Morgunblaðið - 28.01.1998, Page 26

Morgunblaðið - 28.01.1998, Page 26
26 MIÐVIKUDAGUR 28. JANÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Skemmdarverk / l • /í*i ••• í skjoli profkjors R-listans MARKMIÐ flestra með þátttöku í stjórn- málum er að hafa já- kvæð áhrif á framþróun þjóðfélagsins með því að vinna hugsjónum sínum brautargengi. Miklu færri, sem betur fer, hafa þann tilgang að skara eld að sinni köku með því að sólunda almannafé eða setja eigin hagsmuni á oddinn á kostnað um- bjóðenda sinna. Því miður hefur borið nokk- uð á því að undanförnu hér í Reykjavík, að for- ystumenn R-listans hagi sér með ósiðlegum hætti, fyrst og fremst með það í huga að vekja athygli á sjálfum sér, án tillits til hagsmuna umbjóðenda sinna. Virð- ist sem fyrirhugað prófkjör R-list- ans ætli þannig að verða til þess að skaða hagsmuni Reykvíkinga. Brýtur trúnað í eigin þágu Forráðamönnum Rafmagnsveitu Reykjavíkur hefur verið það kunn- ugt um nokkurt skeið að ný tæki- færi eru að verða til á sviði fjar- skipta. Hefur fyrirtækið fylgst með framþróun þessara mála með það í huga að hasla sér völl á þessu sviði þegar fram í sækir. Hér er átt við möguleika á gagnaflutningum um rafstrengi sem liggja til hvers húss í borginni að tilstuðlan fyrirtækisins. Þetta er ný tækni og enn á tilrauna- stigi. Aðeins eitt fyrirtæki í heimin- um hefur náð árangri við þróun þessarar hugmyndar og fýlgjast margir með framvindu verkefnisins. Eðlilegt er að fara með upplýsingar um þessar athuganir Rafmagnsveit- unnar sem trúnaðarmál. Seint á síðasta ári ákvað einn full- trúi R-listans í stjóm veitustofnana borgarinnar, Helgi Hjörvar, að slá sig til riddara og vekja athygli á sjálfum sér með því að leggja til að þetta mál verði athugað, mál sem þegar var í athugun af hálfu Raf- magnsveitunnar. Með það í huga að prófkjör R-listans var í uppsiglingu sá Helgi þama komið tækifæri til að vekja athygli á sér með ódýmm hætti og fékk hann fjölmiðla til þess að greina frá „frumkvæði" sínu í þessu efni. Helgi, sem er óbreyttur stjórnar- maður, gerði kröfu til þess að hann yrði sendur í heimsókn til hins er- lenda fyrirtækis á vegum Raf- magnsveitu Reykjavíkur til þess að kynna sér málið, en ekki sáu útlend- ingarnir sér fært að taka við hon- um. Hins vegar gat Rafmagnsveitan komið því í kring að haldinn yrði kynningarfundur símleiðis um þetta mál og þangað mætti Helgi, - með sjónvarpsmyndavélar í eftirdragi, án vitundar Rafmagnsveitunnar og viðræðuaðila hennar, enda prófkjör í aðsigi! Spillir möguleikum Rafmagnsveitunnar Augljóst er að hér er um við- kvæmt mál að ræða. Rafmagnsveita Reykjavíkur á í könnunarviðræðum við erlent íyrirtæki um hagnýtingu nýrrar tækni sem orðið gæti til þess að fyrirtækið haslaði sér völl á sviði gagnaflutninga í samkeppni við Landssímann hf. Og nú er komið að einni af grundvallarspumingunum í þessu máli. Er það eðlilegt að einn af fulltrúum almennings í stjóm Raf- magnsveitu Reykjavíkur einblíni á eigin hagsmuni um athygli og þóli- tísk völd, en kasti um leið fyrir borð hagsmunum fyrirtækisins um trúnað og þagmælsku þegar um er að ræða mál sem varðar viðskipti fyrirtækis- ins og framtíðaráform þess? Mér virðist augljóst að með háttarlagi sínu hafí þeir báðir, Helgi Hjörvar Jóna Gróa Sigurðardóttir og Alfreð Þorsteinsson, formaður stjómar veitustofnana, gert skammarlega atlögu að Rafmagnsveitu Reykja- víkur