Morgunblaðið - 28.01.1998, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 28.01.1998, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. JANÚAR 1998 21 ERLENT Brundtland næsti yfir- maður WHO Genf. Reuters. GRO Harlem Brundtland, fyrrver- andi forsætisráðhen’a Noregs, var tilnefnd næsti yíirmaður WHO, Heilbrigðisstofnunar Sameinuðu þjóðanna, á fundi framkvæmda- stjómar hennar í gær. Brundtland, sem er 58 ára að aldri, naut stuðnings vestrænna ríkja, þar á meðal Bandaríkjanna, sem standa undir fjórðungi út- gjalda WHO, en frambjóðendur í embættið voru fimm. Mun Brundtland taka við af Japananum Hiroshi Nakajima, sem verið hefur yfírmaður WHO í áratug og lengst af mjög umdeildur. Endanleg ákvörðun í maí Framkvæmdastjórn WHO er skipuð 32 mönnum en ákvarðanir hennar verður að leggja fyrir þing stofnunar, sem haldið verður í maí. Getur það samþykkt þær eða hafn- að en um það síðamefnda em eng- in dæmi. Við fjórðu atkvæðagreiðslu í stjórninni fékk Brundtland 18 at- kvæði, einu meira en þurfti, en Sir George Alleyne frá Barbados, yfir- maður WHO í Vesturheimi, fékk 10 og Indónesinn Uton Muchtar Rafei fjögur atkvæði. Aðrir fram- bjóðendur vora Nafís Sadik frá Pakistan og Ebrahim Malick Samba frá Gambíu. Stofnun í tilvistarkreppu Brandtland, sem hefur orð á sér fyrir skörungsskap, er þriðja vest- ræna konan, sem hreppir hátt embætti hjá Sameinuðu þjóðunum á skömmum tíma. Mary Robinson, fyrrverandi forseti Irlands, var skipuð yfirmaður Mannréttinda- nefndar SÞ á síðasta ári og kanadíska konan Louise Frechette var skipuð aðstoðarframkvæmda- stjóri SÞ. Vegna þessa er talið líklegt, að Chilemaðurinn Juan Somavia verði skipaður yfirmaðui- Alþjóðavinnu- málastofnunarinnar, ILO, í mai-s Gro Harlem Brundtland og taki við af Belganum Michel Hansenne. WHO, sem verður 50 ára á þessu ári, hefur afrekað ýmislegt um dagana en vestrænir sendimenn segja, að stofnunin sé nú í tilvistar- kreppu og hafi misst það forystu- hlutverk, sem hún hafði áður. Það muni því koma í hlut Brandtlands að bæta starfsandann og endur- heimta fyrri virðingu og stöðu WHO. Gagnrýnendur stofnunarinnar saka hana um skriffinnsku og bruðl og benda meðal annars á, að af 3.700 starfsmönnum hennar sé þriðjungurinn í aðalstöðvunum í Genf, einni af dýrastu borgum heims. Hafi rekstur þeirra kostað 35% af fjárlögunum íyrir 1997/98 en þau era rúmlega 60 milljarðar ísl. kr. Blair ræðir við leiðtoga N-Ira London, Belfast. Reuters. TONY Blair, forsætisráðherra Bretlands, hóf í gær viðræður við forystumenn norður-írsku fiokk- anna, sem taka þátt í friðarviðræð- um í London, til að reyna að fá þá til að fallast á nýjar tillögur, sem hafa valdið deilum milli kaþólikka og mótmælenda á Norður-írlandi. Fyrr um daginn höfðu ríkis- stjórnir Bretlands og Irlands lagt fram nýjar tillögur sem miða að því að koma friðarviðræðunum á skrið. Flokkar kaþólikka fögnuðu tillög- unum en stærsti flokkur mótmæl- enda hafnaði þeim. Bresk og írsk stjómvöld lögðu til að fyrirhugað ráðherraráð írlands og Norður-írlands fengi vald til að taka ákvarðanir í ýmsum málum. David Trimble, einn af leiðtogum mótmælenda, kvaðst ekki geta fall- ist á tillögumar en John Hume, leiðtogi flokks kaþólikka, sagði þær skapa „góðan grundvöll til frekari viðræðna um völd og samsetningu ráðsins". Gerry Adams, leiðtogi Sinn Fein, stjómmálaflokks írska lýðveldishersins (IRA), tók einnig vel í tillögumar. Sluppu naumlega Kaþólskir starfsmenn leigubif- reiðastöðvar í Belfast sluppu með skrekkinn þegar byssumaður gerði misheppnaða tilraun til að skjóta á þá snemma í gærmorgun. Maður- inn kom inn á stöðina um klukkan fjögur og beindi byssu að starfs- fólkinu. Þegar hann reyndi að hleypa af stóð byssan á sér og mað- urinn hljóp á brott. Fulltrúi bifreiðastöðvarinnar sagði að samkvæmt upplýsingum lögreglu