Morgunblaðið - 15.02.1998, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 15.02.1998, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. FEBRÚAR 1998 43 I DAG BRIDS l insjóii linóninimIiir Páll Arnarsnn ERIC Kokish og Richard Colker gegndu tvíþættu hlutverki á NEC-bridshá- tíðinni í Yokohama: annars vegar ritstýrðu þeir dag- legu mótsblaði, og hins vegar spiluðu þeir í Uði með japanska unglingalandslið- inu. Sú sveit sat á botnin- um eftir þriggja daga und- ankeppni og tapaði meðal annars 5-25 gegn íslensku sveitinni. Spilið í dag er úr þeim leik: Vestur gefur; NS á hættu. Norður AÁr, VG53 ♦ ÁD76432 *G Vestur AK10973 V9 ♦ GIO AÁK1043 Austur AG5 VD1064 ♦ K85 A9762 Suður A D842 VÁK872 ♦ 9 AD85 Sævar Þorbjörnsson og Þorlákur Jónsson spiluðu við ritstjórana: Vestur Norður Austui’ Suður Kokish Pori. Colker Sævar 1 spaði 2 tíglar Pass 2 hjörtu 2 grönd* 4 Vijörtu Pass Pass Kokish er mikill kerfis- spekingur og með tveimur gröndum var hann að sýna veika opnun með a.m.k. fimmlit í laufi til hliðar við spaðann. Þrjú lauf beint myndu lofa sterkari spilum. „Sagnfræðin" var vel rædd hjá þeim félögum, en í varnarfræðinni voru þeir ekki jafn samstilltir. Kokish kom út með laufás og Colker lét tvistinn. Þeir kalla lágt-hátt, og Kokish túlkaði tvistinn sem lauf- kall, þrátt fyrir einspilið í borði. Colker taldi hins vegar að hliðarkall ætti við í þessari stöðu og áleit sig vera að benda á tígul frek- ar en spaða. Hvað um það, Koldsh spilaði laufkóng í öðrum slag. Sem kom sér vel fyrir Sævar. Hann trompaði, tók síðan tígulás og trompaði tígul. Lagði svo niður hjartaás og henti spaða niður í laufdrottn- ingu. Næst spilaði hann spaða á ás og trompaði aft- ur tígul. Þá var spaði stunginn í borði og tígli spilað, sem nú var frír. Tíu slagir eru nú öruggir, hvað sem austur gerir. Á hinu borðinu dobluðu Bjöm Eysteinsson og Karl Sigurhjartarson fjögur hjörtu og tóku samninginn einn niður. Island vann því 13 IMPa á spilinu. MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira lesendum sínum að kostnaðarlausu. Tilkynn- ingar þurfa að berast með tveggja daga fyrir- vara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnudagsblað. Samþykki afmælisbams þarf að fylgja afmælistil- kynningum og/eða nafn ábyrgðarmanns og sfmanúmer. Fólk getur hringt í síma 569-1100, Sent í bréfsíma 569- 1329, sent á netfangið ritsfjÞ@texti:mbl.is. Einnig er hægt að skrifa: Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Árnað heilla DrkÁRA afmæli. í dag, O v/ sunnudaginn 15. febrúar, verður áttræður Karl P. Maack, Skipholti 50, Reykjavík. Karl býður vinum og vandamönnum í kaffi í gamla skíðaskála KR í Skálafelli einhvem tíma á tímabili kl. 14-18. pT /\ÁRA afmæli.Á morg- UUun, mánudaginn 16. febrúar, verður fimmtugur Friðrik Ingi Óskarsson, framkvæmdasijóri Bdk- halds og innflutnings ehf., Fiskakvísl 9, Reykjavík. Eiginkona hans er Auður Dóra Haraldsdóttir. Þau verða stödd á Kanaríeyjum á afmælisdaginn. ÞESSIR duglegu krakkar gengu í hús og söfnuðu til styrktar Bamaspítala Hringsins kr. 3.000. Þeir heita Elísabet Aagot, Heiðar Smith og Harpa Hrund. Með þeim á myndinni er Jón Atli. IVIeð morgunkaffinu 1-21 ... tfölskyldufyrirtæki. HELDURÐU að hundurinn sé of þungur? VIÐURKENNDU það bara. Þú ert búinn að vera í fýlu síðan mamma flutti til okkar fyrir þremur árum. HOGNI HREKKVISI STJÖRNUSPÁ eftir