Morgunblaðið - 15.02.1998, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 15.02.1998, Blaðsíða 16
16 SUNNUDAGUR 15. FEBRÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Ný von vaknar í Hondúras Nýr forseti Hondúras tók við völdum á dögunum og vonir hafa vaknað um að betri tíð sé loks í vændum í þessu fátæka Mið-Ameríkuríki. Ásgeir Sverrisson segir frá nýja forsetanum og stiklar á stóru í sögu Hondúras. MEÐ hjálp Guðs og þjóð- arinnar setjum við Hondúras ný markmið.“ Með þessum orðum lauk nýkjörinn forseti Hondúras, Carlos Roberto Flores Facusse, ávarpi sínu er hann tók við valda- taumunum í höfuðborg landsins, Tegucigalpa, í lok janúar. Vonir hafa vaknað um að kjör nýja for- setans geti markað þáttaskil í sögu þessa bláfátæka Mið-Ameríkuríkis þar sem skorturinn hefur löngum náð stigi skelfingarinnar og spill- ingin er landlæg. Um 30.000 manns sóttu innsetn- ingarathöfnina sem fram fór á Þjóðarleikvanginum í Tegucigalpa. Viðstaddir voru flestir forsetar ríkja Rómönsku Ameríku og prinsinn af Asturias, Filipus rfids- arfi Spánar. Blásið til herferðar í ræðu sinni, sem þótti óvenju glæsileg og vel skrifuð, hét Ro- berto Flores því að blása til her- ferðar gegn fátæktinni og örbirgð- inni og lýsti yfir því að þjóðin gæti ekki sætt sig við óbreytt hlut- skipti. Hvatti hann landsmenn til að snúa bökum saman og fara „í sameiningu yfir brúna í aldarlok" sem lægi á vit hagsældar og stöð- ugleika. Forsetinn sagði að forsenda þessara umskipta væri nýir stjóm- arhættir. Hét hann því að stjóma landinu „í auðmýkt frammi fyrir þjóðinni og Guði.“ Jafnframt boð- aði hann að stjóm sín hygðist upp- ræta forréttindi valdastéttarinnar, berjast gegn spillingunni í landinu og skapa nýjan grundvöll fyrir sókn til aukinna lífsgæða. Laun myndu hækka og unnið yrði skipu- lega að því að laða erlent fjármagn inn í landið. Ræða forsetans þótti áhrifamikil og var henni vel tekið í fjölmiðlum í Hondúras. 1 forystu- grein dagblaðsins La Prensa sagði að spum- ingin „Hvað ber að gera?“ hefði verið lykilsetningin í ræðu forsetans og var tekið undir flest atriðin í málflutn- ingi hans. Einna lengst var gengið í leiðara dagblaðsins La Tribuna þar sem sagði m.a. að „einstök bylgja bjartsýni" færi nú um þjóð- félagið í Hondúras. Roberto Flor- es þekkti vel „hinar dramatísku aðstæður" sem ríktu í landinu og hefði hann stuðning þjóðarinnar til að freista þess að leiða hana inn á nýjar brautir. Raunar kom ekki svo mjög á óvart að forsetinn nýi væri lofi borinn í blaðinu því hann er eigandi þess. Nútímalegur stjómmálamaður Carlos Robert Flores, sem er 47 ára gamall, var kjörinn forseti Hondúras 30. nóvember. Hann sigraði helsta andstæðing sinn, Nora Gunera de Melgar, fyrmm borgarstjóra Tegucigalpa og ekkju fyrrum einræðisherra, með um tíu prósenta mun. Kjörtímabil forseta Hondúras er fjögur ár. Roberto Flores var frambjóð- andi Frjálslyndaflokksins og tók við embættinu af flokksbróður sín- um Carlos Roberto Reina, sem er 71 árs. Flokkur þeirra hefur meiri- hluta á þingi, 67 fulltrúa en þar sitja 128 menn í einni málstofu. Hann er fimmti forseti landsins sem kjörinn