Morgunblaðið - 22.02.1998, Side 23

Morgunblaðið - 22.02.1998, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. FEBRÚAR 1998 23 FRÉTTIR Morgunblaðið/ STEINUNN Valdís Óskarsdóttir, formaður fþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarsljóri, Bragi Ásgeirs- son, formaður Hestamannafélagsins Fáks, og Þórður Ólafsson, gjald- keri þess, undirrituðu samninginn í Ráðhúsinu í gær. Fákur tekur við rekstri Reiðhallarinnar HESTAMANNAFÉLAGIÐ Fák- ur tók við rekstri Reiðhallarinn- ar í Víðidal 1. janúar sl. Sam- komulag þar að lútandi var und- irritað af forystumönnum félasins og borgaryfírvalda í Ráðhúsi Reykjavfkur sl. föstu- dag. A gildistíma samkomulagsins mun Fákur bera ábyrgð á rekstri Reiðhallarinnar og standa straun af öllum rekstrar- og framkvæmdakostnaði. Skip- uð verður þriggja manna rekstr- arstjórn, sem í munu sitja tveir menn skipaðir af Fáki og einn skipaður af borgarstjóra, til þess að annast rekstur hússins. Einnig mun félagið taka að sér framkvæmdir og endurbæt- ur Reiðhallarinnar, miðað við áætlun sem þegar liggur fyrir. Borgarsjóður mun leggja 55 milljónir króna til þessara fram- kvæmda en stefnt er að því að þeim verði að mestum hluta lok- ið fyrir Landsmót hestamanna í Víðidal árið 2000. Þá hefur Hestamannafélagið Fákur í hyggju að byggja hest- hús fyrir 60-80 hesta við Reið- höllina. Einnig kemur til greina að þar verði byggð skrifstofu- bygging þar sem skrifstofur Fáks og fleiri aðila, sem tengjast hestamennsku, hafí aðsetur. Styrktarfélagar hjálparsjóðs Rauða kross Islands Kennt er alla virka daga frá kl. 800 - 1200 Eftirfarandi námsgreinar eru kenndar á þessu námskeiði: Windows 95 Word 97 Excel 97 PowerPoint 97 Internetið frá A-Ö Sigríður Björgvinsdóttir Skrifstofustúika hjá Max «hf. Tölvókhald Verslunarreikningur Sölutækni & þjónusta Mannleg samskipti Bókhald Starfsþjálfun „Eftir 10 ár í sama starfi langaði mig að breyta til. Ég fór í skrifstofu- og tölvunám hjá NTV sem var einstaklega hnitmiðað og skemmtilegt. Að því loknu sótti ég um skrifstofustarf hjá MAX. Réð það úrslitum að hafa farið á námskeiðið hjá NTV að ég fékk starfið." Samtals 192 klukkustundir. Næsta námskeið byrjar 5. mars. - 26. maí Nýi tölvu- & viðskiptaskólinn UpplysiW' e; 'mnnfun dtnð 555 49B0 Hólshrauni 2 - 220 Hafnarfirði - Sími: 555 4980 - Fax: 555 4981 Tölvupóstfang: skoli@ntv.is - Heimasíða: www.ntv.is Tuttugu þúsund börn í Kasakstan fá kuldasko TUTTUGU þúsund pörum af loð- fóðruðum kuldaskóm verður dreift meðal fátækra íbúa í norðurhluta Kasakstans í næstu viku, og þá einkum meðal barna, en skórnir voru keyptir fyrir tíu milljónir króna frá Rauða krossi Islands. Um fjórar milljónir þar af eru framlög styrktarfélaga hjálparsjóðs Rauða kross f slands á síðasta ári. „Þetta er langbesta aðstoðin sem hægt er að veita, þegar menn fá fjármuni til að kaupa fatnað og önn- ur hjálpargögn á staðnum,“ segir Þórir Guðmundsson, sem starfað hefur á þessu svæði fyrir Rauða krossinn. „Þarna fáum við hlutina, í þessu tilviki skóna, mjög ódýrt, spörum flutningskostnað og veitum atvinnu," sagði Þórir einnig. Hann segir að hráefni til framleiðslu á skónum hafí verið til í landinu og oft hafi verið hægt í tilvikum sem þess- um að koma verksmiðjum, sem komnar væru að gjaldþroti, aftur af stað. Þórir sagði skóna senda út um landið í næstu viku og kvaðst vonast til að þeir yrðu komnir í hendur við- takenda innan hálfs mánaðar. Hann sagði einnig að þær 10 milljónir króna sem komið hefðu frá Rauða krossi íslands væru stærsta ein- staka framlagið sem fengist hefði í verkefnið sem auglýst hefði verið meðal Rauða kross félaga víðs veg- ar um heiminn. Einir skór fyrir 10 börn Þórir sagði fátæktina gífurlega í landinu og kvaðst hafa heimsótt mörg heimili þar sem aðeins væri til eitt skópar fyrir kannski allt að 10 börn. „Sá sem passar í skóna er þá sendur í skóla fyrir hádegi og eftir hádegi getur annar úr hópnum not- að skóna og sótt skóla en hin bömin komast hvergi, það er talsvert um þetta.“ Hann sagði mikla erlenda fjárfestingu í landinu en nokkuð mörg ár myndu líða uns hún skilaði sér til fólksins. Þórir heldur eftir helgina ásamt konu sinni og tveim- ur sonum af stað til Malasíu þar sem hann verður við störf næstu tvö árin. Kuldaskónum verður dreift með- al fátækra barna í fimm bæjum og þorpum í norðurhluta Kasakstans, en þar er nú um 20 stiga frost. Könnun hefur leitt í ljós að nær helmingur barna á skólaskyldualdri í Kasakstan á ekki kuldaskó og um fimmtungur þeirra sækir ekki skóla af þeim sökum. Skórnir frá Rauða krossi Islands eru framleiddir í Ka- sakstan og skilar aðstoðin sér því einnig í fleiri störfum fyrir heima- menn. Rauði kross Islands hefur áður útvegað börnum í Mið-Asíu skófatnað við hæfi því vorið 1996 sendi félagið tvo gáma af notuðum skóm frá íslenskum almenningi til barna í Pamír-fjöllum í Tadsjikist- an. Aðstoð við fórnarlömb jarðsprengna Framlög styrktarfélaga hjálpar- sjóðs Rauða kross íslands á þessu ári verða notuð til þess að aðstoða fórnarlömb jarðsprengna. Mun Rauði kross Islands meðal annars taka þátt í kostnaði vegna endur- hæfíngar og framleiðslu gervilima fyrir fórnarlömb jai'ðsprengna í Irak, en talið er að tíu milljónir jarðsprengna liggi þar í jörðu, eða ein fyrir hverja tvo íbúa landsins. Alþjóða Rauði krossinn framleiðir gervilimi og veitir endurhæfingu á fjórum stöðum í Irak, auk annarrar aðstoðar við almenning. ÍSLAND • NOREGUR • SVÍÞJÓÐ • DANMÖRK STÓRMARKAÐUR MEÐ RAFTÆKI - í SMÁRANUM í KÓPAVOGI

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.