Morgunblaðið - 28.01.1998, Síða 56
Drögum næst
10. febrúar
Jo&L, HAPPDRÆTTI
HÁSKÓLA ÍSLANDS
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 5691181
PÓSTHÓLF 3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KA UPVANGSSTRÆTI1
MIÐVIKUDAGUR 28. JANÚAR 1998
VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK
Unnið að fjármögnun heimildarmyndar um landafundi Leifs heppna
Styttan af Leifi
heppna á Skóla-
vörðuholti.
Ætla að leiðrétta söguna
ISLENSKA heimildarmyndagerðin, nýstofnað fyrirtæki
kvikmyndagerðarmannanna Kára Schram, Friðriks Þórs
Friðrikssonar, Böðvars Braga Péturssonar og Jóns Karls
Helgasonar, vinnur að fjármögnun viðamikillar heimildar-
myndar um landafundi Leifs heppna Eiríkssonar í Vestur-
heimi.
Nýskipuð landafundanefnd auglýsti sl. sunnudag eftir
„hugmyndum að einstökum verkefnum og atburðum, sem
líklegar eru til að auka hróður íslands í Vesturheimi og
halda á lofti sögu landafundanna," eins og segir í auglýs-
ingunni.
Fleiri fyrirætlanir um kvikmyndagerð í tengslum við
1000 ára afmæli Vínlandsfundanna árið 2000 hafa verið
kynntar landafundanefnd og segir Einar Benediktsson
sendiherra, framkvæmdastjóri nefndarinnar, hugmyndirn-
ar allar mjög athyglisverðar. Hann segir að nefndin muni
skoða allar hugmyndir þegar umsóknarfrestur er liðinn og
þá muni hún gera tillögu til ríkisstjórnarinnar um hvað
skuli styrkt. Það sé svo ríkisstjórnarinnar að taka endan-
lega ákvörðun.
Aðalhandritshöfundur myndarinnar um Leif heppna
verður Magnús Magnússon sjónvarpsmaður og rithöfundur
í Bretlandi. Að sögn Kára Schram er ætlunin að nota vik-
ingaskipið Islending við tökur á myndinni, sem mun gerast
í Qórum löndum, íslandi, Grænlandi, Kanada og Bandaríkj-
unum. „Ætlunin er að gera veglega heimildarmynd með
leiknu ívafi og notast við nýjustu tækni, m.a. þrívíddar-
tölvugrafík, jafnt til þess að endurskapa þá umgjörð sem
til þarf og til að myndin verði tæknilega sem best úr garði
gerð,“ segir hann.
Þriðjungur íjármagns tryggður
Kári kveðst hafa unnið að því sl. tvö ár að kynna mynd-
ina vestanhafs og í Evrópu og fengið mjög jákvæðar undir-
tektir. Áætlaður kostnaður við gerð myndarinnar er í
kringum 100 milljónir króna og nú þegar eru komin vilyrði
fyrir um þriðjungi af kostnaðinum.
„Með þessu ætlum við að leiðrétta mannkynssöguna, af
því að hún er vitlaust skráð - þetta eru einu tímamótin sem
við höfum til þess að gera það,“ segir Friðrik Þór.
Þróunarsjóður sjávarútvegsins hefur selt sautján af sextíu og tveimur bátum
Góðar líkur á
sölu fímm báta
til Uganda
ÞRÓUNARSJÓÐUR sjávarútvegs-
ins hefur selt 17 báta úr landi af
þeim 62 sem sjóðurinn hefur keypt
eftir úreldingu. Nýlega var gengið
frá sölu báts til Skotlands og standa
vonir til að takist að selja fimm báta
til Úganda að sögn Hinriks Greips-
sonar, framkvæmdastjóra sjóðsins.
„^Er raunar búið að gera munnlegt
samkomulag um söluna við fyrir-
tæki sem ber nafnið Alfa Group en
það hyggst nota bátana til veiða á
nílarkarfa.
