Morgunblaðið - 15.02.1998, Síða 43

Morgunblaðið - 15.02.1998, Síða 43
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. FEBRÚAR 1998 43 I DAG BRIDS l insjóii linóninimIiir Páll Arnarsnn ERIC Kokish og Richard Colker gegndu tvíþættu hlutverki á NEC-bridshá- tíðinni í Yokohama: annars vegar ritstýrðu þeir dag- legu mótsblaði, og hins vegar spiluðu þeir í Uði með japanska unglingalandslið- inu. Sú sveit sat á botnin- um eftir þriggja daga und- ankeppni og tapaði meðal annars 5-25 gegn íslensku sveitinni. Spilið í dag er úr þeim leik: Vestur gefur; NS á hættu. Norður AÁr, VG53 ♦ ÁD76432 *G Vestur AK10973 V9 ♦ GIO AÁK1043 Austur AG5 VD1064 ♦ K85 A9762 Suður A D842 VÁK872 ♦ 9 AD85 Sævar Þorbjörnsson og Þorlákur Jónsson spiluðu við ritstjórana: Vestur Norður Austui’ Suður Kokish Pori. Colker Sævar 1 spaði 2 tíglar Pass 2 hjörtu 2 grönd* 4 Vijörtu Pass Pass Kokish er mikill kerfis- spekingur og með tveimur gröndum var hann að sýna veika opnun með a.m.k. fimmlit í laufi til hliðar við spaðann. Þrjú lauf beint myndu lofa sterkari spilum. „Sagnfræðin" var vel rædd hjá þeim félögum, en í varnarfræðinni voru þeir ekki jafn samstilltir. Kokish kom út með laufás og Colker lét tvistinn. Þeir kalla lágt-hátt, og Kokish túlkaði tvistinn sem lauf- kall, þrátt fyrir einspilið í borði. Colker taldi hins vegar að hliðarkall ætti við í þessari stöðu og áleit sig vera að benda á tígul frek- ar en spaða. Hvað um það, Koldsh spilaði laufkóng í öðrum slag. Sem kom sér vel fyrir Sævar. Hann trompaði, tók síðan tígulás og trompaði tígul. Lagði svo niður hjartaás og henti spaða niður í laufdrottn- ingu. Næst spilaði hann spaða á ás og trompaði aft- ur tígul. Þá var spaði stunginn í borði og tígli spilað, sem nú var frír. Tíu slagir eru nú öruggir, hvað sem austur gerir. Á hinu borðinu dobluðu Bjöm Eysteinsson og Karl Sigurhjartarson fjögur hjörtu og tóku samninginn einn niður. Island vann því 13 IMPa á spilinu. MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira lesendum sínum að kostnaðarlausu. Tilkynn- ingar þurfa að berast með tveggja daga fyrir- vara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnudagsblað. Samþykki afmælisbams þarf að fylgja afmælistil- kynningum og/eða nafn ábyrgðarmanns og sfmanúmer. Fólk getur hringt í síma 569-1100, Sent í bréfsíma 569- 1329, sent á netfangið ritsfjÞ@texti:mbl.is. Einnig er hægt að skrifa: Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Árnað heilla DrkÁRA afmæli. í dag, O v/ sunnudaginn 15. febrúar, verður áttræður Karl P. Maack, Skipholti 50, Reykjavík. Karl býður vinum og vandamönnum í kaffi í gamla skíðaskála KR í Skálafelli einhvem tíma á tímabili kl. 14-18. pT /\ÁRA afmæli.Á morg- UUun, mánudaginn 16. febrúar, verður fimmtugur Friðrik Ingi Óskarsson, framkvæmdasijóri Bdk- halds og innflutnings ehf., Fiskakvísl 9, Reykjavík. Eiginkona hans er Auður Dóra Haraldsdóttir. Þau verða stödd á Kanaríeyjum á afmælisdaginn. ÞESSIR duglegu krakkar gengu í hús og söfnuðu til styrktar Bamaspítala Hringsins kr. 3.000. Þeir heita Elísabet Aagot, Heiðar Smith og Harpa Hrund. Með þeim á myndinni er Jón Atli. IVIeð morgunkaffinu 1-21 ... tfölskyldufyrirtæki. HELDURÐU að hundurinn sé of þungur? VIÐURKENNDU það bara. Þú ert búinn að vera í fýlu síðan mamma flutti til okkar fyrir þremur árum. HOGNI HREKKVISI STJÖRNUSPÁ eftir Franeex Drake