Franeex Drake VATNSBERI Afrnælisbarn dagsins: Þú ert kraftmikill einstaklingur sem nýtur lífsins lystisemda. Hvers kyns íþróttir höfða til þín. Hrútur (21. mars -19. apríl) Taktu því vel, þótt náinn ættingi opinberi loksins hvað honum býr í brjósti. Það er fyrir öllu að hann geti tjáð sig. Naut (20. aprfl - 20. maí) Það gæti ýmislegt komið í leitirnar í heimilisþrifunum, þér til mikillar ánægju. Haltu hlutunum í röð og reglu. Tvíburar (21. maí - 20. júní) An Hvað er mikilvægara en góð heilsa? Haltu þig við líkams- ræktarprógrammið og gættu þess að falla ekki í freistni. Krabbi (21. júní - 22. júlí) Þú hjálpar barni að yfir- vinna ótta, með því að sýna yfirvegun og ró. Hvíldu þig vel í frítíma þínum. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) M Þér verður ekkert ágengt ef þú beitir þrýstingi. Leyfðu hlutunum að hafa sinn gang og vertu þolinmóður. Meyja (23. ágúst - 22. september) ®iL Þú þarft að horfast í augu við staðreyndir varðandi heimilismálin og fram- kvæma í samræmi við það. m-jv. (23. sept. - 22. október) ö A Þú þarft að leita leiða til að auka þrek þitt og úthald. Aðgættu alla mögulega þætti og leitaðu aðstoðar. Sþorðdreki (23. okt. - 21. nðvember) Ef þú átt erfitt með að tjá hugsanir þínar að svo komnu máli, þarftu að gefa þér meiri tíma. Vertu já- kvæður. Bogmaður (22. nóv. - 21. desember) áá Ef þig langai- að taka fjár- hagslega áhættu, þarftu að vera tilbúinn til að standa og falla með ákvörðun þinni. Steingeit (22. des. -19. janúar) Notaðu daginn til að hvíla þig og njóttu þess að vera heima. Hafðu svo samband við vini og félaga í kvöld. Vatnsberi (20. janúar -18. febrúar) Cíffif Þú helgar þig áhugamálun- um en þarft að gæta þess að þau taki ekki of mikinn tíma frá öðrum mikilvægum mál- Fiskar (19. febrúar - 20. mars) Gerðu ekki meiri kröfur til annarra en þú gerir til sjálfs þín. Með jákvæðu hugarfari tekst þér að finna lausn á málunum. Stjömuspána á að lesa sem dægradvöl. Sp&r af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. Opið hús í dag frá kl. 13- Reykjafold 6 16 Fallegt 172 fm einbýli á einni hæð með bílskúr. 3 svefnherb., 2 stofur, vönduð gólfefni. Glæsilegur garður. Eign á frábærum stað með fallegu útsýni. Sigríður og Guðbjörn taka á mótí ykkur í dag á milli kl. 13 og 16. Gimli, Þórsgötu 26, sími 552 5099. Kripalujóga og Skapandi Hugsýn Lyklar að heilbrigði og lífshamingju 17. og 19. febrúar Þriðjudags- og fimmtudagskvöld kl. 20 - 21.30 Fyrirlestur um Skapandi hugsýn Kennari: Pétur Valgeirsson 26. febrúar - 17. mars Þriðjudags- og fimmtudagskvöld kl. 20 - 22 Byrjendanámskeið í Kripalujóga Ókeypis kynning þriðjudag 24. febrúar kl. 20 Kennari: Guðfinna Svavarsdóttir (M JÓGASTÖÐI ÐIN HEIMSLJÓS Upplýsingar og skráning í jógastöðinni Heimsljósi, Ármúla 15 og í síma 588 4200, kl. 17-19 .(>'• Verdhrun OlPM ?-900, Opið laugardag frákl. 10-16, sunnudag frá kl.13—17. Á#HH5ID Mörkinni 6, 108 Reykjavík. S. 588 5518. Kíkið inn. Nýjar vörur streyma inn. Verður þú í London laugardaginn 7.mars? ^ iW n\ 90**4 Cumberlund hótelinu. Landslið íslenskra skemmtikrafta og kokka. Stuðmenn Úlfar Eysteinsson Flosi Ólafsson og margt fleira Miðaverð 37 pund. Miðapantanir og upplýsingar í símum: 44-(0)-171 -736-8718 44-(0)-1483-278288 44-(0)-181 -455-4477 44-(0)-181 -3921111 Félag Islendinga á Bretlandseyjum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.