Morgunblaðið - 28.01.1998, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 28.01.1998, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. JANÚAR 1998 37. 1 « I « « ) « « ! « « « « « Í « « « « « « « « « « « « « 4 MINNINGAR HALLDÓR MAGNÚS SIG URGEIRSS ON + Halldór Magnús Sigurgeirsson fæddist í Hafnar- flrði 27. október 1902. Hann lést á Hrafnistu í Hafnar- firði 8. nóvember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Hafnarfjarðar- kirkju 14. nóvem- ber. Við hjónin vorum stödd á Kanaríeyjum (Gran Canaria), er við fregnuðum andlát móðurbróður míns og ástkærs vinar um árabil, sama dag og útför hans var gerð. Okkur setti hljóð um stund. En mið- að við það, sem á undan var gengið, fann ég til nokkurs léttis vegna þess, að er við heimsóttum hann á Hrafn- istu, skömmu fyrir brottfor okkar af landinu og í nokkur skipti áður, hafði hann mörg orð um það, hversu leiður hann væri orðinn á lífinu, sér í lagi eftir að Magga, hans ástkæri lífs- förunautur, var hrifin á brott frá honum, í orðsins fyllstu merkingu, því þegar hún varð nær ósjálfbjarga, hálfblind og þekkti hvorki hann né aðra, var hún færð á sérstaka um- önnunardeild, einni hæð ofar. Eftir það átti hann kost á að sjá hana tvisvar á dag og halda í hönd hennar, án nokkurra tjáskipta. Þessi Ijúfí og fyrrum lífsglaði maður var skyndi- lega orðinn bitur og fann lífinu allt til foráttu, kaus helst að fá hinstu hvíld- ina, eftir langa og ham- ingjuríka ævi. Fyrir mörgum árum, er þau Magga bjuggu enn á Norðurbraut 13 í Hafnarfírði, þessu hlý- lega og fallega heimili, heimsóttum við hjónin þau nokkuð oft, fullsjaldan þó, en þar var okkur ævinlega tek- ið með hlýju viðmóti og rausnarskap. Konan mín hreifst af því, hve allt var þar fágað og snyrtilegt og áttu þær Magga margt sameigin- legt á þeim nótum. En eftir að þau fluttu yfir á Hrafnistu var eins og fót- unum væri kippt undan þeim, gátu seint eða aldrei vanist breytingunni, sem varð á högum þeirra. Nokkrum sinnum hafði Dóri orð á því, að nær hefði verið að leyfa þeim að vera áfram á Norðurbrautinni og útvega konu til að annast þau þar, jafnvel hjúkrunarkonu, þá hefði þeim liðið miklu betur. En það verður að segj- ast eins og er, að húsið þeirra er illa hannað fyrir mjög aldrað fólk, kjall- ari, hæð og svefnherbergin uppi í bröttu risi, en þangað upp er þröngur og brattur stigi. Eg veit, að þau áttu margar og ljúfar minningar frá þessu húsi, sem Dóri hugsaði alltaf vel um, alltaf bónað og pússað að innan og vel málað að utan. Er hann var kom- inn á níræðisaldur sást hann vera einn að mála þetta bratta þak og þótti þá flestum nóg um. Bæði fyrir og eftir að Magga var færð upp á efri hæðina heimsóttum við hjónin þau nokkrum sinnum á Hrafnistu og stöldruðum þar við góða stund. Það var gaman að ræða við Dóra um hvað sem var, hann var margfróður um menn og málefni, minnið var í góðu lagi og frásagnar- gleðin slík, að ekki var hægt annað en hrífast með. Þótti mér það þó merkilegast, hversu minnisgóður á öll mannanöfn hann var, alveg fram tíl þess síðasta. Fyrir allmörgum árum, á meðan þau Magga bjuggu enn á Norður- brautínni og hann hættur að aka bíl sjálfur, sóttum við hjónin þau heim, einu sinni á sumri, og ókum þeim um öll Suðumesin og höfðu þau ákaflega gaman af því, sér í lagi Dóri, sem þekkti hvem hól, hvert moldarbarð, hverja laut í hrauninu, jafnvel hveija þúfu, síðan hann var drengur, en þá vann hann með fóður sínum (afa mínum) við að leggja fyrsta ökufæra veginn, frá Hafnarfirði til Keflavík- ur. Þá fræddi hann okkur um margt, sem við vissum ekki áður, og var þá sem við ækjum um ókunnar slóðir, þótt við hefðum búið í Keflavík í hartnær 40 ár. Með þessum fátæklegu orðum minnist ég ástkærs frænda míns og góðs vinar, sem fyrr á ámm var æv- inlega hrókur alls fagnaðar í afmæl- is- og skímarveislum okkar hjóna. Lengi munum við sakna nærvem hans í okkar jarðlífi, en huggum okk- ur við það, að andi hans mun ávallt fylgja okkur, jafnt sem hans nánustu ættingjum. Minningamar um þenn- an ljúfa og ástríka frænda minn munu alltaf ylja okkur um hjaita- ræturnar. Megi Dóri frændi hvíla í friði um ókomnar aldir. Sigurgeir Þorvaldsson, Keflavík. SIGRUN FINNSDÓTTIR + Sigrún Finnsdóttir fæddist í Skriðuseli í Aðaldal 19. jan- úar 1920. