Morgunblaðið - 15.02.1998, Blaðsíða 20
20 StíNNUDAGUR 15. FEBRÚAR 1998
Guðríður Þorbjarn-
ardóttir á ferð í
Skemmtihúsinu
THE SAGA of Guðríður, eða
Ferðir Guðríðar, er yfirskrift ein-
leiks um Guðríði Þorbjarnardóttur
sem frumsýndur var í Skemmti-
húsinu við Laufásveg í gær. Höf-
undur og leikstjóri er Brynja
Benediktsdóttir en hlutverk Guð-
ríðar og önnur hlutverk í sýning-
unni eru í höndum írsk-banda-
rískrar leikkonu búsettrar á ís-
landi, Tristan Gribbin, sem að auki
tekur á sig aðrar myndir, svo sem
dýra og náttúruafla. Leikið er á
ensku.
Er þetta fyrsta útgáfan af ein-
leiknum en höfundur áætlar að
þær verði þrjár, íslensk og sænsk
útgáfa verða frumsýndar síðar á
árinu. Vinna við íslensku útgáfuna
er þegar hafin og mun Ragnhildur
Rúriksdóttir leika Guðríði og öll
önnur hlutverk í þeirri sýningu en
æfa leikinn einnig á ensku. í sum-
ar verður svo unnið að sænsku út-
gáfunni með Báru Lyngdal Magn-
úsdóttur, sem starfar hjá Dramat-
en í Stokkhólmi. Mun hún jafn-
framt leika á íslensku. Taka
leikkonurnar allar þátt í samningu
verksins með Brynju.
Brynja gerir ráð íyrir að allar
sýningamar verði sýndar fyrsta
kastið í Skemmtihúsinu en annars
eiga þær að vera farandsýningar.
„Vinnustofa leikara í Skemmtihús-
inu er hugsuð sem útungunarvél -
leiksýningar eiga að geta komið
sér í burtu. Sýningin sem nú er
frumsýnd hentar þannig vel til
flutnings og stefnum við meðal
annars að því að sýna hana fyrir
lengra komna enskunema hér
heima. Þá er búið að bjóða sýning-
unni til Dublin síðar á árinu,“ segir
Brynja og bætir við að sænska út-
gáfan verði bæði sýnd í Svíþjóð og
á Islandi.
Leitaði til Vínlands
Brynja byggir á Grænlendinga-
sögu og Eiríks sögu rauða en sam-
kvæmt þeim var Guðríður Þor-
bjamardóttir í hópi landkönnuða
sem á öndverðri elleftu öld leituðu
gagngert til Vínlands hins góða til
að setjast þar að. Eftir nokkrar
hrakfarir komst hún loks á leiðar-
enda ásamt þriðja eiginmanni sín-
um, Þorfinni karlsefni. Námu þau
land sunnar en Leifur heppni eða á
stað sem hópurínn kallaði Hóp,
sem mun vera New York sam-
kvæmt nýjustu athugunum Páls
Bergþórssonar.
I Vínlandi ól Guðríður soninn
Snorra, iyrsta evrópubúann sem
fæddist í Ameríku, en sneri heim
til íslands að þremur ámm hðnum.
Þegar Snorri er kominn til manns
lagði Guðríður af stað í suður-
göngu til Róms. Heim komin reisti
hún kirkju í Glaumbæ í Skagafirði
Elísabet Róbert Erlingur
Listaklúbbur Leikhúskjallarans
Leiklestur á nýjum
verkum Elísabetar
Jökulsdóttur
SJÖ stutt leikrit eftir Elísabetu
K. Jökulsdóttur verða leiklesin í
leikstjórn höfundar í Listaklúbbi
Leikhúskjallarans mánudags-
kvöldið 16. febrúar kl. 20.30.
Þetta er frumflutningur verk-
anna sem öll urðu til eftir að
Elísabet hóf störf hjá Þjóðleik-
húsinu fyrir ári sem aðstoðar-
maður Ieikstjóra og hvíslari. Áð-
ur hefur hún skrifað leikritin
Eldhestur á ís sem flutt var á
Litla sviði Borgarleikhússins
1990, Skilaboð til Dimmu og
Alsnægtaborðið. Auk þess hefur
Elísabet gefíð út bækur með Ijóð-
um og sögum, þar á meðal
Galdrabók Ellu Stínu sem þýdd
hefur verið á 5 tungumál.
Verkin sem leiklesin verða á
mánudagskvöldið eru: Leikrit um
bronkó og stórrisa sem flutt er af
Erlingi Gfslasyni og Róberti Arn-
finnssyni, Hreingerningin og
Tvær konur að tala saman um
þriðju konuna sem þær Þóra Frið-
riksdóttir og Kristbjörg Kjeld
flytja, Spilaborðið flutt af Erlingi,
Kristbjörgu og Róbert, Maður
spyr konu um hvað sé í matinn og
Maður spyr konu um hvort hún
hafi fengið það, flutt af Steinunni
Ólínu Þorsteinsdóttur og Stefáni
Jónssyni og að síðustu eintalið Eg
er snillingur...
