Morgunblaðið - 22.02.1998, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 22.02.1998, Blaðsíða 16
16 SUNNUDAGUR 22. FEBRÚAR 1998 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Frönsk mynd af Halldóri - sagnaritara okkar aldar Béatrice Korc er frönsk kvikmyndagerðarkona sem undirbýr tökur á heimildarmynd um Halldór Kiljan Laxness. Myndin verður sýnd næsta vetur í þáttaröð France 3 um ritsnillinga aldarinnar. Þórunn Þórsdóttir ræddi við Béatrice, sem þykir tími kominn til að Frakkar kynnist frægasta höf- undi eyjunnar sem oft er kennd við sögur. Manni sem henni fínnst hafa einkennst af mótsögnum, kímnigáfu og mögnuðum hæfileika til að sjá það ljóðræna í lífinu. HALLDÓR Kiljan Laxness verður þriðji norræni höfundurinn sem Frakk- ar kynnast í vinsælum sjónvarpsþáttum um rithöfunda aldarinnar. Þættirnir Un siécle d’écrivains hafa verið vikulega á dagskrá ríkissjónvarpsins France 3 síðan 1995 og hátt á þriðja hundrað höfundar þegar kynntir. Þess vegna er dálítið merkilegt að jafn lítið hafi sést af norrænum skáldum í þessari röð. Kvikmyndagerðarkonan Béat- rice Korc heillaðist af landi og fólki í Islandsferð fyrir þremur árum og tók ástfóstri við Laxness þegar hún las Islandsklukkuna. Nú hefur hún lesið allar þær þýðingar sem hún hefur náð í, ýmist á frönsku eða ensku. Hún segir val á höfundum erfitt fyrir umsjónarmenn þáttanna og þeir kvikmyndagerðarmenn sem ráðnir séu hafi lagt mikla vinnu í að kynna höfundinn og skýra hvemig mynd þeir vilji gera. Þessu til sönn- unar sýnir hún mér möppu sína um Halldór; frásögn af lífi hans og starfi og kafla úr þýðingum Régis Boyer á Heimsljósi og Krsitnihaldi undir Jökli. í eigin rökstuðningi skrifar hún að hugsun Halldórs eða sannfæring frá einum tíma til ann- ars, og hvemig þetta kemur fram í verkum hans, sé það sem hún vilji fjalla um. Þessu var vel tekið og þátturinn ákveðinn, þótt Béatrice segi með ólíkindum hvað landar sínir hafi verið lokaðir fyrir menningu úr norðri. Af rithöfundum séu Karen Blixen og Knut Hamsun líklega þau einu sem almennt séu þekkt í Frakklandi. Af frönskum þýðingum bóka Laxness hafi Islandsklukkan verið mest lesin. En Heimsljós, Kristnihald undir Jökli, Gerpla og Atómsstöðin hafa líka verið þýddar og svo Paradísarheimt úr ensku og Salka Valka að hluta. Allar þessar bækur em orðnar ófáanlegar í búð- um, nema Salka Valka og svo Heimsljós, sem fæst í dýrri útgáfu. „Ég vonast til að þátturinn ýti við útgefendum," segir Béatrice, „það er einn tilgangur með honum og við sem stöndum að þessu ætlum að fara í stóru forlögin. Bóksalar segja mér að talsvert sé spurt um verk Halldórs og við vitum að bækur hans hafa gengið í endumýjun líf- daga víða í Evrópu og í Bandaríkj- unum. Skemmst er að minnast þeirra góðu dóma stórblaða sem ný þýðing á Sjálfstæðu fólki hlaut f Bandaríkjunum. Það er einmitt bók sem hefur ekki verið þýdd á frönsku.“ Béatrice kveðst verða að miða myndina um Halldór við áhorfendur sem ekkert þekki til hans. „Út af þessu sinnuleysi um norræna menningu - sem þó er kannski að minnka. Það kann vel að vera rétt að smekkur Frakka sé að breytast og þeim finnist tími kom- inn til að snúa úr eigin landi og öðr- um suðlægari í átt til norðurs eftir nýjum og gömlum sköpunarverk- um.