Morgunblaðið - 22.02.1998, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 22.02.1998, Blaðsíða 6
6 SUNNUDAGUR 22. FEBRÚAR 1998 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Deilur í Þýzkalandi um Efnahags- og myntbandalag Evrópu líflð leitt með kröfum sínum um frekari tryggingar fyrir styrk og stöðugleika evrósins. Oánægja fær ekki slegiö EMU-áformunum á frest Reuters THEO Waigel, íjármálaráðherra Þýzkalands, sýnir hvernig bakhliðar þeirra evró-myntpeninga sem fara í umferð í Þýzkalandi munu líta út. I ársbyrjun 2002 kemur nýja evró-myntin í stað þýzka marksins og gjald- miðla allra aðildarríkja EMU. Fyrirhugaður samruni þýzka marksins við aðra gjaldmiðla Evrópu í hina sameiginlegu Evrópumynt, evró, veldur mörgum Þjóð- verjum áhyggjum og hafa efasemdarraddir þar í landi verið allhá- værar undanfarið. Auð- unn Arnórsson kannaði hvað lægi að baki þess- um deilum í landi sam- runasinnans mikla, Helmuts Kohls. ALLT frá því ákvörðun var tekin um það á leiðtoga- fundi Evrópubandalags- ins, nú Evrópusambands- ins (ESB), í Maastricht í desember 1991 að hrinda í framkvæmd áform- um um Efnahags- og myntbandalag Evrópu (EMU) í ákveðnum, tíma- settum skrefum, hafa þessi áform verið umdeild. Margt hefur verið rætt og ritað um EMU-deilur í Bretlandi, Danmörku og Svíþjóð, svo dæmi séu nefnd, en minna farið fyrir frásögnum af efasemdan-ödd- um í garð þessara áforma í „kjarna- ríkjum Evrópusamvinnunnar“, Þýzkalandi og Frakklandi, enda hafa leiðtogar þeirra verið óþreyttir við að reka áróður fyrir ágæti hins væntanlega myntbandalags. En upp á síðkastið virðast efa- semdarraddir um EMU-áformin hafa styrkzt um allan helming í Þýzkalandi. Fjórir virtir háskólapró- fessorar kærðu áformin fyrir stjórnlagadóm- stólnum í því skyni að freista þess að Þýzka- land geti ekki af lögformlegum ástæðum gerzt aðili að lokaáfanga EMU stundvíslega á þeim tíma sem að hefur verið stefnt, þ.e. um næstu áramót. Gildistaka Maastricht-sáttmálans á sínum tíma, 1993, frestaðist um nokkra mánuði framyfír það sem annars hefði orðið, vegna þess að þýzki stjórnlagadómstóllinn þurfti sinn tíma til að skera úr um hvort hinn nýi sáttmáli samræmdist stjómarskránni. Síðan bættu 155 prófessorar í hagfræði við þýzka háskóla sínu lóði á vogarskálarnar með því að birta í fjölmiðlum, m.a. Financial Times, áskorun sína um að skynsamlegast væri að fresta stofnun myntbanda- lagsins um nokkur ár. Telja þeir hættu á því að þetta skref sé stigið of snemma og afleiðingarnar verði þær að EMU misheppnist í fram- kvæmd. Pólitískt mál, ekki efnahagslegt Af hendi helzu fjölmiðla Þýzka- lands og ekki síður stjórnmála- manna hefur verið brugðizt harka- lega við aðgerðum beggja háskóla- mannahópanna. Blöð eins og Berliner Zeitung og Frankfurter Rund- schau uppnefnd þá - þeir væru „uppblásnir“, seinir til skilnings og töluðu úr fílabeinsturni - og viku- blaðið Die Zeit rakti í lærðum greinum að athugasemdir prófess- oranna væru allt of seint fram bom- ar og að „fjórmenningaklíkunni" sem reyndi að notfæra sér stjóm- lagadómstólinn til að knýja fram frestun EMU yrði ekki kápan úr því klæðinu; til þess væri lagagrund- völlur málflutnings hennar einfald- lega of veikur. En leiðarahöfundur nýjasta heftis Die Zeit bendir á það sem hér er kjami málsins: Efnahags- og mynt- bandalag Evrópu er fyrst og fremst pólitískt verkefni, ekki efnahags- legt. Mótbámr hagfræðinga hafa því í raun sáralítið að segja, allra sízt nú, þegar aðeins era nokkrar vikur þangað til endanleg ákvörðun verður tekin um hvaða ríki verða meðal stofnaðila að myntbandalag- inu. Eða eins og segir í Die Zeib Metingur