Morgunblaðið - 28.01.1998, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 28. JANÚAR 1998 19
ERLENT
RANNSÓKN STARRS
Lewinsky leggur fram
um vitnisburð
MONICA Lewinsky, sem er
sögð hafa átt í ástarsam-
bandi við Bill Clinton
Bandaríkjaforseta, hefur
undirritað yfh'lýsingu um hvað hún
hyggist segja fyrir rétti fallist sak-
sóknarinn í Whitewater-málinu á
beiðni hennar um að hún verði ekki
ákærð fyrir meinsæri vegna eiðfestr-
ar yfirlýsingar þar sem hún neitaði
að hafa verið í tygjum við forsetann.
William Ginsburg, lögfræðingur
Lewinsky, sagði í fyrrinótt að Kenn-
eth Starr, sérskipuðum saksóknara í
Whitewater-málinu, hefði verið af-
hent „fullgert tilboð“ þessa efnis.
„Hann hefur gefið til kynna að hann
vilji íhuga fullgert tilboð okkar og
hringi síðan í okkur til að svara því
hvað hann vilji gera.“
Hugsanlegt er að samkomulag ná-
ist um að Lewinsky verði ekki ákærð
gegn því að hún dragi til baka eið-
festa yfirlýsingu sína. Heimildar-
menn CNN-sjónvarpsins sögðu að
ekki hefði enn náðst samkomulag um
slíka friðhelgi frá ákæru, en samn-
ingaviðræðum um málið hefði miðað
vel og þeim væri að ljúka.
Ekki var greint frá því í gær hvort
Lewinsky hefði fallist á að skýra frá
því fyrir rétti að Clinton hefði hvatt
hana til að bera ljúgvitni. Náist slíkt
samkomulag yrði það mikið áfall fyr-
ir Clinton og embættismenn í Hvíta
húsinu, sem hafa reynt að hreinsa
forsetann af ásökunum um að hann
hafi hvatt Lewinsky til að fremja
meinsæri.
Heimildarmenn CNN segja að
Starr hafi mælst til þess að Lewin-
sky gangist undir lygapróf til að
hægt verði að meta trúverðugleika
vitnisburðarins.
Heimsótti Clinton
The New York Times hafði eftir
fyrrverandi embættismanni Hvíta
hússins í gær að Lewinsky hefði hitt
Clinton í einrúmi í Hvíta húsinu í liðn-
um mánuði jafnvel þótt embættis-
menn forsetans hefðu áður fyrirskip-
tilboð
að öryggisvörðum að leyfa henni ekki
að fara þangað.
Fundur þeirra á að hafa átt sér
stað hálfum mánuði eftir að Lewinsky
var stefnt til að bera vitni í máli Paulu
Jones, sem hefur sakað forsetann um
kynferðislega áreitni. Viku síðar und-
irritaði hún eiðfestu yfirlýsinguna um
að hún hefði ekki átt í kynferðislegu
sambandi við forsetann.
Ekki kom fram hver bannaði
Lewinsky að fara í Hvíta húsið og
hvers vegna. Mike McCurry, frétta-
fulltrúi Hvíta hússins, sagði á mánu-
dag að lögfræðingar forsetans væru
að safna gögnum um heimsóknir
Lewinsky í Hvíta húsið að kröfu
Starrs.
Réttarhöldum verði flýtt
Lögfræðingar Clintons hafa beðið
alríkisdómara í Little Rock í
Arkansas um að flýta réttarhöldum í
máli Paulu Jones. Lögfræðingarnir
kvörtuðu yfir þvi að fjölmiðlafárið
vegna máls Lewinsky hefði torveld-
að forsetanum að gegna störfum sín-
um. Fjölmiðlarnir kepptust um að
ata forsetann auri og hefðu fengið
upplýsingar um málsgögn sem átt
hefði að halda leyndum þar til réttar-
höldin hæfust.
Lögfræðingar Paulu Jones eru
andvígir því að réttarhöldunum verði
flýtt, en þau áttu að hefjast 27. maí.
Þeir sögðu beiðni lögfræðinga Clint-
ons „mjög óvenjulega" og líkjast
fréttatilkynningu frekar en form-
legri beiðni í dómsmáli.
Fallist dómarinn á að flýta réttar-
höldunum yrði það forsetanum í hag
þar sem lögfræðingar hans fengju þá
fyrr en ella tækifæri til að véfengja
hugsanlegar ásakanir Lewinsky.
Takist þeim að kynda undir efa-
semdum um vitnisburð hennar gref-
ur það undan rannsókn Starrs á nýju
ásökununum á hendur forsetanum.
