Morgunblaðið - 28.01.1998, Qupperneq 34
34 MIÐVIKUDAGUR 28. JANÚAR 1998
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSENDAR GREINAR/PRÓFKJÖR
Styðjum
konur
í framsókn
ÞAÐ styttist óðum í
sveitarstjórnakosn-
ingar. Um þessar
mundir er verið að
velja fólk á framboðs-
lista. Það gefur auga-
leið að miklu máli
skiptir að vel takist til
með val á þessu fólki.
A undanförnum árum
hefur átt sér stað
sameining sveitarfé-
laga. Með sameiningu
sveitarfélaga fækkar
þeim sem koma til
með að sitja í bæjar-
og sveitarstjórnum.
Eg vil minna á nauð-
syn þess að sú fækkun
verði ekki á kostnað kvenna,
þ.e.a.s. að konum fækki ekki í ör-
uggum sætum á listum.
Sveitarstjómarmál fjalla um
okkar nánasta umhverfí og þá
málaflokka sem skipta okkur miklu
máli í daglegu lífí. í allri ákvarð-
anatöku í þessum málaflokkum er
nauðsynlegt að til komi samvinna
karla og kvenna og virðing fyrir
fólki óháð kynferði. Það er óviðun-
andi að það sé einlitur hópur karl-
manna sem ráði á þessum vett-
vangi.
Samkvæmt niðurstöðu könnunar
sem gerð var á hlut
kvenna í sveitar-
stjórnum á vegum
samstarfsverkefnis
stj ómmálaflokkanna
og jafnréttisráðs,
„Sterkari saman“,
kom í Ijós að undan-
farin tvö kjörtímabil
hefur verið ákveðin
stöðnun á hlut
kvenna. Hlutfall kjör-
inna fulltrúa kvenna í
sveitarstjómum hefur
verið í kring um 22-
25% á þessu tímabili.
Við þurfum að spoma
við þessari þróun og
stuðla að auknum hlut
Að frumkvæði LFK var lögð
fram ítarleg jafnréttisáætlun sem
nú hefur vei-ið samþykkt sem jafn-
réttisáætlun Framsóknarflokksins.
Þar er m.a. sett fram það markmið
að árið 2000 verði hvorki hlutur
karla né kvenna lakari en 40% í
störfum á vegum flokksins. Til
þess að ná þessu markmiði munum
við stuðla markvisst að aukinni
þátttöku og þjálfun kvenna til
starfa í stjórnmálum.
Þegar rætt er um að auka hlut
kvenna í stjórnmálum er ekki hægt
Jóhanna
Engilbertsddttir
kvenna.
að loka augunum fyrir þeirri sam-
félagsgerð sem við búum við, t.d.
ábyrgð kvenna á heimilum, kyn-
skiptur atvinnumarkaður og kyn-
bundin þátttaka í nefndum. Konur
eru í ríkari mæli í mennta-, félags-
og menningarnefndum en konur
sjást lítið í bygginga-, skipulags-
og atvinnumálanefndum. Það er
hægt að brjóta þetta fyrirkomulag
upp ef vilji er fyrir hendi.
Agætu framsóknarmenn, nú er
framundan uppstilling framboðs-
lista framsóknarmanna í sveitarfé-
lögunum um land allt, því er nauð-
synlegt að við leggjumst á eitt til
þess að ná þeim markmiðum sem
við höfum sett okkar. Nú þegar
prófkjör R-listans er á næstu dög-
um vil ég minna á þær ágætu fram-
sóknarkonur sem gefa kost á sér í
Framsóknarmenn,
stöndum saman, segir
Jóhanna Engilberts-
dóttir, og stuðlum að
enn frekari framgangi
kvenna innan Fram-
sóknarflokksins.
prófkjörinu. Þetta eru konur sem
hafa sýnt og sannað með störfum
sínum að þær eru verðugir fulltrú-
ar okkar í borgarstjórn.
Framsóknarmenn, stöndum
saman og stuðlum að enn frekari
framgangi kvenna innan Fram-
sóknarflokksins.
Höfundur er formaður
Landssambands framsóknar-
kvenna (LFK).
* Internet-aðgangur um
rafmagnstengilinn?
UM DAGINN fékk
ég í pósti febrúarhefti
bandaríska tímarits-
ins The Red Herring,
sem fjallar um nýj-
ustu tækni og við-
skipti og er m.a. víð-
lesið í Kísildal (Silicon
Valley). í tímaritinu
var athyglisverð grein
um glænýja og spenn-
andi tækni til að
tengja heimili og fyr-
irtæki við Intemetið á
ódýran hátt um raf-
línur. Mér fannst
þetta ánægjuleg lesn-
ing, en ánægjan átti
eftir að aukast um all-
an helming síðar þann sama dag.
