Morgunblaðið - 15.02.1998, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 15.02.1998, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ HALLDOR KILJAN LAXNESS SUNNUDAGUR 15. FEBRÚAR 1998 11 Morgunblaðið/Ámi Sæberg AUÐUR Laxness, ekkja skáldsins, ásamt íjölskyldu sinni við útför Halldórs í gær. Fjölskylda Halldórs og gestir hennar sátu austan megin í Kristskirkju en opinberir gestir og almenningur voru vestan megin. Morgunbiaðið/Golli TÆPLEGA hundrað manns safnaðist saman á Túngötu og við Kristskirkju á Landakoti til að fylgjast með þegar kista skáldsins var borin út og líkfylgdin hélt niður Túngötu. Maðurinn var honum heilagur Stutt predikun sr. Jakobs Rollands sem söng sálumessuna við útför Halldórs Kiljans Laxness KÆRA Auður, kæra fjölskylda, kæru bræður og systur í Kristi. Líf, von og gleði, endurfund- ur, trú og von, allt þetta boðar guðspjallið sem við heyrðum rétt áðan. Á þeirri sorgarstundu, þegar dauðann bar að og lærisveinarnir höfðu tvístrast daprir í bragði eftir að draum- sýn þeirra um betri framtíð og návist írelsarans hafði brostið við skelfílega atburði föstudagsins langa og niðurlæg- ingu á krosstrénu, á þeirri stundu myrkursins hlómaði undursamleg rödd, rödd Jesú. Hann slóst í for með þeim. Þeir könnuðust ekki í fyrstu við rödd hans en allt í einu opnuðust augu þeirra: Hann var upprisinn, hann lifir. Jesús vann sigur yfir synd og dauða, dauðinn er að engu orðinn. Heilagur Páll postuli flytur þennan boðskap á þessa leið: „Ef von vor til Krists nær aðeins til þessa lífs, þá erum vér aumk- unarverðastir allra manna. En nú er Kristur upprisinn frá dauðanum sem frumgróði þeirra sem sofnaðir eru.“ Þessa trú játum við í dag, þegar við kveðjum Halldór Kiljan Laxness. Þessi trú sameinar okkur á sorgarstundinni, hún sameinar heiia fjölskyldu, hún sameinar heila þjóð, hún sameinar heilt samfélag þeirra manna víða um heim, sem í dag minnast Halldórs Kiljans, sakna hans og biðja fyrir honum. Sér- staklega verður beðið fyrir honum á þessari stundu í klaustrinu í Clervaux. Trú Halldórs Kiljans, sem er trú kirkj- unnar og trú okkar, styrkir okkur og gefur okkur örugga vissu um það að Jesús fer með síðasta orðið. Kærleikur hans er sterkari en dauðinn og opnar okkur leið til hins himneska fagnaðar. „Ég veit að sumir munu undrast það að ég skuli tala um trú Halldórs Lax- ness. Og sumir munu jafnvel hneyksl- ast á því að hann sé jarðsunginn frá kaþólskri kirkju. Var hann trúaður? Á hann í raun og veru samleið með Jesú Kristi? Eða hafði hann ekki fyrir löngu varpað af sér oki kristindómsins? Ég veit að maður getur lesið ýmislegt í rit- um hans, sem kemur ekki heim og sam- an við boðskap kirkjunnar. Efasemdir í trúmálum voru honum yfirsterkari um tíma. En eigum við sjálf að þykjast sterkari í trúnni? Eigum við að þykjast betri en lærisveinarnir á veginum til Emmaus, betri en þeir Tómas og Pét- ur, sem glötuðu um tíma trúnni á meistara sinn? Þrátt fyrir það gerði Jesús þá að grundvelli kirkju sinnar og sagði við Pétur: „Styrk þú bræður þína, þegar þú ert snúinn við.