Morgunblaðið - 28.01.1998, Síða 29

Morgunblaðið - 28.01.1998, Síða 29
28 MIÐVIKUDAGUR 28. JANÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. JANÚAR 1998 29 PtnrgmuMaliilí STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. „SÁL KÚBU ER KRISTIN“ KÚBUHEIMSÓKN Jóhannesar Páls II páfa er söguleg fyrir margra hluta sakir og áhrifin verða ekki að fullu ljós fyrr en að nokkrum tíma liðnum. Hins vegar má ganga út frá því sem vísu, að heimsóknin muni hafa mikil áhrif á stjórnmálaþróunina á Kúbu, stöðu katólsku kirkjunnar, svo og á samskipti umheimsins við einræðisstjórn Kastrós. Lík- legt má telja, að viðskiptabann Bandaríkjanna á Kúbu muni veikjast og kröfur um afnám þess, jafnt innan sem utan Bandaríkjanna, muni aukast. Það var áhrifamikið að fylgjast með því, hversu vel og innilega byltingarmaðurinn Kastró tók á móti páfanum, full- trúa einnar elztu og íhaldssömustu stofnunar mannkyns. Jó- hannes Páll II var ómyrkur í boðskap sínum til kúbönsku þjóðarinnar, sem flykktist að honum, hvar sem hann fór. Hann gagnrýndi harðlega stjórnkerfi kommúnista og hvatti til þess, að pólitískir fangar yrðu látnir lausir. Páfi sagði þau stjórnkerfi óréttlætanleg með öllu, sem heftu frelsi manna, og sagði, að náðarandi Krists hefði sent hann til Kúbu til að frelsa þá sem sættu kúgun. Vafalaust hefur það verið erfitt fyrir Kastró og valda- kjarna kommúnista að hlýða á þessi orð páfa eftir áratuga tilraunir til að gera Kúbu að heiðnu landi. Líklega hefði eng- um öðrum en Jóhannesi Páli II liðist að mæla þannig á sjálfu byltingartorginu í Havana að viðstaddri valda- klíkunni. Mannfjöldinn tók hins vegar undir með páfanum með því að hrópa í kór „Lifi frjáls Kúba“. Efnahagsástandið á Kúbu er hörmulegt og því hefur Kastró unnið að því að opna landið fyrir erlendum fjárfest- um. Lykilatriði í uppbyggingu efnahagsins er afnám við- skiptabanns Bandaríkjanna og páfi gagnrýndi það ítrekað í heimsókninni, svo og tilraunir til að einangra Kúbu á al- þjóðavettvangi. Kastró fékk því eitthvað fyrir sinn snúð. „Sál Kúbu er kristin" sagði Jóhannes Páll II páfi í mess- unni á byltingartorginu í Havana. Talið er líklegt, að Kastró muni slaka á hömlum á starfsemi katólsku kii'kjunnar í kjöl- far heimsóknarinnar og vonandi fá landsmenn að iðka trú sína í friði án pólitískrar íhlutunar. REKSTRARÖRY GGI SJÚKRAHÚSA STJÓRNENDUR hátæknisjúkrahúsanna hafa nánast ár- visst fengið fyrinnæli um að draga úr kostnaði. Sem og að ekki megi skerða þjónustu. Umtalsverður árangur hefur náðst. En sterkar líkur standa til að höggvið hafi verið oftar en góðu hófí gegnir í sama knérunn; að tímabundnar lokanir deilda hafi leitt til tilfærslna á kostnaði og lengingar biðlista fremur en sparnaðar í raun. Þórarinn Gíslason læknir segir hér í blaðinu, að uppsafn- aðar skuldir Ríkisspítala nemi 400 milljónum króna. Svipaða fjárhæð skortir í rekstur líðandi árs. Vaxtakostnaður er að verða drjúgur útgjaldaþáttur í rekstri stóru sjúkrahúsanna. Meintar sparnaðaraðgerðir á Ríkisspítulum á líðandi ári valda fagfólki áhyggjum. „Má búast við að þær valdi sjúk- lingum okkar talsverðu óhagræði og jafnvel áhættu í sum- um tilfellum því þeir eru oft talsvert veikir,“ segir Þórður Harðarson prófessor. Ef valaðgerðir á skurðstofum Land- spítala verða lagðar niður á föstudögum „bitnar það á öllum sérgreinum", segir Jónas Magnússon prófessor, og „þýðir ekkert annað en lengri biðlista“. Þetta á við um gallaðgerð- ir, bæklunaraðgerðir og sumar hjartaaðgerðir. „í rauninni er enginn sparnaður að þessu því fyrr en síðar þarf að gera þessar aðgerðir,“ segir prófessorinn, og „sumir biðlistasjúk- lingar myndu líka fyrr eða síðar lenda inni á spítalanum sem bráðasjúklingar." Þórarinn Gíslason læknir segir m.a.: „Þjóðarsátt þarf að vera um helztu grundvallarþætti heilbrigðisþjónustunnar. Það verður að losa stóru sjúkrahúsin í Reykjavík úr því ára- langa fjársvelti sem þeim hefur verið haldið í.