Morgunblaðið - 15.02.1998, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 15.02.1998, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 15. FEBRÚAR 1998 35 hringdu í hvora aðra til að spjalla saman. Það er ekki hægt að lýsa því í nokkrum orðum hvað það er mikið sem hún hefur gefið og miðlað í gegnum árin. A þeim rúmlega sjötíu ái-um sem ævi hennar varði hefur ótalmargt gerst og breyst í heiminum og ekki síst á okkar litla landi. Sem ung- lingsstúlka í Borgarnesi upplifði hún hersetu seinni heimsstyrjaldar- innar, sem ung húsmóðir í Reykja- vík eftirstríðsáranna upplifði hún skömmtunarkerfi og biðraðir. Hún hefur séð Reykjavfk vaxa úr kaup- stað í borg, hún hefur orðið vitni að ótrúlegum samgöngubótum, fram- fórum í læknavísindum og fleiru. Hún var fróð um allt milli himins og jarðar, það var hægt að fletta upp í henni fréttum liðinna áratuga, hún var víðlesin og hafði skoðanir á mönnum og málefnum. Við fjölskyldan þökkum ástkærri mömmu, tengdamömmu og ömmu fyrir alla umhyggjuna, hjálpsemina, jákvæðnina, þolinmæðina og skiln- inginn. Blessuð sé minning þín. Vor hinsti dagur er hniginn af himnum í saltan mar. Sú stund kemur aldrei aftur, sem einu sinni var. (Halldór Kiljan Laxness.) Hafdís Halldórsdóttir. Hvað myndi ég ekki gefa til að fá að faðma þig bara einu sinni enn? Til að hlusta á sögurnar þínar. Til að heyra þig og afa kýta um til- gangslausa hluti. Til að heyra hlát- ur þinn sem var svo glettinn og skemmtilegur. Til að hrósa þér fyrir klakann og kartöflumúsina. Knúsa þig gleðileg jól og kyssa þig gleði- legt ár. Til að skamma þig í stríðni af því að þú værir komin með sósu- blett í fínu skyrtuna þína og við ekki einu sinni byrjuð að borða. Til að halda fast í höndina þína og fínna styrk þinn sem var svo mikill. Til að syngja með þér „Heims um ból“ og dansa kringum jólatréð. Amma mín, ég vil lifa með þér einu sinni enn. Eg kann ekki og vil ekki kveðja þig. En þú ert farin en þó ekki alfarin því hjarta mitt kveðjur þig aldrei. Ég samdi fyrir þig ljóð sem mun alltaf minna mig á visku þína og kærleik. Tárin svíða er þau streyma niður Ukamann. Þau brenna upp hörund mitt og ég leysist upp. Leysist upp, þar til ég verð að engu ég er ekkert án þín. Enhvaðáégvið? Eg er aldrei án þín. Þú ert í mér, þú umkringir mig og þú mun leiða mig í gegnum lííið eins og áður. Það er aðeins ást sem skapar minningar, og ég elska þig og allt við þig. Ég loka bara augunum, minnist og brosi til þín. Þinn telpuhnokki með ljósu lokk- ana, Anna Brynja. Morgunninn var eins og allir aðr- ir morgnar í suðurlöndum. Steikt kaffí, kornflex, nestið smurt og Bjarki beðinn að flýta sér í sokkana. Hann mátti ekki verða of seinn í nýja skólann. Ekkert benti til að morgunninn myndi hvika af sfnu vanaspori fyrr en síminn fór allt í einu að hringja. I suðui’löndum hringir síminn aldrei á morgnana. Ekki minn sími að minnsta kosti. Ég svara á þann alþjóðlegasta hátt sem ég veit: „Bjöggi." „Bjöggi minn,“ það er mamma sem er á lín- unni: „Amma þín er dáin, amma þín á Staðarbakka dó í morgun.“ Þótt restin af deginum sé óljós í minni greyptust þessi orð þar og rödd mömmu eins og ég hefði aldrei heyrt hana fyrr. Amma á Staðarbakka dáin. Maður verður seint undir það búinn að ein- hver svo nákominn manni deyi. Eitt- hvað langt inni í manni segir að þeg- ar búið er að skeyta lang- framan við ömmu- eða afatitil þá sé komið að ævikveldi og árunum farið að fækka. En ekki hjá ömmu á Staðarbakka. Manni fannst eins og maður gæti óteljandi sinnum bætt lang- fyrir ft-aman ömmutitilinn hennar og að árin yrðu svo mörg að ekki einu sinni fullorðna fólkið gæti talið þau. Síðast er við sáumst, daginn áður en ég flaug til suðurlanda, hvarflaði