Morgunblaðið - 15.02.1998, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 15.02.1998, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ 4 SUNNUDAGUR 15. FEBRÚAR 1998 VIKAN 8/2 -14/2 ►ÍSLENSK erfðagreining og Tölvunefnd hafa náð samkomulagi um vinnuferli við crfðarannsóknir í því skyni að tryggja nafnleynd þátttakenda í rannsóknum á vegum fyrirtækisins. ►LANDSSÍMINN hefur ákveðið að lækka mfnútu- gjald í dagtaxta GSM og NMT farsíma um þijár krón- ur á mínútu. ►SVO virðist sem slitnað hafi upp úr viðræðum A- flokkanna um sameiginlegt framboð við bæjarstjómar- kosningamar í Hafnarfirði. ►VEIÐILEYFAGJALD kynni að reynast hagkvæm- ari skattlagning en þær að- ferðir sem ríkissjóður notar nú til tekjuöflunar, að mati Jeffrey D. Sachs, víðfrægs hagfræðiprófessors við Har- vard-háskóla. ►FRAMARAR hafa kært til dómstóls HSÍ framkvæmd bikarúrslitaleiksins þar sem Valur sigraði Fram eftir framlengdan ieik. ►SÝSLUMANNINUMÍ Keflavík hefur verið heimilað af sjávarútvegsráðuneytinu að gera út bát til dragnóta- veiða íyrir innan Garðskaga á svæði sem lokað er fyrir drag- nótaveiðum. Tilgangurinn er að leita að smyglvamingi sem grunur leikur á að kastað hafi verið frá borði sldps sem var að koma frá útlöndum. Halldór Kiljan Laxness látinn HALLDÓR Kiljan Laxness lést að kvöldi sunnudagsins 8. febrúar, 95 ára að aldri. Opinber útför þjóðskáldsins var gerð frá Kristskirkju í Landakoti laugardaginn 14. febrúar. Að lokinni bálför verður duft Halldórs jarðsett í kyrrþey á Mosfelli í Mosfellsdal. Forseti íslands minntist Nó- belskáldsins með opinberu ávarpi og færði ekkjunni, Auði Sveinsdóttur Laxness og fjölskyldu Halldórs, sam- úðarkveðjur íslensku þjóðarinnai-. Forsætisráðherra minntist Halldórs einnig við upphaf þingfundar á Alþingi og er það í fyrsta skipti sem annarra en þingmanna og æðstu stjórnenda ríkisins er minnst við slíkt tækifæri. Þjóðin hefur syrgt fráfall Halldórs Kiljans Laxness og opinberar minn- ingarstundir voru haldnar víða um land þar sem listamenn lásu úr verk- um hans og fluttu tónlist við ljóð hans. Halldórs Kiljans Laxness hefur einnig verið minnst víða erlendis þar sem fjölmiðlar hafa fjallað ítarlega um ævi hans og ævistarf. Þá hafa fjölskyldu skáldsins og ís- lensku þjóðinni borist samúðarkveðjur víða að, frá þjóðarleiðtogum og sendi- mönnum erlendra ríkja. Yerkfalli frestað VERKFALLINU, sem hófst á fiski- skipaflotanum 2. febrúar, var frestað á miðvikudag, og héldu loðnuskip til veiða aðfaranótt fimmtudags. Á Alþingi lagði ríkisstjórnin fram á mánudag frumvarp til laga um stöðvun verkfalls- aðgerða. Það var dregið til baka þegar verkfalli var frestað að frumkvæði sjó- manna. frakar varaðir við „blóðsúthellingum“ HOSNI Mubarak, forseti Egyptalands, varaði íraka við því á miðvikudag að þeir stæðu frammi fyrir „blóðsúthell- ingum“ virtu þeir ekki ályktanir örygg- isráðs Sameinuðu þjóðanna um vopna- eftirlitið í írak. Anthony Zinni, yfirmað- ur bandarísku hersveitanna í Miðaust- urlöndum, sagði á miðvikudag að þær yrðu tilbúnar að gera árásir á írak inn- an viku ef þörf krefur. Sex Persaflóaríki sögðust vonast til þess að hægt yrði að leysa deiluna með friðsamiegum hætti en sögðu að írakar gætu sjálfum sér um kennt ef hervaldi verður beitt. Stjóm Rússlands ítrekaði andstöðu sína við árásir á Irak og sagði að þær gætu haft alvarleg áhrif á sam- skipti Bandaríkjanna og Rússlands. BUl Clinton Bandaríkjaforseti ítrek- aði að hann myndi ekki hika við að beita hervaldi. Robin