa því átt í brösum
með að fá fjölbýlishúsalóðir."
Fer eftir landi sem í boði er
Borgarstjóri sagðist telja að út-
hlutanir gengju í bylgjum hjá sveit-
arfélögunum. „Það fer eftir því
hvernig land er til íbúðabyggða,"
sagði Ingibjörg Sóh'ún. „Munurinn
er sá að lóðirnar sem Kópavogur
hefur verið að úthluta eru meira
miðsvæðis á höfuðborgarsvæðinu.
Eg hugsa að það hafi ráðið miklu
um.“
Benti hún á að þær lóðir sem
væru til ráðstöfunar í Reykjavík
væru ekki allar á vegum borgarinn-
ar. Á Kirkjusandi hafi verið byggð-
ar íbúðir og við Sóltún, Skúlagötu
og Klapparstíg auk íbúða á vegum
námsmannasamtakanna við Kenn-
araháskóla íslands og Háskóla ís-
lands og í Bryggjuhverfi í Grafar-
vogi stæði til að reisa íbúðh' á árinu.
„Það eru aðilar með þessar lóðir
sem hafa fengið landnotkuninni
breytt og byggt íbúðarhúsnæði,"
sagði hún. „Það verður að telja þær
með líka því það er ekki sjálfsagt að
allar lóðir séu á okkar vegum.“
Borgarráð
Rúmar 81,6 milljónir
fyrir Háteigsskóla
BORGARRÁÐ hefur samþykkt til-
lögu stjórnar Innkaupastofnunar
um að taka rúmlega 81,6 milljóna
króna tilboði Völundarverks hf. í
viðbyggingu við Háteigsskóla.
Tólf tilboð bárust í verkið og er
tilboð Völundarverks hf. 75,39% af
kostnaðaráætlun hönnuða. Næst-
lægsta boð átti G-Verk hf., sem
bauð 78% af kostnaðaráætlun, og
þriðja lægsta boð kom frá Járn-
bendingu ehf., sem bauð 81,17% af
kostnaðaráætlun. Aðrir sem buðu
voru Múr- og málningarþjónustan
Höfn ehf., 87,31% af kostnaðaráætl-
un, Eykt ehf., sem bauð 87,33%,
ístak hf. bauð 89,19%, Ástmar Örn
Arnarsson bauð 89,33%, Ástré ehf.
bauð 89,83%, Magnús og Steingrím-
ur ehf. buðu 90,71%, Húsanes ehf.
bauð 92,90%, íbyggð ehf. bauð
95,69% og Þon’aldur Gissurarson
bauð 100,91%.
------W--------
Vitni vantar
LÖGREGLAN í Reykjavík lýsir
eftir vitnum að óhappi sem varð við
Shell-bensínstöðina á Reykjanes-
braut miðvikudaginn 21. janúar sl.
um klukkan 16.30.
Svörtum Peugeot 406-bfl var ekið
norður götuna og kom vörubfll úr
gagnstæðri átt. Fauk spýtukubbur
af vörubílnum á fólksbflinn og urðu
á honum nokkrar skemmdir. Þeir
sem kynnu að hafa orðið vitni að
óhappinu eru beðnir að hafa sam-
band við lögregluna í Reykjavík.
IHUGflCAGUSUNDtt
Stilltu a BROADWAY!
Hljómsveitin
SKÍTAMÓRALL
leikur fyrir dansi
AÐALSTÖDIN
14 manna hljómsveit
undir stjórn
Þóris Baldurssonar.
^ Margir af helstu
\ söngvurum landsins
koma f heimsókn.
Kynnir er
Jón Axel Olafsson.
OPNUM FORMLCGA LAUGARDAGSKVOLDIÐ
31. JANUAR MEÐ NÝJU NAFNI.
VERID VELKOMIN Á NÝJAN SKEMMTISTAD!
HÓTEL ISLANDI
Sýning allar helgar. Miða- og borðapantanir í síma 533 1100.
Verð 4.900, matur og sýning. 2.200, sýning. 1.000, dansleikur.