Morgunblaðið - 22.02.1998, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 22.02.1998, Blaðsíða 28
28 SUNNUDAGUR 22. FEBRÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/F*orke!l JÓN Jóhannes segir að á rannsóknastofunni sé unnið að því að hanna genafeiju til að að flylja gen inn í frumur líkamans í lækningaskyni. Víðfeðmt rannsókna- starf JÓN Jóhannes var fenginn hingað frá Bandaríkjunum í upphafí síðasta árs til að standa að frekari uppbyggingu í sameindaerfðafræði. Með Jóni Jóhannesi starfar prófessor Eiríkur Steingrímsson og von er á Reyni Arngrímssyni, dósent í klínískri erfðafræði, í hópinn. Tveir háskólakennarar koma til viðbótar á næstunni. Aðrir starfsmenn eru átta og fímm nýir starfsmenn koma til starfa í næsta mánuði. Innan vébanda rannsóknastofunnar er unnið að sameindalíf- fræðirannsóknum á vegum HI og rannsóknadeildar Landspítalans. Aðrar erfðarannsóknir í tengslum við HÍ fara fram í jafn ólíkum stofnunum og á Keldum, Líffræðistofnun, Hjartavernd og hjá Krabbameinsfélaginu, enda er hlutverk þessara stofnana víðfeðmt og nær allt frá kennslu og lækningum til vísindarannsókna á dýrum og mönnum. Að rannsóknunum starfa um sjötíu starfsmenn, þar af vinna fimmtán til tuttugu vísindamenn að sjálfstæðum rannsóknum á alþjóðamælikvarða. Genaferj an er lykillinn Nýjungar á sviði læknavísinda verða sífellt byltingarkenndari. Sú nýjasta fær hugann til að reika inn í furðuheima vísindaskáld- sagna. Anna G. Ólafsdöttir komst að því í spjalli við Jón Jóhann- es Jónsson, dósent og yfírlækni við rannsóknadeild Landspítal- ans, að verið er að vinna að grundvallarrannsóknum í genalækn- ingum á rannsóknastofu í lífefna- og sameindalíffræði við lækna- deild Háskóla Islands. Markmiðið er að þróa eins konar farartæki eða „genaferjuu til að flytja gen inn í frumur líkamans í lækninga- skyni. Erlendis er verið að gera tilraunir til að nota tæknina til að lækna ýmsa alvarlega sjúkdóma. Uppi eru hugmyndir um að gera tilraunir með genalækningar á fólki hér á landi. Ef fram heldur sem horfir er ekki ólíklegt að farið verði að nota genalækningar gegn alvarlegum sjúkdómum eftir innan við áratug. ÓLUSETNINGAR, sýklalyf, kviðsjáraðgerð- ir og líffæraflutningar. Hver tækninýjungin hef- ur rekið aðra og umbylt fyrri hug- myndum um getu læknavísind- anna á 19. og 20. öld. Nú eru genalækningar að banka á dyr og verða væntanlega fyrsta byltingin á sviði læknavísinda á 21. öldinni. Augu almennings eru að opnast og vakti fyrirlestur Jóns Jóhann- esar Jónssonar, dósents og yfír- manns rannsóknastofu í lífefna- og sameindalíffræði við lækna- deild Háskóla íslands, um gena- lækningar óskipta athygli ráð- stefnugesta á Glaxo-degi um síðustu helgi. Jón Jóhannes stýrir tilraunum til að útbúa genaferju til að flytja gen inn í litninga í kjarna í líkamsfrumum manna. Góð genaferja er því lykillinn að árangursríkum genalækningum. Jón Jóhannes segir að gena- lækningar megi skilgreina á ýmsa vegu. „Ein skilgreiningin felur í sér að með þekktri aðferð á borð við venjubundna lyfjagjöf séu gerðar breytingar á geni og virkni þess. Onnur felur í sér að geni sé breytt, ekki með venjulegri lyfja- gjöf, heldur með kjarnasýrum; stuttum ólígonúkleótiðum, lengri DNA-bútum eða heilu geni. Eg hallast sjálfur að þriðju skilgrein- ingunni. Hún er einföld og segir að genalækningar felist í því að flytja gen inn í frumur líkamans í lækn- ingaskyni." - Hvernig fara genalækningarn- arfrám? „Grundvöllurinn felst í því að í kjama hverrar framu í mannslík- amanum era litningar og á hverj- um litningi eru gen eða erfðavísar sem era eins í öllum framum. Gen- in era misvirk eftir hlutverki framunnar í líkamanum og því framleiða frumumar mismunandi gerðir próteina. Ef gen skemmist vegna stökkbreytingar þá brengl- ast próteinmyndunin og það getur valdið sjúkdómi. Hingað til hafa læknavísindin ekki ráðið við að lækna skemmdina, aðeins að vinna gegn áhrifunum. Genalækningar felast í því að fínna rétta genið, fjölfalda og koma fyrir í viðeigandi framum í líkamanum. Genið gefur GENALÆKNINGAR geta verið með tvennum hætti. Annars vegar er um að ræða genaviðbót og hins vegar genaviðgerð. Genaviðbót felur í sér að nýju geni er bætt inn í frumuna. Stökkbreytta genið verður eftir í frumunni en hefur ekki áhrif á nýja genið. Tilraunir sem nú eru gerðar eru allar með þessu sniði. Genaviðgerð felur í sér að stökkbreytta geninu er skipt út fyrir nýtt gen. Tæknin til gena- viðgerða er ekki nægilega öflug til að nota við tilraunir á mönnum. svo frá sér prótein til að koma í veg fyrir eða lækna sjúkdóm. Einn aðalvandinn felst í því að hanna nógu skilvirka ferju til að flytja genið örugglega inn í framuna, ekki síst ef framan er ekki að skipta sér heldur í hvíldarfasa eins og t.d. lifrar-, vöðva- og miðtauga- kerfisframur. Við ætlum okkur að leysa þenn- an vanda með visnuveira. Aðalá- stæðan íyrir því að visnuveiran varð fyrir valinu er að með henni er ekki aðeins hægt að flytja gen inn í framur heldur innlima genið í sjálfan litninginn. Með því móti fæst varanleg erfðabreyting, þ.e. langvarandi, jafnvel varanleg, lækning. Með erfðatækni er eigin- leikum veirunnar til að valda sjúk- dómi breytt svo að aðeins standi eftir ákjósanlegir eiginleikar henn- ar sem genaferju. Með okkur vinn- ur að verkefninu rannsóknarhópur á Keldum og verið er að undirbúa samstarf við aðra evrópska rann- sóknarhópa innan rammaáætlunar EES um vísindi og tækni.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.