Morgunblaðið - 22.02.1998, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 22.02.1998, Blaðsíða 18
18 SUNNUDAGUR 22. FEBRÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Morgunblaðið/Þorkell TÓNLISTARMENNIRNIR Sigrún Eðvaldsdóttir, Junah Chang, Inga Rós Ingólfsdóttir, Elisabet Waage og Martial Nardeau á æfingu. Frönsk efnisskrá í Listasafni Kópavogs Á TÓNLEIKUM í Listasafni Kópavogs mánudaginn 23. febrúar kl. 20.30 verður flutt frönsk efnis- skrá eftir V. d’Indy, C. Kochlin, C. Saint-Saens, J. Massenet, J. Frangaix, C. Debussy og A. Rous- sel. Flytjendur eru Martial Nar- deau, flautuleikari, Sigrún Eðvalds- dóttir, fiðluleikari, Junah Chang, lágfiðluleikari, Inga Rós Ingólfs- dóttir, sellóleikari og Elísabet Waage, hörpuleikari. Svolítið um tónskáldin Tónskáldið og hljómsveitarstjór- inn Vincent d’Indy lærði í Conservatoire de Paris hjá César Franck. Árið 1875 fór hann til Ba- yreuth, heyrði frumflutning Hrings- ins eftir Wagner og varð djúpt snortinn eftir þá reynslu. Árið 1894 stofnaði hann ásamt vinum sínum tónlistarskólann Schola Cantorum í París og varð skólastjóri hans skömmu síðar. Eftir að Charles Kochlin útskrif- aðist með glæsibrag úr sérháskóla Frakklands (École Polytechnique) 22 ára gamall ákvað hann að læra tónlist í Conservatoire de Paris hjá Fauré og Massenet. Stærsti hluti verka hans hefur ekki verið gefinn út en hann hefur skrifað í öllum stíl- tegundum. Camille Saint-Saéns var undra- bam. Fimm ára gamall byrjaði hann að semja tónlist og ellefu ára gamall spilaði hann frábærlega vel Mozart-píanókonsert með hljóm- sveit í einum virtasta tónleikasal Parísarborgar, Salle Pleyel. Eftir námsárin í Conservatoire varð Sa- int-Saéns orgelleikari við St. Merry- og Madeleine-kirkjurnar í París. Árið 1871 stofnaði Saint-Saéns Société Nationale de Musique, í þeim tilgangi að efla og verja hina nýju frönsku hljóðfæratónlist undir mottóinu: >rArs Gallica". Jules Massenet lærði píanóleik hjá móður sinni en seinna fór hann til frekara náms í Conservatoire de Paris. Hann hlaut hina frægu viður- kenningu Prix de Rome árið 1863 og eftir það samdi hann nær ein- vörðungu fyrir leiksvið. Tónskáldið og píanóleikarinn Je- an Frangaix nam tónsmíðar hjá Nadíu Boulanger. Agaður, klassísk- ur og gamansamur stíll gerir það að verkum að hann er í dag einn af mest leiknu frönsku tónskáldum í heiminum í dag. Claude Debussy hefur sérstöðu í tónlistarsögunni. Hann kollvarpaði hljómfræðikenningum síns tíma, fann frumlegt tónmál, bjó til öðru- vísi píanótækni og gaf tónlistinni nýtt frelsi. Albert Roussel langaði alltaf að verða sjómaður. Frá 1887 til 1894 var hann liðsforingi í sjóher Frakka og sigldi um öll heimsins höf. Seinna ákvað hann að læra tónlist. Þá settist hann að í París og innrit- aði sig í Schola Cantorum þar í borg. Undir handleiðslu V. d’Indy skrifaði hann fyrstu verk sín og varð frábær tónsmiður. Sérénade op. 30 (1925) er eitt af bestu kamm- erverkum hans og tileinkað flautuleikaranum René le Roy. Árið 1922 stofnaði flautuleikarinn ásamt hörpuleikaranum Pierre Jamet tón- listarhóp sem nefndist Quinetette Instrumental de Paris. Hópurinn spilaði um allan heim og mörg tón- skáld sömdu verk fyrir þau. Verð aðgöngumiða er 1.000 kr. og verða miðar seldir við innganginn. ------------------------ Nýjar geislaplötur • MEIRI gauragangur er úr sam- nefndu leikriti Olafs Hauks Simon- arsonar sem sýnt er í Þjóðleikhús- inu nú um mundir. Á plötunni eru 16 lög eftir Jón Ólafsson og Ólaf Hauk Símonarson. Söngvarar eru Helgi Björnsson, Selma Bjömsdóttir, Örn Árnason, Sigrún Waage, Baldur Trausti Hreinsson og Bergur Þór Ingólfs- son. Útgefandi er Skífan. Verð: 2.099 kr. KONSERTHELGI í NEW YORK §,-9, MARS + VIKUDVÖL í KARÍBAHAFI HEIMSKLUBBUR INGOLFS & PRIMA EFNA TIL || 5 DAGA MENNINGARFERÐAR TIL NEW YORK. || ÐAGSKRÁ: mmammmmsaam 5. MARS Flug Flugleiða, brottf. kl. 17.05. Hótel: Nýtt Holiday Inn Midtown, 440 West 57th St„ Flug + gist. 5 nætur í tvfbýli KP, 74,§00 6.17. MARS Metropolitan Opera: Butterfly/New York Philh. 8. MARS Einleikstónleikar í Carnegie Hall: Eva Mjöll Ingólfsdóttir. 9. MARS Metropolitan Opera: Wagner - Lohengrin. 