Cook, utanríkisráð- herra Bretlands, sagði á fóstudag að það væri góðs viti að Saddam Hussein Iraksforseti væri farinn að tala um leið- ir tU að heimila leit í svokölluðum „for- setahöllum" í írak, þar sem eftirlits- nefnd Sameinuðu þjóðanna telur að gereyðingarvopn séu falin. IRA grunað um morð á Norður-írlandi BRESKIR embættismenn sögðu á föstu- dag að lögreglan á Norður-ír- landi teldi að Irski lýðveldis- herinn (IRA) væri viðriðinn tvö morð sem framin voru þar á mánudag og þriðjudag. Morðin gætu orðið til þess að Sinn Fein, stjómmálaflokki IRA, yrði meinað að taka þátt í viðræðum um varanlegan frið á Norður-írlandi. Mo Mowlam, N-írlandsmálaráðherra Bretlands, sagði að bresk og írsk stjórnvöld þyrftu að ræða það við norður-írsku flokkanna hvernig bregðast ætti við niðurstöðu lögregl- unnar. Talið er að ekki verði hægt að semja um varanlegan frið á Norður- írlandi án þátttöku Sinn Fein. ► HUNGURSNEYÐ vofir yf- ir í norðurhluta Afganistans vegna jarðskjálfta. Fyrsta þyrlan með hjálpargögn kom til bæjarins Rustaqs á mið- vikudag, viku eftir að fyrsti skjálftinn reið yfir. Á mánu- dag kom fyrsta bílalestin til bæjarins með um 20 tonn af matvælum og lyfjum. Talið er að um 4.200 manns hafi týnt lífi í skjálftunum. ► TALIÐ er að 60 manns hafi beðið bana í aurskriðum sem fóllu á afskekktar gull- námubúðir í Bólivíu á mið- vikudag. 21 lík hafði fúndist á fóstudag. ► EDUARD Shevardnadze, forseta Georgíu, var sýnt banatilræði í annað sinn á mánudagskvöld. Tveir líf- varða hans biðu bana í árás á bílalest forsetans og einn til- ræðismannanna féll. Á hon- um fannst vegabréf sem sýndi að hann var Tsjetsjeni og búsettur í Dagestan. Shevardnadze sagði að „al- þjóðleg hryðjuverkasamtök" kynnu að hafa staðið fyrir tilræðinu. ►FRANSKA þingið sam- þykkti á þriðjudag tímamóta- löggjöf um að stytta vinnu- vikuna í 35 stundir úr 39 í því augnamiði að draga úr atvinnuleysi. ► STJÓRNVÖLD á Kúbu til- kynntu á fimmtudag að meira en 200 föngum yrði gefið frelsi, þeirra á meðal nokkrum pólitiskum föngum, í framhaldi af heimsókn Jó- hannesar Páls páfa til lands- ins. ► HUNDRUÐ manna efndu til óeirða í bænum Jatiwangi i Indónesíu á fimmtudag til að mótmæla verðhækkun á matvælum. Suharto forseti fór þess á leit við herinn að bæla óeirðirnar niður og tal- aði um samsæri ákveðinna hópa um að grafa undan stjómvöldum. FRÉTTIR Morgunblaðið/Jónas Vetur í VETURINN hófst ekki fyrr en um miðjan þorra í Mýrdal og er daiurinn nú hulinn siyó. Torfhús- HORFUR eru á góðu lax- veiðisumri og ýmsar forsendur fyrir því að vertíðin verði gjöfulli en síðasta sumar að sögn dr. Sig- urðar Guðjónssonar, fram- kvæmdastjóra Veiðimálastofnun- ar. Fiskifræðingar reikna ekki með miklum stórlaxagöngum, það er að segja laxi sem hefur verið tvö ár í sjó, og gæti það dregið úr afla- brögðum. Árgangurinn reyndist ekki eins sterkur og vonast hafði verið til eftir síðasta sumar. „Ástandið var einfaldlega gott, góður fjöldi seiða af góðri stærð fór út á góðum tíma og ástand sjávar var á sama tíma gott. Sam- kvæmt því ættu horfur að vera nokkuð góðar og viljum við leyfa okkur að vera fremur bjartsýnir,“ sagði Sigurður. Á þessum svoköll- uðu spádómum eru þó alltaf fyrir- varar. Þannig vorum við frekar brattir íyrir síðasta sumar enda hafði mikið af seiðum farið til sjáv- ar vorið og sumarið 1996. Hinn mikli fjöldi var m.a. tilkominn af því að bæði fóru til sjávar réttir ár- gangar og einnig talsvert af eldri seiðum sem höfðu þroskast