ekki að mér, og hefði ekki hvarflað að nokkrum öðrum, að mánuði síðar yrðir þú farin. Dóttir mín Mirra var með í för. Þegar þú skiptir á henni sagðirðu við mig að nú væru þeir sextán. Sextán hvað? spurði ég. Nú, sextán ömmu- og langömmubarna- rassarnir sem ég hef verkað. Bjarki ber þann ellefta en Miira þann sextánda. Þetta lýsir þér vel. Sama hversu fjölskyldan tútnar út; alltaf er faðmurinn nógu stór til að ná ut- an um hana og ég veit að einu gildir hvað hún á eftir að stækka, hann heldur því áfram. í dag ber ég silfurbindið sem þú saumaðir fyrir mig fyrir jólin. Hnút- urinn sem pabbi hnýtti fyi-ir mig er ennþá á því. Ég verð ekki viðstadd- ur jarðarförina þína, en þótt flest lönd álfunnar séu á milli er það sami himinninn sem er yfir okkur öllum og fjarlægðin kannski minni en mannlegt auga greinir. Þessi fáu orð verða kveðja mín til þín og ég er viss um að þau berast alla leið. Hvernig er það annars, færðu ennþá Moggann? En að minnsta kosti bið ég að heilsa þar til við sjáumst aftur. Næst. Björgvin Ivar. Elsku amma á Staðarbakka. Það er sárt að hugsa til þess að þú sért dáin. Þú sem varst svo full af lífsorku og fróðleik. Þú hafðir alltaf tíma íyr- ir okkur og við gátum alltaf leitað til þín hvemig sem á stóð. Á svona tím- um rifjast upp allar minningarnar um þig og við vitum að þær eru fjár- sjóður sem þú kenndir okkur og sög- uniar sem þú sagðir okkur sitja fast í huga okkar. Þú gast alltaf gert okk- ur til hæfís, saumað kjóla eftir nýj- ustu tísku, keyptir súkkulaði ofan á brauð, bjóst til klaka með appelsínu- bragði og safnaðir turtles- og spice girls-dóti, allt eftir hvað hentaði hverjum og einum. Alltaf hefur okk- ur verið tekið opnum örmum hjá ykkur afa á Staðarbakkanum og þar hefur okkur alltaf liðið vel, umkringd gleði og kærleika. Við þökkum þér innilega íyrir allar góðu stundimar með þér, ástina og hlýjuna sem þú hefur alltaf gefið okkur. Elsku amma, þótt þú sért ekki lengur meðal okkar vitum við að þú fylgist með okkur þar sem þú ert og við gleymum þér aldrei. Ég fel í forsjá þína, Guð faðir, sálu mína, því nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma og ljúfa engla geyma, öll bömin þín, svo blundi rótt. (M. Joch.) Elsku hjartans afí okkar, það er sárt að sjá á eftir þeim sem við elsk- um og guð veri með þér og okkur öllum á þessum erfíða tíma þegar mest reynir á styrk okkar. Guð geymi þig elsku amma. Sigríður Hrönn, Auður Hrefna, Aldfs og Oddur Ingi. Tíminn er kominn. Fölnuð er rós. Mánudaginn 16. feb. kveðjum við hinstu kveðju Sign'ði Guðbrands- dóttur, sem látin er eftir stutta sjúkralegu. Hún hafði átt við heilsu- leysi að stríða um nokkrun tíma. Þvi fer ekki illa á því að renna huganum til baka, þegar heilsa og heiðríkja settu svip sinn á lífsbaráttu hennar. Þær Sigríður heitin og kona mín kynntust fyrst er þær voru við nám á Héraðsskólanum í Reykholti fyrir rúmum fimmtíu árum. Og allt frá þeim tíma, hafa þær treyst vináttu- böndin ásamt mökum sínum, vin- áttu sem aldrei hefur borið skugga á. Eftirlifandi eiginmaður Sigríðar, Þorvaldur Olafsson, sér nú á bak sinni góðu konu, sem með brosi sínu og hógværð sló svo oft á létta strengi tilverannar, í hópi stóram sem smáum. í hjónabandi Siggu og Valda eins og þau voru alltaf kölluð, var eftir því tekið, hvað þau voru alla tíð hamingjusöm, enda var Sigga sérlega traustur vinur og lífsföru- nautur. Á fyrstu árum hjónabands- ins var Valdi til sjós sem vélstjóri, svo það kom í hennar hlut að sjá um heimilið og börnin þeirra eldri, en alls urðu börnin fjögur og áttu þau hjón barnaláni að fagna. Síðan kom Valdi í land og vann lengi vel sem verkstjóri í Vélsmiðjunni Hamri. Sigga var listakona til handar