sérfræðinganna gerir ekkert nema að rugla almenning í ríminu. Ágreiningnr ekki nýr Það er reyndar ekkert nýtt að Þjóðverja greini á um myntbanda- lagið. Þetta staðfesti Henning Christophersen, fyrrverandi fjár- málaráðherra Danmerkur sem sat á tímabilinu 1985-1995 í fram- kvæmdastjóm ESB, í samtali við Morgunblaðið, en fáir eru eins vel að sér og hann um myntbandalagið enda fór hann á þeim tíma sem hann átti sæti í framkvæmdastjóm- inni meðal annars með þau málefni sem mest vörðuðu EMU. „Þeir vilja flestir heldur halda í þýzka markið, af skiljanlegum ástæðum," sagði Christophersen. Þýzka markið er sterkasti gjaldmið- ill Evrópu og hefur frá því á tímum þýzka „efnahagsundursins" á sjötta áratugnum verið þjóðinni tákn fyrir velmegun og stöðugleika. Ottinn við að evróið verði óstöðugri og veikari gjaldmiðill er útbreiddur og rétt- mætur að margra hagfræðinga mati. Nú, þegar hillir undir að líf- dagar marksins verði taldir þykir skiljanlegt að fólk verði órólegt. Nýjustu skoðanakannanir í Þýzka- landi benda til að 70 af hundraði landsmanna kæri sig ekki um að markinu verði skipt út fyrir evróið. Henning Christophersen sagði þýzka stjómmálamenn vel meðvit- aða um þetta, en engu að síður sé EMU ekkert kosningamál í Þýzka- landi í raun, þótt þjóðin gangi til þingkosninga í haust. „Það er svo í Þýzkalandi," sagði Christophersen, „að ákvörðun var tekin um það eftir hrun Þriðja ríkis- ins að byggja upp lýðræði á ný sem ekki nýtti sér þjóðaratkvæða- greiðslur. Hitler beitti þeim til að færa ábyrgðina á glæpsamlegum ákvörðunum sínum á herðar hins al- menna borgara. Myntbandalagið er því ekki í raun neitt kosningamál í Þýzkalandi, þótt sumir haldi því fram. Allir stærstu stjómmálaflokk- ar landsins era sammála um að hvergi verði hvikað frá EMU- áformunum. Það er engin spuming, það verður að veraleika 1. janúar 1999, hvað sem öllum gagnrýnis- röddum líður.“ Krýning ferils Kohls Þetta er einnig sá boðskapur sem Helmut Kohl kanzlari hefur borið þjóð sinni óslitið undanfarin miss- eri. Að EMU-áformin komizt í höfn er Kohl gífurlega mikilvægt mark- mið, sem hann álítur eins konar krýningu síns langa pólitíska ferils, og ekki sízt í nafni þess að hann vill fyrir alla muni sjá til þess að ekkert setji þetta mikla hugsjónaverkefni hans út af sporinu, svo skömmu áður en það á loks að komast í fram- kvæmd. Ekki sízt þess vegna tók hann þá ákvörðun að gefa kost á sér til endurkjörs eitt kjör- tímabil til viðbótar, en það yrði fimmta kjörtímabilið í röð. Og þótt allir helztu stjómmála- flokkar landsins séu formlega sam- mála um að ekki skuli hvikað frá EMU-áformunum þá vantar ekki stjómmálamenn sem rejma að höfða til kjósenda með því að láta efasemdir í ljósi. Henning Voscher- au, fyrrverandi borgarstjóri Ham- borgar og foi’ystumaður jafnaðar- mannaflokksins SPD, tók um dag- inn þátt í að kynna bók „fjórmenn- ingaklíkunnar" svokölluðu, þar sem prófessorarnir rekja rök sín gegn EMU. Gerhard Schröder, forsætis- ráðherra Neðra-Saxlands sem þykir sennilegasta kanzlaraefni SPD, hef- ur einnig látið í það skína að hann hafí sína fyrirvara. Á föstudag sagði hann að EMU myndi hafa aukið at- vinnuleysi í för með sér. Svipað má segja um Kurt Bieden- kopf, flokksbróður Kohls og forsæt- isráðherra Saxlands, og enn frekar um Edmund Stoiber, forsætisráð- herra Bæjaralands og flokksbróður Theo Waigels fjármálaráðherra, en Stoiber hefur á liðnum misseram gert meintum pólitískum samherj- um sínum í ríkisstjórninni í Bonn Þáttur seðlabankastj óranna En Theo Waigel hefur á liðnum misseram þurft að verja EMU- áformin fyrir meiri ógnum en keppinaut sínum