„Ég veit að þetta eru stór orð
en mér finnst ég vera búin að
fínna minn stað hér í leikhúsinu,“
segir Elísabet. „Sá fyrirvari verð-
ur að vera á þessum orðum að ég
gæti allt eins ákveðið að ganga í
klaustur eftir 5 ár og fundist það
þá miklu stærra. I leikhúsinu
smella ímyndir og raunveruleiki
saman. Þar verður maður nefni-
lega að gera skörp skil á milli.
Þess vegna smellur það. „ Elísabet
segist líta á listaklúbbinn sem
vettvang tilrauna. „Ég er að at-
huga með leikurunum hvort við
viljum gera einhvað meira með
þessum verkum. Þarna er saman-
komið fólk með mikla reynslu og
þekkingu á leikhúsi og ég er bæði
þakklát og undrandi yfir því að
þau skuli treysta mér til að halda
utan um vinnuna." Þó að verkin
sjö séu ólík tengjast þau öll hug-
leiðingunni um það hvers konar
lífi við lifum. „Hvers konar tilveru
byggjum við? Hvers konar tungu-
mál tölum við og hver bjó þetta líf
til? Var það ég eða einhver annar?
Kannski guð.“
' -_______- V V ; - V MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Ljósmynd/Jóhanna Ólafsdóttir
ÍRSK-BANDARÍSKA leikkonan Tristan Gribbin í hlutverki Guðríðar
Þorbjarnardóttur í leikriti Brynju Benediktsdóttur, Ferðum Guðrfðar,
sem frumsýnt hefur verið í Skemmtihúsinu við Laufásveg.
og tók nunnuvígslu. Er þessi saga
sögð í leikritinu Ferðir Guðríðar.
En hvers vegna Guðríður Þor-
bjarnardóttir? „Ég er af þeirri
kynslóð sem ólst upp við Islend-
ingasögurnar og þá sagðar af föð-
ur mínum,“ segir Brynja. „Þegar
ég fór að skoða Eiríks sögu rauða
og Grænlendingasögu á sínum
tíma fannst mér strax að margir
kaflar hlytu að hafa verið sagðir af
konu - Guðríði Þorbjarnardóttur.
Það var síðan forsetinn sem
kveikti í mér í fyrra, þegar hann
viðraði þá hugmynd sína í Amer-
íkuferðinni að gera ætti sögu Guð-
ríðar ög Snorra sonar hennar skil.
Hann talaði að vísu um teiknimynd
en þar sem leikhúsið stendur mér
næst ákvað ég að búa til leiksýn-
ingu.“
Mismunandi útgáfur
Segir höfundurinn hugmyndina
um að skrifa þrjár útgáfur af verk-
inu þegar hafa komið upp. „Ástæð-
an íyrir því að enska útgáfan er
fyrst tilbúin er sú að okkur bauðst,
fýrir milligöngu Tristans Gribbin,
að dveljast í listamiðstöðinni sir
Tyron Guthrie Center á írlandi.
Þar fengum við að vera í full-
komnu næði í rúman mánuð og
undir þeim kringumstæðum gat ég
ekki hugsað á íslensku. Það var því
sjálfgefið að byrja á enska textan-
um.“
Brynja segir að útgáfumar þrjár
verði mjög mismunandi, þótt allar
byggi þær á sögu Guðríðar. Kveðst
hún til að mynda taka sérstakt mið
af leikkonunum sjálfum sem séu
allar mjög ólíkar hvað snertfr per-
sónuleika, uppeldi og lífsreynslu.
„Lokatakmarkið er svo að semja
leikrit fyrir fleiri en einn leikara
um hina einstöku og víðförulu Guð-
ríði Þorbjamardóttur. Sviðsetning
þess verks yrði öllu umfangsmeiri
en vonir em bundnar við að full-
vinna hana árið 2000. Einleikimir
em áfangar á þeirri braut.“
Leikmynd í Ferðum Guðríðar er
eftir Rebekku Rán Samper. Bún-
inga hannaði Filippía Elísdóttir,
ljósahönnuður er Jóhann Pálmi
Bjarnason og hljóðmynd er eftir
Margréti Örnólfsdóttur. Ingibjörg
Þórisdóttir leikkona mun koma
sýningunni á framfæri og sviðs-
maður er Erlingur Gíslason.
ERLENDAR BÆKUR
Spencer spæjari
snýr aftur
Robert B. Parker: „Small Vices“.
Berkley 1998. 326 síður.