“ Eitt veit ég, að þrátt fyrir allar efasemdir missti Halldór aldrei trú á þessa undraveru sem maðurinn sjálfur er. Einmitt í því riti sem hann gaf frá sér til að kveðja endanlega kristindóminn, Alþýðubók- inni, fer hann í niðurlagi með játningu, sem segir allt um hann: „En sterkust alls er þó ást mín á manninum og trú mín á ákvörðun hans. Maðurinn er fagnaðarboðskapur hinnar nýju menn- ingar, maðurinn sem hin fullkomnasta líffræðileg tegund, maðurinn sem fé- lagsleg eining, maðurinn sem lífstákn og hugsjón, hinn eini sanni maður, - Þú!“ Þetta var trúarjátning. Halldór bar mikla virðingu fyrir manninum, fyrir hverju einasta manns- bami. Það fann og finnur alltaf gestur- inn á Gljúft'asteini. Það finnur sá sem les skáldsögur hans. Maðurinn, hvort sem hann er kóngur eða alþýðumaður, útlenskur eða íslenskur, karl eða kona, var í augum Halldórs aldrei hlutur eða tilviljun. Maðurinn var honum heilagur. í manninum sá hann eitthvað göfugt, eitthvað hreint, eitthvað aðdáunarvert, eitthvað heilagt; eitthvað guðdómlegt; hann sá í lokin skaparann, hann sá í manninum mynd skaparans og trúði á hann. Hann opnaði augu sín og trúði. Þessa trú fékk hann á sínum tíma áreiðanlega fi-á ömmu sinni; hann stað- festi hana þegar hann gerðist kaþólsk- ur hjá munkunum í Clervaux, hann ját- aði hana hér í þessari kirkju, sat á þessum bekkjum og kraup hér í bæn- um sínum. Þessi sama trú veitti honum styrk og huggun á efri árum, og þessi trú er gjöf hans í dag til íslensku þjóð- arinnar, sem var honum svo hugleikin. Innilegar þakkir Halldór Kiljan Marie Pierre Laxness fyrir þessa gjöf. Leyfðu mér að lokum að vitna í þig: „Eitt faðirvor beðið á næturþeli þeg- ar aðrir sofa er miklu voldugri atburður en allir sigrar Rómaveldis samanlagðir, og eitt andvarp hrelldrar sálar sem þráir Guð sinn eru miklu stórfenglegri tíðindi á himnum en byltingin í Rúss- landi eða pólitík Breta í Asíu. Því him- inn og jörð munu farast og allt er blekking nema Guð.“ Með þessum orðum, með þessari trú, stendur og fellur Nóbelsskáldið - og við líka. Blessuð sé minning Halldórs Kilj- ans Laxness. Amen. hver afstaða Halldórs til trúar og kirkju hafi ver- ið þegar litið er yfir feril hans. Best svaraði hann slíkum spumingum sjálfiir þegar hann leit yfir farinn veg á efri árum. í bók frá 1976 segist hann hafa skrifað sig frá kaþólsku kirkjunni með Vef- aranum mikla en hann bætir við þessum mikil- vægu orðum:... án þess að afneita grundvallar- hugmynd kirkjunnar. Reyndar bæta þessi orð hans engu við það sem verk hans segja sjálf án hans eigin túlkunar. Þar er víða auðvelt að greina það sem nefna mætti kjarna trúarinnar ef ekki grundvallarhug- mynd kirlrjunnar, hvað sem um einstök ummæh hans um kirkjur og trúfélög frá ýmsum tímum má segja, sem stundum voru mjög afgerandi. Á efri árum átti Halldór eftir að nálgast kaþólsku kirkjuna aftur og hér í þessum helgidómi átti hann góðar stundir. En grundvallarhugmyndin, sem hann orðar svo, á sinn þátt í að gæða verk hans þeirri dýpt sem raun ber vitni. Halldór var alla tíð afar handgenginn hinni kiistnu dulhyggjuhefð og jafnvel einnig meinlætahefð. Sem dæmi má nefna þessar setningai- úr