Frétt um vitni dregin til baka
Dallas Morning News dró í gær til
baka frétt, sem dagblaðið birti á al-
netinu í fyrrakvöld, um að ónafn-
greindur heimOdarmaður hefði skýrt
frá því að einn lífvarða Clintons vildi
bera vitni um að hann hefði komið að
Clinton og Lewinsky í ástarleik í
Hvíta húsinu vorið 1996 þegar hún
var þar í ólaunaðri starfsþjálfun.
I fréttinni sagði að líívörðurinn
hefði rætt við Starr og boðist til að
bera vitni en hún var dregin til baka
þar sem heimildarmaðurinn sagði
síðar að hún væri byggð á ónákvæm-
um upplýsingum.
Embættismenn í Hvíta húsinu
hafa sakað Starr og aðstoðarmenn
hans um að breiða út „sögusagnir“
til að freista þess að fá meint vitni til
að koma fram og knýja Lewinsky til
að vitna gegn forsetanum.
Lífverðir yfirheyrðir
CNN hafði eftir heimildarmönn-
um í Hvíta húsinu að lögfræðingar
forsetans hefðu rætt við yfirmann
lífvarðanna og hann hefði sagt að all-
ir lífverðir forsetans á þessum tíma
hefðu verið yfirheyrðir. Þeir hefðu
allir neitað því að vita til þess að
komið hefði verið að forsetanum og
Lewinsky í ástarleik í Hvíta húsinu.
Lífverðirnir eiga að skýra skrif-
stofustjóra Hvíta hússins eða aðstoð-
armönnum hans frá vandamálum
sem koma upp. Starr hefur stefnt
Evelyn Leiberman, aðstoðarskrif-
stofustjóra Hvíta hússins á þessum
tíma, til að bera vitni, en hún hefur
neitað því að hafa fengið upplýsingar
um meinta ástarfundi Clintons og
Lewinsky.
Tengsl lífvarða og
forseta ekki friðhelg
Búist er við að Starr stefni lífvörð-
unum, sem vernda Clinton, til að
bera vitni í réttarhöldum vegna
Whitewater-málsins og ásakana sem
tengjast því. Lögfræðingar Paulu
Jones hafa þegar stefnt lífvörðunum
í einkamálinu sem hún höfðaði gegn
Clinton.
Lífverðirnir starfa á vegum Leyni-
þjónustunnar, stofnunar sem er sett
undir fjármálaráðuneytið, og emb-
ættismenn ráðuneytisins kanna nú
hvernig bregðast eigi við slíkum
stefnum.
Embættismenn Leyniþjónustunn-
ar báru vitni í Watergate-málinu,
sem varð Richard Nixon að falli, og
veittu upplýsingar um hvernig staðið
var að hljóðritunum í Hvíta húsinu.
Fjórir fyrrverandi starfsmenn
Leyniþjónustunnar, sem vemduðu
John F. Kennedy, ollu einnig upp-
SKOÐANAKANNANIR
Snýst um traust
en ekki kynlíf
VINSÆLDIR CLINT
Á meðan ásakanir um ástarsambarij
lærling í Hvfta húsinu dynja á Bill Clíi
svara Bandaríkjamenn á eftirfarandi hátt:
Ef Clinton forseti sagði
Monicu Lewinsky að
Ijúga til um samband
þeirra og að neita
því að um slíkt hafi
verið að ræða að-
spurð fyrir rétti, telur
þú að Clinton eigi að
sæta lögsókn og
látinn segja af sér?
8%Veit ekki
Ánægja með Ertu sáttur við það hvernig
störf forsetans Bil' cJinton fendor si9
i starfi sem forseti?
TILTÖLULEGA fáir Bandarflqa-
menn eru verulega áhyggjufullir
vegna ásakana á hendur Bill Clint-
on forseta um að hann hafi staðið í
kynferðislegu sambandi við 21 árs
lærling í Hvíta húsinu, Monicu S.
Lewinsky, fyrir u.þ.b. þrem árum.
Samkvæmt niðurstöðu skoðana-
könnunar sem gerð var fyrir The
New York Times og sjónvarps-
stöðina CBS um helgina er örugg-
ur mcirihluti Bandarikjarnanna á
þeirri skoðun að Clinton standi sig
vel í starfi. 56% eru þessarar skoð-
unar, sem er sama og engin breyt-
ing frá síðustu könnun í desem-
ber, þegar 58% aðspurðra lýstu
sig ánægða með störf forsetans.
Svipaða sögu segja aðrar skoðana-
kannanir, sem birtar hafa verið
eftír helgina. Hlutfall þeirra sem
eru ánægðir með árangur forset-
ans í efnahags- og utanríkismálum
hefur aldrei verið hærra frá því
Clinton tók við embætti.
