Morgunblaðið - 22.02.1998, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 22.02.1998, Blaðsíða 42
42 SUNNUDAGUR 22. FEBRÚAR 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Björg Björns- dóttir var fædd á Litla-Velli í Reykjavík 17. októ- ber 1917. Hún lést í Reykjavík 16. febrú- ar síðastliðinn. For- eldrar hennar voru hjónin Guðný Sæ- mundsdóttir hús- freyja, f. 13. júní 1881 á Núpum í Ölf- ushreppi, d. 5. ágúst 1932, og Björn Björnsson, sjómaður og síðar verkamað- ur hjá Eimskip, f. 10. nóvember 1886 í Reykjavík, d. 16. september 1969. Eftir að Guðný móðir Bjargar lést hélt hún heimili fyrir föður sinn og yngri systkin. Björg giftist ekki, en eignaðist einn son, Jóhannes, f. 6. mars 1938, með Haraldi Guðmundssyni. Jóhannes er kvæntur Margréti Krisljáns- dóttur, f. 14. desember 1933 á Sauðárkróki. Börn Margrétar og fósturbörn Jóhannesar eru: Hólmfríður, Hafdís og Þórhall- ur. Þau hafa öll stofnað sín heimili. Systkini Bjargar voru: Þuríður, saumakona og húsfreyja í Reykjavík, f. 25. jan- úar 1920. Hún gift- ist Kjartani Bald- vinssyni, bifreiða- stjóra. Þau eru bæði látin. Þeirra sonur er Magnús. Mar- grét, saumakona og húsfreyja í Reykja- vík, f. 4. des. 1921. Hún er gift Sigurði Þórarinssyni, skip- stjóra og skipaeftir- litsmanni hjá Siglingamála- stofnun ríkisins. Þau eignuðust eina dóttur, Guðnýju. Yngstur systkinanna var Björn, vélstjóri, f. 27. nóv. 1924, d. 22. júní 1991. Hann kvæntist Guðrúnu Egils- dóttur og eignuðust þau tvær dætur, Kristínu Agústu og Estívu Birnu. Björg verður jarðsungin á morgun mánudaginn 23. febrú- ar frá Fossvogskirkju og hefst athöfnin klukkan 15. bær sem rifinn var á sjöunda ára- tugnum var ekki varðveittur, þar sem hann var alla tíð í upprunalegri mynd og vel við haldið, en önnur hús, næstum ónýt, hafa verið end- urbyggð. Skólaganga Bjargar varð ekki löng, aðeins skyldunám, því hús- móðurstörfum fór hún að sinna á unglingsaldri og fórst henni það vel úr hendi, þar sem hún var bæði samviskusöm og dugleg. Björg var alla tíð mjög glaðlynd og rækti vel fjölskyldubönd og vini sína. Hún var mikill barnavinur og nutu bæði skyld og óskyld böm þess. Sonum mínum Sveinbirni og Helga Rúnari var hún sem besta amma, þó óskyld væri. Hún var mikill dýravinur og stofublómin hennar voru sérlega falleg, enda sinnti hún þeim vel eins og öllu öðru lifandi. Snyrtimennska var Björgu eðlis- læg, og bar heimilið hennar þess glöggt merki, lengst af litli bærinn á Litla-Velli og síðar íbúðin á Vestur- götu 55. Síðustu árin voru Björgu erfið eftir að hún missti heilsuna, og tók þá við dvöl á sjúkrastofnunum, lengst af á Hrafnistu í Reykjavík, þar sem hún naut góðrar hjúkrunar og umhyggju starfsfólks. Þegar ég lít til baka er mér efst í huga þakklæti fyrir einlæga vináttu og órofa tryggð við mig og fjöl- skyldu mina. BJORG BJÖRNSDÓTTIR * Látin er Björg Björnsdóttir. Hún bjó mestan hluta ævinnar á Litla- Velli í Reykjavík. Þegar Björg var aðeins 14 ára gömul lést móðir hennar og þar sem hún var elst systkinanna kom það í hennar hlut að annast yngri + Mínerva Gísladóttir var fædd á Bessastöðum hinn 14. september 1915. Hún lést á Dvalarheimilii sjúkrahússins á Sauðárkróki 9. febrúar síðastlið- inn og fór útför hennar fram frá Sauðárkrókskirkju 21. febrúar. Hugurinn leitar til baka þegar ég var í sveit hjá þér og Sæmundi. Mikið væri ég tilbúinn að upplifa öll þau ár aftur og nú þegar þú ert far- in fyllist maður einhverjum tóm- leika því með þér er farinn sá fasti, trausti klettur í lífinu, sem maður átti alltaf vísan og sú tryggð og vin- átta sem þú veittir mér og fjöl- skyldu minni frá upphafi mun