Morgunblaðið - 15.02.1998, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 15.02.1998, Blaðsíða 36
36 SUNNUDAGUR 15. FEBRÚAR 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SIGRIÐUR DANÍELSDÓTTIR + Sigríður Daníels- dóttir var fædd í Garðbæ í Grindavík 23. janúar 1901. Hún andaðist á Hrafnistu í Reykjavík 7. febrú- ar síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Daníel Daníelsson, útvegsbóndi í Garð- bæ í Grindavík, f. 7. apríl 1867 í Hross- haga í Biskups- tungnahreppi, d. 8. júní 1956, og k.h. Þóra Jónsdóttir, f. 15. febrúar 1874 á Þórkötlustöðum, d. 1. maí 1951. Sigríður var næstelst sjö systkina sem voru Margrét, f. 17. janúar 1899, d. 15. ágúst 1981, Jón Val- garður f. 15. mars 1904, d. 21. des. 1987, Arnfríður Guðleif, f. 13. sept. 1908, d. 14. des. 1972, Júlíus Jón Bjarnþór f. 27. ágúst 1910, Danheiður Þóra, f. 20. jan. 1912, d. 17. nóv. 1995, og Guð- laugur Vilberg, f. 19. sept. 1914. Sigríður giftist 25. janúar 1922 Magnúsi Guðmundssyni, trésmið á Skarði í Grindavík, síð- ar í Reykjavík, f. 27. ágúst 1893 á Þórkötlustöðum í Grindavík, d. í Reykjavík 9. febrúar 1956. Magn- ús var sonur Guðmundar Péturs- sonar sjómanns á Þórkötlustöð- um, f. 20. janúar 1866 á Búðar- hóli, A-Landeyjahreppi, d. 31. o | 5 Fersk blóm og skreytingar við öll tækijæri Opið til Id.lO öll kvöld Persónuleg þjónusta Fákafeni 11, sími 568 9120 £ £ i 3 október 1900 og Sig- ríðar Hermannsdótt- ur, f. 9. september 1868 í Buðlungu í Grindavík, d. 19. des- ember 1949. Börn þeirra voru Sigríður Svava Magnúsdóttir, f. 5. maí 1923 í Gr- indavík, d. 8. júlí 1944, og Guðmundur Magnússon, f. 28. september 1927 í Gr- indavík, bygginga- verkfræðingur, d. 14. apríl 1987 í Reykjavík. K. 15. maí 1954 Margrét Rakel Tómas- dóttir f. 20. ágúst 1927 í Hnífsdal. Börn þeirra, öll fædd í Reykja- vík: Már, f. 21. júní 1954, Svava Sigríður, f. 21. ágúst 1955, d. 20. október 1987, Snorri, f. 28. maí 1960, Magnús Tumi f. 8. maí 1961, og Elísabet Vala f. 4. des- ember 1963. Fósturdóttir Sigríð- ar og Magnúsar var Guðmunda Sæunn Kristjánsdóttir, f. 1. mars 1934 í Grindavík. M. 31. mars 1956 Jóhann Sverrir Jóhannsson, f. 18. janúar 1928 í Hauganesi, Árskógshreppi, d. 7. júní 1989 í Grindavík. Sonur þeirra er Þor- valdur Kristján, f. 4. ágúst 1954, í Reykjavík. Utför Sigríðar verður gerð frá Áskirkju á morgun, mánudag, og hefst athöfnin klukkan 13.30. Amma mín, Sigríður Daníelsdótt- ir, verður jarðsungin á morgun. Hún fæddist í fyrsta mánuði þessar- ar aldar í Grindavík og er því af þeirri kynslóð íslandssögunnar sem lifað hefur hvað mestar breytingar. Þótt hún hafi verið nasr jafngömul ’ öldinni voru tækifæri hennar til að upplifa það sem öldin hafði upp á að bjóða þó stundum takmörkuð, þar sem skólagangan var stutt og lífs- baráttan erfíð. Eg man ekki eftir ömmu minni öðruvísi en sem gamalli konu. En eftir því sem árin liðu fannst mér hún lengi vel lítið eldast. Ég vissi ekki fyrr en síðar að áður en fyrstu bemskuminningar mínar koma til, hafði lífsreynsla hennar verið mjög erfíð. Hún missti dóttur sína Sigríði Svövu úr berklum rétt rúmlega 21 árs gamla undir lok seinni heims- styrjaldarinnar. Fjölskyldan hafði skömmu áður flutt frá Grindavík til Reykjavíkur til að geta verið nær ■%Sigríði Svövu sem var í læknismeð- ferð á Vífílsstöðum. Um átta árum síðar missti hún svo manninn sinn, afa minn, langt fyrir aldur fram. Ég man því aldrei eftir