“ Við ákveðum að tína til dæmi um þessa kenningu; stóra sýningu á verkum Danans Vilhelms Hammershöj í Orsay-safni í París og nýhafna sýningu á norrænni myndiist, frá upphafi aldarinnar og síðustu árum, í Nútímalistasafni Parísar. I tengslum við hana eru kvikmyndasýningar og tónleikar, meðal annars leikur Edda Erlends- dóttir norræn píanóverk í safninu 28. mars. Rokk frá Norðurlöndum var áberandi á stórri rokkhátíð í París, Inrockuptibles, fyrr í vetur og talsvert var skrifað í blöð um ís- lensku sveitina Gusgus. Norrænar hátíðir kvikmynda og bóka hafa í nokkur ár verið á Normandí. Bók- menntahátíðin, Boreales, var helguð Islandi í hitteðfyrra og nú í nóvem- ber vann Olafur Haukur Símonar- son aðalverðlaunin. Kvikmynd eftir Tímaþjófi Steinunnar Sigurðardótt- ur kemur brátt í frönsk bíó og þannig mætti eflaust halda áfram. Victor Hugo og listin að segja sögur „í Frakklandi höfum við held ég týnt niður listinni að segja sögur,“ segir Béatrice, aftur gagnrýnin á landa sína. „Ævisögur og aldar- spegla, þar sem skáldgáfa höfundar og tungumálið sjálft, orðfar þess og blæbrigði, opnar dyr að persónum, aðstæðum og anda þjóðar. Victor Hugo var kannski síðasti franski höfundurinn sem gat þetta. Á Is- landi hafið þið Halldór, sögurnar Morgunblaðið/Kristinn Béatrice Korc hans, og báðir voru þessir menn í senn miklir rithöfundar og opinber- ar persónur eða eins konar tákn um menningu." Béatrice kveðst velta fyrir sér ferðum Halldórs, skráðum á bæk- umar, um heiminn, um hugðarefni eða trú á kenningar, og um tfmann. „í íslandsklukkunni fjallar hann um tiltekinn tíma í ljósi samtímans," segir hún. „Ég dáist að því hvemig hann notaði heimildir, skráðar jafnt og munnmælasögur, og gerði úr þessu verk sem er í senn náið og al- mennt. Og ljóðræni þráðurinn í Heimsljósi snerti mig meira en flest sem ég hef lesið. Enda fékk Halldór Nóbelsverðlaun fyrir frásagnarmátt þar sem gamla íslenska hefðin er endurvaldn, eiginlega fyrir íslensk- una og tökin sem hann hafði á henni. Þegar ég fór til Régis Boyer, sem þýddi Heimsljós og Islandsklukk- una, og sagði honum að ég vildi gera portrett af Halldóri, töluðum við um þá ljóðrænu mynd sem hann dregur upp af hvunndeginum. Veruleikinn lifir einungis upphaf- inn, sagði Boyer, og þannig finnst mér Halldór hafa skrifað." Béatrice talar áfram um bækur Halldórs, henni finnst gott að fletta blaðsíðum þar sem ekki er reynt að skemmta lesandanum og koma svo að fegurð, sem er tær og áreynslu- SATELLITE 220CS ✓ 133 Mhz örgjörvi 16 MB innra minni 1440MB harður diskur 12.1" skjár 16 bita hljóðkort Innbyggðir hátala Windows 9 .'ggntfuveitff / Viðbætur: Geisladrif 14.990 Mótald 33.6 PCMCIA 19.990 Netkort PCMCIA 16.990 B.T. Tölvur Grensásvegur 3 - Sími : 5885900 laus. „Halldór var nítjándu aldar ( maður, held ég, og með sérstökum hætti stærri en veruleildnn. Hann * var mótsagnakenndur persónuleiki, maður sem helgaði sig margvísleg- um straumum og stefnum í trúmál- um, heimspeki og stjómmálum og hafði hugrekki til að snúa við þeim baki eða lina tökin og halda áfram að leita. Katólskan, sósíalisminn og taóisminn mótuðu hann og voru kannski liðir í einskonar uppreisn | gegn upprunanum, íslensku bænda- . samfélagi. Halldór fór víða en valdi svo friðinn heima, þar sem hann 1 sagðist hafa sína bestu lesendur, vegna tungumálsins og menningar- innar.