Morgunblaðið - 28.01.1998, Side 36
t36 MIÐVIKUDAGUR 28. JANÚAR 1998
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSENDAR GREINAR/PRÓFKJÖR
Styðjum Guðrúnu
* Agústsdóttur
í fyrsta sætið
VIÐ Guðrún eram
búnar að þekkjast
lengi. Við unnum m.a.
saman í Rauðsokka-
hreyfingunni. Þar var
t.d. sett fram krafan
um næg og góð barna-
heimili fyrir öll börn og
**eíengum við að heyra
það ijóst og leynt að við
vildum bara hafa börn-
in á stofnunum af því að
við nenntum ekki að
passa börnin okkar. Nú
í dag er sem betur fer
búið að viðurkenna
þessa kröfu okkar og
mikið átak hefur verið
unnið einmitt síðastlið-
in fjögur ár af Reykjavíkurlistanum
til að koma þessu sjálfsagða máli til
betra horfs. Enginn efast lengur um
Reykj avíkurlistinn
w þarf á því að halda,
segir Sigríður Kristins-
dóttir, að fólk með
reynslu sé í fararbroddi
á listanum.
að leikskólar séu nauðsynlegar upp-
eldisstofnanir fyrir börnin okkar.
Guðrún var í stjóm og samninga-
nefnd Starfsmannafélags ríkisstofn-
"tina á áttunda áratugnum. Þá var
mikil gerjun í jafnréttismálum
kvenna í stéttarfélög-
unum, en mjög fáar
konur áttu þá sæti í
stjórnum og nefndum
innan samtaka launa-
fólks. Því var mjög
erfitt fyrir þær konur,
sem þar störfuðu, að
koma fram með sjónar-
mið kvenna á þeim ár-
um. Þessi verkefni
leysti Guðrún vel af
hendi og víkkaði sjón-
deildarhring þeirra
sem störfuðu á vett-
vangi þessara samtaka.
Guðrún hefur einnig
starfað í Kvennaat-
hvarfinu. Það er stofn-
un sem var umdeild á sínum tíma en
hefur nú sýnt og sannað tilverarétt
sinn. Eins og kunnugt er hefur Guð-
rún setið um árabil í borgarstjórn
Reykjavíkur og unnið þar gott starf
enda þekkir hún borgarmálin út og
inn.
Þessi upptalning er aðeins lítið
brot af því sem Guðrán hefur unnið
við en alstaðar, þar sem hún hefur
starfað, hefur hún starfað með það
að leiðarljósi að jafna rétt kvenna og
karla og það er enn þörf á að vinna
að frelsis- og jafnréttisbaráttu
kvenna.
Reykjvíkurlistinn þarf á því að
halda að fólk með reynslu í þeim
málum sé í fararbroddi á listanum.
Styðjum Guðránu Agústsdóttur í
fyrsta sætið.
Höfundur er framkvæmdastjtíri
Miðstöðvar fólks i atvinnuleit.
Sigríður
Kristinsdóttir
Frumkvæði til
framtíðar
AÐ EIGA sé hugsjón
virðist nær útdauð
íþrótt. I dag virðist
hverjum manni nægja
að draga fram þær tekj-
ur sem þarf til að borga
símann, rafmagnið og
mframflevta börnunum
og í raun er það svo ær-
inn starfi að ekki er
hægt að ætlaset til
meira af nokkurri
manneskju. Mannlegu
gildin gleymast í amstri
hversdagsins og einn
daginn stendur maður
uppi andlega snauður
og veltir því fyrir sér til
hvers maður hafi staðið
í þessu. Það stendur ekkert eftir.
Það er þó enn til fólk sem rembist
við að hafa mótandi áhrif á um-
hverfi sitt, t.d. með þátttöku í
stjómmálum.
Endurnýjun og framfarir
Prófkjör Reykjavíkurlistans er
opið öllum og það er mikilvægt að
sem flestir mæti til að móta framtíð
borgarinnar, og þegar fólk gengur
að kjörborðinu er mikilvægt að það
HUGBÚNAÐUR
FYRIR WINDOWS
Einföld lausn á
flóknum málum
SKERFISÞRÓUN HF.
