Morgunblaðið - 22.02.1998, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 22.02.1998, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. FEBRÚAR 1998 41 MINNINGAR minni og bömum hennar mína dýpstu samúð vil ég þakka Hall- grími fyrir þann hlýleik og vinsemd sem hann ætíð sýndi mér, allt frá fýrstu kynnum, og fyrir að veita bamabömum sínum það veganesti sem fólst í nærvera hans og tilvist. Grétar Sigurbergsson. Þegar hringt var í mig og mér sagt að afi minn og alnafni væri allur vom fyrstu viðbrögðin undrun. Síð- an lét ég hugann reika til allra þeirra góðu minninga sem ég á og tengjast honum. Þær era margar og meðan ég hef þær verður afi minn og alnafni áfram á lífi í huga mér. Þegar ég var strákur vai' það fastur punktur í tilverunni hjá mér að fara norður til afa og ömmu í Kristnesi á sumrin og vera hjá þeim i mánuð. Mér fannst þetta alltaf jafngaman og afi átti stóran þátt í því. Fáir höfðu jafngott lag á böm- um og hann og það sást best á bamabörnunum hans sem litu alltaf upp til hans og dáðust að því hvað hann var góður og skemmtilegur. Þar var ég engin undantekning. Annað sem var skemmtilegt við þessa dvöl í Kristnesi var að fara á hestbak með afa. Hann var mikill hestamaður og kenndi mér réttu tökin í hestamennskunni. Það var nánast ævintýri líkast að fá að fara með afa einhverja langa leið á hest- unum. Hann fór alltaf reglulega á hestbak sjálfur, ýmist einn eða með öðram, og þetta var það sem hann hafði hvað mest gaman af. Þegar afi hætti að vinna á Krist- nesi fluttu hann og amma í Litla- Hvamm, sem þau höfðu keypt og afi hafði síðan gert upp með smá hjálp. Það verk sem hann vann þar sýnir betur en nokkuð annað hversu handlaginn hann var. Hann starfaði sem smiður á Kristnesi og þá kunn- áttu notaði hann óspart til að gera upp Litla-Hvamm og það listilega vel. Síðan hafði hann athvarf í kjall- aranum þar sem hann var oft að smíða. Skemmst er að minnast þess að þegar ég útskrifaðist úr Háskóla íslands á síðasta ári fékk ég mjög fallega gjöf frá afa og ömmu. Það var þríhymd veggklukka sem hann hafði smíðað sjálfur. Betri minningu um afa er varla hægt að hugsa sér. Þó að heimsóknir til afa og ömmu yrðu ekki eins langar eins og áður þegar ég komst á unglingsár fór ég alltaf þangað á hverju sumri og gisti þá hjá þeim í nokkra daga. Þar var alltaf tekið jafn vel á móti manni og það hefur verið yndislegt að koma þangað til að njóta fegurðarinnar í Eyjafirðinum, sérstaklega í góðu veðri. Það er skrítin tilhugsun að sjá ekki afa aftur og að hann taki ekki á móti mér næst þegar ég kem í heimsókn í Litla-Hvamm. En það er alltaf hægt að hugga sig við minn- inguna. Og hún verður okkar mesti styrkur. Það er ósk mín að amma njóti minninganna um afa og að þær styrki hana í sorginni. Hún hefur misst lífsförunaut sinn til 50 ára og slíkt skarð verður ekki fyllt. Eg bið guð að styrkja þig, amma mín, og Fylgstu meb í Kaupmannahöfn Morgunblabib feest á Kastrupflugvelli og Rábhústorginu 2Huri0ittil>lðbtb -kjami málsins! hugsa um það góða sem afi gaf þér í þessu lífi. Hallgrímur Indriðason. í örfáum orðum langar mig að minnast Hallgríms Indriðasonar í Litla-Hvammi sem varð bráðkvadd- ur á heimili sínu hinn 14. þessa mánaðar. Hallgrímur var einn af þessum farsælu mönnum, einlægur, hæglátur og fölskvalaus vinur vina sinna. Hann var einstakt ljúfmenni og var einkar lagið að gefa frá sér mannlega hlýju sem engir kunnu betur að meta en börnin sem hann umgekkst. Bamabörnin hans elsk- uðu hann og dáðu. Hann kom fram við þau eins og fullorðið fólk, ræddi við þau, grínaðist og skemmti þeim á þann hátt sem þau kunnu vel að meta. Hallgrímur eyddi ekki tímanum í óþarfa mas en hann hafði sínar skoðanir á hlutunum og var fús að ræða þær ef eftir var leitað. Hann var hjálpsamur og greiðvikinn og taldi aldrei eftir sér aukasnúning ef það gat orðið samferðamönnum hans að liði. Hann var vinnusamur og féll aldrei verk úr hendi. Hallgrímur og Lilja, lífsföranaut- ur hans í hálfa öld, vora einstaklega skemmtileg heim að sækja. Það var alltaf á vísan að róa með veisluföng handa gestum og Hallgi-imur lét ekki sitt eftir liggja að bjóða gesti velkomna með spjalli um daginn og veginn. Þótt þau væra ólík ríkti mikil eindrægni á heimilinu og eng- inn þurfti að óttast að þar væri rifist eða deilt um nokkum hlut. Myndarskapur hefur einkennt allt heimilishald þeirra, Lilja snill- ingur í öllu sem snýr að heimilis- haldi og Hallgrímur