Morgunblaðið - 22.02.1998, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 22.02.1998, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. FEBRÚAR 1998 23 FRÉTTIR Morgunblaðið/ STEINUNN Valdís Óskarsdóttir, formaður fþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarsljóri, Bragi Ásgeirs- son, formaður Hestamannafélagsins Fáks, og Þórður Ólafsson, gjald- keri þess, undirrituðu samninginn í Ráðhúsinu í gær. Fákur tekur við rekstri Reiðhallarinnar HESTAMANNAFÉLAGIÐ Fák- ur tók við rekstri Reiðhallarinn- ar í Víðidal 1. janúar sl. Sam- komulag þar að lútandi var und- irritað af forystumönnum félasins og borgaryfírvalda í Ráðhúsi Reykjavfkur sl. föstu- dag. A gildistíma samkomulagsins mun Fákur bera ábyrgð á rekstri Reiðhallarinnar og standa straun af öllum rekstrar- og framkvæmdakostnaði. Skip- uð verður þriggja manna rekstr- arstjórn, sem í munu sitja tveir menn skipaðir af Fáki og einn skipaður af borgarstjóra, til þess að annast rekstur hússins. Einnig mun félagið taka að sér framkvæmdir og endurbæt- ur Reiðhallarinnar, miðað við áætlun sem þegar liggur fyrir. Borgarsjóður mun leggja 55 milljónir króna til þessara fram- kvæmda en stefnt er að því að þeim verði að mestum hluta lok- ið fyrir Landsmót hestamanna í Víðidal árið 2000. Þá hefur Hestamannafélagið Fákur í hyggju að byggja hest- hús fyrir 60-80 hesta við Reið- höllina. Einnig kemur til greina að þar verði byggð skrifstofu- bygging þar sem skrifstofur Fáks og fleiri aðila, sem tengjast hestamennsku, hafí aðsetur. Styrktarfélagar hjálparsjóðs Rauða kross Islands Kennt er alla virka daga frá kl. 800 - 1200 Eftirfarandi námsgreinar eru kenndar á þessu námskeiði: Windows 95 Word 97 Excel 97 PowerPoint 97 Internetið frá A-Ö Sigríður Björgvinsdóttir Skrifstofustúika hjá Max «hf. Tölvókhald Verslunarreikningur Sölutækni & þjónusta Mannleg samskipti Bókhald Starfsþjálfun „Eftir 10 ár í sama starfi langaði mig að breyta til. Ég fór í skrifstofu- og tölvunám hjá NTV sem var einstaklega hnitmiðað og skemmtilegt. Að því loknu sótti ég um skrifstofustarf hjá MAX. Réð það úrslitum að hafa farið á námskeiðið hjá NTV að ég fékk starfið." Samtals 192 klukkustundir. Næsta námskeið byrjar 5. mars. - 26. maí Nýi tölvu- & viðskiptaskólinn UpplysiW' e; 'mnnfun dtnð 555 49B0 Hólshrauni 2 - 220 Hafnarfirði - Sími: 555 4980 - Fax: 555 4981 Tölvupóstfang: skoli@ntv.is - Heimasíða: www.ntv.is Tuttugu þúsund börn í Kasakstan fá kuldasko TUTTUGU þúsund pörum af loð- fóðruðum kuldaskóm verður dreift meðal fátækra íbúa í norðurhluta Kasakstans í næstu viku, og þá einkum meðal barna, en skórnir voru keyptir fyrir tíu milljónir króna frá Rauða krossi Islands. Um fjórar milljónir þar af eru framlög styrktarfélaga hjálparsjóðs Rauða kross f slands á síðasta ári. „Þetta er langbesta aðstoðin sem hægt er að veita, þegar menn fá fjármuni til að kaupa fatnað og önn- ur hjálpargögn á staðnum,“ segir Þórir Guðmundsson, sem starfað hefur á þessu svæði fyrir Rauða krossinn. „Þarna fáum við hlutina, í þessu tilviki skóna, mjög ódýrt, spörum flutningskostnað og veitum atvinnu," sagði Þórir einnig. Hann segir að hráefni til framleiðslu á skónum hafí verið til í landinu og oft hafi verið hægt í tilvikum sem þess- um að koma verksmiðjum, sem komnar væru að gjaldþroti, aftur af stað. Þórir sagði skóna senda út um landið í næstu viku og kvaðst vonast til að þeir yrðu komnir í hendur við- takenda innan hálfs mánaðar. Hann sagði einnig að þær 10 milljónir króna sem komið hefðu frá Rauða krossi íslands væru stærsta ein- staka framlagið sem fengist hefði í verkefnið sem auglýst hefði verið meðal Rauða kross félaga víðs veg- ar um heiminn. Einir skór fyrir 10 börn Þórir sagði fátæktina gífurlega í landinu og kvaðst hafa heimsótt mörg heimili þar sem aðeins væri til eitt skópar fyrir kannski allt að 10 börn. „Sá sem passar í skóna er þá sendur í skóla fyrir hádegi og eftir hádegi getur annar úr hópnum not- að skóna og sótt skóla en hin bömin komast hvergi, það er talsvert um þetta.“ Hann sagði mikla erlenda fjárfestingu í landinu en nokkuð mörg ár myndu líða uns hún skilaði sér til fólksins. Þórir heldur eftir helgina ásamt konu sinni og tveim- ur sonum af stað til Malasíu þar sem hann verður við störf næstu tvö árin. Kuldaskónum verður dreift með- al fátækra barna í fimm bæjum og þorpum í norðurhluta Kasakstans, en þar er nú um 20 stiga frost. Könnun hefur leitt í ljós að nær helmingur barna á skólaskyldualdri í Kasakstan á ekki kuldaskó og um fimmtungur þeirra sækir ekki skóla af þeim sökum. Skórnir frá Rauða krossi Islands eru framleiddir í Ka- sakstan og skilar aðstoðin sér því einnig í fleiri störfum fyrir heima- menn. Rauði kross Islands hefur áður útvegað börnum í Mið-Asíu skófatnað við hæfi því vorið 1996 sendi félagið tvo gáma af notuðum skóm frá íslenskum almenningi til barna í Pamír-fjöllum í Tadsjikist- an. Aðstoð við fórnarlömb jarðsprengna Framlög styrktarfélaga hjálpar- sjóðs Rauða kross íslands á þessu ári verða notuð til þess að aðstoða fórnarlömb jarðsprengna. Mun Rauði kross Islands meðal annars taka þátt í kostnaði vegna endur- hæfíngar og framleiðslu gervilima fyrir fórnarlömb jai'ðsprengna í Irak, en talið er að tíu milljónir jarðsprengna liggi þar í jörðu, eða ein fyrir hverja tvo íbúa landsins. Alþjóða Rauði krossinn framleiðir gervilimi og veitir endurhæfingu á fjórum stöðum í Irak, auk annarrar aðstoðar við almenning. ÍSLAND • NOREGUR • SVÍÞJÓÐ • DANMÖRK STÓRMARKAÐUR MEÐ RAFTÆKI - í SMÁRANUM í KÓPAVOGI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.