er í lýðræðislegum kosningum frá þvi að einræðis- stjóm hersins, er segja má að ríkt hafi í 20 ár, var komið frá í landinu árið 1980. Nýi forsetinn þykir um margt nútímalegur stjómmálamaður. Hann er verkfræðingur og hlaut menntun sína í Bandaríkjunum. Kona hans er bandarísk og kynnt- ust þau er þau voru við nám í ríkis- háskólanum í Louisiana þar vestra. Robert Flores er eigandi La Tribuna, sem er eitt helsta dag- blað Hondúras og rekur einnig nokkur önnur útgáfufyrirtæki. Hann var ráðherra í ríkisstjórn Roberto Suazo Córdova, fymim forseta, á árunum 1982-1984 og bauð sig fram í forsetakosningun- um árið 1989. Þeim tapaði hann og við embættinu tók fulltrúi Þjóðar- flokksins, Rafael Callejas, sem Carlos Reina lét síðan leiða fyrir dómstóla vegna spillingar er hann var kjörinn forseti árið 1993. Almenn fátækt og landlæg spilling Völd forseta Hondúras em mikil samkvæmt stjórnarskránni og ljóst er að þeim verður Roberto Flores að beita hyggist hann hrinda stefnumálum sínum í framkvæmd. Hondúras er eitt fátækasta og vanþróaðasta rfld Rómönsku Am- eríku. Samkvæmt opinbemm töl- um draga um 80% þjóðarinnar fram lífíð við eða undir fátæktar- mörkum en í landinu búa 5,9 millj- ónir manna. Ólæsi er mikið, aðeins um 68% landsmanna teljast læs og bamadauðinn er mikill eða 42/1.000. Landbúnaður ásamt banana- og kaffirækt em mikilvægustu at- vinnuvegirnir og efnahagslíf lands- ins því mjög viðkvæmt gagnvart sveiflum. Atvinnuleysið er gífur- 80% þjóðar- innar við fá- tæktarmörk Reuters LÖGREGLA í Hondúras hefur oftlega verið vænd um að beita óþarfa hörku. Yfirstjóm lögreglumála heyrði þar til í desember undir herafla landsins og varð þar með síðasta stofnunin til að komast undir borg- aralega stjóm, um 16 ámm eftir að herforingjar lögðu niður völd í landinu. Myndin sýnir lögreglusveitir beija á fólki sem safhaðist saman í lok janúar við bandaríska sendiráðið í Tegucigalpa til að mótmæla vem bandarískra hermanna í landinu. Morgunblaðið/Eric Schwimmer. CARLOS Roberto Flores, forseti Hondúras, ásamt hinni bandarísku eiginkonu sinni, Mary, eftir að hafa svarið embættiseiðinn í Teg- ucigalpa 27. fyrra mánaðar. höndum hersins og þótti mörgum þau umskipti ganga óhóflega hægt fyrir sig. Borgaralegir stjómar- hættir voru innleiddir en víða veitti herafli landsins mótspymu. Þannig var það fyrst nú í desem- ber sl. sem yfírstjóm lögreglu landsins komst undir borgaralega stjóm. Mannréttindabrot Carlos Roberto Reina, forveri forsetans nýja, boðaði einnig her- ferð gegn spillingunni er hann tók við embætti og hét því að mann- réttindabrot þau sem framin vora í tíð herforingjastjómarinnar yrðu rannsökuð. Vonir vöknuðu þá líkt og nú ekki síst vegna þess að Car- los Reina hafði sjálfur mátt þola kúganir og fangelsisvist vegna skoðana sinna. Mannréttindasam- tök halda því hins vegar fram að Reina hafi fátt eitt gert til að eftia þetta loforð og enn ganga fjöl- margir menn lausir í landinu sem taldir era ábyrgir fyrir morðum og myrkraverkum sem herforingja- stjómin framdi. Líkt og víða ann- ars staðar í Rómönsku Ameríku, ekki síst í Argentínu og Chile, virðist