Morgunblaðið - 28.01.1998, Qupperneq 47

Morgunblaðið - 28.01.1998, Qupperneq 47
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. JANÚAR 1998 47 FÓLK í FRÉTTUM Tíunda tekju- hæsta myndin frá upphafi ► STÓRMYNDIN „Titanic“ heldur ótrauð áfram siglingu sinni um kvikmyndahafið og heldur enn öruggri forystu á bandaríska vinsældalistanum. Eftir síðustu helgi hefur „Titan- ic“ þénað rúmar 274 milljónir dollara og fór þar með fram úr kvikmyndunum „Batman", „Men in Black“ og „Jaws“ þegar heild- arhagnaður í Bandaríkjunum er skoðaður. Þar með komst þessi vinsæla sjóslysamynd í tíunda sæti listans yfir tekjuhæstu myndir allra tíma í Bandaríkjun- um. Nú er svo komið að ekkert met er óhult fyrir „Titanic" og virðist sem heildarmet „Star Wars“ upp á 461 milljón dollara séjafnvel íhættu. Það voru hins vegar Kryddpí- urnar vinsælu sem náðu öðru sæti listans með frumsýningu myndarinnar „Spice World“ sem þykir talsvert afrek því „Super Bowl“-helgi var um síðustu helgi. Búist var við því að aðdáendur ruðningsbolta myndu halda sig heima fyrir framan sjónvarpið en aðsókn hefur aldrei verið meiri en núna þessa tilteknu helgi. Var hún meðal annars útskýrð með því að aðdáendur Kryddstúlkn- anna væru aðallega ungar stúlk- ur en þær væru líklegri til að sleppa beinu útsendingunni í sjónvarpinu. Pólitíska ádeilumyndin „Wag the Dog“ færði sig upp um eitt sæti og vilja margir meina að þar skipti mestu vandræði Bills Clint- ons forseta Bandaríkjanna. Myndin íjallar um forseta sem setur á svið stríð til að beina at- hygli fjölmiðla frá kvennastússi sínu. Önnur ný mynd á listanum er spennumyndin „Phantoms" sem er byggð á sögu Dean Koontz sem náði ekki hærra en í níunda sætið. KVIKMYNDIN „Titanic" er nú þegar orðin tíunda tekjuhæsta myndin í Bandaríkjunum frá upphafi. AÐSOKN laríkjunum BÍÓAÐSÓKN í Bandaríkjunum BÍÓAÐSÓKN í Bandaríkjunum I BI0AÐ5 í Bandarí Titill Síðasta vika Aiis 1. (1.) Titanic 1.817 m.kr. 25,2 m.$ 274,6 m.$ 2. (-.) Spice World 758 m.kr. 10,5 m.$ 10,5 m.$ 3.(2.) Good Wili Hunting 613m.kr. 8,5 m.$ 48,4 m.$ 4. (4.) As Good As It Gets 541m.kr. 7,5 m.$ 76,6 m.$ 5. (3.) Fallen 356 m.kr. 4,9 m.$ 16,9 m.$ 6. (7.) Wag the Dog 315rn.kr. 4,4 m.$ 23,3 m.$ 7. (5.) Hard Rain 267m.kr. 3,7 m.$ 12,8 m.$ 8. (6.) Half Baked 223 m kr. 3,1 m.$ 11,9 m.$ 9. (-.) Phantoms 220m.kr. 3,0 m.$ 3,0 m.$ 10. (3.) Tomorrow Never Dies Wm.kr. 2,7 m.$ 115,5 m.$ Tengda- faðir Karólínu látinn KARÓLÍNA Mónakóprinsessa var viðstödd jarðarför tengdaföður síns Giancarlo Casiraghi í bænum Fino Mornaseo á Norður-Italíu á mánudag. Giancarlo Casiraghi lést 23. janúar 72 ára gamall. Sonur Giancarlo og eiginmaður Karólínu fórst í sjóslysi fyrir nokkrum árum en saman eignuðust þau þrjú börn. Bedúínar á ströndinni ► STRANDGESTIR virðast ónæmir fyrir hinum fornfálegu gestum á Barra da Tfjuca-ströndinni í Rio de Jan- eira. Að því er virðist. Ef nánar er að gáð kemur hins vegar í ljós að þetta er listaverk sem nefnist „Bedúínar" og er eftir Dilma Carvalho. Er það gert úr glerf retjum og resúii. Það er eitt af 22 listaverkum sem öll hafa manninn að viðfangsefni og er yfirskrift sýningarinnar „List alls staðar“. Kerfi I Fyrir þær scm vilja ganga að tfmanum sínurn vísum. Lokaðir Hokkar, cngin ös, allir saman f'rá byrjun. 7. vikna námskeið. Upplagt fyrir þær sem er að byrja. Innritun haftn. Kerfi II Alhliða tímar. Teygjur-þrek-vaxtamótandi æfingar. Opnir tfmar - þegar þér hentar .. KerfilII Barnaposs Hér tökum við hraustlega á. 60 mín.Púl-teygjur-þrek og þol. Opnir tímar þegar þér hentar. * — í hádeginu á Mirabelle Við kryddum upp á lilveruna og bjóðum Kalifomíuhlaðborð í hádeginu, frá þriðjudegi til föstudags fyrir aðeins 990 kr. Ekki missa af góðu hlaðborði í hádeginu; samikölluðum sólargeisla í skanundeginu. Verið vclkamini MIRABELLE RESTAURANT/VfNSTOFA Smiðjustíg 6 (áður Habitat) • Stmi 552 2333

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.