Morgunblaðið - 15.02.1998, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 15.02.1998, Blaðsíða 14
14 SUNNUDAGUR 15. FEBRÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ Menn hafa spurt hvort ósjálfráða börn eigi að geta stjórnað bíl. Mér finnst samt óeðlilegt að öll réttindi barna séu bund- in við 18 ár. in 16 ár eigi að halda sér, en auðvit- að ættu foreldramir að vita af þess- ari ákvörðun vegna þess að þeir fara með forsjána og ráða persónu- legum högum barns síns fram að 18 ára aldri.“ Þórhildur segir að í umræðunni um hækkun sjálfræðisaldurs hafi þeim rökum verið teflt fram, að nauðsynlegt hafi verið að hækka aldurinn til að geta vistað böm gegn vilja sínum á meðferðarheimilum væra þau sjálfu sér eða öðram hættuleg. „Þá benti ég á það á móti, að ekki þýðir eingöngu að hækka sjálfræðisaldur upp í 18 ár heldur verður að fínna meðferðarúrræði fyrir unglinga 16-18 ára. Langtíma- úrræðj era ekki til fyrir þennan hóp. Ég tel ekki heldur forsvaran- legt að ungir vímuefnaneytendur séu í meðferð innan um fullorðna neytendur." Ábyrgðin kemur jafnt og þétt Eitt af því sem henni þykir mikil- vægt og hún nefndi í umsögn sinni er að tryggja bömum rétt til að vera með í ráðum þegar teknar era ákvarðanir sem þau varða. „Hlut- verk foreldra er auðvitað mikilvæg- ast meðan bamið er ungt en minnk- ar jafnt og þétt með áranum eftir því sem bömin þroskast og eldast. Að mínum dómi eiga þau að vera með í ákvarðanatöku," segir Þór- hildur og bætir við að slíkt ákvæði megi finna í barnalögum, en hún hafi viljað hnykkja á því í lögræðis- lögunum. Hún svarar aðspurð að vissulega sé erfitt að fylgja þessum rétti eftir, en hægt sé að upplýsa börnin um rétt þeirra og það sé einmitt eitt af sínum hlutverkum. „Það era foreldrarnir sem taka fyrst og fremst ákvarðanirnar en þeir verða að skilja, að það þýðir ekki að ráðskast með börn til 18 ára aldurs. Það hlýtur að felast í for- eldrahlutverkinu að kenna börnum jafnt og þétt að verða nýtir þjóðfé- lagsþegnar. „ Ósamræmi og óréttlæti Samkvæmt bamasáttmála Sa- meinuðu þjóðanna er einstaklingur talinn barn fram að 18 ára aldri og sama gildir í lögum um umboðs- mann barna. Þórhildur segist ekki bara vilja sjá að tekið verði tillit til þessa í skráðum lögum heldur einnig í sambandi við óskráðar regl- ur þjóðfélagsins. „Hingað til hefur gjaman verið miðað við 12 ára aldur þegar boðið hefur verið upp á lægri gjöld fyrir ýmiss konar þjónustu, sem börnum stendur til boða. Ég tel tímabært að hækka þennan aldur í kjölfar á hækkun sjálfræðisaldurs," segir hún. I þessu sambandi nefnir hún að börn og unglingar hafi bent á það ósamræmi og óréttlæti sem ríki í skilgreiningu á því hvenær einstak- lingur teljist barn og hvenær full- orðinn. Þegar það komi fullorðnum vel séu unglingar taldir börn en þegar þeir þurfi að greiða fyrir þjónustu teljist þeir fullorðnir. Hún segir að í kjölfar nýrra laga um sjálfræðisaldur sé annað ekki sann- gjarnt en forsvarsmenn stofnana og fyrirtækja reyni að samræma regl- ur sínar. „Það er margt sérkenni- legt í íslenskri löggjöf og aldur- mörkin era mjög mismunandi. Mér finnst löngu orðið tímabært að búin sé til heildarstefna í málefnum barna og unglinga." Jón Baldursson yfírlæknir