“ Béatrice finnst lífsafstaða Hall- dórs merkileg og hæfileikinn til að sjá eitthvað stórt í því litla, eitthvað skemmtilegt í því erfiða. „Hann skrifaði stundum um veröld sem mörgum þætti vonlítil, um þjáningu I og fátækt og harða lífsbaráttu. Og . það, í þessu, sem er í senn stolt og auðmjúkt, einfalt og fallegt. Ég held upp á fólk sem hlær til að gráta ekki. Og hefur ljóðið í sér. Þannig andi er oft í bókum Halldórs. Og raunar finnst mér ísland svona, það er eitthvað sorglegt við þessa stóru og köldu eyju, en eitthvað ótrúlega fallegt líka.“ Béatrice ætlar til íslands í júm'- byrjun til að taka myndina. Hana i langar að hitta fólk sem þekkir , Halldór og kveðst vilja sýna hvem- ig hann er órjúfanlegur hluti af ís- landi. Hvernig hann hafi gefið fólki í landinu sýn á sjálft sig og söguna. Útkoman verður 45 mínútna þáttur á miðvikudagskvöldi í skammdeg- inu næsta vetur, árstímanum þar sem Islendingur erlendis fær spurningar um nótt allan daginn og svo birtu á sumrin, andstæður aft- ur, sem Béatrice heldur að einkenni 1 skáldið og þjóðina, ekki síður en > náttúruna. Áður hefur Béatrice framleitt átta þætti í þessa röð um rithöfunda 20. aldar, til dæmis um Calvino og Rilke. Hún segist eiginlega óvart hafa farið að vinna við myndir. „Ég var aðstoðarmaður leikstjóra til að byrja með og gerði þá nokkrar stuttmyndir sjálf. Síðan réði hálf- gerð tilviljun því að ég tók að mér að framleiða mynd fyrir afrískan 1 leikstjóra, sem tókst nógu vel til að t fá aðalverðlaun í Cannes fyrir átta árum. Eftir það hef ég framleitt þó nokkrar myndir, ýmist byggðar á heimildum eða ekki. Og svo hef ég verið að skrifa. Það er ekki langt síðan ég byrjaði í alvöru að leikstýra, af einskonar innri þörf til að segja frá sumu sjálf, eins og tónlist eða bókum eða því, skulum við segja, sem grípur mig sterkum tökum. Myndin um Lax- ness er einmitt þannig. Á íslandi i langaði mig strax að gera mynd um kraftinn sem mér fannst liggja í loftinu. Og þegar ég fór að lesa Lax- ness, ég varð einfaldlega mjög snortin, virtist eðlilegt að reyna að gera honum sjálfum skil sem manni og hans list. Þarna var myndin sem þurfti að gera af íslandi." Vinnu Béatrice fylgja talsverð ferðalög og hún segir bestu hliðina á þeim þessa: „Mannlegur auður, fólk í sínu sérstaka landslagi og i sinni menningu. I næstum öllum heimshornum, ef ég tala fyrir mig. Fólk sem maður verður að geta horft og hlustað á af óskertri at- hygli, ef maður vill gera mynd um veruleika þess. Kvikmyndaleikstjóri er miðill eða milliliður, hann nærist á og lærir af því að fara út og kynn- ast öðrum. Sama hvemig myndir hann gerir.“ Fyrir nokkrum árum bjó Béat- rice í Vestur-Afríku, þar sem hún ) framleiddi fyrstu myndina, og segir margt þar hafa minnt sig á ísland. „Afríka hafði svona sterk áhrif á mig eins og ísland, þetta eru harð- býl lönd með hlýju fólki, finnst mér að minnsta kosti, og náttúru sem er óumdeilanlega mögnuð. Það er mik- ill kostur að kynnast heiminum með vinnu sinni. Mitt starf snýst um að taka inn eða skynja andrúmsloft, ; landslag og eins og ég sagði, fólk. Og að reyna að sýna öðrum áhrifin; 1 eins og Halldór Laxness gerði á sinn einstaka hátt.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.