hægar vegna kuldaársins 1995. En eins og veiðimenn vita vantaði nokkuð upp á að smálaxinn úr 1996 göng- Mýrdal ið á myndinni er á Norður-Götum í Mýrdal. Húsið er gamalt hlóða- eldhús, sennilega frá aldamótum. unni skilaði sér sem skyldi í fyrra og lítið var af stærri laxi eins og við höfðum raunar spáð,“ sagði Sigurður. Sjórinn númer eitt, tvö og þrjú Sigurður bætti við þetta að sjór- inn skipti sköpum í þessum efnum. Hann væri „númer eitt, tvö og þrjú,“ eins og Sigurður komst að orði. „Besti mælipunktur okkar er hitinn í sjónum við Siglunes á vor- in, sérstaklega þar fyrir austan. Ástandið þar var gott í fyrra og hefur verið síðan. Erfiðara er að ráða í Vesturlandið en sveiflan þar er hvort eð er mun minni þar,“ bætti Sigurður við. Varðandi tveggja ára laxinn endurtók Sigurður að trúlega yrði sá aldurshópur ekki sérlega stór, sérstaklega norðan- og norðaust- anlands, en á móti kæmi að von væri til þess að meðalþyngdin yrði meiri en oft áður. „Þótt minna hafi gengið af smálaxi í fyrra en við væntum var fiskurinn afar vænn. Þetta er sami árgangur og kemur tveggja ára úr sjó næsta sumar og því gæti meðalvigt stærri laxins verið í mesta lagi,“ sagði Sigurður að lokum. Þingmenn Alþýðubandalags Tillaga um auðlinda- gjald ALLIR þingmenn Alþýðu- bandalags og óháðra standa að tillögu til þingsályktunar um skipan níu manna nefndar um auðlindagjald sem lögð var fram á Alþingi á fostudag. Til- lagan er í samræmi við niður- stöðu miðstjórnar Alþýðu- bandalagsins hinn 6. febrúar sl. og er fyrsti flutningsmaður hennar Margrét Frímanns- dóttir, formaður flokksins. Meginefni tillögunnar er m.a. að Alþingi álykti að kjósa níu manna nefnd sem hafi það hlutverk að fjalla um auðlindir sem eru eða kunna að verða þjóðareign. Nefndin skilgreini þessar auðlindir á skýran hátt og hvemig skuh með þær farið. Nefndin kanni einnig hvernig staðið skuli að gjaldtöku fyrir afnot af auðlindum í sameign þjóðarinnar, með hliðsjón af þeim gjöldum sem fyrir eru. Um verði að ræða hóflegt gjáld sem varið verði til að standa ■undir rannsóknum og til að stuðla að vemd og sjálfbærri nýtingu auðlindanna og rétt- látri skiptingu afrakstursins m.a. til að styrkja byggð í land- inu. Forráðamenn Atlanta Óttast ekki truflanir á flug- rekstrinum Laxveiði- vertíðin 1998 lofar góðu ^ M NU KOSTAR AÐEINS 28.50Á MÍisr. AD HRING7A TIL BRETLANDS EFTIR KL.19 ÁKVÖLDIN LANDS SIMINN FORRÁÐAMENN flugfélagsins Atlanta telja ekki ástæðu til að ótt- ast truflanir á starfsemi félagsins í Saudi-Arabíu vegna hugsanlegra stríðsátaka í írak. Telja þeir ekki heldur að hugsanlegur flutningur vegna undirbúnings loftárása, sem fari um Keflavíkurflugvöll, myndi tmfla starfsemi félagsins. Guðmundur Hafsteinsson, skrif- stofustjóri Atlanta, tjáði Morgun- blaðinu í gær að starfsmenn Atlanta fylgdust vel með þróuninni við Persaflóa og segir fulltrúa Saudia Airlines munu upplýsa þá ef einhver slík hætta yrði á ferðum að hún gæti ógnað starfseminni. Hann sagði flugið vera á vegum Saudia og taldi ólíklegt að umferð um Kefla- víkurflugvöll gæti truflað flug Atl- anta þar suður frá. Kvaðst hann að öðra leyti ekki vilja fara út í slíkar vangaveltur. Hann sagði flug Atlanta vera langt frá hugsanlegum átakasvæð- um og hvergi væri farið um lofthelgi Iraka. Gefnar væru út viðvaranir í flugheiminum um þau svæði sem hætta væri talin á stríðsátökum og sagði Atlanta sem aðra flugrekend- ur virða slíkar viðvaranir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.