En skiptar skoðanir eru um það
meðal Bandaríkjamanna, hvort
forsetanum beri að segja af sér,
eða hann skuli ákærður fyrir emb-
ættisafglöp, ef í ljós kemur að
hann hafi borið ljúgvitni um sam-
bandið. I könnun The New York
Times er 31% þess sinnis, að hon-
um beri að viðurkenna mistök sín
og biðjast opinberlega afsökunar;
30% segja að hann ætti að segja af
sér, 18% segja að þingið ætti að
hefja lögsókn gegn honum og 16%
segja að réttast væri að láta allt
málið niður falla.
Niðurstöður hinna ýmsu kann-
ana eru verulega misvísandi hvað
varðar þetta atriði. Samkvæmt
skoðanakönnun sem gerð var fyr-
ir The Washington Post og ABC-
sjónvarpsstöðina sl. sunnudag og
greint er frá í blaðinu á mánudag
telja um 63 af hundraði Banda-
ríkjamanna að Clinton ætti að
segja af sér hafi hann logið til um
sambandið við Lewinsky. Svipað
hlutfall aðspurðra sagði að forset-
inn ætti að láta af embætti ef
rannsókn leiddi í ljós að hann
hefði lagt að Lewinsky að Ijúga að
rannsó knarm önnum.
í könnun sem Gallup gerði fyrir
CNN-sjónvarpið og blaðið USA
Today og greint er frá á sunnudag
kemur fram að dagana 16.-18.
janúar voru 60% ánægð með
frammistöðu forsetans en 58% nú.
Skekkjumörk eru 3,5% og því
hlýtur fylgi forsetans að teljast
það sama og fyrir tveim vikum.
Traust skiptir mestu
Bent er á í Washington Post að
flestir Bandaríkjamenn telji ágrein-
ingsmál um forsetann fyrst og
fremst snúast um traust, en ekki
kynlíf. Einn af hveijum þrem, sem
spurðir voru í könnun blaðsins,
sagði að meint samband Clintons
við Lewinsky væri „mjög mikil-
vægt“, en meirihluti aðspurðra
taldi að slíkt samband væri ekki
næg ástæða til að forsetí viki úr
embættí. Mikill meirihluti sagði að
það væri mun alvarlegra ef í Ijós
kæmi að forsetinn hefði logið.
Þrátt fyrir að traust fólks á
frammistöðu Clintons í starfi sé
óbilað virðist bandarískur almenn-
ingur hins vegar ólfldegri en áður
til að fullyrða að forsetinn deili með
honum þeim siðferðislegu gildum
sem flestir Bandaríkjamenn reyni
að lifa í samræmi við. 40% að-
spurðra sögðu Clinton deila þessum
gildum með þeim, samanborið við
55% í október 1996, skömmu áður
en hann var endurkjörinn.
En þessi jákvæða útkoma for-
setans að því er varðar frammi-
stöðu hans í embætti breytir því
ekki að flestir Bandaríkjamenn
hafa áhyggjur af því að hneykslið
muni hafa neikvæð áhrif á mögu-
leika hans á að gegna starfi sínu
framvegis með árangursríkum
hættí.
Fara sér hægt
í að fella dóma
Samkvæmt viðtölum við þátt-
takendur í skoðanakönnun Was-
hington Post virðist bandarískur
almenningur ætla að fara sér
hægt í að fella dóma um það hvort
Clinton hafi borið ljúgvitni eða
reynt að fá Lewinsky tíl að gera
slíkt. Ríflega annar hver þátttak-
andi í könnuninni, 51%, taldi for-
setann hafa til að bera þann heið-
arleika og ráðvendni sem þurfi tíl
að gegna embættinu. 55% voru
þessarar skoðunar í október sl. í
könnun The New York Times kom
fram að 27% telja Clinton vera
heiðarlegri og traustsverðari en
sfjórnmálamenn almennt, 30% að
þessu sé öfugt farið og 37% að
hann sé hvorki verri né betri að
þessu leytinu en aðrir.
Komi tíl þess að Lewinsky
breytí framburði sínum og segi
saksóknara að hún hafi átt í kyn-
ferðislegu sambandi við forsetann
getur svo farið, að orð hennar
standi gegn orðum hans. Sögðu
44% aðspurðra að þau myndu trúa
Clinton og 43% kváðust myndu
trúa Lewinsky.
Mál þetta virðist einnig hafa
haft áhrif á álit almennings á
bandaríska þinginu. 56% segjast
nú sátt við frammistöðu þing-
heims, en sambærileg tala í síð-
ustu viku var einungis 47%. Hefur
þetta hlutfall aldrei verið hærra
en nú, samkvæmt skoðanakönnun-
um Washington Post og ABC, síð-
an síðla á síðasta áratug.
Karlmenn voru líklegri en kon-
námi í fyrra þegar þeir veittu upp-
lýsingar um kynlíf hans.
