Morgunblaðið - 28.01.1998, Side 50

Morgunblaðið - 28.01.1998, Side 50
50 MIÐVIKUDAGUR 28. JANÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ RTHRWir HlíðarFjalli - næstu 4973 árin! Víð óskum til hamingju þeim stálheppna Akureyringi sem vann tœpar 45 milljónir í Víkingalottóinu síðasta miðvikudag. Fyrir þá upphceð er til dœmis hægt að kaupa skíðaárskort til ársins 6971. í kvöld er dregið í Víkingalottóinu um tugi milljóna króna! Fáðu þér miða fyrir kl. 17 í dag. 25 FÓLK í FRÉTTUM ARFTAKI túlipanasláarinnar er með lengri ermar en áður og hægt er að fá pottlok í stfl. FYRIRSÆTUR frá Eskimo Models sýndu ullarlínuna sem er hönnun á bæði kynin. ' SUMAR peysurnar er hægt að fá með treflum, vettlingum og húfum í stfl. VIÐ seljum mest hérna heima í ferðamannaverslunum en ég er að markaðssetja flík- urnar þannig að við getum selt þær í verslunum sem Islendingar versla í. Ég held því fram að það séu margar peysur í línunni okkar sem eiga ekki síður erindi inn á íslensk- an markað fyrir hinn almenna neyt- anda. Þetta er ekki allt bara fyrir ferðamennina en okkur gengur hálfilla að koma íslensku ullinni inn í þær verslanir sem eru með fatnað fyrir dömur og herra,“ sagði Anne Helen Lindsay hjá M.A. Eiríkssyni hf. sem selur ílestum verslunum á Islandi, sem tengjast ferðamanna- iðnaðinum, ullarfatnað. Fyrirtækið selur einnig á erlenda markaði og þá helst til Þýskalands og Japans. „Við seljum töluvert af hestapeysum til Þýskalands sem má líklega rekja til áhugans á íslenska hestinum þar, en á öðrum mörkuð- um er ekkert sérstakt munstur eða snið sem er vinsælla en annað,“ sagði Anne Helen. „Við erum að reyna að efla útflutningin hjá okkur því við þurfum á því að halda. Það er ekkert íyrirtæki sem lifir á ferða- mönnum 3 mánuði á ári. Við erum því alltaf með hugmyndir og að- gerðir til að efia útflutninginn.“ Ásta Björnsdóttir hefur hannað fyrir Floss-vörumerkið í nokkur ár en ný lína er kynnt í upphafi hvers árs. „Asta er mjög fær í að útfæra sérstaklega flíkur sem eru svolítið óvenjulegar. Til dæmis peysurnar með dýralífsmjmdunum og slárnar með stóru laufblöðunum sem eru svolítið sérstakar. Þar hefur henni tekist mjög vel upp. Þetta eru skrautlegar flíkur en þær hafa selst mjög vel,“ sagði Anne Helen. „Fyrir utan nokkrar flíkur sem seldust vel í fyrra er þessi línan al- gjörlega ný af nálinni. Við höfum aðeins reynt að breyta hönnuninni svo hún höfði frekar til Islendinga en þar á meðal eru nokkar einlitar peysur." JAKKAPEYSUR eru alltaf vin- sælar en þetta abstrakt munstur er nýjung og frávik frá blóma- og bekkjamunstrum. „Ekki hannað einungis fyrir ferðamenna Tískusýning var haldin fyrir skömmu á ull- arfatnaði sem er framleiddur undir merkinu Floss. Um er að ræða íslenska hönnun og framleiðslu fyrirtækisins M.A. Eiríksson hf. VESTIN hafa verið vinsæl en þessi tegund er til í þremur litum. HÖNNUÐINUM Ástu Björns- ÞESSI litríka peysa er afbrigði dóttur þykir hafa tekist sérstak- af söluhæstu peysu fyrirtækis- legavel við hönnun dýramynda. ins síðustu tvö árin.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.