Sjálf- stæðu fólki: Samh'ðunin er upphaf hins æðsta söngs. Samlíðunin með Ástu Sóllilju á jörðinni. Að baki er djúp hugsun um samkennd sem þjóðin skildi og skynjaði á erfiðum tímum. En hér er einnig vísað til ævafomra viðhorfa til mót- lætis. Þegar vér göngum undir ok þjáningarinn- ar með öðrum, þá opnast nýr heimur, hin guð- lega návist. En það er samt ekki aðeins í samlíðan með öðrum heldur einnig í kvöl hins útskúfaða sem hin helga návist birtist. Þegar skáldsnillingurinn þjáði ætlar að gefast upp þar sem hann liggur sviptur allri von, þá kemur óvænt til hans ósýni- legur vinur og hann finnur návist hans og það er hún sem gefur honum kraftinn til að lifa. Að elska er að fórna. Sá einn sem er reiðubú- inn að líða með þeim sem líður mun reynast hæf- ur til að elska. Þjáningin er mælikvarði á ástina og á mennsku og manngildi. Fegurðin í verkum hans er líka áleitið efni. Fegurð hlutanna er æðri en þeir sjálfir, segir í Heimsljósi, fegurð hlutanna kemur til þeirra, þeir verða farvegir handanlægrar fegurðar, sem er ofar og æðri hinu jarðneska. Fegurðin er eitt birtingarform guðdómsins. í fyllingu sinni er hún ekki tii á þessari jörð, aðeins brot af henni. En til er sú veröld þar sem fegurðin mun líkja ein. Fegurðinni fylgir ljúfsár undirtónn því að allt sem fagrn-t er á þessari jörð vekur og skerpir vit- und mannsins um eigin firringu frá hinu góða, fagra og fullkomna. Og svo er eitt enn sem vísar til þeirrar trúar- legu undirstöðu sem svo víða er að finna í verk- um Nóbelsskáldsins, það er návist hins heilaga í tilvist mannsins. I verkum Halldórs er engan boðskap um tilgangsleysi lífsins að finna, lífið hefur tilgang. Maðurinn er ekki einn, hann er ekki yfirgefinn, lífið skulum vér taka gilt. Lífið er gott, veröldin er góð, og hér er oss gott að vera, því að Guð er nálægur. Er það ekki einmitt sú návist sem birtist í mynd hins ósýnilega vinar og huggar óvænt hinn sorglega skáldsnilling Olaf Kárason undir súðinni, er það ekki sama návist sem gefin er til kynna með taktvissu tifi klukkunnar í Brekku- koti sem minnir á eilífðina? Er það ekki samlíð- anin, sem upphaf hins æðsta söngs, sem gerir lífið á heiðinni einhvers virði? Halldór Laxness var skáld samúðarinnar, fegurðarinnar og hinn- ar heilögu návistar. Hann kallaði þjóðina til umhugsunar um dýptina í mannsins tilvist á nýjan hátt. Hverjar eru grundvallarhugmyndimar, ekki aðeins í boðskap kirkjunnar heldur í lífi mannsins? Þjóðin lagði við hlustir í orðsins fyllstu merk- ingu þegar hún heyrði rödd hans í útvarpinu, ekki aðeins til að hlýða á meistaralegan flutning hans á eigin verkum heldur hlustuðu menn eft- irvæntingarfullir á skáldið tjá sig á sinn sér- stæða hátt þar sem hann leitaði að orðum í hug- anum og gerði hverja setningu að spennandi ævintýri þar sem saman fór innsæi, frumleiki og góðlátleg kímni. Halldór var vinur þjóðarinn- ar á slíkum stundum. Hann vakti athygli hvar sem hann fór, ekki síst vegna agaðrar sundurgerðar í fasi og klæðaburði. Á orð hans var hlustað, ekki aðeins hér á landi heldur einnig erlendis þar sem hon- um var mikill sómi sýndur og ber