henni öðruvísi en sem ekkju. Þegar ég var að alast upp bjó amma hjá okkur fyrir utan nokkur ár á fyrrihluta sjöunda áratugarins. Nokkur ár var hún ráðskona hjá manni sem hét Þórður og bjó í Mið- stræti í Reykjavík. Ég á mjög góðar minningar frá því að við faðir minn borðuðum oft hjá henni hádegismat þegar ég var í Æfingadeild Kenn- araskólans, hann vann mikið í Reykjavík en fjölskyldan bjó eitt ár í Kópavogi. Árin sem hún bjó með ~-okkur á Kleppsveginum frá 1968 til 1987 voru mjög góð ár í lífi ömmu. Hin létta lund hennar varð meira áberandi eftir því sem tíminn leið og hún fór að taka þátt í félagslífi eldri borgara. Okkur krökkunum þótti sérstaklega gott að hafa hana og leituðum inn til hennar í rólegheit og skemmtilegt spjall. Og hún var húmoristi. En svo riðu áföllin yfir árið 1987. Hún missti son sinn, föð- ur minn, langt fyrir aldur fram og nokkrum mánuðum síðar dó Svava systir mín í blóma lífsins. Þetta fékk þungt á ömmu. Nokkru síðar flutti hún á Hrafnistu. Hún undi hins veg- ar hag sínum vel þar, en síðustu ár- in hrakaði heilsunni mjög. En hin létta lund hélst og frétt hef ég að hún hafi verið vinsæl af starfsfólki á sjúkradeild Hrafnistu, G-2, sem hugsaði mjög vel um hana síðustu árin. Fyrir það kann ég þeim bestu þakkir. Amma fylgdist af áhuga með lífi okkar krakkanna. í því sambandi hefur mér stundum verið hugsað til þess að afkomendur ömmu gefi vissa vísbendingu um hvað hún hefði getað orðið ef aðstæður og líf hennar hefði verið annað. Sonur hennar var afburðanámsmaður og böm hans og bamabörn bera með sér dugnað og góða greind. Þær að- stæður sem konum af alþýðustétt vom búnar í upphafi þessarar aldar höfðu því mikil áhrif á lífshlaup ömmu. Nú er því lífshlaupi lokið og amma farin á vit þeirra ástvina sinna sem á undan eru gengnir. Hún var hvíldinni fegin. Hún gaf mér eitt sinn pening þegar ég var í kringum 13 ára aldurinn á leið í sveit með þeim orðum að hún yrði líklega dáin þegar ég kæmi um haustið. Það var langt sumar og gott enda liðin um 30 ár síðan. En amma var svolítið eins og Þórberg- ur og draugarnir, það var ekki alltaf alveg ljóst hvort hún talaði í gamni eða alvöru. Ég þakka ömmu sam- fylgdina og allt sem hún veitti mér. Már Guðmundsson. Upplýsingar í símum - 562 7575 & 5050 925 HOTEL LOFTLEIÐIR. AUÐUR MAGNÚSDÓTTIR WELDING + Auður Magnúsdótt- ir Welding var fædd í Reykjavík 16. júlí 1942. Hún lést í Reykja- vík 2. febrúar síðastlið- inn. Faðir Auðar var Magnús Snorrason Welding, f. 4.10. 1906, d. 8.8. 1966 í Reykjavík. Móðir Auðar var María Theódórsdóttir, f. 7.11. 1908, d. 18.11. 1962 í Reykjavík. Systkini Auðar: Elín Magnús- dóttir, f. 21.05. 1933, Snorri Magnússon Welding, f. 17.2. 1934, Fríða S. Magnúsdóttir, f. 29.9. 1935, Theodór Weld- ing, f. 3.5. 1940, d. 15.10. 1961, Karen Welding, f. 24.9. 1945, Sesselja Unnur Magn- úsdóttir, f. 26.9. 1948, og María Welding, f. 9.8. 1951. Auður giftist Hu- bert R. Morthens 30. nóvember 1963. Börn þeirra eru: Rósa Morthens, f. 18.1. 1967, og Edward Morthens, f. 18.04. 