alltaf rvara. Þau átta sumur sem ég var hjá ykkur hjónum var oft margt um manninn og alltaf var jafn hlýlega tekið á móti gestum og virtist ekki skipta þig nokkru máli hvort það væru tíu eða einhverjir tugir í mat. Þótt þú hefðir verið úti á túni allan daginn við vinnu, og við mjaltir kvölds og morgna þá einhvern veg- inn fannst þú tíma til að hafa allt til- búið á settum tíma og auðvitað varstu alltaf fyrst upp á morgnana og síðust í rúmið á kvöldin. Ég +Sigríður Andrésdóttir fædd- ist í Reykjavík 3. október 1933. Hún lést á Kanaríeyjum 28. janúar síðastliðinn og fór út- för hennar fram frá Kópavogs- kirkju 10. febrúar. Hinn 10. þessa mánaðar kvöddum við hana Dídí og er undarlegt til þess að hugsa að hún sé ekki lengur meðal okkar. Hvað getur maður sagt þegar sorgin ber að dyrum .svona óvænt? Mig langar til að þakka þér allar góðar stundir og vináttu í gegnum árin, og ég fann hvað vinátta þín var sterk, þegar ég veiktist, og þá fann ég að ég átti góðan fjölskylduvin, og ég verð þér ævinlega þakklát og guð blessi þig og varðveiti þig á hærra tilveru- stigi. Ég votta Sigurði, Áslaugu, systkini sín og föðurinn, þar til hann lést í hárri elli. Þó húsakynnin á Litla-Velli væru ekki stór, var oft margt um manninn í litlu hlýlegu stofunni, því húsráðendur voru gestrisnir og hjartahlýir. Oft hef ég hugleitt hvers vegna þessi gamli hugsaði ekki um það þá, þótti þetta ósköp eðlilegt en þegar fram liðu stundir velti ég því oft fyrir mér hvemig þú fórst að þessu. Góðu stundirnar í heyskap fyrir norðan voru þegar rann á þig einhvers kon- ar steypuæði, þú sást skýbólstra í suðri, dreifst allt og alla með þér til að ná þessum tuggum upp og krakkarnir þínir kepptust við að rifja í hælana á næsta og eða kaf- færa næsta mann í heymokstri með miklum látum. Mér er minnistætt á áttræðisaf- mæli þínu hve glöð og stolt þú varst með allan hópinn þinn og þar með talinn tvíburabróður þinn Jón sem var þér svo kær og sjaldan hef ég séð meiri kærleik með systkinum en þá. Lýsir það einnig þeirri hlýju sem alltaf kom frá þér, þegar við heimsóttum þig í sumar með litlu systrasyni Höllu, þar sem þú varst að hitta þá í fyrsta sinn, þá upplifðu þeir, þrátt fyrir að þeir væra ekkert skyldir þér, að þarna væri hún „amma“ í Skagafirði. Guð geymi þig nú, elsku Mína mín, og við þökkum þér allar góðu samverustundimar í gegnum árin. Halla, Kristinn og dætur. Ríkharði, Sigurjóni, systrum og fjölskyldum samúð mína. Víða liggja leiðir manns lífs um stríða vegi ókunn bíða örlög hans svo engu hann kvíða megi. Eflaust dæi okkar þor ævi að mæta kjörum ef við sæjum öll vor spor áður þau við fórum. Lærðu að bera iífsins kjör littu glöð á veginn láttu þér verða létt um fór lifðu sólar megin. (Hálfdán Bjamason.) Guð blessi og varðveiti góðar minningar þínar. Guðbjörg Hauksdóttir. Ntt bros og blíðlyndi lifir og bjarma á sporin slær, það vermir kvöldgöngu veginn þú varst okkur stjama skær. Þitt hús var sem helgur staður hvar hamingjan vonir ól, þín ástúð til okkar streymir sem ylur frá bjartri sól. Syni hennar Jóhannesi og fjöl- skyldu sendi ég innilegar samúðar- kveðjur og bið þess að minningin um yndislega móður ylji um ókomin ár. Sigurlaug Sveinbjörnsdóttir. Björg Björnsdóttir á Litluvöllum í Reykjavík er látin. Því langar okkur að minnast hennar með nokkrum kveðju- og þakkarorðum. Þá viljum við senda Jóhannesi Haraldssyni, syni hennar, og Margréti Kristjáns- dóttur, konu hans, okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Starfsfólki Dvalarheimilis aldraðra sjómanna sendum við og allir aðstandendur Bjargar hjartans þakkir. Elsku Björg, samverustundirnar