Morgunblaðið - 22.02.1998, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 22.02.1998, Blaðsíða 26
26 SUNNUDAGUR 22. FEBRÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ 'ÁSA Karlsdóttir á skrifstofu sinni á Haukeiand héraðssjúkrahúsi í Bergen. Það er þröngt og mikið að gera, en Ásu líkar samt mjög vel lífið sem læknir í Noregi. Engillinn frá Islandi Ása Karlsdóttir læknir er í framhalds- námi í krabbameinslækningum í Bergen í Noregi. Sjúklingarnir kalla hana engilinn frá íslandi. Kristján Guðlaugsson 7 hitti Asu að máli. HIN FORNA höfuðborg Norðmanna, Bergen, liggur fallega við fjörðinn milli fjall- anna sjö. Uppi í hlíð- unum, ofan við iðandi borgarlífíð, er Haukeland-héraðssjúkrahúsið, sem nálega ein milljón manna í Vestur- Noregi á að sækja til. Hingað kom Ása fyrir hálfu öðru ári til að afla sér sérfrasðimenntunar á sviði krabbameinslækninga. Hún kaus Noreg af því að heilbrigðiskerfi Norðmanna er á uppleið, meðan heilbrigðiskerfi frænda þeirra í austri og suðri á við mikla erfiðleika að etja um þessar mundir. - Eg byrjaði reyndar í líffræði við háskólann heima og vann í því sam- bandi í Blóðbankanum í eitt ár. Þar vaknaði áhugi minn á læknisfræð- inni og ég byrjaði við læknadeildina í staðinn. Fyrst langaði Ásu að verða barnalæknir, en eftir að hún hafði starfað á krabbameinsdeild- inni á Landspítalanum tók hún að hneigjast að krabbameinslækning- um. Eg lauk læknanáminu heima og tók hálft ár á svæfingardeild Land- spítalans. Svo ákvað ég að taka sér- menntun ytra. Ég var fyrst að hugsa um að fara til Englands, en eftir að hafa kynnt mér aðstæður þar, sem og á Norðurlöndunum, endaði ég hér í Bergen og því sé ég ekki eftir. I Bergen þarf Ása að stunda sér- hæft nám í geislameðferð og lyfja- meðferð í þrjú og hálft ár. Að auki tekur hún eitt ár á lyflækninga- deild. Erfitt til að byrja með Haukeland er stórt sjúkrahús. Nærfellt 50.000 sjúklingar eru lagð- ir inn árlega og starfsmenn eru rúmlega 5.000. Á krabbameinsdeild- inni þar sem Ása vinnur, eru 68 rúm, en deild þessi er sérhæfð í lækningum á brjóstakrabbameini. í allt eru fjórar krabbameinsdeildir og ein geislaeining á sjúkrahúsinu. Ég er hálfnuð með námið hérna og líkar veran býsna vel. Reyndar var þetta allerfitt til að byrja með, vegna tungumálsins. Það eru marg- ar mállýskur í Vestur-Noregi, og oft átti ég í erfiðleikum með að skilja sjúklingana og eins að gera mig skiljanlega. Smám saman hefur þetta lagast, ekki síst fyrir þær sak- ir að Norðmenn eru mjög hliðhollir okkur íslendingum. Eins var þetta erfitt vegna þess að allt var nýtt og ókunnugt, bæði vistarverur, sjúklingar og sam- starfsfólk. En öllu má venjast og smám saman hef ég vanist á þetta og starfið er orðið léttara. Við sitjpm í litlu vaktherbergi, þar sem Ása og þrír aðrir læknar hafa skrifstofuna sína. Á borðunum liggja hvítir vinnusloppar, bækur, hálfskrifaðar skýrslur og alls konar útbúnaður sem læknar þurfa á að halda í starfi sínu. Hún lætur Á DEILDINNI þar sem Ása starfar eru 68 rúm. Auk þess kemur fjöldi dagsjúklinga til geislameðferðar á hveijum degi. Hér er Ása að rannsaka konu sem gengist hefur undir skurðaðgerð vegna bijósta- krabbameins. þrengslin þó ekki á sig fá enda ýmsu vön frá námsárum sínum á Is- landi. - Hér er mjög góður andi og okk- ur semur vel. Kosturinn við að vinna hérna er að við fáum fljótt að taka á okkur mikla ábyrgð. Ég fer til dæmis ein á stofugang, en heima hafði ég alltaf haft sérfræðing með mér. Það var svolítið erfitt til að byrja með, en öllu má venjast og nú sé ég bara kosti við þetta. Mér