væri árásartilraunin enn eitt tilræðið af hálfu sambands- sinna gegn kaþólskum leigubíl- stjórum. Ofbeldi hefur færst í auk- ana á N-írlandi að undanförnu og hafa tíu manns fallið, þar af átta kaþólikkar, frá því um jól. Dómar yfir ábyrgðar- mönnum skíðastaða Montigny-Ie-Bretonneux. Reuters. NÍU börn og kennari þeirra, sem fórast í snjóflóði í Frönsku Ölpunum í vikunni sem leið, voru borin til grafar í París í gær að vistöddum þúsundum manna. Tveir franskir dómstólar kváðu í fyrradag upp dóma yfir nokkrum starfsmönnum og ábyrgðarmönnum skíðastaða, sem sakaðir vora um trassaskap og manndráp af gáleysi. Mál Daniel Fortes, rúmlega fer- tugs leiðsögumanns, sem bar ábyrgð á ferð hópsins þegar snjóflóðið féll, er nú til rannsóknar og er búist við, að hann verði ákærður fyrir mann- dráp af gáleysi. Er hann nú í fang- elsi, að sögn vegna eigin öryggis, en það er annars ekki venja, að menn sitji inni meðan á rannsókn af þessu tagi stendur. Slysið hefur kynt undir umræð- um, sem staðið hafa í Frakklandi ár- um saman, um að herða á reglum um öryggi skíða- og fjallgöngu- manna. Mútumál í fjármálaráðuneyti Japans Ráðherrann seg- ir af sér í dag* Tdkýó. Reuters. HIROSHI Mitsuzuka, fjármála- ráðherra Japans, mun segja af sér embætti í dag vegna mútu- máls, sem snertir starfsmenn ráðuneytisins. Tilkynnti hann það í gær eftir fund með Ryutaro Hashimoto forsætisráðherra. Er þetta mál enn eitt áfallið fyrir efnahags- og fjár- málalífið í Japan. Afsögn Mitsuzuka kem- ur ekki á óvart en síðustu tvo daga hafa japanskir saksóknarar staðið fýrir rannsókn og skjalaleit í skrifstofum fjármálaráðuneytis- ins. Eru tveir starfsmenn þess gi-unaðir um að hafa þegið mútur frá nokkram bönkum og látið þá vita í tíma af komu eftirlitsmanna frá ráðuneytinu. Alitshnekkir Er þetta hneyksli mikill álits- hnekkir fyrir japanska fjármála- ráðuneytið, sem hefur verið næstum einrátt um að móta stefnuna i peninga- og fjármál- um. Aldrei áður hafa starfsmenn þess verið handteknir fyrir við- líka sakir og ástandið í ráðuneyt- inu mun hugsanlega tefja fýrir, að stjóminni takist að fá afgreidd á þingi aukafjárlög íýrir fjárlaga- árið fram til 31. mars, sem henni er þó nauðsynlegt. Örðrómur er um, að líklegur eftirmaður Mitsuzuka verði Sohei Miyashita, fyrrverandi vai-narmálaráðherra, en ýmsir telja það ekki ótrú- legt þar sem það gæti gaft slæm áhrif á fjármála- mörkuðunum. Þar er beð- ið eftir manni, sem getur látið hendur standa fram úr ermum. Gerð var húsleit í gær hjá bönkunum fjórum, sem grunaðir era um að hafa mútað starfsmönnum fjár- málaráðuneytisins, en forsvars- menn bankanna hafa raunar ját- að á sig sök og beðist afsökunar. Ekki ókunnir hneykslismálum Talið er, að Hashimoto forsæt- isráðherra muni gegna fjármála- ráðherraembættinu út vikuna en hann gegndi því 1991 þegar hann neyddist til að segja af sér vegna hneysklis er varðaði banka og verðbréfafyrirtæki. Mitsuzuka er heldur ekki ókunnur hneykslis- málum þótt hann hafi sloppið hingað til. Fyrir nokkra viður- kenndi hann að hafa þegið fé frá kaupsýslumanni, sem síðar var handtekinn fyrir skattsvik. Hiroshi Mitsuzuka YOGA# Ásmundur Jóga gegn kvíða með Ásmundi Gunnlaugssyni þri. og fim. kl. 20.00. Hefst 10. feb. Örfá pláss laus Heildarjóga (grunnnámskeið) Námskeið fyrir þá, sem vilja kynnast jóga. Kenndar verða Hatha-jógastöður, öndun, slökun og hugleiðsla. Einnig er fjallað um jógaheimspeki, mataræði o.fl. þri. og fim. kl. 20.00. Hefst 3. feþ. Leiðþeinandi Daníel Bergmann. Jógatímar alla virka daga kl. 12.10, 17.15, 18.25 og á laugardögum kl. 10.30. Tækjasalur og pólunarmeðferð. Daníel STUDIO Hátúni 6a, sími 511 3100 ‘CÍiiláA- verslun fyrir líkama og sál ÚTSÖLUŒLmÍI LOKAD G IRNIR B 40% afsláttur Skipholti 1 9 Sími: 552 9800

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.