og féll henni aldrei verk úr hendi. Var hún snillingur í hvers konar út- prjóni og saumaskap, sem barna- bömin hennar nutu óspart. Sigga var einnig mikil bókakona og ekki verður hjá því komist að minnast á hve mikinn áhuga hún hafði á allri ljóðagerð, ekki síst þeim ljóðum sem heyra undir atómljóð. Steinn Steinarr var þar fremstur meðal jafningja, sem og fleiri er fetuðu í fótspor hans. Sigga hafði svo ótal marga kosti sem of langt mál yrði upp að telja. Hún gladdist yfir velferð annarra, var með afbrigðum hjálpleg er til hennar var leitað, og orðið öfund var ekki til í hennar huga. Við hjónin minnumst allra góðu stundanna sem við áttum saman í gegnum tíðina með þeim Siggu og Valda við spilaborðið eða yfir kaffí- sopa á heimilum hvors annars, og alltaf var kvatt með kossi á vanga. Við söknum hennar sárt, en sárast- ur er söknuður eiginmanns, bama, tengdabarna, ömmubarna og bræðra hennar. Við biðjum góðan guð að gefa þeim styrk til að takast á við sorgina. Vængur strýkur augu kyrrðarinnar Þú ferðast heiðan himin upprisunnar Við geymum ljós þitt í augum okkar (Kristinn Gísli Magnússon.) Blessuð sé minning góðrar konu, Sigríðar Guðbrandsdóttur. Kristinn og Inga. • Fleiri minningargremar um Sigríði Guðbrandsdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. t Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns mins, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, JÓNS ÓLAFSSONAR, Hvassaleiti 22, Reykjavík. Sigrún Þorleifsdóttir, Edda Hansen Jónsdóttir, Dagný Jónsdóttir, Skúli Einarsson, barnabörn og barnabarnabarn. t Innilegar þakkir sendum við þeim sem sýndu okkur samúð og hlýju við andlát og jarðarför elskulegrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður ömmu og langömmu, GUÐRÚNAR ÁSTU SIGURÐARDÓTTUR, áður til heimilis á Skúlagötu 66. Sérstakar þakkir faerum við starfsfólki á VIII og sjúkradeild elli- og hjúkrunarheimilisins Grundar. Jón Pétursson, Hafþór Edmond Byrd, Sigrún Halldórsdóttir, Sigurrós Guðmundsdóttir, Gísli Sigurðsson, Ásta Guðjónsdóttir, Ævar Breiðfjörð, Sigurður Jónsson, Oddný Hauksdóttir, barnabörn og barnabarnaböm. t Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmans míns, föður okkar, tengda- föður, afa og langafa, GUÐJÓNS GUÐNASONAR yfirlæknis, Sigtúni 21. Friðný G. Pétursdóttir. Pétur Guðjónsson, Heiga Óskarsdóttir, Snævar Guðni Guðjónsson, Árni Pétur Guðjónsson, Þóra Árnadóttir, Herdís Marianne Guðjónsdóttir, Trausti Valdimarsson, Kjartan Guðjónsson, Svava Ingimundardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, MATTHÍASAR GUÐMUNDSSONAR fyrrv. póstmeistara í Reykjavík, Sólheimum 1, Reykjavík. Sérstakar þakkir til hjúkrunarfólks og lækna deildar 1 -B á Sjúkrahúsi Reykjavíkur, Landakoti. r w Gunnþórunn Einarsdóttir, Kristfn Matthíasdóttir, Guðmundur Matthíasson, Ingrid Matthíasson, Einar Matthíasson, Guðbjörg Guðbergsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. t Innilegar þakkir fyrir auðsúnda samúð við andlát og útför ástkærrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, KRISTBORGAR ÞÓREYJAR SIGURÐARDÓTTUR frá Berunesi. Sérstakar þakkir til starfsfólk Hrafnistu, Reykjavík fyrir umhyggju og alúð. Hjalti Ólafsson, Aldís Hjaltadóttir, Eysteinn Pétursson, Sigurður Hjaltason, Ólafur Hjaltason, barnabörn og langömmubarn. t Innilegar þakkir sendum við þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, HJARTAR BJARNASONAR, Hlíðarvegi 8, ísafirði. Svanfríður Gfsladóttir, Viðar Hjartarson, Gísli Hjartarson, Sigurður Hjartarson, Hjördís Hjartardóttir, Hilmar Hjartarson, Guðrún Guðjónddóttir, Kristín Karvelsdóttir, Björgvin Guðjónsson, Sigríður Sigurðardóttir, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.