með þér urðu svo stór þáttur í lífi okkar að við getum varla gert okkur í hugarlund lífshlaupið án þín. Litlu- vellir, þetta litla lifandi hús, með sína sögu sem stöðugt bættist við, er miðpunktur minninganna, sem nú streyma fram þegar við hugsum til þín. Þetta hús sem virtist enda- laust geta tekið við fólki, þó ekki væri rýmið mikið. Gestagangur, kaffi og kökur, hrópandi og hlæj- andi börn á hlaupum. Utan um allt þetta hélst þú, stjórnaðir og stýrðir svo allt færi vel. Og eins og gat ver- ið gaman í öllum erlinum, þá var slíkur friðurinn og kyrrðin hjá þér í litla húsinu, að hvergi var betra að hvílast. Þegar við setjumst saman niður og horfum yfir farinn veg kemur í ljós að auk allra endurminninganna sem við eigum saman, þá á hvert okkar sínar sérstöku minningar: Eftirvæntingin og tilstandið við að taka á móti Jóa, stóra bróður, þeg- ar hann kom heim af sjónum, ör- yggið sem fylgdi því að hafa þig á næsta leiti þegar börnin voru lítil, spilakvöldin sem stóðu jafnvel fram á nótt, risarjómaterturnar (sem verða bakaðar eftir þinni upp- skrift kynslóð eftir kynslóð), páfa- gaukar fljúgandi um allt og svona getum við endalaust haldið áfram að telja. Minningabankinn er óþrjótandi. Elsku Björg, nú þegar við kveðj- um þig og þökkum fyrir samveruna, þá vitum við að eins og þú tókst okkur og öðrum opnum örmum, þá verður þér tekið opnum örmum þegar þú heldur héðan á braut. Kolbrún Diego og fjölskylda. MINERVA GÍSLADÓTTIR SIGRÍÐUR ANDRÉSDÓTTIR OSKAR SIGTRYGGSSON + Óskar Sigtryggs- son, bóndi og smiður, fæddist á Stóru-Reykjum í Reykjahverfi í S- Þingeyjarsýslu 29. september 1914. Hann lést á sjúkra- húsinu á Húsavík 13. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Sigtryggur Hall- grímsson, f. 29.5. 1884, d. 27.9. 1979, og Ásta Lovísa Jón- asdóttir, f. 19.12. 1873, d. 17.2. 1965. Oskar átti þijú systkini. Þau eru: Laufey, f. 2.6. 1905, d. 1933; Garðar, f. 15.3. 1909, d. 1996; og Fanney, f. 23.1. 1911, búsett á Húsavík. Hinn 2. júlí 1938 kvæntist Ósk- ar Steinunni Stefánsdóttur frá Smyrlabergi í Hún., f. 8.10. 1914. Börn þeirra eru sex: Svanhildur, f. 1939, maki Gísli G. Pétursson, búsett á Patreksfirði og eiga þijá syni; Stefán, f. 1941, kvæntur Að- albjörgu Gunnlaugsdóttur, búsett Látinn er á Húsavík Óskar Sig- tryggsson, bóndi frá Reykjarhóli í Reykjahverfí, á 85. aldursári. I augum ókunnugra lætur hún fremur lítið yfir sér náttúrufegurðin í Reykjahverfi. En sé betur að gáð leynast þar tærar lindir, svellandi flúðir, nykurtjarnir og fengsæl vötn. Landið er frjósamt og heið- amar lyngi vaxnar. Hveragufan leitar til himins á vit almættisins og í blámóðunni gnæfa Kinnarfjöll með sísnævi sínu úti við sjóndeildar- hringinn. Fuglamir lifa í sátt við mannfólkið á landinu, en góð með- ferð þess er forsenda fyrir tilveru og velferð beggja. A þessu samspili manns og náttúru hafði heiðurs- bóndinn ðskar Sigtryggsson næm- an skilning og í þessum heimi reisti hann tilveru sína í skjóli víðs ætt- boga og trúrra vina. I Óskari Sigtryggssyni fann ég ekki aðeins skarpvitran heiðurs- mann, sem var trúr sinni köllun, ákveðinn en þó ekki ósveigjanlegur, kappsamur en jafnan með forsjá, stefnufastur en þó tilbúinn í tilslak- anir, ef það var í hófi. Ég fann líka hið næma auga hans fyrir hinu mannlega, skilning hans á tilfinn- ingum annarra og vilja til að hjálpa á þeim stundum er þeir áttu erfitt. Hann var kappsfullur en jafnframt mannasættir og meiri sálfræðingur en margir þeirra sem skarta slíkum titli frá háskólum. Hann var fram- farasinni en jafnframt talsmaður hefðbundins landbúnaðar. Hann var laginn smiður en jafnframt hagur á