og stórspillt möguleikum fyrirtækis- ins í málinu, sé litið til framtíðar. Einnig hefur hann brotið trúnað við hið erlenda fyrirtæki og skaðað orðspor Raf- magnsveitu Reykjavík- ur í augum þess. Jafn- framt hefur hann gert væntanlegum sam- keppnisaðilum á þessu sviði ijóst hvaða mál Rafmagnsveita Reykja- víkur er skoða og þannig gefst þeim aðilum forskot sem þeir höfðu ekki og áttu ekki að hafa. Með háttalagi sínu hafa þeir Helgi og Alfreð, segir Jóna Gróa Sigurðardóttir, spillt möguleikum Raf- magnsveitu Reykja- víkur og skaðað orð- spor hennar. Hann fómar almannahagsmun- um í eigin þágu. Logið að starfsfólki Rafmagns- veitu og Hitaveitu Sé litið til baka yfir bráðum fjög- urra ára valdaferil R-listans í Reykjavík, sést að því miður em fjölmörg önnur dæmi um að for- ystumenn þessa kosningabandalags skara eld að eigin köku. Er þar auð- velt að líta til formanns stjórnar veitustofnana, Alfreðs Þorsteins- sonar. Undanfamar vikur hafa verið gerðar athuganir á hagkvæmni þess að sameina starfsemi Rafmagns; veitu og Hitaveitu Reykjavíkur. í athugun sem gerð var af þessu til- efni kom fram að með sameiningu mætti ná fram hagræðingu og segja upp 51 starfsmanni. I ljósi þess að hér var um óheppileg tíðindi að ræða, skömmu fyrir borgarstjórn- arkosningar og prófkjör R-listans, sagði Alfreð Þorsteinsson ósatt og fullyrti að engum starfsmanni yrði sagt upp. Reyndar hélt borgarstjóri þessu líka fram. Trúi þeim hver sem vill. Ég geri það ekki. Þama er vís- vitandi verið að reyna að blekkja fólk og því haldið fram að enginn muni missa vinnuna, enda þótt i uppsögnunum felist fyrst og fremst ávinningurinn við sameininguna, að mati sérfræðinga R-listans. Þarna reynir þetta fólk að slá ryki í augu starfsmanna fyrirtækjanna til þess að ótti þess við atvinnumissi skyggi ekki á prófkjör R-listans. Alfreð auglýsir sjálfan sig Ákveðið var að lækka raforku- verð um 2% nú um áramót. Lækk- unin nemur nokkur hundruð krón- um á ári fyrir flesta. Þessi atburður varð þó til þess að Alfreð krafðist þess að birt yrði heilsíðu auglýsing í dagblöðum til þess að vekja athygli á þessu máli. Ætli það hafí verið gert með væntanlegt prófkjör R- listans í huga? Að minnsta kosti hefur aldrei áður verið vakin athygli með þessum hætti á lækkun raf- orkuverðs í Reykjavík. Mörg fleiri dæmi mætti nefna um það blekkinga- og áróðursstríð sem R-listaliðið hefur lagt stund á að undanfómu. Hér verður látið staðar numið í bili. Borgarbúum ráðlegg ég þó að fylgjast vel með háttemi þessa fólks á næstunni því R-listinn óttast nú mjög að verða settur út í kuldann í næstu kosningum. Hræddu fólki era oft mislagðar hendur, ekki síst ef það ber fyrst og fremst eigin hag fyrir brjósti, en ekki þeirra sem þeir eiga að þjóna. Höfundur er borgarfulltrúi. Vágestur sem nýtur laga- verndar í MORGUNBLAÐINU í dag, 13. janúar ‘98, er gerð nokkur úttekt á tilraunum og heimildum heilbrigðis- stofnana tíl að banna reykingar innan sinna vébanda. Heilsustofnun NLFÍ er þar nefnd til sögu. Þar er þó nauð- synlegt að bæta um bet- ur og greina stuttlega frá áratuga tilraunum þeirrar stofnunar til að úthýsa reykingum. Heilbrigðisstofnanir hafa upp til hópa átt erfítt með að finna sanngjarna lausn í reykingamálum, þar sem tekið er tOht til réttar og frelsis hvers manns tO að haga lífi sínu að eigin vilja, en þó Árni Gunnarsson verið reykt inni í herbergjum. Það