Tilkynning til foreldra er ekki alltaf í þágu barna JÓN BALDURSSON yfir- læknir á slysadeild Borgar- spítala segir að þar hafi ekld verið tekið upp breytt vinnu- lag vegna hækkaðs sjálfræð- isaldurs. Hins vegar hafi breytingar orðið í kjölfar laga um vemd bama og ungmenna frá 1992. Komi eitthvað fyrir böm og unglinga að 18 ára aldri, segir hann að lögin séu mjög ótvíræð gagnvart skyldu lækna og hjúkranar- fólks um að tilkynna það bamaverndaryfirvöldum. Þau vinni síðan áfram í málinu. Hann segir að því miður sé ekki alltaf hagur barns að til- kynna foreldrum þess að eitthvað hafi komið fyrir. Stundum snúist máÚð um að halda trausti barnsins. Jafnvel komi börn á slysavarð- stofuna eftir vonda meðferð foreldranna og þá viti þeir að sjálfsögðu af áverkunum. í öðra lagi vilji barnið hugsanlega ekki að læknir ræði þetta vandamál við foreldrana, því það geri illt verra. „í hlut eiga jafnvel börn, sem eru býsna fær um að gera sér grein fyrir ýmsu í eigin lífi og taka að vissu leyti eigin ákvarðanir, þótt lögin heimili þeim ekki að vera sjálfráða," segir hann. Aðspurður hvemig spítalinn hafi bragðist við gagn- vart aðstandendum barna undir sjálfræðisaldri fram til þessa, segir hann að yfirleitt hafi ekki þurft að taka á því sérstaklega. Aðstandendur hafi sjálíkrafa blandast í málið. „Það hefur þó komið fyrir að við höfum þurft að tilkynna aðstandendum um börn sem hafa lent í ein- hverju, jafnvel þótt þau vildu það ekki sjálf. í einstaka málum tilkynnum við það einnig lögreglu eða félags- málayfirvöldum," segir hann.“ Jón Margrét Friðriksdóttir skólameistari Auknir mögu- leikar á upplýs- ingastreymi til heimila MARGRÉT Friðriksdóttir formaður Skólameistarafé- lags íslands segir að aukið samstarf heimila og skóla í kjölfar hækkaðs sjálfræðis- aldurs hafi einungis verið lít- illega rætt innan félagsins. Leitað hafi verið eftir frekari kynningu frá menntamála- ráðuneytinu fyrir áramótin en hún ekki fengist. „Ég reikna með að þessi kynning verði á vorönninni, enda reynir ekki á þessi lög fyrr en með nemendum sem hefja nám á næsta skólaári." Margrét segir að skóla- meistarar fagni almennt þessari breytingu. Með hækkun sjálfræðisaldurs aukist möguleikar skólanna á upplýsingastreymi til heimila og auðveldi í raun öll sam- skipti við yngstu nemendur framhaldsskólans. „Þar er þörfin brýnust á að vera í samstarfi við foreldrana. Auk þess auðveldar þetta störf námsráðgjafa, þótt þeir muni auðvitað virða áfram ákveðið trúnaðartraust við nem- endur.“ Margrét segir að skólamenn hafi að sjálfsögðu heyrt þær raddir frá nemendum að verið sé að skerða frelsi þeirra. Hins vegar hafi sýnt sig í þeim tilfellum, þar sem upp hafa komið alvarleg vandamál og haft hefur verið samband við heimilin, að nemendur séu þegar upp er staðið afskaplega fegnir að tekið sé á þeirra málum. .Auðvitað vilja þau fá aðstoð til að leysa vandann. Stundum finnst þeim betra að fá stuðning skólameist- ara eða námsráðgjafa við að vekja máls á vandanum á heimilinu," sagði Margrét Friðriksdóttir . iUnJBVsA' Pétur Blöndal flettir myndaalbúmi Ragnars Axelssonar Fólk í fréttum í blaðinu á þriðjudaginn. -Viíf'SíVft eitthvad eftir hand ímyhdunaraflinu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.