Morgunblaðið - 28.01.1998, Page 12

Morgunblaðið - 28.01.1998, Page 12
12 MIÐVIKUDAGUR 28. JANÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Fasteignaskattar í Reykjavík, Kópa- vogi, Garðabæ, Hafnarfírði, Seltjarn- arnesi og Mosfellsbæ Ellilífeyris- þegar fá af- slátt af fast- eignagjöldum SVEITARSTJÓRNIR eru þessa dagana að samþykkja fjárhagsáætl- anir fyrir árið 1998 en þær byggjast að mestu á útsvai'i og fasteignaskött- um. Af því tilefni hefur verið tekið saman yfirlit yfir álögð gjöld í Reykjavík, Kópavogi, Garðabæ, Hafnarfirði, Seltjarnarnesi og í Mos- fellsbæ. Eins og sjá má er nokkuð um breytingar og þá sérstaklega til lækkunar hjá ellilífeyrisþegum. Rétt er að minna á að fasteignamat, sem fasteignagjöld miðast við hefur al- mennt hækkað um 4,5% milli áranna 1997 og 1998. Fasteignagjöldin skiptast í fast- eignaskatt, lóðarleigu. tunnu- leigu/sorphirðugjald, vatnsgjald, sér- stakan fasteignaskatt og hoh-æsa- gjald hjá þeim sveitarfélögum sem það á við í. I Reykjavík hefur borg- arstjóm samþykkt að fasteigna- skattur af íbúðarhúsnæði fyrir árið 1998 verði 0,421% og 1,5875% af öllu öðru húsnæði og er það hækkun um 25% frá fyrra ári og er samkvæmt heimild í lögum. Að sögn Eyþórs Fannbergs, for- stöðumanns manntals- og skráninga- deildar Reykjavíkur, grundvallast skatturinn á notkun húsnæðisins. Jafnframt hefur sérstakur skattur af verslunar- og skrifstofuhúsnæði ver- ið lækkaður úr 0,625 í 0,313 en hann mun samkvæmt lögum falla niður með öllu á næsta ári. í Reykjavík hækkar vatnsgjald, sem nemur byggingavísitölu. Fastagjaldið var 2.000 krónur en er nú 2.073 krónur og fermetragjald var 78 krónur en er nú 81 króna. Hlutfall lóðarleigu af íbúðarhúsalóðum er 0,145% af fast- eignamati og leiga af verslunar- og iðnaðarlóðum er 1% af fasteigna- mati. Greiðendum er gefinn kostur á sex jöfnum greiðslum með gjalddögum 1. febrúar, 1. mars, 1. apríl, 1. maí, 1. júní og 1. ágúst. Gjöldin eru inn- heimt af Tollstjóranum í Reykjavík. Kópavogur Að sögn Ólafs Briem, bæjarritara í Kópavogi, eru nær engar breyting- ar á álögðum gjöldum í Kópavogi fyrir árið 1998. Útsvar er óbreytt 11,99% en afsláttur ellilífeyrisþega hækkar um þúsund krónur úr 22 þúsund krónum í 23 þúsund krónur. „Svo eru einhverjar vísitöluhækkan- ir á fermetraverð, sem breytist ár- lega,“ sagði hann. Sorphirðu- og sorpeyðingargjald verður óbreytt eða 6.500 krónur. Fasteignaskattur í Kópavogi sam- kvæmt samþykkt bæjarstjórnar er 0,375% af fasteignamati fyrir íbúðar- húsnæði árið 1998 og 1,537% af fast- eignamati fyrir annað húsnæði, t.d. atvinnuhúsnæði. Fyrir sumarhús og hesthús skal greiða 0,5% af fast- eignamati og sérstakur fasteigna- skattur af skrifstofu- og verslunar- húsnæði er 0,313% af fasteignamati. Vatnsskattur er 0,19% af heildai'- fasteignamati og aukavatnsgjald samkvæmt mæli er 12,09 krónur fyr- ir rúmetra af vatni. Ennfremur samþykkti bæjar- stjórnin að beita heimild í reglugerð fyrir holræsagjald eða 0,13%. Gjald- ið skal þó aldrei vera lægra en 23,62 krónur fyrir rúmmetra í íbúðarhús- næði og 12,22 krónur fyrir hvern rúmetra í öðru húsnæði. Jafnframt kemur fram að gjaldið skuli ekki vera hærra en 29,70 krónur á rúmmetra af hvaða húsnæði sem er. Lágmarksupphæð fyrir hverja gjald- skylda fasteign skal ekki vera lægri en 3.129 krónur. Rotþróargjald fyrir íbúðai'húsnæði að Vatnsenda er 8.000 krónur og er það innheimt með fasteignagjöldum. Lóðarleiga í Kópavogi árið 1998 er 6,05 krónur á fermetra fyrir íbúðarhús, 2,26 krónur við Lækjar- botna og 45 krónur fyrir lóðir ann- arra húsa. Gjalddagar fasteigna- gjalda eru tíu og skal greiða mánað- arlega fram til 1. október. Þeir