“ Gunnar Ingi Gunnarsson læknir leggur til hér í blaðinu „að sameina spít- alana undir eina stjórn og skipuleggja um leið verkaskipt- ingu milli þeirra þannig, að hagkvæmni verði sem mest í nýtingu dýrrar hátækni, mannafla, húsnæðis og í yfir- stjóm“. Sem og að gerður verði „langtíma þjónustusamn- ingur við hinn sameinaða háskólaspítala“. Hvað sem þeim hugmyndum líður standa landslög til þess að fólk njóti beztu fáanlegrar læknisþjónustu, þegar sjúk- dóma eða slys ber að garði. Til að framfylgja þeirri lagakvöð þarf að tryggja betur en nú er gert fjárhagslegt rekstrarör- yggi heilbrigðisþjónustunnar. Stjórnarskrárdómstóll bannar samtök hreintrúarmanna Olía á eldinn í Tyrklandi? MARGIR hafa áhyggjur af tilraunum hreintrúarmanna til að auka ítök sín í skólakerfinu í Tyrklandi. Hreintrúarmenn hafa verið í sókn á und- anförnum árum og Velferðarflokkurinn hefur í huga milljóna kjósenda verið eini valkosturinn við duglaus og spillt sljórnvöld. Stjórnarskrárdómstóll í Tyrklandi hefur bannað starfsemi flokks islamskra hreintrúar- manna. Ásgeir Sverris- son segir frá Velferðar- flokknum og veltir fyrir sér hugsanlegum afleiðingum þessarar ákvörðunar. HINN langi armur hersins hefur enn á ný gripið inn í stjórnmálaþróunina í Tyrklandi. Stjórnarskrár- dómstóll landsins hefur úrskurðað að banna beri starfsemi Velferðar- flokksins, flokks islamskra hreintrú- armanna. Þessi ákvörðun er ekki eingöngu áfall fýrir lýðræðið í Tyrk- landi, hún kann að reynast olía á eldinn. Hreintrúarmenn hafa verið í sókn í Tyrklandi á undanförnum ár- um og Velferðarflokkurinn hefur í huga milljóna kjósenda verið eini valkosturinn við duglaus og spillt stjórnmálaöfl, sem landinu ráða. Hættan er nú sú að þessir kjósend- ur verði hraktir út á jaðar stjórn- málalífsins og að öfgamenn taki að boða vopnaða baráttu fyrir stofnun islamsks hreintrúarríkis. I úrskurði stjórnarskrárdóm- stólsins, sem birtur var fyrir tólf dögum, sagði að Velferðarflokkur- inn hefði reynt að grafa undan stjórnarskrá ríkisins en hún kveður skýrlega á um að Tyrkland skuli lúta veraldlegri stjórn. Jafnframt var hinum 71 árs gamla leiðtoga flokksins og fyrrum forsætisráð- herra, Necmettin Erbakan, bannað að hafa afskipti af stjórnmálum næstu fímm árin ásamt sex þing- mönnum flokksins. Með þessu móti lauk aðför hers- ins og tyrknesku valdastéttarinnar að Velferðarflokknum, sem staðið hefur linnulítið undanfarna 12 mán- uði. Herinn þvingaði Erbakan til að segja af sér embætti forsætisráð- herra í júní í fyrra en þá hafði hann farið fyrir samsteypustjóm mið- og hægriflokka í tæpt ár. Þingmenn flokksins, sem nú eru 147 verða nú óháðir en aðstoðarmenn Erbakans hafa þegar lýst yfir því að ný sam- tök er nefnast „Dyggðin" hafi verið stofnuð. Er það í samræmi við hina pólitísku hefð í Tyrklandi. Erbakan hefur kunngert að hann hyggist virða þessa niðurstöðu jafnframt því sem hann hefur ákveðið að leita til Mannréttindadómstóls Evrópu í þeirri von að fá banninu hnekkt. Algjör óvissa ríkir um pólitíska framtíð hans og ríkissaksóknari Tyrk- lands