getur hins vegar haft slæmar afleið- ingar þar eð reykskynjarar hafa ræst eldvamakerfi. Og reykingar við innganga era ekki athyglisverð auglýsing fyrir heO- brigðisstofnun. Á undanförnum ár- um hefur HeOsustofnun reynt að aðstoða reyk- ingamenn í hópi sjúk- linga við að hætta að reykja. Stofnunin hefur haldið sérstök nám- skeið fyrir reykingafólk og lagt sitt af mörkum tO að fræða um skað- semi reykinga. Þess má raunar geta, að Jónas Kristjánsson læknir, sem stofnaði HeOsu- án þess að ganga á rétt annarra. Mér eru t.d. minnisstæðar miklar umræð- ur í stjórnarnefnd Ríkisspítalanna fyrir nokkrum áram, þegar tilraunir voru gerðar tO að úthýsa reykingum á Landspítala og víðar. Þrátt fyrir góðan vilja og tillögur vísustu manna birtist vandinn í nýjum og nýjum myndum, og það sem virtist bæði einfalt og sjálfsagt í byrjun reyndist bæði flókið og illframkvæmanlegt. Frá því Heilsustofnun NLFI tók tO starfa í júlí 1955 hafa reykingar sjúklinga verið bannaðar í húsa- kynnum stofnunarinnar, nema í sér- stöku reykherbergi. Starfsmenn hafa hins vegar hvergi fengið að reykja innan veggja HeOsustofnun- ar. Á síðustu áram hefur stöðugt verið reynt að fækka undanþágum, m.a. með því að takmarka þann tíma, sem reykherbergi hefur verið opið. Það gefur augaleið, að reykinga- menn í hópi sjúklinga hafa fundið sér staði utanhúss til að reykja, og þá einkum við útidyr, og stundum hefur hæli NLFÍ, eins og það hét um ára- tuga skeið, stofnaði Tóbaksbindind- isfélag Sauðárkróks þegar árið 1929, og staðfestir það enn og aftur fram- Herra Nikótín er ótrúlega harður húsbóndi, segir Árni Gunnarsson. Húsbóndi sem rænir einstakling- ana valdi yfir eigin lífi. sýni og visku Jónasar. Ekki þekkir undirritaður dæmi um eldra tóbaks- vamarfélag en þetta. Þannig hefur þessi slagur staðið linnulítið undanfarin ár. Síðan gerð- ist það, að 1. september á síðasta ári var reykherbergi lokað og þar með síðustu reyksmugunni innanhúss. Þá jukust til muna reykingar við alla Um falsanir á staðreyndum SVAVAR Gestsson rit- aði grein hér í blaðið á hinn 13. janúar sl. vegna umfjöllunar Hjálmars Jónssonar um verka- lýðsforystuna og sam- fylkingarmálin og fór mikinn. Það virðist fara í taugarnar á honum að alþýðubandalagsmenn í verkalýðsforystunni hafi aðrar skoðanir á samfylkingu vinstri- manna en hann sjálfur. Svavar gerir mikið úr því að þessir menn þori ekki að koma fram und- ir nafni og telur þá „ekki númer eitt holla Alþýðubandalaginu", hvað sem það nú þýðir. Verkalýðsforystan vill samfylkingu Skoðanir flokksbræðra Svavars í forystu ASÍ ganga mikið í sömu átt- ina. Þar á bæ vilja flestir samein- ingu jafnaðarmanna. Sú skoðun kom greinilega fram á síðasta landsfundi flokksins. Þetta fólk er vant því að vinna þétt og vel saman með öðram að stefnumálum sínum og skilur vel hvaða gildi samvinna af þessu tagi hefur. Þá held ég einnig að þetta fólk finni fyrir miklum þrýstingi fé- lagsmanna sem gengur í sömu átt. Fólk sem starfar í hreyfingunni finnur vel styrk núverandi stjórnar- flokka og vanmátt núverandi stjóm- Ari Skúlason arandstöðuflokka og gerir sér grein fyrir því að það þarf nýtt afl og aukna samvinnu ef breyta á þeim valda- hlutföllum sem nú gilda í íslenskum stjórnmálum. Grunsamlegir, nafnlausir menn Svavar auglýsir eftir höfundi að ákveðinni tilvitnunum rusla- hauga, en hver hann er veit ég ekki. Ég get hins vegar upplýst að