Morgunblaðið - 15.02.1998, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 15.02.1998, Blaðsíða 52
52 SUNNUDAGUR 15. FEBRÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ HASKOLABIO * # HASKOLABIO BETTE DESiiifi MIDIED FAQIHA snjallar stelpur. sætar stelpur. horfnar stelpur. morgan freeman ashley judd Þaö er aðeins einn möguleiki fyrir lögregluforingjann Alex Cross að nálgast hinn hættulega safnara... ..með hjálp einu konunnar sem komst frá honum. Sýnd kl. 4.40, 6.50, 9 og 11.15. b.í. 16. Vörðufélagar afelátt af ■nfl Wf V . Sýnd kl. 11. bí i6. Síöustu sýningarl Sýnd kl. 4.30. SBustu sýningarl Hagatorgi, sími 552 2140 samMSy ■snwafHTBu aafiim NÝTT 0G BETRA K e v i n ÁBÁÐUM ÁTTUM ★★★ H.L. MBL Tímabær mynd, óborganleg, bráð- skemtileg ln & Out Frábær gamanmynd með Kevin Kline Sýnd kl. 3, 5, 7, 9 og 11. taarrnmnrai Sýnd kl. 7,9 og 11. b.i.16. 9Óskarsverðlauna- tílnefningar L.A. Confídential Sýnd kl. 4.40, 7 og 9.20.. a.i. 16. Námskeiðið er haldið I fallegu og róandi umhverfi Planet Pulse á Hótel Esju og er öllum opið. Námsefnið er eftirfarandi: Planet Pulse býður nú grunnnámskeið f Yoga hjá einum hæfasta Yogakennara á Islandi, Pétri Valgeirssyni. Pétur Valgeirsson er reyndur Yogakennari og er nýlega komlnn frá einni þekktustu yogastöð Bandaríkj- anna, þar sem hann kenndi undirstööu- atrlöi Hatha Yoga o.fl. • Grunnstöður í Hatha Yoga • Öndunaræfingar • Slökun • Hugleiðsla • Hujjmyndafræði Kennt er tvisvar ( viku I einn og hálfan tlma I senn I níu skipti. NAMSKEIDID HBFST 18. FBBRÚAR. MISSTU EKKI AF BIMSTÖKU TÆKIFÆRII TAKTU ÞÁTT ÍMR. BEAN HAPPAÞRENNULEIKNUM og leigðu Bean ina, og shílaðu inn Happaþrennu Vinningar i Happaþrennuleik UTANLANDSFERÐ FYRIR 2TIL LUNDÚNA með Samvinnuferðum-Land8ýn. 50 MiÐAR FYRIR 2 Á MYNDINA BORROWERS sem sýnd veröur f Háskóiabíó. 100 GULIR M&M OG M&M BOLUR nammið sem Bean elsk^ SNÆLAND VIDEO ★ ★ ★ Furugrund • Laugavegi Hafnarfirði • Mosfellsbæ Daniel Bergman vill kvikmynda Sjálfstætt fólk Sænski kvikmyndaleikstjórinn Daniel Bergman hefur hrifíst svo af Sjálfstæðu fólki að hann hefur áhuga á að kvikmynda hana og það á íslensku, eins og Sigrún Davíðsdóttir komst að er hún ræddi við leikstjórann. „HUGMYNDIN er að gera kvik- mynd á íslensku með íslenskum leikurum eftir Sjálfstæðu fólki,“ segir sænski kvikmyndaleikstjór- inn Daniel Bergman í samtali við Morgunblaðið, en bætir við að hugmyndin sé enn fjarlægur draumur, sem of snemmt sé að ræða, þótt óhætt sé að segja að áhugi hans sé mikill. Erfitt sé að fá fé til slíkrar myndar og jafnvel þótt það væri fyrir hendi myndu líða ár þar til hún yrði tilbúin. Enn hefur heldur ekki verið gengið frá kvikmyndaréttinum, en Bergman hefur átt viðræður við Laxness- fjölskylduna. Daniel Bergman segist hrifinn af mörgum bókum Laxness, en Sjálfstætt fólk hafi náð á sér lang sterkustum tökum. „Laxness er mikill höfundur og hefur skrifað margar bækur, en engin þeirra hefur hrifið mig eins mikið og Sjálfstætt fólk. Það er efni bókar- innar, sjálfstæði, sem hrífur mig - sjálfstæði og hættur sem í því fel- ast. Sagan er vissulega um íslenskt sjálfstæði, en skírskotanir hennar eru algildar. Hugmyndin um að sá sem stendur einn sé sterkur er áhugaverð á okkar tímum.“ Bergman hefur í huga að gera myndina á íslandi, á íslensku og með íslenskum leikurum. „Ef af verður reikna ég með að flytja til íslands og búa þar í þau 2-3 ár, sem myndin kostar af lífi mínu. Handritið verður þá skrifað á Is- Daniel Bergman landi og myndin undirbúin þar. Það er heldur engin spurning að ég verð að læra íslensku.“ Hann kvíðir þó ekki íslenskunámmu, þvi hann hefur oft komið til íslands síðan hann kom þangað fyrst og dvaldi lengi er hann vann við „Hrafninn flýgur" undir stjórn Hrafns Gunnlaugssonar og á síðan vini á íslandi. „Eg hef kynnst ís- landi og íslensku hugarfari, en auðvitað utan frá, þar sem ég er útlendingur. Ég held reyndar að það geti komið sér vel, því mín sýn er þá önnur en íslendinga sjálfra. Til dæmis hefur enskur leikstjóri sest að í Svíþjóð og gert myndir þar um Svía, sem hafa tekist mjög vel.“ Erfitt að fjármagna samnorræn verkefni Eins og er segir Bergman að erfitt sé að finna framleiðendur og fjármagn til að hrinda í fram- kvæmd samnorrænum kvik- myndaverkefnum. Sjálfur er hann með alþjóðlegan framleiðanda er býr í Bretlandi, en hann hefur að sögn Bergmans ekki nauðsynleg sambönd á Norðurlöndum. Berg- man sýnist að erfitt muni verða að finna framleiðanda til að gera myndina á íslensku, en það sé þó ótvírætt ósk sín að svo verði og að því muni hann vinna. „Sjálfur er ég öldungis óhræddur um að myndin höfði ekki til fólks, enda hefur sagan alþjóðlegar skírskot- anir, en framleiðendur eru tregir í taumi. Mér fellur samt ekki til- hugsunin um að Bjartur tali ensku,“ segir Bergman að lokum sposkur í bragði. Daniel Bergman er einn af ung- um sænskum kvikmyndaleikstjór- um og hefur til dæmis gert mynd- ir eins og „Sunnudagsbarn", sem víða hefur verið sýnd. Ef eftir- nafnið kemur kvikmyndaunnend- um kunnuglega fyrir sjónir þá er það rétt til getið að Daniel er son- ur Ingmars Bergmans. I sumar hefjast tökur á mynd, sem Daniel Bergman vinnur nú að í samvinnu við finnskan rithöfund. „Sann- leiksvitnið" heitir hún og fjallar að sögn Bergmans um tvo bræð- ur, sem hafa átt ólíkt lífshlaup, verið kvæntir systrum og hittast aftur eftir að hafa ekki sést í ára- tug. Þegar þeir bera saman bæk- ur sínar kemur í ljós að sannleik- urinn er í tveimur útgáfum og erfitt að henda reiður á hvað gerst hefur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.