Morgunblaðið - 22.02.1998, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 22.02.1998, Blaðsíða 36
36 SUNNUDAGUR 22. FEBRÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ 1SÉÉÍ11Í1 "'rrœr; SiSer ÍHS/’eÁ-iw; •JííTav' Æ j»* // /. ■ / S.\ ^ M 1, / A i ■■■ ;' l J '.yÆlí'Vt ■ , jc ' Æi ;■ y M BJÖRG hefur verið á miklu flakki allt sitt líf, en hún er íslendingur og var í heimahögunum fyrir nokkru. Hún er fædd 22. júní 1965 og er dóttir Páls Eiríkssonar geð- læknis og Jónu Bjarkan ritara. Björg var aðeins sex ára gömul er flakkið hófst. Þá fór faðir hennar til framhaldsnáms í Danmörku og næstu tvö árin ól fjölskyldan aldurinn í Kaupmannahöfn og Álaborg. „Átta ára bekk- inn tók ég í þremur skólum, í Álaborg, síðan í Hafnarfirði þar sem við bjuggum fyrstu mánuðina eftir heimkomuna og síðustu tvo mánuðina var ég í skóla í Garðabæ, en þangað fluttum við frá Hafn- arfirði og bjuggum þar í tvö ár, eða þar til við fluttum til Noregs þar sem við bjuggum í Osló næstu tvö árin. Síðan fluttum við aftur heim, en ég var ekkert sátt við það. Var þá komin með flakkbakterí- una í blóðið og einsetti mér að fara aftur að ferðast um leið og tækifæri gæfist,“ seg- ir Björg. Björg lauk lauk bæði gagn- fræða- og menntaskóla á Is- landi og getur þess glöð í bragði að útþráin hafi breyst úr tilhneigingum til landflótta í æv- intýraþrá, löngun til að „kanna nýj- ar slóðir og lenda í ævintýrum“, eins og hún kemst að orði. „Ég var nokk- uð sátt við ísland þegar ég hélt aftur út. Menntaskólaárin voru skemmti- legur tími enda var nóg að gera þar sem ég var líka á kafi í Björgunar- hundasveitinni og þjálfari í hunda- skólanum hjá pabba. Á þessum ár- um stóð hugur minn til þess að verða geðlæknir eins og pabbi, en það kveikti líka í mér að kynnast löndum, þjóðum og menningum þeim sem stóðu að baki tungumála. Tungumál hafa alltaf heillað mig,“ segir Björg. Hún útskrifaðist úr MH árið 1985, en hafði áður unnið á sumrin bæði í Noregi og í Slésvík og Holtsetalandi og síðan lá leiðin til Frakklands, enn sem „au-pair“, að þessu sinni í Cannes. Við tók viðburðaríkur tími. Björg segir: „Eg var orðin „au-pair“ hjá Jean- Francois de Chambrun, frönskum greifa sem var giftur amerískri konu. Þau bjuggu í 300 ára gömlum kastala og þó að mér hafi verið sagt að ég ætti að passa tvær litlar stúlk- ur kom í ljós að þær voru 14 og 16 ára og þau hjónakornin voru í raun og veru að leita sér að ódýrum starfskrafti til að þrífa höllina. Ég var nú ekkert sérstaklega ánægð þarna og lítt hrifin af vinnuveitend- unum, enda var blessaður greifinn í raun hálfgerður fasisti og bróðir Zaire og Rúanda, nöfnum sem menn tengja hungursneyð, fjöldamorðum og öðr- um skyldum hryllingi. ensku fyrir „Inter- national Rescue Committee“. Hún hef- ur starfað mikið í Mið- austurlöndum og Af- ríkuríkjum á borð við misserin sem upplýs- ingafulltrúi og ráðgjafí hjá IRC, sem er skammstöfun úr Hver veit hvar ég enda? Ung íslensk kona, Björg Pálsdóttir, hef- ur starfað síðustu hans sat á þingi fyrir Front Nationale, flokks Le Pen. En að- stæður voru samt spennandi og áhugaverðar, sérstaklega eftir að greifmn, sem seinna trúlofaðist Reine Spencer, stjúpmóður Díönu prinsessu, leigði höllina og mig með, prinsi og prinsessu frá Saudi-Ara- bíu. Ég vann fyrir konungsfjöl- skylduna í rúman mánuð eða þang- að til að þau voru orðin leið á Frakklandi. Þessi reynsla var mér annars mjög dýrmæt og lærdómsrík. Þarna kynntist ég menningu sem var svo gjörólík því sem ég átti að venjast, sérstaklega hvað varðar stöðu kvenna. Eg gerði mér þó grein fyrir því að þó ég gæti alls ekki búið við svona aðstæður og ætti erfitt með að kyngja meðferð Saudi-Arabíumanna á konum þá hefði ég engan rétt til að setjast í dómarastól og segja til um hvort íslensk eða vestræn menning væri endilega betri en menning þeirra. En hvað um það, ég hætti fljót- lega eftir að gx-eifinn kom aftur heim í höllina. Okkur kom illa saman. Ég fór að vinna sem „au-pair“ hjá ungri konu sem ég hafði kynnst á meðan ég vann í höllinni. Ég hafði reyndar tekið eftir því að hún var mjög afslöppuð í karlamálum, en það kom mér samt mjög á óvart þegar ég fluttist til Parísar til hennar, að hún var vændiskona. En hún var nú samt indæliskona og okkur kom vel saman þó við ættum kannski ekki margt sameiginlegt. Það kom á dag- inn að mér var borgað til að vera vinkona hennar. Ég var hjá þessari konu í fjóra mánuði og kynntist ýmsu sundurleitu fólki, allt frá betl- urum í neðanjarðarlestum til sold- ánsins af Oman.“ Styttist í nútímann í kjölfarið fór hugur Bjargar að stefna aftur í skóla og nú heillaði ferðamálanám og góður skóli sem bauðst í Sviss var „góð ástæða til að halda flakkinu áfram“. Þaðan barst Björg yfir hafið og heim þar sem hún starfaði fyrir Ferðamálaráð um tíma og síðan báru vindar hana vest- ur til Bandaríkjanna þar sem hún fékk vinnu hjá Ferðamálaráði Norð- urlandanna í New York, „fyrir ein- skæra tilviljun, því ég ætlaði alls ekki að setjast að í Bandaríkjunum. Ætlaði aðeins að vera þar stuttan tíma í fríi.“ Þegar hér var komið sögu var Björg alvarlega farin að spá í hvað hún vildi gera þó það kunni að hljóma ankannalega eftir upptaln- inguna hér að framan. Blaða- mennska varð fyrii- valinu og sam- hliða námi í henni við City Uni- versity vann Björg fyrir Ferðamála- ráð Noregs. Að blaðamannanáminu loknu fór hún að vinna fyrir The
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.