Stoiber. Waigel þurfti að bregðast við áhyggjum Þjóðverja, ekki sízt sérfræðinga þeirra í gengis- og peningamálum í seðlabankanum í Frankfurt, Bundesbank, af því að ríkisstjórnir aðildarlanda EMU myndu freistast til að slá slöku við í ríkisfjármálum eftir hið erfiða agatímabil sem þau hafa þurft að ganga í gegn um til að uppfylla skilyrðin fyrir stofnaðild að bandalaginu. Það ráð sem hann brá á var að fá fjármálaráðherra ESB-landanna til að samþykkja svokallaðan „stöðug- leikasáttmála", sem ætlað er að tryggja að allir sem fá að vera með í EMU frá upphafi sýni áfram þann aga í fjármálum og peningastefnu sem nauðsynlegur þykir fyrir fram- tíðarstöðugleika evrósins. En samskipti Waigels við seðla- bankastjórana hafa annars verið all- erfið frá því ríkisstjómin ákvað að fórna þýzka markinu. Fyrir fimm mánuðum lét hinn annars mjög orð- vari forseti bankastjórnar Bundes- bank, Hans Tietmeyer, hafa eftir sér að frestun á stofnun, EMU, væri vel möguleg „án alvarlegra pólitískra afleiðinga". Skilaboð Tietmeyers voru skýr. Hann stendur í hlutverki yfirmanns þýzka seðlabankans fyrir stöðug- leika og aga í gengis- og peninga- málum, og sem slíkur vildi hann koma því til skila að flest aðildar- lönd Evrópusambandsins, ESB, væru að hans mati ekki nægilega undirbúin fyrir myntbandalagið. Og þessi skilaboð hittu beint í mark, að minnsta kosti gerðu þau það hjá Edmund Stoiber. Hann heimtaði strax frá innanflokks- keppinauti sínum Waigel að Bundesbank gæfi út eins konar vottorð um að EMU-áformin væru fýsileg fyrir Þýzkaland, og að þetta vottorð skyldi liggja fyrir áður en endanleg ákvörðun verður tekin um að þýzka markinu skuli skipt út fyr- ir evróið. Fjármálaráðherrann hikaði lengi við að blanda seðlabankastjóranum með þessum beina hætti í málið, enda var ekki gert ráð fyrir slíku í Maastricht-sáttmálanum. í lok síð- asta mánaðar varð hins vegar loks af því að ríkisstjómin í Bonn fór þess á leit við stöðugleikapostulana í Frankfurt að þeir gæfu formlegt álit sitt á því hverjar horfumar væra á að Þýzkaland sem og hin löndin sem vonast til að verða stofnaðilar að EMU uppfylltu sett skil- yrði fyrir aðildinni. f lok þessa mánaðar verða öll ríkin sem von- ast eftir EMU-aðild að leggja fram allar tölur um ríkisfjármál sín, sem lagðar verða til grundvallar mati á aðildarhæfninni. 25. marz á fram- kvæmdastjórn ESB og Peninga- málastofnun Evrópu (EMI, fyrir- rennari hins væntanlega seðlabanka Evrópu, ECB) að kveða upp sinn dóm. Og dagana 2. og 3. apríl verð- ur þetta tímamótamál á dagskrá þýzka sambandsþingsins í Bonn. Mat þýzka seðlabankans á að liggja fyrir áður en umræðan hefst í þing- inu og verður sennilega kynnt fyrir ríkisstjóminni 17. marz. Enn er ekld fullljóst í hvaða formi málið verður lagt fyrir þingið þannig að Kohl líki. En í ljósi þess að hér er um pólitískt mál að ræða en ekki efnahagslegt í eiginlegum skilningi er Ijóst í megindráttum hvað búast má við að standi í því sem stjórnin mun leggja þingum- ræðunni til grandvallar: Að ESB- löndunum hafi tekizt vel að uppfylla hin efnahagslegu aðildarskilyrði, að allar líkur séu á því að eftir stofnun EMU verði áfram fylgt stöðugleika- stefnu í öllum aðildarlöndunum og að „evró-ævintýrið“ geti hafizt. Heimildir: Die Zeit, Der Spiegel, The Daily Telegraph, Reuters. I tilefni bolludagsins bjóðum við rjúkandi kaffi og rjómabollur með ekta rjóma á aðeins 90 kr. föstudag, laugardag, sunnudag og mánudag. Verði ykkur að góðu. VeitingaKlaður Ekkert nýtt að Þjóðverja greini á um EMU-áformin Nýjar mótbár- ur hagfræð- inga hafa lítið að segja
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.