Morgunblaðið - 22.02.1998, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 22.02.1998, Blaðsíða 20
20 SUNNUDAGUR 22. FEBRÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ HUGSUNARHÁTTUR og tilfmningar í stríðinu eru orðin okkur býsna framandi. Hafa líklega alltaf verið það, jafnvel eftir að grimmt stríð barst að okkar ströndum og upp á land. Hiklaus viðbrögð Ólafs Bjama- sonar, bónda í Brautarholti, á stríðsárunum bera þess merki. Enda segir á viðarskildin- um í Brautarholtskirkju að aldrei gleymist góðs manns verk. Það góða verk hefur samt ekki farið hátt í þá hálfu öld sem liðin er síð- an. Enda var þá stríð og bann við öllum fréttaflutningi af flugvélum sem skotnar voru niður. Nær ekkert verið um þetta skrifað á Islandi síðan. En þýskir blaðamenn skýrðu frá þessu og höfum við tvær slíkar greinar úr þýskum blöðum með fyrirsögnunum: „Hinir óþekktu í kirkjugarðinum í Brautarholti" og „Flugmannagrafreitur við Faxaflóa". Sú fyrri frá 1953 og sú síðari í tilefni þess að þýskur hermannagrafreitur var vígður í Fossvogs- kirkjugarði 1958 og haustið áður fluttir þang- að þýsku flugmennimir 13 úr kirkjugarðin- um í Brautarholti, svo og fjórir þýskir flug- menn úr Búðareyrarkirkjugarði á Reyðar- firði. Böm Ólafs Bjamasonar, sem lést 1970, Jón Ólafsson, bóndi í Brautarholti, og Ingi- björg, systir hans, rifjuðu upp með blaða- manni þennan atburð úr æsku sinni, þegar stríðið kom í Brautarholt og lík þýskra flug- manna fengu skjól í kirkjugarðinum þeirra. Jón gekk með blaðamanni út í kirkju, sem er einstaklega falleg, byggð 1858. Hún var gerð upp fyrir áratug í samráði við Hörð Agústs- son, sem telur að predikunarstóllinn sé 300 ára gamall. Dönsk altaristafla er frá 1868 en marmaraskfrnarfontur með loki frá 1948 er til minningar um Bjama Ólafsson, bróður þeirra systkina. Okkar athygli beinist að við- arskildinum útskoma til Ólafs Bjarnasonar frá íslandsvinafélaginu í Hamborg og Félagi um hermannagrafír á veggnum aftan við kirkjubekkina. Þar má lesa: „Þýskar mæður og feður þakka þér fyrir umhyggju þína“ og þar fyrir neðan „Aldrei gle.ymist góðs manns verk. Við heiðrum ísland og íslendinga með þessari töflu til yðar“. Taflan var afhent Ólafi 1953 og síðar var hann í þakklætisskyni sæmdur heiðursmerki þýska ríkisins fyrir hiklausa viðtöku þessara ungu, þýsku manna í kirkjugarðinn og umhyggju og varðveislu leiðanna. Taflan hékk alltaf á heimili þeirra hjóna, Ólafs og konu hans, Ástu Ólafsdóttur, en var eftir lát hans flutt í kirkjuna með sam- þykki prestsins. Úr kirkjuglugganum blasir við kirkjugarðurinn og efst í honum voru þýsku leiðin. LÍK Á HRAKHÓLUM Eitt hvassviðris- kvöld var barið að dymm í Brautarholti. Ólafur gekk út. Liðsforingi stóð á tröppunum og spurði hvort Ólafur gæti leyst vandræði þeirra. Þýsk flugvél hefði ver- ið skotin niður með 7 þýskum flugmönnum. Málið væri komið í algert óefni. Ekki hefði verið leyft að grafa þá i kirkjugarðinum í Reykjavík, því menn veigruðu sér við að grafa óvinahermenn á sama stað og sína eig- in. Þá var nærtækasti staðurinn Lágafell, en þar gat enginn veitt leyfi. Thor Jensen var í húsi sínu en hafði ekkert með kirkju eða garð að gera. Nú spurðu þeir hvort þeim yrði leyft að grafa þýsku flugmennina í kirkjugarðin- um í Brautarholti. Ekki væri lengur til set- unnar boðið. Ólafur sagði að kirkjugarðurinn væri svo til útgrafínn, eitt og eitt rými eftir á stangli, en til stæði að stækka garðinn til norðurs út á hólinn. Ef þeir vildu þiggja að grafa þá þar, gæti hann veitt leyfið strax. Ingibjörg segir að hann hafi svo haft sam- band við sr. Hálfdán Helgason. Ólafur var formaður sóknarnefndar, kirkjuráðsmaður, umsjónarmaður kirkju og kirkjugarðs, hreppstjóri og um tíma líka oddviti. Hann gat því tekið þessa ákvörðun á eigin spýtur og sá strax hvemig hann gæti leyst málið á staðnum. Jón var 10 ára gamall og stóð við stafn- gluggann í gamla húsinu þegar komið var með líkamsleifar fyrstu þýsku flugmannanna sjö, sem skotnir höfðu verið niður yfir Hval- firði 21. júní 1941. Komið var með þá á bör- S I kirkjunni í Brautarholtiá Kjalarnesi vekur forvitni tréskjöldur með áletrun um þakklæti þýskra mæðra og feðra til Olafs Bjarnasonar bónda þar fyrir umhyggju hans. Elín Pálmadóttir leitast hér við að rekja merkilega sögu, sem liggur að baki, um 13 þýska flugmenn sem voru jarðsettir þar í kirkjugarðinum undir steinum með einfaldri áletrun „E.D.