hefur lýst yfir því að hann muni ekki líða það að gerð verði tilraun til að halda starfsemi Velferðarflokksins áfram undir nýju nafni. Grasrótarfylgi Velferðaifiokkurinn var stofnaðm’ í júlí 1983 og hefur byggt upp gras- rótarfylgi í þorpum og fátækrahverf- um stórborganna. Flokkurinn vann stórsigur í borgar- og sveitarstjóma- kosningum árið 1994 og eru borgar- stjórar bæði Istanbul og Ankara, tveggja stærstu borga landsins, full- trúar hans. Njóta þeir almennra vin- sælda og hafa verið bomir lofi fyrir að beita sér fyrir aðstoð við þá verst stöddu ásamt því að reyna að vinna gegn spillingunni sem gegnsýrir allt valdakeifið í Tyi-klandi. Flokkurinn bar síðan sigur úr býtum í þingkosningunum árið 1995, fékk þá 21% atkvæðanna og varð stærsti flokkurinn á þingi. Stefna flokksins höfðaði einkum til fátækustu kjósendanna, sem hrifust af boðskapnum um að auka bæri veg strang-islamskra gilda í samfé- laginu í nafni félagslegs réttlætis og reyndust tilbúnir til að snúa baki við öðmm stjórnmálaöflum, sem mjög margir Tyrkir telja bæði spillt, dáð- laus og önnum kafin við hagsmuna- gæslu. Flokkurinn hlaut um sex milljónir atkvæða og félagaskráin mun nú geyma nöfn um fjögurra milljóna manna. Erbakan varð síðan forsætisráðherra landsins, fyrstur múhameðstráarmanna, er Tancu Ciller, leiðtogi Sannleiksstígsins, neyddist til að segja af sér vegna spillingarákæru, sem enn er verið að rannsaka. Uppreisn gegn arfleifð Ataturks Titrings tók strax að gæta bæði innan og utan Tyrklands við valda- töku Erbakans. Tyi’kland er talið til lykilríkja innan Atlantshafsbanda- lagsins (NATO) og ýmsum vestur- landabúum þótti með ólíkindum að múhameðstráarmenn skyldu fara fyrir ríkisstjórn eins að- ildarlandsins. Tyrkneska valdastéttin, sem er hlið- holl vesturlöndum líkt og her landsins, taldi að hreintráarmennirnir hefðu í raun rænt völdum í landinu og að þeir beittu lýðræðinu fyrir sig til að unnt reyndist að mynda nýtt hreintráarríki í Tyrklandi. Fremur hófsamar umbætur á sviði félags- mála sem flokkurinn boðaði voru hafðar til marks um þetta svo og breyttar áherslur á vettvangi utan- ríkismála sem lýstu sér í því að Er- bakan og menn hans beittu sér fyrir bættum samskiptum við nokkur „út- lagaríki" á borð við Iran og Líbýu. Varð þetta ekki heldur til þess að róa taugar manna á vesturlöndum. Herinn sá sig til neyddan að gi’ípa enn og aftur inn í rás atburðanna. Af því hafa foringjar heraflans all- nokkra reynslu þvi um 40 flokkar hafa verið bannaðir í landinu frá ár- inu 1960. Ræðir þar einkum um flokka kommúnista og hreintrá- armana auk samtaka Kúrda, sem al- mennt eru taldir sæta kúgunum og misrétti í Tyi-klandi. Bannið nú er heldur ekki ný reynsla fyiir Nec- mettin Erbakan. Flokkur sem hann myndaði var bannaður árið 1971 er herlög voru sett í landinu og árið 1980 voru önnur samtök sem hann fór fyrir, Þjóðfrelsisflokkurinn, einnig lýst ólögleg eftir valdarán hersins. Afskipti hersins af innanríkismál- um í Tyi’klandi hafa löngum sætt gagnrýni á vesturiöndum og hafa þau ásamt dapurlegri frammistöðu á sviði mannréttindamála spillt fyrir möguleikum Tyrkja m.a. hvað varð- ar þátttöku í Evrópusamrunanum. Slíkum ásökunum hafa tyi’kneskir ráðamenn jafnan vísað á bug og vænt vesturlandabúa um að hafa takmarkaðan skilning á sérstöðu Tyi’kja. Her landsins lítur á sig sem verndara arfleifðar Kemals Ata- turks, stofnanda Tyrklands nútím- ans á þriðja áratugi aldarinnar, og þeirrar sannfæringar hans að landið ætti jafnan að