Fleiri erlendir aðilar hafa sýnt
áhuga á að kaupa báta af Þróunar-
sjóðnum. I þessari viku kom græn-
lensk sendinefnd hingað til lands til
að kanna möguleika á að kaupa báta
til ígulkeraveiða og væntanlegir eru
fulltrúar frá kanadísku fyrirtæki á
næstunni, skv. upplýsingum Hin-
riks.
Söluverð stendur undir kostnaði
Fyrir rúmum tveimur árum var
úreldingarstyrkur íyrir krókabáta
hækkaður í 80% og upp úr því fjölg-
aði umsóknum um styrki. Sala bát-
anna hjá Þróunarsjóði gekk hægt í
fyrstu en talsvert hefur verið um
fyrirspumir að undanfórnu, að sögn
Hinriks. Þróunarsjóður keyþti
flesta bátana fyrir 20-30% af mats-
verði og sagði Hinrik að reynt væri
að láta söluverðið standa a.m.k.
undir útlögðum kostnaði.
Morgunblaðið/Golli
FISKVEIÐIBÁTAR sem Þróunarsjóður sjávarútvegsins hefur keypt
eftir úreldingu eru geymdir í porti við Hafnaríjarðarhöfn. Unnið var
að því að gera bátinn á myndinni kláran fýrir flutning úr landi í gær
en Þróunarsjóður hefur selt bátinn til Skotlands.
Frumvarp til
innheimtulaga
Stefnt að
lækkun
innheimtu-
kostnaðar
RÍKISSTJÓRNIN samþykkti í gær
frumvarp Finns Ingólfssonar við-
skiptaráðherra til innheimtulaga og
verður það lagt fram á Alþingi eftir
að hafa verið kynnt stjórnarflokkun-
um. Markmiðið með frumvarpinu er
að setja ákveðnar meginreglur um
innheimtu til hagsbóta fyrir neyt-
endur. Stefnt er að því að draga úr
innheimtukostnaði, t.d. með því að
takmarka í reglugerð hámarksfjár-
hæð innheimtukostnaðar.
Frumvarpið er samið af nefnd sem
var undir forystu Atla Freys Guð-
mundssonar skrifstofustjóra. Við
samningu þess var haft til hliðsjónar
danskt lagafrumvarp um þetta efni.
Frumvarpið skiptist í sex kafla og er
miðað við að lögin taki gildi 1. októ-
ber nk.
Senda þarf skuldara viðvörun
I frumvarpinu er að finna ákvæði
um skilyrði sem sett eru fyrir því að
menn megi stunda innheimtu fyrir
aðra. Innheimtumenn, aðrir en lög-
menn, þurfa m.a. að sækja um sér-
stakt innheimtuleyfi og leggja fram
starfsábyrgðartryggingu. Eitt af
markmiðum írumvarpsins er að
draga úr kostnaði við innheimtu og
er í því skyni sett ákvæði í frumvarp-
ið um innheimtuviðvörun, sem senda
á skuldara. í viðvöruninni á að vekja
athygli hans á skuldinni og benda
honum á að innheimtuaðgerðir verði
hafnar eftir 10 daga. Með því móti er
verið að gefa skuldara tækifæri til að
greiða skuld sína með lágmarks-
kostnaði áður en gripið er til inn-
heimtuaðgerða á grundvelli réttar-
farslaga.
Frumvarpið gerir ráð fyrir að við-
skiptaráðherra geti með reglugerð
ákveðið hámarksfjárhæð innheimtu-
kostnaðar, m.a. þóknunar, sem heim-
ilt er að krefja skuldara um.
Frumvarpið snertir m.a. inn-
heimtustarfsemi lögmanna, við-
skiptabanka, sparisjóða og stofnana.