“ (Enemy Dead), látinn óvinur. GRAFIR 13 þýskra flugmanna sem skotnir voru niður og grafnir í Brautarholtskirkju- garði. Á leiðunum má sjá stein- ana með áletrun á messingplötu: E.D. (Enemy Dead). Taflan í kirkjunni í Braut- arholti þar sem þýskar mæður og feður þakka Ólafi bónda Bjarnasyni fyrir umhyggju við syni þeirra iátna. Morgunblaðið/Golli um og teppi breidd yfir. En þeir sem komu seinna voru jarðsettir í kistum. Hermennim- ir komu sjálfir með prest, sem jarðsetti og blessaði yfir grafirnar og skotið var heiðurs- skotum. Þjóðveijunum var sýnd full virðing að hermanna sið. Á hvert leiði var lagður lítill steinn og á honum messingplata með áletr- uninni E.D., sem stendur fyrir Enemy Dead, og númeri, sem eflaust hefur verið af málm- plötunni sem hermenn hafa um hálsinn. Eftir stríð var farið að leita að fjölskyldum þeirra og virðist hafa gengið misjafnlega, svo sem fram kemur síðar. Tveir þeirra voru Jósep Lutz, 24 ára, og Friedrich Hamisch, 27 ára. Steinamir eru ekki lengur til, því starfsmenn kirkjugarðanna í Fossvogi mokuðu þeim ofan í með moldinni þegar þeir sóttu líkin síðar. Þetta var seinni hluta viku og eldri systk- inin tvö, Ingibjörg, sem þá hefur verið 14 ára, og Ólafur (landlæknir), 13 ára, vom í skólanum, en yngri bræðumir Páll og Jón heima. Þegar systkinin komu heim á laugar- deginum var auðvitað mikið um þetta talað. Þau gerðu sér grein fyrir að þetta væri mikill viðburður, en voru ekkert að tala um það út á við. Ingibjörg heldur að hún hafi ekki sagt frá því í skólanum. Það var stríð og ekkert slíkt nefrit í blöðum. Ekki er getið um hvaða flugvél þetta var, sem svo snemma í stríðinu var skotin niður yftr Hvalftrði. Þjóðverjar sendu hingað flug- vélar við mjög erfið skilyrði frá Stavanger í Noregi til Ijósmyndaflugs og í veðurathugun- arflug. Vorið 1941 bjuggu Bretar sig undir að verjast loftárásum á skipalægið í Hvalfirði og sendu hingað sérbúna sveit með loftvama- byssur, sem kom sér fyrir þar. En frá fyrsta degi hemámsins vorið 1940 höfðu Bretar tek- ið sér stöðu beggja megin Hvalfjarðar. STRÍÐIÐ KEMUR *' í HLAÐ Ekki var óeðli- legt að bresku hermönnunum dytti í hug að leita til Ólafs í Brautarholti í vandræðum sínum með legstað fyrir Þjóð- verjana. Þeir vora öllum hnútum kunnugir þar á bæ, þekktu kirkju og kirkjugarð frá fyrsta degi. Brautarholt stendur yst á Kjal- amesi með útsýni yfir innsiglinguna að Reykjavíkurhöfn og inn í Hvalfjörð, þar sem vora alltaf miklar skipaferðir og flutningar. Ingibjörg minnist þess þegar herinn kom 10. maí 1940. Pabbi hennar var alltaf árrisull og sá herskipin sigla inn. Hann vissi ekki hvort þetta væra Bretar eða Þjóðveijar að her- nema landið. Ekki var kominn sími á hvem bæ, en í Brautarholti var stöð svo hann gat hringt og fékk staðfest að þetta væra Bretar. Ólafur dreif sig þá í bæinn, því hann var þar í ábyrgðarstörfum, m.a. í stjóm Mjólkurfélags Reykjavíkur og formaður í Landssambandi íslenskra bænda. Nú þurfti að ýmsu að hyggja. Klukkan fimm um daginn hringdi Kol- beinn í Kollafirði í Brautarholt og sagði að heil bílalest væri á leiðinni til þeirra eftir Vesturlandsvegi, 7 rútur frá BSR fullar af hermönnum. Asta var ein heima með bömin og leist ekki á blikuna. Hún hringdi í Ólaf í bænum. Hann brá við og hafði samband við Thor Jensen á Lágafelli, sem leyfði honum að beina hermönnunum í Arnarholt. Þai’ voru stórar byggingar og svo vel vildi til að þær stóðu auðar. Þarna var sumarfjós Thors, en kýmar ekki komnar þangað frá Korpúlfs- stöðum í sumarbeitina. Ekki leið á löngu þar til rútumar sjö óku í hlað, hermenn streymdu út úr þeim og byij- uðu að afferma til að búa um sig á kirkju- hólnum í tjöldum. Ásta húsfreyja var svo heppin að þar var danskur karl, sem varð henni til trausts og halds, Niðurstaðan varð sú að hermennirnir hættu við að tjalda og rútumar óku í Arnai-holt, þar sem varð aðal- bækistöð þeirra. En þeir héldu beint niður í nesið við sjóinn þar sem þeir byggðu bragga, grófu skotgrafir og bjuggu sér vamarvígi. Og þeir héldu stöðuga vakt á kirkjuhólnum og í kirkjugarðinum frá fyrsta degi og allt stríðið. Úm sumarið byggðu þeir fimm bragga aftan við kirkjuna, þar sem þeir bjuggu, en voru fyrst í tjöldum. „Af þessu var svo mikill ágangur þarna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.