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykjavfkur 6. janúar síðastlið- inn og fór útför hennar fram frá Áskirkju 13. janúar. Fallin er frá yndisleg manneskja, Sigrún Finnsdóttir. Sigrún lagði ævinlega mikla áherslu á að búa sérstaklega vel að fjölskyldu sinni. Hún vildi alltaf allt fyrir alla gera, vildi öllum vel og hallmælti aldrei nokkurri manneskju. Sigrún var ein besta vinkona ömmu minnar, Sigríðar Guðjóns- dóttur og kynntist ég Sigrúnu þeg- ar ég var lítil stelpa í pössun hjá ömmu. Ég minnist þeirra tíma þeg- ar þær sátu tvær saman við eldhús- borðið hennar Siggu ömmu, dmkku kaffí og auðvitað var spáð í bolla. Frágangur afmælis- og minn- ingar- greina MIKIL áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vél- rituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk- lingur fylgi útprentuninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minning@mbl.- is) — vinsamlegast sendið grein- ina inni í bréfinu, ekki sem við- hengi. Auðveldust er móttaka svokall- aðra ASCII skráa sem í daglegu tali em nefndar DOS-texta- skrár. Þá em ritvinnslukerfin Word og WordPerfect einnig nokkuð auðveld úrvinnslu. Ég man að mér þótti þessar konur stórmerkilegar, jafnvel göldróttar, að hafa þessa kunnáttu að geta spáð fram í tímann. Ég man líka eftir heimsóknum með ömmu til Sigrún- ar og alltaf var eitthvert góðgæti á boðstólum. Það var líka alltaf svo mikið líf og fjör heima hjá Sigrúnu, enda áttí hún mörg börn og bama- böm. Ég hugsa að vinkonurnar hafi ver- ið ánægðar með að Alli sonur Sig- rúnar og Helga, dótturdóttir ömmu, felldu hugi saman, en í dag em þau gift og eiga saman þrjár yndislegar dætur. En nú emm við búin að missa báðar þessar kjarnakonur, og er það mikill missir fyrir þá sem eftir sitja. Kæra Sigrún, nú er komið að kveðjustund, en það er huggun að þú þarft ekki að þjást lengur. Það er skrýtið að hugsa til þess að Sigga amma skyldi birtast þér svo oft, stuttu fyrir andlát þitt. En hún hef- ur ömgglega viljað vera hjá þér þegar þú kvaddir þennan heim og viljað fylgja þér yfir í Himnaríki, þar sem þú ert laus við allar þínar þjáningar. Elsku Alli, Helga, Guðrún, Heið- dís og Heiðrún, þið hafið misst mik- ið en minningin um yndislega konu mun lifa að eilífu. Ég vil fyrir hönd nánustu ættingja Helgu, votta fjöl- skyldu Sigrúnar okkar innilegustu samúð. „Þegar þú ert sorgmæddur, skoð- aðu þá aftur huga þinn, og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín.“ (Kahlil Gibran.) Minning þín lifir. Helga Heiða Helgadóttir. 4 Eiginmaður minn, SÆMUNDUR ÞÓRÐARSON kaupmaður, Merkurgötu 3, Hafnarfirði, er látinn. Fyrir mína hönd og barna okkar, Guðlaug Karlsdóttir. 4 Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, VILHJÁLMUR K. GUÐMUNDSSON bifreiðastjóri, Skúlagötu 40, Reykavík, lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur að morgni þriðju- dagsins 27. janúar. Elín Vilhjálmsdóttir, Halldór Sigurðsson, Erla Vilhjálmsdóttir, Friðbjöm Berg, Ingibjörg Bettý Bustillo, Vilhjálmur Ingi Halldórsson, Svava Halldórsdóttir, Karen Erla Kristófersdóttir. + Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, dóttir, tengdamóðir og amma, STELLA JÓNSDÓTTIR, Faxabraut 66, Keflavík, lést á gjörgæsludeild Landspítalans að morgni laugardagsins 24. janúar. Stella verður jarðsungin frá Landakirkju, Vest- mannaeyjum, laugardaginn 31. janúar kl. 14.00. Fyrir hönd aðstandenda, Benóný F. Færseth, Jón Gísli Benónýsson, Annika V. Geirsdóttir, Geir Jónsson, Hafþór Benónýsson, Sævar Benónýsson, Óðinn Benónýsson, Halldóra S. Hallbergsdóttir, Jón Ingólfsson. + Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir og amma, ÞÓREY BIRNA RUNÓLFSDÓTTIR, Hjallaseli 55, Reykjavík, áður Hvassaleiti 12, lést sunnudaginn 25. janúar sl. Sigurður Guðmundsson, Björg Sigurðardóttir, Ásgeir Einarsson, Sigfríð Sigurðardóttir, Tómas Ólafsson, Hjördís Sigurðardóttir, Óskar Björgvinsson, Sævar Sigurðsson, Halldóra Guðmundsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Ástkær eiginmaður minn og faðir okkar, HJÖRTUR BJARNASON frá Stapadal, Hlíðarvegi 8, fsafirði, lést mánudaginn 26. janúar sl. Svanfriður Gísladóttir, Hjördís Hjartardóttir, Viðar Hjartarsson, Sigurður B. Hjartarson, Hilmar Hjartarson, Gísli Hjartarson. + Ástkær eiginmaður, faðir, tengdafaðir og afi, GÍSLI ÁRNASON, Garðatorgi 17, Garðabæ, lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur, Fossvogi, þriðjudaginn 27. janúar. Helga Einarsdóttir, Einar Gíslason, Hanna Ólafsdóttir, Gfsli, Ásgeir og Helgi Einarssynir. + Eiginmaður minn, GUNNAR B. LOFTSSON, Víðilundi 20, Akureyri, andaðist á hjúkrunarheimilinu Seli mánu- daginn 26. janúar. Sigríður Guðmundsdóttir. + Systir mín og frænka okkar, GUÐVEIG BRANDSDÓTTIR frá Fróðastöðum, Kleppsvegi 120, lést á Landakotsspítala mánudaginn 26. janúar. Sveinbjörg Brandsdóttir og systkinabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.