10. MARS Flug til íslands, eða vikuframlenging á Dominicana í Karíbahafi, Puerto Plata Village, allt innif. kf3 §9a§QQ Austurstræti 17, 4. hæð 101 Reykjavfk, stml 56 20 400, fax 562 6564 Morgunblaðið/Einar Falur KRISTINN E. Hrafnsson sýnir f Listasafni alþýðunnar, Ásmund- arsal. „Listin virkjar samfélagið allt, hún felst f umhverfinu - tómarúminu á milli rnanna." Huglægir minnisvarðar MYNDLISTARMAÐURINN Kristinn E. Hrafnsson opnaði í gær, laugardaginn 21. febrúar, sýningu á verkum sínum í Lista- safni ASÍ, Ásmundarsal, við Freyjugötu. Á sýningunni, sem hann nefnir Héðan í frá, eru skúlptúrar, lágmyndir, Ijósmynd- ir og teikningar, allt verk frá þessu ári. Verkin standa líkt og minnisvarðar um viðfangsefnið sjálft sem er fjarverandi. Þau eru „ákall um að huga að þeim þátt- um sem tengja okkur saman og íhuga á hvaða hátt opinber skúlp- túrverk geta verið á meðal okkar, fremur en bara fyrir okkur,“ eins og Gunnar J. Ámason kemst að orði í sýningarskrá. Kristinn er þekktur fyrir öguð og hugmyndafræðileg verk í anda minimalismans en segir að við undirbúning þessarar sýningar hafi hann ákveðið að gefa reglu- festunni frí og bregða á leik með viðfangsefninu. Brunnlok og gangstéttarhellur hafa verið áberandi í myndlist Kristins. f minnisvörðum fortíðar og fram- tíðar hafa tímabundin hugtök verið hlutgerð í tveimur stólpum af uppstöfluðum gangstéttarhell- um - Hingað til og Héðan í frá. Fortíðin er léttvæg, sagan ein sem ekki verður hróflað við. Framtíðin felur í sér meiri þunga og ábyrgð, hún er undir hverjum og einum komin eins og heit- strenging um áramót. Við enda- vegg salarins er röð ljósmynda af gangstéttarhellum steyptum í pottjárn. Staðhæfingar eru letraðar innan í skreytiform rósetta. Hýbýlaskreyti hefur ver- ið fært út á gangstétt til stefnu- móts við vegfarendur. „Verkin kunna að koma einhverjum á óvart en mér finnst ágætt að hafa ráðist inn í hin helgu vé og skreytt minimalismann,“ segir Kristinn. „Okkur hættir til að huga einungis að afmörkuðu um- hverfi heimilisins. Listin í eðli sínu virkjar hins vegar samfélag- ið allt. Hún felst í umhverfinu, þessu tómarúmi sem er á milli manna. Merkingarlausir staðir öðlast merkingu í hugum fólks þegar það kemur á þá. Það man eftir þeim og ósjálfrátt hafa þess- um stöðum verið reistir huglægir minnisvarðar. Með þessum verk- um langaði mig til að skapa staði í umhverfinu og gefa þeim merk- ingu.“ Fjarvera eiginlegs við- fangsefnis kallar á nálægð ímyndarinnar. Og ímyndin getur kallað á sterk viðbrögð; lotningu, sorg og trega eða hlýjar minning- ar. Sumir staðir eiga sér slíka sögu, aðrir tilheyra sögulegri samtíð og geta alltaf átt við óháð samhenginu eins og t.d. verkið 20 metrum hærra, sem Kristinn segist reyndar hafa tekið óbreytt upp úr fyrirsögn í Morgunblað- inu. Verkið Teningur - Stærsta veridð, sýnir einna gleggst fram á það hvernig staðhæfing getur verið skúlptúr í sjálfu sér. Verkið tileinkar Kristinn að hluta ís- lenskri myndlistarumræðu. „Mér finnst staðhæfingar á borð við mun hærra, enn lengra, ennþá dýpra og töluvert breiðara lýsa svo vel umræðum um myndlist hér á landi. Menn eru ekki endi- lega að gera bestu verkin en þeir eru alltaf að slá einhver met. Nú hef ég hins vegar gert verk sem felur alla þessa títt ræddu eigin- leika í sér og þá þarf ekki að velta þessu frekar fyrir sér! Þessum útflatta teningi er kastað upp á vegg en þetta er líka gott verk með aðra vídd sem snýr að óend- anleika hins huglæga rýmis í list- inni.“ f verkinu Þrjár línur hvfldar hefur listamaðurinn sett niður fyrir sér þrjú helstu mótunaröfl sín; listasöguna, umhverfið og egóið. Þó að Kristinn leyfi sér meira frelsi í framsetningu verka sinna nú en oft áður verður seint sagt að þau bjóði upp á draum- kennda túlkun. „Ég vil setja hlut- ina beint fram og þoli ekki bolla- leggingar um sálarástand lista- mannsins sjálfs í listaverkum. Tilvistarkreppan hefur aldrei komið fram í mínum verkum. Mér finnst myndlistin snúast um allt önnur og heimspekilegri við- fangsefni,“ segir Kristinn. „Hins vegar hafa verkin tilvistarlega nánd. Þeim er ætlað að vera á meðal fólksins, hafa ákveðna virkni í samfélaginu. Hlutur í rými er svo miklu meira en eigin- leikar á borð við formfræði og efnismeðferð. Þegar yfirborðið eitt stendur eftir er allt það sem raunverulega skiptir máli horfið." Sýningunni lýkur 8. mars.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.