Fákafeni 11 • Sími 568 8055
www.islandia.is/kerfisthroun
geri sér grein fyrir því
um hvað er verið að
kjósa. Þegar þú kýst
er mikilvægt að greiða
þeim atkvæði sem era
líklegastir til að móta
stefnu til framtíðar,
stefnu sem tekuð mið
af þörfum einstak-
lingsins en ekki hags-
munum hinna fáu.
Fólki sem er tilbúið að
hafa framkvæði að
skynsamlegri stefnu-
mótun í borgarmálum.
Hrannar Bjöm Arn-
arsson er sá maður.
Ábyrg stefnumótun
Það vill oft brenna við að þeir
sem standa í stjómsýslu borgarinn-
ar gleymi amstri hversdagsins. Þeir
muna ekki eftir því basli sem fylgir
Hrannar Björn er
maður, segir Kolbeinn
Stefánsson, sem er
líklegur til að móta
stefnu til framtíðar.
því að koma sér þaki yfir höfuðið og
að ala upp böm og hafa enga tilfinn-
ingu fyrir því hvemig er að vera
ungur í íslensku samfélagi nútím-
ans. Því er það sérlega mikilvægt að
ungt fólk fjölmenni á kjörstaði í
prófkjöri Reykjavíkurlistans og
tryggi ungu fólki í framboði, eins og
Hrannari Bimi, stuðning inn á lista
Reykjavíkurlistans og inn í borgar-
stjóm.
Höfundur er formaður Félags
ungra jafnaðarmanna í Hevkjavfk.
Kolbeinn
Stefánsson
60. HOOGOVENS IVIOTIÐ Stig 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 VINN. RÖÐ:
1 Kramnik, Rússlandi 2.790 1 1 1 0 1/2 0 1/2 1/2 1 514 2.-5.
2 Nijboer, Hollandi 2.590 o i 0 0 1/2 1/2 1/2 1/2 y2 1 314 9.-13.
3 Adams, Englandi 2.670 0 1 1/2 0 0 1 1 y2 y2 414 8.
4 Gelfand, Hvíta-Rússl. 2.675 0 1 y2 1/2 1/2 1 1/2 y2 y2 414 6.-7.
5 Shirov, Spáni 2.710 1 1/2 1 1/2 1/2 0 1/2 y2 1 514 2.-5.
6 Timman, Hollandi 2.620 1/2 1/2 1 1/2 y2 1/2 1/2 1 1/2 514 2.-5.
7 Van Wely, Hollandi 2.605 1 /2 0 1/2 0 0 1/2 0 1/2 3 14.
8 Salov, Rússlandi 2.680 1/2 1/2 0 0 1/2 0 1 y2 314 9.-13.
9 Anand, Indlandi 2.770 1/2 1/2 1 1 1 0 1 1/2 y2 6 1.
10 Topalov, Búlgaríu 2.740 1/2 1/2 1 1 0 y2 1/2 1 0 5 6.-7.
11 Júdit Polgar, Ungvl. 2.670 0 1 1/2 1/2 % 1 1/2 1 1/2 514 2.-5.
12 Van der Sterren, Holl. 2.555 0 1/2 1/2 0 1 1 0 1/2 öl 314 9.-13.
13 Karpov, Rússlandi 2.735 1/2 1/2 1/2 1/2 1/2 1/2 0 1/2 0 314 9.-13.
14 Piket, Hollandi 2.580 0 0 i/i 1/2 0 1/2 1/2 1 1/2 I 3 y2 9.-13.
Karpov í
kreppu
SKAK
Wijk aan Zee,
Hollandi, 16.-31.
janúar 1998
HOOGOVENS STÓRMÓTIÐ
Anand tapaði fyrir Júdit Polgar en
heldur samt naumri forystu. Kar-
pov er heillum horfinn.
STIGAHÆSTI keppandinn á
mótinu, Rússinn Vladímir
Kramnik, hefur ekki teflt af eins
miklu öryggi og venjulega og tap-
að tveimur skákum. Hann mætir
Karpov í síðustu umferð og þá má
búast við snarpri baráttu.