Þá heyrði ég Helga Hjörvar, sem
situr í stjórn veitustofnana
Reykjavikurborgar fyrir hönd
meirihluta Reykjavíkurlistans,
skýra frá því að Rafmagnsveita
Reykjavíkur væri í samningavið-
ræðum um að bjóða Reykvíking-
um einmitt þessa sömu þjónustu.
^ Að mínu mati sýna Helgi og félag-
ar hans í stjóminni hér af sér eftir-
tektarvert framkvæði og framsýni,
sem ástæða er til að
vekja athygli á.
Tæknin sem hér um
ræðir byggist á því að
bæta hátíðnimerki
fyrir gagnaflutninga
„ofan á“ rafstraum-
inn. Eftir umfangs-
mikið þróunarstarf á
vegum fyrirtækjanna
Northern Telecom og
Norweb er svo komið
að unnt er að senda
allt að einn megabita
á sekúndu á áreiðan-
legan hátt til notenda.
Þetta er til dæmis
áttfalt meira en al-
mennt ISDN-sam-
band (samnetssamband) um síma-
línu leyfír, og þrítugfalt meira en
hefðbundið 33.6 kb/s mótald býð-
ur. Með þessum hraða verður
sprang um veraldarvefinn mun
fljótlegra, og bið eftir sendingu og
móttöku tölvupósts styttist til
muna. Nýir möguleikar, svo sem á
myndsíma og ódýrum talsíma,
opnast einnig með svo afkasta-
miklu gagnaneti. Svo heppilega
háttar til að dreifikerfi Rafmagns-
Vilhjálmur
Þorsteinsson
MikicS úrval af fdlegum
rúmfiatnaði A'íiúlíi
*•' ....
' jj D DHD CD ^0 PIPAR OG SALT
SlcóUvflrðustíg 21 Sáml 551 4050 Reykjavik. S: 562 3614
Tæknin, sem Vil-
hjálmur Þorsteinsson
gerir að umtalsefni,
byggist á því að bæta
hátíðnimerki fyrir
gagnaflutninga „ofan
á“ rafstraum.
veitu Reykjavíkur er bæði vandað
að allri gerð og umhyggjusamlega
við haldið, og hentai’ því afar vel til
gagnasendinga með þessari að-
ferð.
Takist þetta verkefni eins og
vonir standa til, mun það gera
fleirum kleift að nýta sér Internet-
ið - upplýsingaveitu framtíðarinn-
ar - í starfí, námi og í leik, og til að
sá fræjum atvinnulífs næstu aldar.
Sérstaklega er ástæða til að fagna
þvi að Landssími Islands hf. fái
verðugan keppinaut. Vemleg
hætta er á þvi, ef samgönguráð-
herra Sjálfstæðisflokksins fer sínu
fram, að hinn einkavæddi Lands-
sími verði einokunarfyrirtæki á
sviði gagnaflutninga í krafti yfii’-
ráða sinna yfir ljósleiðaraneti
landsmanna - neti sem er svo dýrt
í uppbyggingu að samkeppni í ljós-
leiðaraþjónustu er nánast útilokuð.
Hafí Helgi Hjörvar, Alfreð Þor-
steinsson og Gunnar Gissurarson -
sem mynda meirihluta Reykjavík-
urlistans í stjórn veitustofnana
borgarinnar - heila þökk fyrir
framtakið. Og það sakar ekki að
minna á að tvo þá fyrstnefndu er
unnt að styðja til frekari dáða í
prófkjöri Reykjavíkurlistans hinn
31. janúar næstkomandi.
Höfundur er tæknistjóri hjá breskn
hugbúnaðarfyrirtækinu CODA
Group plc, með starfsstöð á Islandi.
Takið fast á
fræðslumálum
ÞEGAR ég ákvað
að taka þátt í próf-
kjöri Reykjavíkur-
listans markaði ég
mér strax þá stefnu
að sem borgari í lýð-
ræðislegu þjóðfélagi
hefði ég rétt til að
hafa áhrif á mitt um-
hverfí, burtséð frá
því hvort ég hefði að-
gang að fjármagni
eða ekki. Eg hef því
tekið ákvörðun að
leggja ekki meira
fjármagn í þessa
prófkjörsbaráttu en
ég er skyldug til og
óska þess að ég verði
metin eftir stefnumálum en ekki
auglýsingum.
A því kjörtímabili sem er að líða
hafa orðið miklar breytingar á
færðslumálum Reykajvíkurborgar.
Helsta breytingin er vitaskuld
flutningur grunnskólanna yfír til
sveitarfélaganna. Reykjavíkurborg
sýndi það strax að tekið yrði á mál-
unum með festu sem lýsir sér best
í því að 28% af skatttekjum borgar-
innar munu renna til fræðslumála
á þessu ári. Stefnt er að því að ein-
setja alla gmnnskóla og nú þegar
eru 18 af 29 skólum einsetnir. Inn-
an Reykjavíkurborgar stunda nú
hátt í fimmtán þúsund nemendur
grunnskólanám og era fræðslumál
því með viðamestu málaflokkum
borgarinnar. Þessu fylgir mikil
ábyrgð og mikil vinna ef vel á að
vera.