gjaldendur, sem greiða lægra gjald en 5 þúsund krónur greiða það í einu lagi 1. mars. Samþykkt var að elli- og örorkulífeyrisþegar, sem njóta lækkunar á fasteignaskatti skuli fá staðgreiðsluafslátt og að eililífeyi'isþegar sem búa í eigin jj i i REYKJAVÍK: ( 5- Framtalsnefnd hefur samþykkt lækkun fasteigna- skatts elli- og örorkulífeyris- þega árið 1998 skv. eftir- farandi viðmiðunartölum Tekjur Tekjur einstaklings hjóna (þús. kr.) (þús. kr.) veita lækkun um alltað 800 alltað 1.120 100% 800-880 1.120-1.220 80% 880-970 1.220-1.370 50% hærri tekjur gefa engan afslátt SELTJARNARNES: Reglur um niður- fellingu fasteigna- skatts hjá elli- og örorku- lífeyrisþegum árið 1998 Tekjur Tekjur gefa einstaklings hjóna lækkun um alltað 1.045 1.310þús.kr. 100% 1.120 1.559 70% 1.439 1.668 30% MOSFELLSBÆR: Heimild til lækkunar fasteigna- skatts hjá elli- og örorku- lífeyrisþegum árið 1998 Tekjur Tekjur gefa einstaklings hjóna lækkunum allt að 887 1.386þús.kr. 100% 1.053 1.652 70% 1.264 1.862 30% KÓPAVOGUR: Reglur um lækkun fast- eignaskatts hjá örorku- lífeyrisþegum árið 1998 Tekjur Tekjur gefa einstaklings hjóna lækkun um undir 925 1.315 þús.kr. 100% yfir 1.260 1.690 þús.kr. 0% Ef tekjur einstaklings eru á bilinu 925 til 1.260 þús. kr. árið 1997 er veittur 0-100% hlutfallslegur afsláttur. Sama gildir um hjón með tekjur á bilinu 1.315 til 1.690 þús. kr. Ellilífeyrisþegum sem búa í eigin íbúð er veittur allt að 23 þús. kr. afsláttur af fasteignaskatti HAFNARFJÖRÐUR: Reglur um lækkun fast- eignaskatts hjá elli- og örorkulífeyrisþegum árið 1998 Ein- Hjón staklingur með með tekjur tekjur allt að, þús. kr. alltað fær/fá í afslátt 779 1.220 100% 930 1.458 70% 1.193 1.653 30% hærri tekjur gefa engan afslátt Hjón séu bæði lífeyrisþegar. Tekjuviðmiðun eru árstekjur árið áður. GARÐABÆR: Reglur um lækkun fast- eignaskatts og holræsa- og rotþróargjalda hjá elli- og örorkulífeyris- þegum árið 1998 ||pi|| Ein- staklingur með tekjur allt að, þús.kr. Hjón með tekjur allt að w fær/fá í afslátt 948 1.174 100% 1.002 1.239 90% 1.045 1.314 80% 1.089 1.380 70% 1.153 1.455 60% 1.195 1.519 50% 1.239 1.594 40% 1.293 1.659 30% 1.336 1.723 20% 1.401 1.800 10% Þennan afslátt fá lífeyrisþegar fyrst um þau áramót, sem þeir eru 67 ára. Útsvarshlutfall í sveitarfélögunum sex Útsvar Reykjavík 11,24% Kópavogur 11,99% Garðabær 11,24% Hafnarfjörður 12,04% Seltjarnarnes 11,24% Mosfellsbær 11,79% Eins og sjá má á yfirliti yfir álögð fast- eignagjöld elli- og örorkulífeyrisþega eru gjöldin breytileg hjá sveitarfélögunum. íbúð fái 23 þúsund króna afslátt af fasteignaskatti. Garðabær Bæjarstjórn Garðabæjar hefur samþykkt 11,24% útsvar sem er lág- marksútsvar samkvæmt lögum. Að sögn Ingimundar Sigurpálssonar bæjarstjóra, eru önnur gjöld óbreytt frá fyrra ári nema hvað afsláttur af fasteignagjöldum ellilífeyi'isþega hækkar með hliðsjón af breyttri lánskjaravísitölu. í samþykkt bæjar- stjórnar kemur fram að fasteigna- skattur fyrir árið 1998 er 0,375% af fasteignamati íbúðarhúsa og 0,75% af fasteignamati annarra fasteigna. Lóðarleiga er 1% af fasteignamati, vatnsgjald er 0,15% af fasteignamati og holræsagjald er 0,07% af fast- eignamati. Rotþróargjald er 0,07% af fasteignamati og gjald fyrir sorp- hirðu er 6.500 fyrir íbúð. Gjalddagar fasteignagjalda eru fimm, 15. janúar, 15. febrúar, 15. mars, 15. apríl og 15. maí. Hafnarljörður Bæjarstjórn Hafnarfjarðar hefur samþykkt 12,04% útsvar fyrir árið 1998 og er það hámarksálagning að sögn Þorsteins Steinssonar fjár- málastjóra. „Við nýtum heimild til hámarksútsvars á grundvelli þess að verið er að einsetja skólana," sagði hann. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar sam- þykkti jafnframt 0,375% fasteigna- skatt af fasteignamati fyrir íbúðar- húsnæði, 1,45% af fasteignamati fyrir atvinnuhúsnæði og annað hús- næði, 0,5% af fasteignamati hest- húsa og 0,313% af fasteignamati skrifstofu- og verslunarhúsnæðis. Vatnsgjald er 0,15% af heildarfast- eignamati, en vatnsgjald fyrir Sléttuhlíð er 0,1%. Aukavatnsgjald er 10 krónur fyrir hvern rúmmetra. Þá var samþykkt að leggja á 0,15% holræsagjald miðað við fasteigna- mat. Lóðarleiga er 1% af fasteigna- mati allra lóða í Hafnarfirði ann- arra en hjá Hafnarsjóði, þar sem leigan er 1,5%. Gjalddagar fast- eignagjalda eru sex, 15. janúar, 15. febrúar, 15. mars, 15. apríl, 15. maí og 15. júní. Sorpeyðingargjald er 4.000 krónur á hverja íbúð og var jafnframt sam- þykkt sérstakt sorphirðugjald fyrir 52 losanh' á ári hjá fyrirtækjum. Sér- stakt þjónustugjald er fyrir hesthús og skal greiða 5.000 krónur fyrir 4 hesta hús og 7.500 krónur fyrir 6 hesta hús. Seltjarnarnes Bæjarstjórn Seltjarnarness hefur samþykkt lágmarksútsvar 11,24% fyrir árið 1998. Jafnframt að fast- eignagjöld af íbúðarhúsnæði og lóð verði 0,375% og 1,12% af atvinnuhús- næði ásamt lóð og af óbyggðum lóð- um og landi. Vatnsskattur er 0,15% af fasteignamati, urðunargjald er 4.000 krónur og hreinsigjald 2.800 krónur. Mosfellsbær Bæjarstjórn Mosfellsbæjar hefur samþykkt óbreytt útsvar fyrir árið 1998 eða 11,79%. Fasteignaskattur er 0,36% af íbúðarhúsum, sumarbú- stöðum ásamt lóðum, erfðafestulönd- um og jarðeignum sem eingöngu eru nýtt til landbúnaðar, mannvh'kjum og útihúsum á bújörðum en 1% af öðrum fasteignum. Sérstakur skatt- ur af skrifstofu- og verslunarhús- næði er 0,313% af álagningarstofni, vatnsskattur er 0,15%, holræsagjald er 0,13% og sorphirðugjald er 5.000 krónur en fyrirtæki og stofnanir kaupa sérmerkta poka af áhaldahúsi og er sorphirðugjald innifalið í verði pokanna. Leiga fyrir íbúðarhúsalóð er 0,145% af fasteignamati lóðar og leiga fyrir atvinnuhúsalóð er 1% af fasteignamati lóðar. Nordjobb - Umsóknar- tímabilið hafíð NORDJOBB er samnorrænt verk- efni sem miðlar ungu fólki á aldrin- um 18-26 ára sumarvinnu í Noregi, Danmörku, Svíþjóð, Finnlandi, á Álandseyjum, Grænlandi eða Færeyjum, útvegar húsnæði og býður upp á fjölbreytta tómstunda- og menningardagskrá. Umsóknareyðublöð fyrir Nor- djobb 1998 fást á skrifstofu Nor- ræna félagsins á Bröttugötu 3b, 101 Reykjavík og á Norrænu upp- lýsingaskrifstofunni, Glerárgötu 26, 600 Akureyri. Umsóknartíma- bilið stendur fram til 1. maí nk. en umsóknir eru meðhöndlaðar jafn- óðum og eru áhugasamir því hvatt- ir til að bregðast skjótt við, segir í fréttatilkynningu frá Norræna fé- laginu. Morgunblaðið/Kristinn STARFSMENN og gestir hlýða á mál Hauks Þórðarsonar, formanns SÍBS. Að baki honum stendur Gísli J. Eyland, formaður Landssamtaka hjartasjúklinga. Endurbótum á Suðurgötu 10 lokið ENDURNÝJUN húsnæðis SÍBS við Suðurgötu 10 er nýlega lokið. Haukur Þórðarson, formaður SIBS, segir það hafa verið stórverk að taka húsið í gegn, sérstaklega þar sem stór hluti þess sé friðaður og því hafí þurft að taka tillit til ákveðinna friðunarlaga. Er þessum áfanga var fagnað var einnig haldið upp á flutning Landssamtaka hjartasjúklinga í húsið en Landssamtök hjai-tasjúk- linga og Neisti, styrktarfélag hjart- veikra barna, sem einnig er í hús- inu, eru deildir innan SIBS. Gísli J. Eyland, fonnaður Lands- samtaka hjartasjúklinga, segir flutninginn, sem varð mögulegur vegna arfs sem félagið fékk eftir Guðrúnu Einarsdóttur, vera til mikilla bóta. c ( C ( ( c ( ( c c ( I ( c c 4 G i € C ( ( ( V L Q u

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.