Á Hoogovensmótinu hefur það
óvenjulega gerst að sjálfur FIDE-
heimsmeistarinn er sá eini sem
ekki hefur unnið skák. Enginn
keppenda er taplaus. Það má bú-
ast við æsispennandi lokaumferð-
um. Helmingur keppenda á ennþá
möguleika á sigri.
Við skulum iíta á tvær lærdóms-
ríkar skákir frá mótinu. Júdit
Polgar hefur verið frægust fyrir
harðar sóknarlotur og snjallar
brellur, en það var natni í rólegri
stöðubaráttu sem færði henni sig-
urinn yfir Anand. Hún náði valdi á
d5 reitnum og tókst að koma ridd-
ara þangað eftir miklar tilfæring-
ar. Eftir tap í fyrstu umferð hefur
hún teflt ijómandi vel á mótinu.
Hvítt: Júdit Polgar
Svart: Anand
Sikileyjarvörn
1. e4 - c5 2. Rf3 - d6 3. d4 - cxd4
4. Rxd4 - Rf6 5. Rc3 - a6 6. Be3 -
e5 7. Rf3 - Be7 8. Bc4 - 0-0 9. 0-0
- Be6 10. De2 - b5 11. Bb3 - Bxb3
-12. axb3 - Rbd7 13. Hfdl - Dc7
14. Bg5 - Hfc8 15. Rel - Db7 16.
Bxf6 - Rxf6 17. Rd5 - Rxd5 18.
Hxd5 - Hc5 19. Hadl - Hxd5 20.
Hxd5 - Hc8 21. c3 - b4 22. c4 - g6
23. g3 - Hc5 24. Hdl - a5 25. Rc2
- Kg7 26. Dd3 - Hc6 27. Re3 -
Dc8 28. Kg2 - De6 29. De2 - Bd8
30. Rd5 - Hc5 31. De3 - Be7 32.
Hd3 - Bd8 33. Dd2 - Hc6 34. Ddl
- Kg8 35. h4 - Kg7 36. h5 - Bg5
37. Df3 - Hc8 38. Hdl - Hc6 39.
De2 - Hc8 40. Hhl - Kg8 41. f3 -
Hb8 42. Df2 - Hb7 43. hxg6 -
fxg6
Sjá stöðumynd 1
44. c5 - dxc5 45. Dxc5 - Bd8 46.
Hcl - Kf7 47. De3 - Kg7 48. Hc4
- Hd7 49. Dcl - h5 50. Hc6 - Hd6
51. Hc8 - Dd7 52. Dc5 - Kh6 53.
Hb8 - Bf6 54. De3+ - Bg5 55. f4 -
Sjá stöðumynd 1
exf4 56. Hh8+ og Anand gafst
upp, því 56. - Kg7 er svarað með
57. Dd4+.
Við skulum líta á fyrri tapskák
Karpovs. Hann tefldi byrjunina
mjög ónákvæmt, eyddi of miklum
tíma á drottningarvæng og náði
ekki að hróka. Salov refsaði hon-
um fyrir þetta með glæsilegri tafl-
mennsku:
Hvítt: Salov
Svart: Karpov
Drottningarindversk vörn
1. d4 - Rf6 2. c4 - e6 3. Rf3 - b6 4.
g3 - Ba6 5. Rbd2 - Bb7 6. Bg2 -
c5 7. e4 - cxd4
7. - Rxe4? 8. Re5 - Rc3? 9. Dh5
- g6 10. Dh3 og hvítur vinnur, er
þekkt byrjanagildra.
8. 0-0 - d6 9. Rxd4 - a6 10. Hel -
Dc7 11. a4 - Rc6 12. Rxc6 - Bxc6
13. a5! - Hb8
Eftir 13. - bxa5 14. Rb3 - a4 15.
Rd4 vinnur hvítur peðið til baka
með yfirburðastöðu.
14. axb6 - Dxb6 15. He3! - Rd7
16. Hb3 - Da7 17. Hba3 - Bb7 18.
b4 - Db6 19. Da4 - Be7 20. Bb2 -
Bf6
Sjá stöðumynd 2
21. e5! - Bxe5 22. c5 - Dc7 23.