snillingur í að lagfæra og dytta að öllu sem lag- færingar þurfti. Heimilisbragur hjá þeim hjónum var einstakur. Þau vora samhent og sem einn maður í að framkvæma það sem gera þurfti. Handlagni og snilld Hallgríms við smíðar er víða sjáanleg en líklega hvergi þó eins og í Litla-Hvammi sem þau Lilja gerðu upp. Þau keyptu gamalt hús í niðurníðslu og gerðu upp þannig að varla verður betur gert. Þar hafa þau búið síð- ustu árin í túnfætinum hjá Helgu og Herði, dóttur og tengdasyni, sem reka myndarbúskap í Hvammi. Á síðastliðnu ári fengu Hvamms-búar og þar með Litli-Hvammur viður- kenningu sveitarinnar fyrir snyrti- mennsku og var það einkar vel til fundið því varla verður lengra kom- ist í snyrtimennsku en á þessu heimili. Nú þegar leiðir skilja sitja minn- ingarnar einar eftir. Það er fagur minnisvarði sem Hallgrímur skilur eftir sig meðal samferðamanna. Óvini átti hann enga og öllum reyndi hann að gera gott sem á vegi hans urðu. Lilja hefur misst mikið en allt í kringum hana tala handarverk Hallgríms, og áfram munu liggja gagnvegir til Litla-Hvamms til að heilsa upp á einstaklega gestrisna húsfreyju. Mínar innilegustu samúðarkveðj- ur sendi ég til Lilju, bama og tengdabarna, bamabama hans og systkina og allra annarra aðstand- enda. Guð blessi minningu þessa öðlings, Hallgríms Indriðasonar. Sigrún Klara Hannesdóttir. + Innilegt þakklæti fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar MAGNÚSAR HREINS JÓHANNSSONAR frá Kúskerpi, Skagafirði. Sigurlína Magnúsdóttir, Jóhann Lúðvíksson, Elísabet Valgerður Magnúsdóttir, Jóhann Birgir Magnússon, Magnús Bragi Magnússon, Steingrímur Magnússon, Halldóra Magnúsdóttir, Þorgils Magnússon, Ólafur Björnsson, systkini, tengdabörn og barnabörn Eiginmaður minn, faðir okkar og tengdafaðir, MAGNÚS J. MAGNÚSSON vélstjóri frá Kirkjubóli í Reykjavik, lést þriðjudaginn 10. febrúar. Útför hans hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Við þökkum hjúkrunarfólki og læknum, sem önnuðust hann í veikindum hans, svo og félögum í Oddfellow stúkunni Hallveigu nr. 3 fyrir veittan stuðning. Einnig þökkum við veitta samúð og kveðjur. Kristín Collin Guðmundsdóttir, Guðmundur Magnússon, Valdfs Árnadóttir, Halla Magnúsdóttir, Sólveig Magnúsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Einlægar þakkir til allra þeirra, sem auðsýndu okkur samúð, virðingu og hlýhug við andlát og útför móður okkar, HELGU ÁLFHEIÐAR ÁRNADÓTTUR, (uppalda) Görðum, Álftanesi, Gunnarsbraut 26, Reykjavik, Líney Skúladóttir, Skúli Skúlason, + Útför dóttur okkar, móður og eiginkonu, ÁSLAUGAR KÁRADÓTTUR, Fremristekk 4, Reykjavík, verður gerð frá Háteigskirkju þriðjudaginn 24. febrúar kl. 13.30. Kári Tryggvason, Margrét Björnsdóttir, Úlfhildur Dagsdóttir, Erlendur Lárusson. + Þökkum auðsýnda vináttu og samúð við and- lát og útför KRISTÍNAR KJARTANSDÓTTUR, Flúðaseli 12. Sérstakar þakkir til starfsfólks deildar A-5 á Sjúkrahúsi Reykjavíkur. Lilja Ólafsdóttir, Guðmundur Ingi Ingason, Þóra Þorvarðardóttir, Lilja Gunnarsdóttir, Birgir Bjarnason, Rósa Gunnarsdóttir, Erling Hafþórsson, Högni Gunnarsson, Ragnhildur Kjartansdóttir, Hilmir Þorvarðarson, María Kjartansdóttir, Þór Hauksson og barnabörn. + Ástvinir þakka hlýhug og vinsemd við and- lát og útför elskulegs eiginmanns, föður okkar, tengdaföður og afa, BJÖRNS LÚTHERSSONAR bónda, Ingunnarstöðum, Kjós. Arndís Einarsdóttir, Guðný Guðrún Björnsdóttir, Birgir Hannesson, Kristín Björnsdóttir, Guðmundur Karl Stefánsson, Einar Björnsson, Lárus Björnsson, Eva Erlingsdóttir, Finnbogi Björnsson, Ásrún Atladóttir og barnabörn. + Innilegar þakkir fyrir sýnda samúð og vinarþel vegna andláts og útfarar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, SIGURVEIGAR GUNNARSDÓTTUR frá Skógum i Öxarfirði, Fjölnisvegi 13, Reykjavík. Gunnar Sveinsson, Kristjana Sveinsdóttir, Grímur Sveinsson, Jónína Finnsdóttir, Kristveig Sveinsdóttir, Benedikt Þormóðsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför föður míns, tengdaföður, afa og langafa, HALLDÓRS EIRÍKSSONAR, Tómasarhaga 21. Svanur Halldórsson, Áslaug Ágústsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýnt hafa okkur vinarhug og samúð vegna fráfalls elsku litlu dóttur okkar, GUÐFINNU MARGRÉTAR BERG GUÐGEIRSDÓTTUR. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki fæðingar- og vökudeildar Landspítalans. Guðgeir S. Magnússon, Unnur Berg Elfarsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.