ég er einn af heimilda- mönnum Hjálmars í umræddri grein. Ég óskaði reyndar ekki nafnleyndar gagnvart Hjálm- ari. Seinni tilvitnunin sem Svavar gerir að umtalsefni í greininni er eftir mér höfð þannig að nú er lyft hulunni af þeirri spurningu. Falsanir á staðreyndum Þær skoðanir sem vora hafðar eftir mér í umræddri grein fjalla um utanríkismál og vora um að sú af- staða sem hafið orðið ofan á á lands- fundinum nú sé þó töluvert mýkri en áður. Þar sé ekki útilokuð aðild að Evrópusambandinu um aldur og ævi og ekki sé minnst á NATO í stjóm- málayfirlýsingunni. Svavar Gestsson heldur því fram að þessi orð séu fölsun á staðreynd- Eg get upplýst að ég er einn af heimildamönn- um Hjálmars í um- ræddri grein, segir Ari Skúlason í svari til Svavars Gestssonar. um. Ég sat eins og Svavar í utanrík- ismálahópi landsfundarins og tók meiri þátt í undirbúningi fundarins en hann. Ég verð að segja að ég er algerlega ósammála Svavari þegar hann segir að engin breyting hafi orðið á afstöðu flokksins til þessara mála á landsfundinum og ég held að nær allir þeir sem tóku þátt í ákvörðunum um þessi mál þar séu sammála mér en ekki honum. Það var tekist veralega á um þessi mál og samkomulag náðist um málið þar sem t.d. kemur fram um afstöðu flokksins til ESB að flokkurinn ít- reki afstöðu sína til aðildar miðað við núverandi aðstæður. Áður var aðild útilokuð um aldur og ævi. Nú er hún útilokuð miðað við núverandi aðstæður. Allir sem hafa til þess vilja vita af því að ESB mun ekki fjalla um neinar nýjar aðildaram- sóknir næstu 5-10 árin. Það era að- stæðurnar sem era ekki uppi nú. Að halda því fram að hér sé ekki um breytingu á afstöðu að ræða er skramskæling á veraleikanum. Ásökun um fölsun á staðreyndum er í þessu sambandi er einnig býsna al- varlegt mál. Ég er einnig ósammála niður- stöðu Svavars um herinn og NATO. Margir landsfundarmenn urðu þannig fyrir áfalli þegar þeir sáu að ekki var minnst á NATO í stjórn- málaályktuninni. Ég tel þannig mjög hæpið að hörðustu NATO-and- stæðingar innan flokksins telji að landsfundurinn hafi styrkt afstöðu flokksins gegn NATO. Um herinn er þetta að segja: „Herinn burt“ er ein- föld og skýr krafa. Að hefja undir- búning fyrir brottför og huga að uppbyggingu fjölbreyttara atvinnu- lífs á Suðumesjum til þess að koma í veg fyrir atvinnuörðugleika á svæð- inu er mun flóknari krafa. Ég á erfitt með að sjá að þessi texti herði andstöðu við herinn. Að þora að horfast í augu við staðreyndir Svavar lýkur grein sinni með því að skora á einhverja flokksmenn um að gera tillögur um að flokkurinn skipti um stefnu í utanríkismálum. Þeirri áskorun er hér með tekið. Ég hef reyndar haldið því fram innan flokksins að stefna hans í utanríkis- málum sé í mörgu tilliti ósamhang- andi og ómarkviss. Alþýðubandalag- ið hefur að mörgu leyti neitað að horfast í augu við staðreyndir og val- ið að vera á móti. Það er t.d. viðtekin skoðun innan flokksins að ESB sé vont og að allt sem komi frá Brassel sé vont og komi frá skriffinnunum þar. Þar af leiðandi er flokkurinn á móti EES-samningnum. Allir sem vilja vita hins vegar að það eru ekki skriffinnarnir í Brassel sem búa til þá löggjöf sem þaðan kemur. Sú lög- gjöf er afurð mikils undirbúnings og baráttu á milli hinna ýmsu stjórn- málaafla og hagsmunaaðila. Ég get nefnt lítið dæmi í þessu sambandi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.