lúta veraldlegri stjórn. Nú gátu bæði herforingjar og valdamenn bent á hætturnar: vísað var jafnt til blóðbaðsins í Alsír sem og klerkaveldisins í Iran til sannindamerkis um þau ósköp sem yfir gætu riðið fengju hreintrúar- mennirnir áfram að stunda meinta niðurrifsstarfsemi sína fyrir opnum tjöldum. Flókið samspil trúar og stjórnmála Þau átök sem fram fara í Tyrk- landi eru flókið samspil tráar, stjórnmála og baráttunnar um brauðið. Annars vegar stendur her- afli landsins og hin pólitíska stétt sem í sameiningu berjast fyrir óbreyttu ástandi, sem tryggir völd þeirra og áhrif. Sérstaka furðu hef- ur löngum vakið hversu margir pólitískir ráðamenn í Tyrklandi virðast í litlu sem engu sambandi Áfall fyrir lýðræðið í Tyrklandi Reuters NECMETTIN Erbakan, leidtogi Velferðarflokksins og fyrrum forsæt- isráðherra Tyrklands, fordæmir ákvörðun stjórnarskrár dómstólsins á fundi með blaðamönnum í Ankara. við það þjóðfélag sem þeir stýra. Hins vegar stendur almúginn og öreigarnir sem horfa upp á mis- skiptingu auðsins sem frekar fer vaxandi heldur en hitt og telur ráðamenn upp til hópa gjörspillta verði eigin hagsmuna. Líkt og í Al- sír, Egyptalandi og fleiri ríkjum eru þessi pólitísku átök af efna- hagslegum rótum runnin í samfé- lagi sem styðst við frumstætt valdakerfi, er skapað hefur djúp- stæða óánægju vegna spillingar og misskiptingar auðsins. Velferðarflokkurinn hefur beitt sér fyrir ýmsum merkum umbóta- málum einkum á sveitastjórnarstig- inu og kveðst aldrei hafa boðað valdbeitingu eða hafnað lýðræðinu. Á hinn bóginn er ljóst að flokknum og einkum Erbakan urðu á mörg og afdrifarík mistök í valdatíð sinni. Forsætisráðherrann gerði ekkert til að slá á ótta hinna pólitísku stéttar og hersins. Þvert á móti gætti hann ekki að sér og skapaði hræðslu með digurbarkalegum málflutningi sín- um, sem margir höfðu til marks um öfgar hreintrúarmanna. Tilraunir hans til að vingast við írani og sneypuför hans til Líbýu þar sem Muhammar Gaddafi neitaði að ræða við hann mæltust illa fyrir svo og mislukkuð tilraun hans til að koma á efnahagssamvinnu ólíkra múslima- ríkja víða um heim, sem átti að verða til mótvægis við samstarf sjö helstu iðnríkja heims. Erbakan kaus einnig að hundsa Evrópu- ríkin og er hann fyrsti for- sætisráðherra í sögu landsins sem ekki sótti vestrænt ríki heim í valdatíð sinni þrátt fyrir þá stöðu sem Tyrkland nýtur innan NATO og umtalsverða viðskipta- hagsmuni. Bannið hættulegra en starfsemin? En þótt Erbakan hafi gerst sekur um mistök og mörgum þyki vafa- laust sem speki Ataturks hafi enn á ný sannast virðist ástæða til að efast um að rétt og eðlilegt hafi verið að banna Velferðarflokkinn. Reynslan virðist þvert á móti sýna að mun hættulegra er að banna samtök + hreintráarmanna en að gera þessi öfl ábyrg innan hins pólitíska kerfis. í því samhengi er nærtækt að horfa til Alsír; hryllingurinn þar hófst er samtök hreintráarmanna vora bönnuð er þau voru við það að vinna sigur í lýðræðislegum kosningum árið 1992. í Egyptalandi hafa öfga- öflin gripið til valdbeitingar og þar ríkir nánast stríðsástand vegna þeirrar hörku sem stjórnvöld hafa sýnt í viðskiptum sínum við hrein- trúarmenn. Klerkaveldið í Iran, sem sannanlega er einn erfiðasti and- stæðingur vesturlanda og spillt hef- ur duglega m.a. fyrir friðaramleit- unum í Mið-Austurlöndum, hefði trúlega aldrei náð svo sterkri stöðu hefði málflutningur hreintrúar- manna ekki verið hundsaður með svo afdrifaríkum hætti í tíð Reza Pahlavi keisara. Fer