BANDARÍSKI metsöluhöf-
undurinn Robert B. Parker
er íslenskum lesendum að
nokkra kunnur því fáeinar bækur
hans hafa verið þýddar á íslensku
og gefnar út í kiljuformi. Aðrir
hafa eflaust lesið hann á frummál-
inu. Hann er einna fremstur
þeirra í Bandaríkjunum sem
skrifa í sakamálasagnahefð
Chandlers og Hammetts og til
marks um það má nefna að hann
var á sínum tíma fenginn til þess
að ljúka hálfkláraðri Chandlers-
sögu, „Poodle Springs", þar sem
einkaspæjarinn Philip Marlowe er
í aðalhlutverki. Einnig leyfði Par-
ker sér að skrifa framhaldssögu
„The Big Sleep“ eftir Chandler og
kallaði hana „Perchance to
Dream“; er ekki víst að öllum líki
sú bíræfni enda orkar tvímælis að
búa til sögu í nafni manns sem
hefur ekkert með hana að gera.
Parker hefur skrifað hátt í þrjátíu
skáldsögur og nýtur talsverðra
vinsælda en sagan „Small Viees“
kom nýlega út í vasabroti og sýnir
að bæði Parker og Spencer, sögu-
hetjan í bókum hans, eru í topp-
formi.
Hin kaldhamraða sýn
Spencer þessi er einskonar
Philip Marlowe, einkaspæjari sem
hefur kaldhamraða sýn á lífið og
gott innsæi í mannlega veikleika
auk þess sem hann er þannig
gerður á andlega sviðinu fremur
en hinu líkamlega að konur falla
fyrir honum hver um aðra þvera.
Éf þær berhátta sig ekki fyrir
framan hann eða þrýsta barmin-
um framan í hann tala þær við
hann undir rós án þess þó hann fái
neitt misskilið. En Spencer er eins
trúr sinni konu, Súsönnu, og hann
er trúr skjólstæðingum sínum,
hverjir sem þeir annars eru.
í því tilfelli sem hér um ræðir er
það svertingi að nafni Ellis Alves,
kynferðisafbrotamaður og smá-
krimmi sem gæti verið saklaus af
morði sem hann er sakaður um og
hefur verið dæmdur fyrir. Ungur
lögfræðingur, sem varði hann fyr-
ir rétti, hefur samviskubit vegna
þess að hún telur Alves ekki hafa
fengið sanngjarna meðferð. Hún
hefur því samband við Spencer
þegar búið er að dæma svertingj-
ann í fangelsi fyrir hrottalegt
morð á ungri, hvítri stúlku og spyr
hvort hann geti ekki kafað í málið
fyrir sig. Sem Spencer og gerir og
kemst að því að ekki er allt með
felldu á meðal ungra uppa í hverf-
um hinna ofurríku. Það sem verra
er, einhver hefur keypt leigu-
morðingja til þess að tryggja
Spencer vist í Edens fina ranni.
Spurning um bameignir
Reyndar er ástæða til þess að
vara fólk við að lesa aftan á kápu
sögunnar því þai- er þráðurinn
rakinn alla leið á blaðsíðu 225 þeg-
ar verða nokkur straumhvörf í lífi
Spencers. Að öðra leyti munu að-
dáendur Parkers og Spencers
njóta lestursins. Hinir sem þekkja
ekki Spencer ættu að drífa í því að
kynnast honum. Þessi fræga sögu-
persóna harðjaxlabókmenntanna
er að verða skemmtilega mjúkur
með aldrinum án þess þó að það
komi niður á getu hans til þess að
ráða við óvininn. Hann er farinn
að sætta sig óskaplega mikið við
að vera miðaldra, ofurlítið of
þungur og rólegur heimilismaður,
sem nýtur ásta í mestum makind-
um með sinni einu sönnu konu.
BANDARÍSKI metsöluhöfund-
urinn Robert B. Parker skrif-
ar um Spencer, sem kallar
ekk allt ömmu sína.
Það er kannski tímanna tákn
að á milli þess sem Spencer ræð-
ur í morðgátuna og eltir uppi vís-
bendingar og talar við smá-
krimma og stórbokka og er sval-
ur mjög í þeim viðskiptum öllum
verður hann að beiðni Súsönnu að
gera það upp við sig hvort þau
eigi að eignast barn, ættleitt, til
þess að lífga uppá heimilislífið.
Spencer tekur mjög einarða af-
stöðu gegn því, sá raunsæismað-
ur sem hann er: fólk á að eignast
börn þegar það er ungt og njóta
einnig fullorðinsáranna með
þeim. Þar fyrir utan er hann ekki
beint í starfi sem hvetur til barn-
eigna.
Þeir eru fáir utan Elmore
Leonard og Carl Hiaasen sem
skrifa jafnskemmtileg samtöl og
Robert B. Parker og hér er hann í
essinu sínu. Sögufléttan er at-
hyglisverð og tekur óvænta
stefnu og persónulýsingarnar eru
með ágætum að vanda. „Small
Vices“ er fínasta afþreyingarsaga.
Arnaldur Indriðason