1975. Utför Auðar hefur farið fram í kyrrþey. Kveðja til eiginkonu Nú hef ég kvatt þig mín ástkæra eiginkona og besta vinkona, Auður M. Welding. Allt frá því við byrjuðum hjúskap hefur þú verið mín stoð og stytta í gegnum súrt og sætt. Elsku Auður, orð fá því ekki lýst hversu mikið ég elskaði þig og dáði og bar mikla virðingu fyrir þér. Það sálarþrek og sú hugarró sem þú hefur sýnt á síðastliðnum mán- uðum er aðdáunarvert, það tvennt segir meira en mörg orð hversu yndisleg manneskja þú ert. Ég trúi því í hjarta mínu að vera þín í ríki Guðs hafi eins mikinn til- gang og tilvist þín hér á jörðinni hafði. Ég man þig enn og mun þér aldrei gleyma. Minning þín opnar gamla töfraheima. Blessað sé nafn þitt bæði á himni og jörðu. Brjóst þitt mér hlýju og hvíldar ennþá veldur. Þú varst mitt blóm, mín harpa og eldur. (Davíð Stefánsson.) Ég mun geyma þig í hjarta mér. Astkær eiginmaður, Hubert Morthens. Nú höfum við kvatt hana mömmu okkar, Auði M. Welding, og fylgt henni síðasta spölinn hér á jörð. Engin orð fá því lýst hvað við söknum þín mikið, elsku mamma. Allt frá því við munum eftir okkur og til dagsins sem þú kvaddir okkur hefur þú mótað okkur með ást þinni og hlýju og gert okkur að þeim per- GUÐNY HELGADÓTTIR + ÓIöf Guðný Helgadóttir var fædd á Dalatanga við Mjóafjörð 19. október 1902. Hún lést á Vistheimilinu Skjóli 31. janúar síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Helgi Hávarðsson, bóndi og vitavörður á Dalatanga, og kona hans, Ingibjörg Þorvarðsdóttir. Guð- ný var áttunda í röð tíu systkina sem upp komust en þrjú lét- ust í frumbernsku. Yngsta systirin er ein á lífi 91 árs og dvelur hún á Garðvangi í Garði. Guðný lauk kennaraprófi 1925. Veturinn 1927-1928 var hún við nám í Kennaraháskólanum í Kaup- mannahöfn. Hún starfaði við kennslu til 1936 er hún fiutti til Reykjavíkur. Hinn 30. desember 1932 giftist Guðný Aðalsteini Jó- hannssyni, f. 2. jan. 1896, frá Hólma í Seyðisfirði. Hann var sonur Jó- hanns Sigurðssonar verkstj. og konu hans Margrétar Bjömsdótt- ur. Aðalsteinn stafaði lengst af sem mein- dýraeyðir. Hami lést 10. apríl 1983. Dætur þeirra era tvær, Bergljót sem lést 1965 og Margrét sem lifir móður sfna. Baraa- börnin eru sjö (eitt lát- ið) og langömmuböra- in fjögur. Guðný starfaði félagsmálum, m.a. í Alþýðuflokksins, en þar var hún í stjórn í 25 ár, Kven- réttindafélagi íslands frá 1950-1975, form. 1971-75, heið- ursfélagi þess frá 27. jan. 1977 (á 70 ára afmæli félagsins). Hún var í ritstjórn 19. júní og í barna- vemdarnefnd Reykjavíkur frá 1959-70. Utför Guðnýjar fór fram frá Fossvogskapellu 10. febrúar. mikið að Kvenfélagi Kveðjuorð frá Kvenréttinda- félagi Islands Látin er á 96. aldursári Guðný Helgadóttir, fyrrverandi formaður Kvenréttindafélags íslands. Árið 1944 var ár mikilla viðburða í ís- lensku þjóðlífi, það markaði einnig tímamót í sögu Kvenréttindafélags íslands. Innri gerð félagsins var þá tekin til gagngerrar endurskoðunai- og úr varð það skipulag sem enn er í megindráttum á félaginu. Frá þeim tíma hafa stjórnmálaflokkar og sam- tök, sem sæti eiga á Alþingi, átt full- trúa í stjórn félagsins. Margar kraft- miklar konur komu til liðs við Kven- réttindafélagið á þessum tímamótum og þar í hópi var Guðný Helgadóttir, sem tók skömmu síðar sæti í stjórn félagsins fyrir Alþýðuflokkinn. Hjá þeim flokki gegndi hún trúnaðar- störfum, sat í fulltrúaráði hans og var í stjórn félags Alþýðuflokks- kvenna í aldarfjórðung. Guðný var frá fyi-stu tíð virk í Glæsileg kaffihlaðborð FALLEGIR SALIR OG MJÖG GÓÐ ÞJÓNUSTA t t t L *. 