Hrygning-
arsíld við
Bæjaryfírvöld í Reykjanesbæ og kennarar í viðræðum
Rætt um sérkjarasamning
við grunnskólakennara
Færeyjar
LANDSTJÓRNIN í Færeyjum
hefur farið þess á leit við færeyska
sjómenn að þeir hætti þegar í stað
veiðum úr norsk-islenska síldar-
stofninum, en svo virðist sem síldin
sé komin í færeyska lögsögu til að
hrygna.
Það hefur ekki gerst frá árinu
1968 og bendir því ýmislegt til að
sfldin sé að taka upp sínar gömlu
göngur. Með þessu vilja Færeying-
ar koma í veg fyrir að sfldin verði
veidd upp áður en hún hrygnir í
mars. Reynist þetta rétt telja
Færeyingar að sfldveiði aukist við
eyjarnar og stuðli einnig að betri
viðgangi annarra fiskstofna. Jakob
Jakobsson, forstjóri Hafrannsókna-
stofnunar, segir þessi tíðindi ekki
endilega þýða að sfld sé einnig
gengin inn í íslenska lögsögu.
■ Líkur á að sfldiu/C2
BÆJARYFIRVÖLD í Reykjanesbæ
hafa óskað eftir formlegum viðræð-
um við grunnskólakennara um gerð
sérkjarasamnings. Óánægju gætir
meðal kennara í mörgum sveitarfé-
lögum með kjör sín og hafa þær sum-
staðar leitt til viðræðna um bætt
kjör. Sveitarstjórnarmenn eru hins
vegar tregir til að veita upplýsingar
um þessar viðræður.
Hjörtur Zakaríasson, bæjarritari
Reykjanesbæjar, sagði að sveitarfé-
lagið hefði í desember óskað eftir að
kennarar í grunnskólum bæjarins
skipuðu fulltrúa í nefnd sem hefur
verið falið það verkefni að fara yfir
launamál kennara með það að mark-
miði að gera sérkjarasamning. Hjört-
ur sagði að bæjaryfirvöld hefðu
áhuga á að auka samstarf skóla og
heimfla og gera fleiri breytingar inn-
an núverandi kerfis sem stuðluðu að
betra skólastarfi. Á móti væri sveit-
arfélagið tilbúið til að koma tfl móts
við kennara sem væru óánægðir með
kjör sín. Hann sagði að stefnt væri að
því að hrinda einhverjum breyting-
um í framkvæmd á þessu skólaári.
Nokkrir kennarar í Reykjanesbæ
sögðu upp störfum í haust, en allir
nema tveh- hafa dregið uppsagnirnai-
til baka. Óánægja með launakjör á
þátt í ákvörðun þeirra að hætta
kennarastörfum.
Staðaruppbætur
víðar til skoðunar
I Vík í Mýrdal standa yfir breyt-
ingar á skólastarfi og er stefnt að því
að sameina tvo skóla í einn. í tengsl-
um við þessa breytingu ákvað sveit-
arstjórn að hækka laun kennara um
einn launaflokk og gildir hækkunin
frá 1. janúar sl. til 1. ágúst nk. Haf-
steinn Jóhannesson sveitarstjóri
vildi ekki tjá sig um launakjör kenn-
ara, en sagði að sveitarstjórn ein-
beitti sér að því að ná góðri sátt um
þær breytingar á skólastarfi sem
verið væri að hrinda í framkvæmd
og tengjast sameiningu skólanna.
Kennarar á Dalvík og Egilsstöð-
um eru meðal kennara sem sögðu
upp störfum í haust í tengslum við
kjaradeilu sveitarfélaganna og
kennarasamtakanna.
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins hefur komið til tals að sveit-
arfélögin kæmu til móts við
grunnskólakennara í þessum sveit-
arfélögum með greiðslu staðarupp-
bótar, en bæjaryfirvöld vildu ekki
staðfesta það. Rögnvaldur Frið-
björnsson, bæjarstjóri á Dalvík,
sagði að kennurum á Dalvík væru
greidd laun samkvæmt samningi
sveitarfélaganna við Kennarasam-
bandið.