sem þjóðfélagið hafi neyðst til að gjalda með þessum hætti fyr- ir lýðræðið og borgaralega stjórn- arhætti. Tímamót legt, um 15% samkvæmt opinber- um tölum en almennt er það talið mun meira. Er jafnvel tahð að allt að 45% vinnufærra manna búi við atvinnuleysi og atvinnuskort. Heldur hefur þó efnahagsástandið farið batnandi á undanförnum ár- um og hagvöxturinn síðustu tvö árin hefur verið um fjögur pró- sent. Saga óstöðugleika og blóðsúthellinga Hondúras var spænsk nýlenda til ársins 1821 en saga landsins er saga uppreisna, borgarastríða og pólitísks óstöðugleika. Landið varð í raun bandarísk „banananýlenda" á 19. öld og erlend stórfyrirtæki vora lengi áhrifamikil í stjómmál- um þess. Þannig vörðu bandarísk banafyrirtæki meðal annarra stjórn einræðisherrans Tiburcio Carias Andino á kreppuáranum og allt fram til 1948. Valdarán, gagn- byltingar og misheppnaðar til- raunir til að innleiða lýðræði ein- kenndu áratugina sem fylgdu en segja má að nokkur stöðugleiki hafi fyrst skapast í stjómmálum landsins er herforinginn Lopez Arellano rændi völdum (raunar í annað skiptið) í desember 1972. Eftirmenn hans stóðu fyrir um- talsverðri uppbyggingu í landinu og hagvaxtarskeið fór í hönd ekki síst þar sem eftirspum eftir fram- leiðsluvöram landsmanna fór vax- andi og þeir fengu aðgang að er- lendu lánsfé. Þróunin í nágrannaríkjunum varð til þess að herforingjamir sem landinu réðu ákváðu að inn- leiða á ný lýðræðislega stjórnar- hætti. Réði þar mestu mikill óstöðugleiki og pólitísk spenna í E1 Salvador en trúlega hef- ur fall einræðisstjómar Anastasio Somoza í Nicaragua árið 1979 þó vegið þyngra. Stjómarskrárþing var kjörið í almennum kosningum í apríl 1980 og fyrstu lýðræðislegu þingkosningamar fóra fram í nóv- ember árið eftir. Ári síðar tók stjóm Frjálslyndaflokksins við völdum og forseti varð Roberto Suazo Córdova, sem nefndur var hér að framan. í hönd fór erfitt breytinga- og aðlögunarskeið, sem forsetinn nýi virðist nú telja á enda rannið. Völdin vora smám saman færð úr Carlos Flores tekur hins vegar við embætti á tímamótum í sögu landsins. Lýðræðið hefur verið fest í sessi og umbreytingaskeið- inu er lokið. Horfur í efnahagsmál- um landsmanna era bjartari en oftast áður og framfarahugur ríkj- andi. Forsetinn hefur ekki aðeins boð- að fráhvarf frá þeirri stefnu sem flokkur hans hefur fylgt heldur einnig heitið því að nýir stjómar- hættir verði innleiddir. Þau 80% _________ landsmanna sem draga Lýðræðið hef- Þurfa fram lífið °S ur verið fest uncllr fátæktarmörkum f . munu því binda vonir sín- 1 ar við að hann geti jafnað lífskjörin og skorið upp herör gegn spilhngunni, sem haft hefur lamandi áhrif á allt þjóðhfið. I ræðu sinni er hann tók við embætti sagði Carlos Roberto Flores að með hjálp alþýðu manna og Guðs yrði unnt að snúa þjóðinni af braut fátæktar og ör- birgðar. Trúlega mun hann þurfa á aðstoð æðri máttarvalda að halda eigi honum að takast að hrinda stefnumálum sínum í framkvæmd. Útlitið er hins vegar bjartara en oftast áður og vonir hafa vaknað á ný. i i i \ > ► I > i I I > ► I I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.