þar Nóbels- verðlaunin hæst. Fyrri kona Halldórs var Ingibjörg Einars- dóttir, þau áttu einn son, Einar Laxness. Áður hafði Halldór eignast dótturina Maríu með Mál- fríði Jónsdóttur. Á aðfangadag jóla árið 1945 kvæntist Halldór Auði Sveinsdóttur og fluttust þau inn í nýbyggt húsið að Gljúfrasteini. Þau eignuðust tvær dætur, Sigríði og Guðnýju. Halldór var hamingjumaður í einkalífi. Hann átti gott heimili að Gljúfrasteini þangað sem margir lögðu leið sína, bæði innlendir og erlend- ir gestir. Hann vai- sjálfur góður gestgjafi, fag- urkeri og sjentilmaður, hógvær og hispurslaus í allri framgöngu. Maður hafði það á tilfinning- unni að þessi mikli heimsborgari gæti eiginlega hvergi átt heima annars staðar en í Mosfells- dalnum. Hér var hans heimur, ekki síst móarnir og hæðirnai' upp af Gljúfrasteini þar sem hann gekk með staf í hönd, blað og blýantsstubb í vasa og naut fylgdar hundsins. En stærsta þáttinn í heimili þeirra átti Auður eiginkona hans með listfengi sínu og myndar- skap í hvívetna. Hún hélt hinu stóra menningar- heimili gangandi með svo lítilli fyrirhöfn að því er virtist. Hennar framlag var mikið í öllu lífi og starfi Halldórs. Halldór var alla tíð heilsuhraustur þar til síð- ustu árin, þegar hallaði undan fæti. En þá naut hann umhyggju fjölskyldunnar, ekki síst Auðar eiginkonu sinnar. Vér kveðjum Halldór Laxness, hið skapandi og gefandi skáld, sem náði ævintýralegu sam- bandi við þjóð sína. Og vér getum spurt hversu óendanlega fátækari þjóðin væri hefði hún ekki eignast verk hans. En þjóðskáldið Halldór Laxness kveðjum vér aldrei í eiginlegri merkingu þess orðs, ungir sem aldnir njóta verka hans um ókomna tíma. Ljóð hans verða sungin og leikrit hans leikin, hinar sterku persónur skáldsagnanna verða á meðal vor, Salka Valka, Ólafur Kárason, Bjart- ur í Sumarhúsum og Ásta Sóllilja. Hinar litinku persónur eru aldrei langt undan, til þeirra er vitnað í daglegu tali, á hátíðarstundum, við dag- leg störf til sjávar og sveita. Þær eru lifandi í ís- lensku þjóðlífi. Halldór Laxness hefur gefið þessari þjóð meira en nokkur einn maður á þessari öld, en honum var líka mikið gefið. Hann fékk gott veganesti úr foreldrahúsum, þótt hvorki fengi hann auð né eignir. Þegar hann fór að heiman í fyrsta sinn voru kveðjuorð móðurinnar þessi: Guð fylgi þér. Þessa kveðju móður sinnar rifjar skáldið upp á efri árum. Guð var með honum á veginum og gaf honum kraft til að skapa og náð til að gefa á langri og farsælli ævi. Skyldi hann ekki hafa fundið hina helgu návist hins upprisna eins og Emmausfararnir, stundum var það hinn óþekkti göngumaður, stundum ljós heimsins, stundum hinn ósýnilegi vinur á langri leið. Guð blessi minningu hans á meðal vor, hann blessi eiginkonu hans, böm og fjölskyldur þeirra. Barn hafði hann staðið í fjörunni við Ljósuvík og horft á landölduna sogast að og frá, en nú stefndi hann burt frá sjónum. Hugsaðu um mig þegar þú ert í miklu sólskini. Bráðum skín sól upprisudagsins yfir hinar björtu leiðir þar sem hún bíður skálds síns. Og fegurðin mun ríkja ein. Amen.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.