1» h » r t 1 1 Persónuleg, alhliða útfararþjónusta. Áralöng reynsla. Sverrir Einarsson, útfararstjóri Sverrir Olsen, útfararstjóri Utfararstofa Islands Suðurhlíð 35 ♦ Sínii 581 3300 Allan sólarhringinn. sónum sem við erum í dag. Elsku mamma, við trúum því að þú sért hjá okkur í anda, þerrir tár okkar og hughreystir, og gleðjist með okkur á gleðistundum. Ljós þitt mun ávallt skína. Með ástar- og saknaðarkveðjum, Rósa og Edward. Nú er hún amma okkar í Rjúpó dáin, mikið ofsalega vildum við að hún hefði verið hjá okkur lengur. Það var svo gaman að koma í heim- sókn og leika í allskyns leikjum sem hún fann uppá fyrir okkur. Elsku amma, við munum sakna þín sárt en við vitum að þú fylgist með okkur og passar. Við eigum alltaf efitr að muna eftir þér. Thelma Rut og Auður Sara. Mig langar að þakka þér, elsku tengdó, fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig í gegnum tíðina, allar góðu stundirnar sem við áttum saman mun ég geyma í hjarta mér um aldur og ævi. Betri tengdamömmu hefði ég ekki getað hugsað mér. Minning þín lifir. Kveðja, Þröstur. Mig langar að kveðja og minnast hennar. Góður samstarfsfélagi er fallinn frá. I huga mínum er sorg vegna íráfalls þessarar duglegu og góðu konu. Stuttri og erfiðri baráttu er lokið. I þessum eftirmælum ætla ég ekki að rekja ættir Auðar H. Welding eða lýsa æviferli hennar, heldur bregða upp mynd af þeirri persónu sem ég þekkti. Auður var af- Kvenréttindafélaginu og tók þátt í nefndarstörfum um margs konar málefni. Hún var kennari að mennt og stundaði meðal annars fram- haldsnám við Kennaraháskólann í Kaupmannahöfn. Mennta- og fræðslumál áttu því ekki síst hug hennar. Launamál, skattamál, tryggingamál og mannréttindi í víð- asta skilningi voru einnig hugðarefni hennar, hún vann þeim málum mikið gagn, hvort heldur var með störfum sínum í Kvenréttindafélaginu eða á öðrum vettvangi. Guðný sat í stjórn Menningar- og minningarsjóðs kvenna árin 1968-1980 og var starfs- maður sjóðsins þann tíma. Hún var í ritstjórn blaðs félagsins, 19. júní, ár- um saman, eða frá því að það hóf göngu sína 1951 og fram á sjöunda áratuginn. Guðný var nær óslitið í stjórn Kvenréttindafélagsins frá 1949 til 1975, þar af varaformaður 1964-1967 og aftur frá 1968 uns hún 1971 tók við formennsku, spm hún gegndi næstu fjögur ár. Árin sem Guðný gegndi formennsku í félaginu var tími mikilla umbrota í íslenski’i kvenréttindabaráttu og stórra verk- efna hjá Kvenréttindafélagi Islands. Guðný var kjörin heiðursfélagi á sjö- tíu ára afmæli Kvenréttindafélags- ins árið 1977. Þótt Guðný hætti setu í stjórn félagsins var hún áfram dyggur og kraftmikill félagsmaður. Hún kom síðast á fund hjá félaginu við setningu landsfundar á Hótel Sögu í september 1992, er hún stóð á níræðu. Þeim sem kynntust Guð- nýju Helgadóttur í starfi hjá Kven- réttindafélaginu er minnisstætt hversu hreinskiptin hún var í sam- starfi, glögg á aðalatriði máls og fylgin sér. Henni var annt um að endurnýjun ætti sér stað í félaginu og studdi vel við bakið á nýliðum. Þeim er þess stuðnings nutu er þakklæti í huga til genginnar heið- urskonu. Hverju félagi er það afar mikils virði að njóta starfa fólks sem heils- hugar og ósérhlífið er reiðubúið til þess að vinna að stefnumiðum þess. Það hefur verið gæfa Kvenréttinda- félagsins og kvenréttindabaráttu á íslandi hve margar hæfar og dug- miklar konur hafa komið til liðs við félagið í áranna rás. í þeim hópi er Guðný Helgadóttir og fyrir hennar hlut skal hér þakkað. Aðstandendum votta ég samúð mína, blessuð sé minning Guðnýjar Helgadóttur. Sigríður Lillý Baldursdóttir, formaður KRFÍ.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.