VATNSBERI Afrnælisbarn dagsins: Þú ert kraftmikill einstaklingur sem nýtur lífsins lystisemda. Hvers kyns íþróttir höfða til þín. Hrútur (21. mars -19. apríl) Taktu því vel, þótt náinn ættingi opinberi loksins hvað honum býr í brjósti. Það er fyrir öllu að hann geti tjáð sig. Naut (20. aprfl - 20. maí) Það gæti ýmislegt komið í leitirnar í heimilisþrifunum, þér til mikillar ánægju. Haltu hlutunum í röð og reglu. Tvíburar (21. maí - 20. júní) An Hvað er mikilvægara en góð heilsa? Haltu þig við líkams- ræktarprógrammið og gættu þess að falla ekki í freistni. Krabbi (21. júní - 22. júlí) Þú hjálpar barni að yfir- vinna ótta, með því að sýna yfirvegun og ró. Hvíldu þig vel í frítíma þínum. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) M Þér verður ekkert ágengt ef þú beitir þrýstingi. Leyfðu hlutunum að hafa sinn gang og vertu þolinmóður. Meyja (23. ágúst - 22. september) ®iL Þú þarft að horfast í augu við staðreyndir varðandi heimilismálin og fram- kvæma í samræmi við það. m-jv. (23. sept. - 22. október) ö A Þú þarft að leita leiða til að auka þrek þitt og úthald. Aðgættu alla mögulega þætti og leitaðu aðstoðar. Sþorðdreki (23. okt. - 21. nðvember) Ef þú átt erfitt með að tjá hugsanir þínar að svo komnu máli, þarftu að gefa þér meiri tíma. Vertu já- kvæður. Bogmaður (22. nóv. - 21. desember) áá Ef þig langai- að taka fjár- hagslega áhættu, þarftu að vera tilbúinn til að standa og falla með ákvörðun þinni. Steingeit (22. des. -19. janúar) Notaðu daginn til að hvíla þig og njóttu þess að vera heima. Hafðu svo samband við vini og félaga í kvöld. Vatnsberi (20. janúar -18. febrúar) Cíffif Þú helgar þig áhugamálun- um en þarft að gæta þess að þau taki ekki of mikinn tíma frá öðrum mikilvægum mál- Fiskar (19. febrúar - 20. mars) Gerðu ekki meiri kröfur til annarra en þú gerir til sjálfs þín. Með jákvæðu hugarfari tekst þér að finna lausn á málunum. Stjömuspána á að lesa sem dægradvöl. Sp&r af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. Opið hús í dag frá kl. 13- Reykjafold 6 16 Fallegt 172 fm einbýli á einni hæð með bílskúr. 3 svefnherb., 2 stofur, vönduð gólfefni. Glæsilegur garður. Eign á frábærum stað með fallegu útsýni. Sigríður og Guðbjörn taka á mótí ykkur í dag á milli kl. 13 og 16. Gimli, Þórsgötu 26, sími 552 5099. Kripalujóga og Skapandi Hugsýn Lyklar að heilbrigði og lífshamingju 17. og 19. febrúar Þriðjudags- og fimmtudagskvöld kl. 20 - 21.30 Fyrirlestur um Skapandi hugsýn Kennari: Pétur Valgeirsson 26. febrúar - 17. mars Þriðjudags- og fimmtudagskvöld kl. 20 - 22 Byrjendanámskeið í Kripalujóga Ókeypis kynning þriðjudag 24. febrúar kl. 20 Kennari: Guðfinna Svavarsdóttir (M JÓGASTÖÐI ÐIN HEIMSLJÓS Upplýsingar og skráning í jógastöðinni Heimsljósi, Ármúla 15 og í síma 588 4200, kl. 17-19 .(>'• Verdhrun OlPM ?-900, Opið laugardag frákl. 10-16, sunnudag frá kl.13—17. Á#HH5ID Mörkinni 6, 108 Reykjavík. S. 588 5518. Kíkið inn. Nýjar vörur streyma inn. Verður þú í London laugardaginn 7.mars? ^ iW n\ 90**4 Cumberlund hótelinu. Landslið íslenskra skemmtikrafta og kokka. Stuðmenn Úlfar Eysteinsson Flosi Ólafsson og margt fleira Miðaverð 37 pund. Miðapantanir og upplýsingar í símum: 44-(0)-171 -736-8718 44-(0)-1483-278288 44-(0)-181 -455-4477 44-(0)-181 -3921111 Félag Islendinga á Bretlandseyjum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.