Tyrkland sömu leið? Tyrkir hafa á undanförnum árum reynt að bæta ímynd sína á alþjóðavettvangi eftir að hafa áram saman sætt ásök- unum um að lýðræðið standi þar völtum fótum. Bann stjórnarski’ár- dómstólsins er því verulegt áfall í þessu tilliti og virðist ekki til þess fallið að treysta stöðugleika í land- inu. Milljónir kjósenda hafa nú verið sviptar lýðræðislegum valkosti sín- um. Hættan er sú að þessir kjósend- ur leiti nú út fyrir hið pólitíska kerfi og að öfgamenn í röðum hreintrúar- manna taki að boða að fara beri aðr- ar leiðir í baráttunni. Birtingarformið upprætt Enginn vafi leikur á því að mikill meirihluti Tyrkja vill að áfram verði haldið í arfleifð Ataturks. Uppgang- ur bókstafstrúannanna kann vissu- lega að vera áhyggjuefni en við því þarf að bregðast með því að ráðast að rót vandans í stað þess að freista þess að uppræta hið pólitíska birt- ingarform hans. Að þessu leyti virð- ist ákvörðun stjórnarskrárdómstóls- ins einungis vera til þess fallin að vinna tíma og fresta óhjákvæmileg- um breytingum og jafnvel uppgjöri. Hún kann því að reynast olía á eld- inn, sem logar í neðstu lögum sam- félagsins í Tyrklandi. 40 flokkar bannaðir frá 1960 Kosið í mannréttindadómstól Evrópu r HÖFUÐSTÖÐVAR Evrópuráðsins í Strassborg. Nær er aðsetur þingsins, en fjær bygging Mannréttindadóm- stólsins og Mannréttindanefndarinnar. Konum fjölgar væntanlega nokkuð Þing Evrópuráðsins gekk í gær til kosninga um dómara í nýja mannréttindadómstólnum _____sem tekur til starfa 1. nóvember_ næstkomandi. Páll Þórhallsson fjallar um þau sjónarmið sem búa að baki vali á dómurunum. ING Evrópuráðsins gekk í gær til kosninga um dóm- ara í nýja mannréttinda- dómstólnum í Strassborg sem hafa mun eftirlit með mann- réttindasáttmála Ewópu. Nýi dóm- stóllinn tekur til stai’fa 1. nóvember næstkomandi samkvæmt breyting- um sem gerðar hafa verið á mann- réttindasáttmálanum með svonefnd- um viðauka 11. Núverandi mann- réttindanefnd og mannréttindadóm- stóll munu láta af störfúm. Er þetta gert til þess að einfalda eftirlit með sáttmálanum og hraða afgi’eiðslu kæramála. Kosningarinnar hefur verið beðið með nokkurri eftirvæntingu enda verið að velja í einu lagi alla dómara í nýjan alþjóðadómstól, sem byggist reyndar á gömlum gi-unni, en kem- ur væntanlega til með að hafa víð- tæk áhrif á þróun stjórnskipunar- réttar og vemd grundvallarréttinda í Evrópu á næstu öld, líkt og forver- ar hans. Aðdragandinn í mannréttindasáttmálanum er gert ráð fyrir að dómarar séu jafn margir aðildamkjunum eða 39 tals- ins. Rússland, 40. aðildarríki Evr- ópuráðsins, hefur að vísu undirritað sáttmálann en hann hefur ekki enn hlotið fullgildingu þar í landi. Auk þess hafa tvö ríki, þ.e. Slóvenía og Liechtenstein, ekki enn skilað inn tilnefningum og verða þvi ekki kosnir dómarar fyrir þeirra hönd. Aðdragandi kosningarinnar hefur verið sá að hverju aðildarríki bar að skila inn lista með nöfnum þriggja frambjóðenda ásamt æviágripi. Eins og kunnugt er bauð ísland fram Gauk Jörandsson, umboðs- mann Alþingis, sem jafnframt á sæti í mannréttindanefnd Evrópu, og var hann í fyrsta sæti á íslenska listanum en síðan komu þeir Am- ljótur Björnsson hæstaréttardómari og Markús Sigurbjörnsson hæsta- réttardómari. Undanfarnar vikur hefur dóm- nefnd á vegum Evrópuráðsþingsins tekið viðtöl við frambjóðendur og síðan var skilað til þingsins umsögn um frambjóðendur hvers lands og eftir atvikum hver hljóti meðmæli nefndarinnar. Umsögn þessi er einatt ákaflega