Markmið stjómenda hlýtur að
vera að hver einstaklingur fái að
njóta sín innan skólakerfísins og að
nemendur kveðji grunnskólaárin
sem sterkir einstaklingar með
bjarta framtíð. I mörgum tilfellum
hefur skort að nemendur viti hvað
þeir vilja þegar þeir segja skilið við
hið öragga skjól grunnskólaveggj-
anna. Margir flakka þá um fram-
haldsskólakerfið í leit að hentugri
menntabraut og sum-
ir segja alfarið skilið
við skólakerfíð. Að
mínu mati er það
hlutverk grannskól-
anna að finna hvar
hæfileikar og metn-
aður nemandanna
liggja og beina þeim
inná braut sem veitir
þeim gæfu í framtíð-
inni.
A næsta kjörtíma-
bili tel ég mikilvægt
að Reykjavíkurborg
sýni framkvæði í
fræðslumálum og
hefji markvissa
námsráðgjöf í þremur
efstu bekkjum grannskólanna.
Þegar hefur verið hafist handa og
ráðnir hafa verið námsráðgjafar í
alla grannskóla Reykjavíkur og á
Eg óska eftir að
verða metin eftir
stefnumálum, segir
Drffa Snædal, en
ekki auglýsingum.
þessu ári eru áætlað að kynna
starfsmenntun sérstaklega í skól-
unum. Nauðsynlegt er að þróa
þessa hugmynd áfram og gera
nemendum góða grein fyrir þeim
kostum sem bjóðast í framhalds-
námi, hvort sem er í bóklegu eða
verklegu námi. Hugmyndir mínar
ganga út á það að námsráðgjöf
verði hluti af kennslunni í þremur
efstu bekkjum grunnskólans þar
sem nemendur fái tækifæri til að
kynnast í eðlilegu hlutfalli hvert
við annað iðn- og starfsnámi, list-
um og bóklegu námi.
Höfundur er formaður Iðnnema-
sambands Islands og frambjóðandi
i prófkjöri R-listans.
Drífa
Snædal
Pétur Jónsson
og atvinnumálin
EINN af mínum
gömlu og góðu félög-
um í Alþýðuflokknum,
eðalkratinn Pétur
Jónsson borgarfull-
trúi, leitar nú eftir
stuðningi í efsta sæti,
sem kratar eiga kost á
í prófkjöri R-listans.
Sem utanbæjarmaður
get ég ekki stutt hann
með atkvæði mínu, en
get með nokkram orð-
um hvatt aðra til að
gera það. Sú hvatning
byggist á vitneskju
minni um störf, góða
hæfíleika og mann-
gildi Péturs.
Sem utanbæjarmaður
get ég ekki stutt Pétur
með atkvæði mínu, seg-
ir Arni Gunnarsson, en
get hvatt aðra til að
gera það.
Pétur er rótgróinn Reykvíkingur
og hefur mikinn metnað fyrir hönd
höfuðborgarinnar. Hún verði að
þróast með þeim hætti, að hún
verði valkostur fyrir ungt fólk um-
fram erlendar stórborgir. Til þess
þurfi að efla atvinnulíf mikið frá því
sem nú er, og opna
fleiri leiðir inn í þá sí-
breytilegu veröld
tækni og hugvits, sem
nú ráði miklu um
framtíð hvers einstak-
lings. Einnig þurfti að
gera útrás og sækja
verkefni til útlanda.
Eftir kosningarnar
1994 kaus Pétur að
taka ekki sæti í
stjórnum borgarfyrir-
tækja, sem mörgum
borgarfulltrúum þykir
eftirsóknarvert. Hann
tók hins vegar for-
mennsku í atvinnu-
málanefnd, en þar var
á brattann að sækja, enda atvinnu-
leysi umtalsvert í borginni. í þeirri
nefnd eru vafalaust unnin mörg af
erfiðari verkum, sem nefndir borg-
arinnar þurfa að takast á við. A
stefnuskrá Reykjavíkurlistans
voru tiltekin 32 atriði til skoðunar
svo bæta mætti atvinnuástandið.
Undir stjórn Péturs Jónssonar
hefur atvinnumálanefndin tekið á
flestum þessara mála. Atvinnuleysi
er nú minna í Reykjavík en það
hefui- verið á þessum árstíma frá
1993. Þessum góða árangri þarf að
fylgja eftir og gott ráð til þess er
að Pétur nái endurkjöri.
Höfundur er framkvæmdastjóri
HNLFÍ.
Árni
Gunnarsson