orðsins list. Hann var málfræðingur hinnar íslenzku alþýðutungu, sem ætti að fá langskólamenn til að blikna yfir þeirra eigin moði og flatneskju. Hann skrifaði betra mál og tærara en flestir og stíll hans var ómengaður alþýðumannsstfll, sem á Rein í Reykjahverfi og eiga sex börn; Tryggvi, f. 1942, kvæntur Árdísi Sig- urðardóttur, búsett á Þverá í Reykjahverfi og eiga fjögur börn; Erla, f. 1943, var gift Aðalbirni Gunn- laugssyni, d. 1990, býr á Ekru í Axar- firði, börn þeirra eru sex; Fanney, f. 1953, gift Guðmundi Sal- omonssyni, búsett á Húsavík og eiga þijú börn; og Ásgeir Rún- ar, f. 1956, kvæntur Huldu Jónu Jónasdóttur, búsett í Reykja- hverfi og eiga fjögur börn. Óskar og Steinunn byggðu býl- ið Reykjarhól úr landi Stóru- Reykja í Reykjahverfi árið 1940 og bjuggu þar til ársins 1994. Það ár fluttust þau á dvalarheimili aldraðra, Miðhvamm, á Húsavík og hafa átt heimili sitt þar síðan. Útför Óskars fór fram frá Grenjaðarstaðarkirkju 21. febrú- ar. menntakerfið hafði ekki náð að leggja niður í auma skrúðmælgi og uppskafningsflatneskju. Væri ég spurður að því, hverjir væru hinir eiginlegu máttarstólpar menningarinnar myndi ég svara, að það væru menn eins og Öskar Sig- tryggsson. Hann var hugsjónamað- ur og umbótamaður en jafnframt þjóðrækinn og félagslyndur, söngvinn og hrókur alls fagnaðar á góðum stundum. Hann var vinsæll, vel látinn og virður vel svo sem seg- ir í Hávamálum. Þau verða ekki fleiri sendibréfin til min frá Óskari Sigtryggssyni og er því tóm fyrir höndum. Hann jók mér víðsýni og skilning á mannlíf- inu og fyrir það er ég honum þakk- látur. Það fór vel á því, að Óskar Sig- tryggsson rann lífsskeið sitt í frjósamri sveit Reykjahverfis meðal tærra linda, víðra túna og hvítra reykja, því hugur hans var tær, andinn fór víða og hvergi var hugs- unin þokukennd. Líklega hefur það ekki spillt fyrir náttúrufegurðinni í hans augum ef sveitir væru búsæld- arlegar. Hann var hins vegar bam náttúrunnar, sem lifði á landinu í sátt við fuglana og búfénaðinn, en slíkir menn hafa ásamt sauðkindinni fleytt þjóðinni yfir harðræði ald- anna án þess að reisn þeirra biði nokkurn tíma hnekki. Þetta er sú mynd, sem ég vil geyma í hugskoti mínu af Óskari Sigtryggssyni. Hann var einn hinna hógværu heldrimanna íslenzkrar al- þýðu og lítillátur að hætti stór- menna. Mér er heiður af að reyna að hafa hann sem fyrirmynd og er stoltur yfír að hafa átt þess kost að eiga með honum stutta en hressandi vegferð. Sverrir Ólafsson. EINAR MARINO G UÐMUNDSSON + Einar Marinó Guðmundsson var fæddur í Hrólfsskála á Seltjarnamesi 3. desember 1925. Hann lést á heimili sínu, Grund- argerði 18, 27. janúar siðastliðinn og fór útfór hans fram frá Frí- kirkjunni í Reykjavík 6. febrúar. í fáum orðum langar mig að kveðja kæran vin. Það var sárt að frétta fráfall hans og vera svo langt í burtu. Þegar ég kom til Reykjavíkur fyrir 27 árum var ég svo lánsöm að eiga þau hjónin að. Opnuðu þau heimili sitt fyrir mér sem síðan hef- ur staðið opið fyrir mig og mína fjölskyldu. Viljum við þakka fyrir hve velkomin við höfum alltaf verið. Elsku Lilla, Nonni, Gummi, Gerða, Einsi og fjölskyldur. Sorgin er af hinu góða, því sá einn getur syrgt sem elskað hefur og sá einn hefur mikið misst sem átt hefur eins og þið en ég veit að söknuður- inn mun víkja um síðir fyrir birtu minninganna. Nú þegar samfylgd lýkur þökk- um við þessum kæra vini allt með þessum ljóðlínum: Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin jjúfú og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibj. Sig.) Fanney og íjölskylda.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.