Þetta er hins vegar í fyrsta sinn
sem lífverðir bandarísks forseta eru
beðnir um að bera vitni þegar hann
er enn í embættinu vegna rannsókn-
ar á ásökunum um að hann hafi
gerst sekur um lögbrot.
Leyniþjónustan hefur lagt að líf-
vörðunum að „varast að skýra frá
upplýsingum eða atburðum“ sem
tengjast þeim, sem þeir eiga að
gæta, en lagasérfræðingar telja þó
ólíklegt að lögfræðingum forsetans
takist að koma í veg fyrir að lífverð-
imir beri vitni. Þótt hefð sé fyrir því
að Leyniþjónustan vemdi einkalíf
forsetanna ekki síður en líf þeirra sé
samband þeirra og lífvarðanna „ekki
lagalega friðhelgt eins og samband
lögmanna og skjólstæðinga þeirra
eða lækna og sjúklinga," sagði Ron-
ald K. Noble, lagaprófessor við Col-
umbia-háskóla og fyirverandi að-
stoðarfjármálaráðherra.
Gæti skaðað
trúnaðarsambandið
Verði lífvörðunum gert að bera
vitni gegn forsetanum myndi það þó
örugglega valda deilum, jafnvel þótt
vitnisburður þeirra yrði til þess að
Clinton fengi uppreisn æru.
„Þetta gæti skaðað, jafnvel eyði-
lagt, trúnaðarsambandið [milli for-
setans og lífvarðanna] sem er nauð-
synlegt til að Leyniþjónustan geti
sinnt verkefni sínu,“ sagði Arnold
Sagalyn, fyrrverandi embættismað-
ur í fjármálaráðuneytinu.
„Stjórnmálamenn eru auðvitað
gramir yfir hömlunum og ágangin-
um, sem Leyniþjónustan veldur
þeim, og ef forseta eða forsetaefni
mun gruna að það sem þessir menn
sjá eigi einhvern tímann eftir að
koma fram í bók eða í vitnisburði
fyrir rétti, þá torveldar það starf líf-
varðanna og stóreykur líkurnar á að
ekki verði hægt að tryggja öryggi
þeirra,“ bætti Sagalyn við.
ur til þess að telja framhjáhald
skipta miklu máli og að Clinton
hafi logið um málið. Þá er stuðn-
ingur eldra fólks við forsetann yf-
irleitt dyggari en stuðningur mið-
aldra og yngra fólks. Um það bil
helmingur aðspurðra taldi íjöl-
miðla hafa verið sanngjarna í um-
fjöllun um forsetann, en um 40%
töldu svo ekki vera.
Hvað vilja hlustendur?
í Washington virðast sumir vera
búnir að fá sig fullsadda af mál-
inu. „Þetta minnir mig á O.J.
Simpson réttarhöldin,“ hefur Was-
hington Post eftir verslunarmanni
í borginni. „I hvert sinn sem mað-
ur kveikir á sjónvarpinu þá er
þetta þar. Ég kann ekki við það
hvernig þessu er öllu velt upp.“
Hlustendur útvarpsstöðvarinnar
National Puhlic Radio hringdu
hvaðanæva af landinu sl. fimmtu-
dag og kváðust flestir telja stað-
hæfingar og fréttaskýringar um
forsetann og óvild í hans garð
óviðeigandi. „Það var eins og fólk
væri orðið yfir sig þreytt,“ sagði
Ray Suarez, fréttamaður NPR.
Hann sagði að stöðinni hefði
borist fjöldi tölvuskeyta um efnið.
„Það er sem fólki mislíki að NPR
skuli yfirleitt fjalla um þetta mál,“
sagði hann.
„Ég er búinn að fá yfir mig nóg
af því að heyra um einkalíf Bills
Clintons," skrifaði einn hlustandi.
Suarez kvaðst ekki alveg skilja
viðbrögð hlustenda. Ef sérstakur
saksóknari er að hljóðrita á laun
samtöl um forsetann, sagði hann,
„eigum við þá að þegja yfir þvf?“
Fréttaskýrendur Los Angeles
Times segja að þetta mál hafi gef-
ið „venjulegum Bandaríkjamönn-
um“ tækifæri til að ræða um
stjórnmál af áhuga. Þetta sé frétt
um kynlíf og lygar og jafnist á við
söguþráðinn í sápuóperu. „Alvar-
legar fréttir sem auðvelt er að
skilja," segja fréttaskýrendurnir.
Washington Post greindi frá því
í gær að forsetaembættið hefði
sjálft látið gera skoðanakönnun til
þess að forsetinn og aðstoðarfólk
hans gæti betur áttað sig á því
hvernig best yrði brugðist við
ásökununum á hendur honum.