Bxe5 - dxe5 24. Bxb7 - Hxb7 25.
c6 - Rb6 26. Dxa6 - Dxc6 27. Rc4!
- Hb8 28. Rxb6 - 0-0 29. Rc4 -
De4 30. He3 - Dd5 31. Rxe5 -
Hfc8 32. Dd3 og Karpov gafst
upp.
Skákþing
Reykjavíkur
Sjöunda umferð á Skákþingi
Reykjavíkur var tefld sunnudag-
inn 25. janúar. Línur eru lítið farn-
ar að skýrast í baráttu efstu
manna og það eykur enn á óviss-
una að mörgum skákum var
frestað á sunnudaginn. Frestuðu
skákirnar verða tefldar þriðjudag-
inn 27. janúar og áttunda umferð
verður tefld á miðvikudag. Helstu
tx.. .
Júdit
Polgar
úrslit í sjöundu umferð urðu þessi:
Sævar Bjamason - Jón V. Gunnarss. fr.
Bragi Þorfinnss. - Dan Hansson 0:1
Bergsteinn Einarss. - Páll A. Þórarinss.
fr.
Helgi E. Jónatanss. - Stefán Kristjánss.
1:0
Davíð Kjartanss. - Sigurður D. Sigfúss.
fr.
Halldór Garðarss. - Kristján Eðvarðss.
0:1
Jóhannes Ágústss. - Sigurj. Sigur-
björnss.^ 1:0
Vigfús Ó. Vigfúss. - Sigurbjörn Bjömss.
0:1
Magnús Magnúss. - Arnar E. Gunnarss.
0:1
Agúst Ingim.s. - Jóhann H. Sigurðss. 0:1
Hrannar Baldurss. - Halldór Pálsson fr.
Röð efstu manna er þessi:
1.-2. Dan Hansson (2.205),
Helgi E. Jónatansson (1.980) 6 v.
3. Jón Viktor Gunnarsson (2.475) 5'á v.
og frestuð skák
4. -6. Bergsteinn Einarsson (2.175),
Páll Agnar Þórarinsson (2.180),
Sævar Bjamason (2.315) 5 v. og frestuð
skák.
7.-14. Amar E. Gunnarsson (2.150),
Bragi Þorfinnsson (2.235),
Jóhannes Agústsson (2.215),
Kristján Eðvarðsson (2.225),
Sigurbjöm Bjömsson (2.180),
Jóhann Helgi Sigurðsson (2.055),
Baldur Möller (1.730),
Eiríkur K. Bjömsson (1.990) 5 v.
Það er ánægjulegt að sjá Dan
Hansson standa sig svona vel á
mótinu, en hann hefur lítið teflt
undanfarin ár. Svipað má segja
um Jóhannes Ágústsson, sem fyr-
ir nokkrum árum var mjög virkur
og vann ötullega að barna- og ung-
lingamálum skákhreyfingarinnar.
Margeir Pétursson
Daði Örn Jónsson
Félagsfundur Umsjónarfélags einhverfra
UMSJÓNARFÉLAG einhverfra
heldur almennan félagsfund
fimmtudagskvöldið 29. janúar kl.
20.30 á Laugavegi 26, 4. hæð.
Kristín Ásta Halldórsdóttir, for-
stöðumaður heimilis einhverfra í
Trönuhólum 1, og Kristinn Guð-
mundsson, starfsmaður á sama
heimili, munu kynna námsferð
sem þau fóru til Belgíu í nóvember
sl.
Þar heimsóttu þau m.a. Opleid-
ungscentrum sem er þekkingar-
miðstöð í málefnum einhverfra og
hefur getið sér gott orð. Þar fer
fram þjálfun fagfólks í vinnu með
einhverfa. Haldin eru styttri og
lengri námskeið sem fólk sækir
hvaðanæva úr heiminum. Einnig
heimsóttu þau sambýli fyrir ein-
hverfa, vinnustað og síðast en ekki
síst foreldra- og hagsmunafélag
einhverfra.
Að kynningu lokinni verða al-
mennar umræður og fyrirspumir.
Kaffiveitingar verða á boðstólum á
vægu verði.