stutt og segir til dæmis einungis um íslensku fram- bjóðendurna að mælt sé með Gauki Jörandssyni vegna víðtækrar reynslu hans sem fulltrúa í Mann- réttindanefnd Evrópu frá árinu 1974. í sumum tilvikum er lögð áhersla á tungumálakunnáttu fram- bjóðenda en yfirleitt er lítil tilraun er gerð til að leggja mat á framlag þeirra til fræðanna enda hafði dóm- nefndin skamman tíma til stefnu. Kosningarnar sjálfar fara fram án umræðu og ekki er, þegar þetta er ritað, ljóst hvenær úrslit liggja fyr- ir. Ef einhverjir frambjóðendur fá ekki hreinan meirihluta í fyrstu um- ferð verður efnt til annarrar um- ferðar í dag. Margir óttuðust að svo margir nýliðar yrðu í nýja dómstólnum, sem ekki hefðu reynslu af alþjóð- legu mannréttindastarfi, að brot kæmi í eftirlitsstarfsemi Evrópu- ráðsins. Raunin varð hins vegar sú að 23 ríki af 37 buðu fram frambjóð- endur með reynslu annað hvort úr mannréttindanefndinni eða mann- réttindadómstólnum, þ.á m. Island eins og fyrr var getið. Dómnefndin sem fjallaði um umsækjendur mælir líka með flestum þeirra. Eistland er þó þarna undantekning. Mælir nefndin með Raid Maraste, forseta Hæstaréttar Eistlands, en ekki full- tráum landsins sem nú sitja í mann- réttindanefndinni og mannréttinda- dómstólnum. Nefndinni var einnig vandi á höndum varðandi lönd eins og Sviss þar sem bæði fulltráinn úr mannréttindanefndinni og dóm- stólnum vora í framboði. Treysti nefndin sér ekki til að gera upp á milli svissnesku frambjóðendanna og verða þingmenn því að reiða sig á aðrar heimildir um ágæti þeirra. Fjölgun kvenna ^ Annað markmið sem almennt hef- ur verið talið æskilegt að uppfylla við skipan nýja dómstólsins er að auka hlut kvenna en einungis ein kona er í núverandi dómstól, Svíinn Elisabeth Palm. Dómnefndin taldi í skýrslu sinni til þingsins miður að ríkin skyldu ekki bjóða fram fleiri konur en raun ber vitni. Einungis 14 ríki af 37 höfðu konu meðal þriggja frambjóðenda sinna; þ.á m. öll Norðurlöndin nema Island. í starfi sínu hefur dómnefndin þvi tekið konur fram yfir karla ef þess hefur verið nokkur kostur. Niðurstaðan varð sú að dómnefndin mælir með 5 kvenframbjóðendum. Gangi það eft- c ir verða því 5 konur í nýja dómstóln- um eftir kosninguna í vikunni og 26 karlar. Meðal karlframbjóðenda sem fyrir vikið lenda líklega úti í kuldanum þrátt fyrir óumdeilanlega hæfni eru Hans Danelius frá Sví- þjóð og Trond Dolva frá Noregi, báðir hæstaréttardómarar og mikil- virkir íræðimenn. Það er einnig athyglisvert að skoða að hve miklu leyti vilji aðild- arríkjanna sjálfra skiptir máli við valið á dómuranum. Mikill meiri- hluti ríkjanna skilaði inn lista í for- gangsröð. í þeim tilvikum þar sem slíkur vilji kom fram fer dómnefnd- in yfirleitt eftir honum nema varð- andi fyrrverandi sambands-lýðveld- * ið Makedóníu, Möltu og Ungverja- land. Ekki allir hæfír Dómnefndin kaus að mæla með því að frestað yrði kosningu dómara frá nokkrum löndum af mismunandi ástæðum. Þannig taldi nefndin að varðandi Búlgaríu, Króatíu og San Marínó uppfyllti ekki nema einn frambjóðandi frá hverju landi þær kröfur sem gera bæri til dómara við mannréttindadómstólinn. Því stæði þingið ekki frammi fyrir raunvera- * legu vali og skora bæri á viðkom- andi ríki að finna nýja viðbótarfram- bjóðendur. Auk þess gátu ekki allir frambjóðendurnir frá Bretlandi, Portúgal og Úkraínu mætt í viðtölin við nefndina á tilsettum tíma og því var talið rétt að bíða með kjör þeirra. ,

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.