finnst vera kostur að fá að gera svona mikið, en þætti þó gott að hafa aðeins meiri frítíma. Það er nóg að gera og vinnuálagið er mikið. Þótt Ása eigi bara vakt ní- unda hvern sólarhring er yfirvinna mikil og lítill tími til frístundaiðju. Sinnir rannsóknum - Það eru 20 íslenskir læknar hér í Bergen og við höldum hópinn. Annars er hér Islendingafélag og ýmsir aðrir möguleikar til að drepa tímann, þegar ég er ekki í vinnunni. Til dæmis er ég með í saumaklúbbi hér í borg og svo fer ég oft í göngu- ferðir, enda undurfögur náttúra hér allt í kring. Ása les mikið þegar næði gefst til. En hún notar líka mikið af frítíma sínum til þess að lesa námsbækur og vinna að rannsóknum. Einn af höfuðkostunum við að taka sér- fræðinám hér er að okkur gefst kostur á rannsóknarvinnu. Ég tek þátt í tveggja ára rannsókn sem beinist að meðferð á fólki með blöðrukrabbamein og meinvörp. Við erum að rannsaka krónótherapíu með tilliti til lyfjagjafarinnar. Ég læt sem ég skilji það og flýti mér að breyta um umtalsefni. Er ekki meðferð á krabbameinssjúk- lingum allt öðruvísi í Noregi en heima á Islandi? - Jú, það er viss munur. Þó gætir bandarískra áhrifa mun minna hér í Skandinavíu og kemur það meðal annars fram í notkun sýklalyfja. Norðmenn nota mun minna af sýklalyfjum en geng- ur og gerist heima. Auk þess eru Norðmenn komnir skemmra á sviði líknunarmeðferðar, en þó eru vissar framfarir á því sviði um þessar mundir. Hér í Bergen er til dæmis komin dagdeild, sem veitir líknun- armeðferð og í Osló er búið að opna líknunardeild. Ásu langar heim að loknu sér- fræðinámi, en telur fremur litlar líkur á að svo verði strax að því loknu. Það er svo mikið af sérfræðingum heima að ég held að það verði ekki hlaupið að því að fá starf um leið og ég er búin með námið. En ég fæ þó líklega starf héma í Noregi. Það er mikill skortur á læknum og sérstak- lega á það við um sérfræðinga af öllu tæi. í Stavangri á til dæmis að opna krabbameinsdeild haustið 1998 og mikill hörgull er á starfs- fólki til að vinna við þá deild. Helstu tæknilegir eiginleikar: GBB - Festing i bll með 12V hraöhleöslu, handfrjálsri notkun (hendur á stýri) og tengingu fyrir loftnet. - Hraðhleðslutæki fyrir 230 volt. -120 klst. /1200 mAh NiMH rafhlaða. Kr. III stgr. A Síðumúla 37 -Síðumúla 37 S. 588-2800 - Fax 568-7447 Vatns- og höggvarið ytra byrði. - Reiknivél. - Klukka og vekjari. - Dagbók / minnisbók. - Sýnir lengd samtals og kostnað. - Læsing fyrir notkun. - Fullkomin hleðslustýring 1 mínúta í hleðslu gefur 1 klst. endingu rafhlöðu. - Hágæða rafhlöður, allt að 200 - Beintengi fyrir bíla og húsaloftnet - Neyðarlínuhnappur (112). - Tilbúinn fyrir númerabirtingu. - Sendir/móttekur texta, tal og tölvugögn, - Innbyggt 1200 baud tölvumótald. - Innbyggt RS232 tengi fyrir tölvu o.fl. - Innbyggt tengi fyrir GPS staösetningartæki - DMS (Data Mobile Station) I NMT. BÚIÐ OG STARFIÐ í BANDARÍKJUNUM 55.000 innflytjendaóritanir (Green Card) eru í boði í nýju Ríkishappdrætti "U.S. Government Lottery". Möguleiki ó bundarískum ríkisborgararétti. Opinbert happdrætti, ókeypis þúttaka. Upplýsingar: Sendið einungis póstkort með eigin nafni og heimilisfangi til: NATIONALSSf VISA SERVICL 4200 WISCONSIN AVENUE N.W. WASHINGTON, D.C. - 20016 U.S.A. FAX 00 1 202 298-5601 - Sími 00 1 202 298-5600 www.nationalvisacenter.com 2 1 ....,_________________ N Afríka þarfnast þín! Nú er u.þ.b. lokið 30 ára borgarastríði í Angóla. Þar er mikil þörf á fólki til að starfa við uppbyggingu. Sem sjálfboðaliði tek- ur þú þátt í 6 mánaða verkefni: Kennir götubömum, upplýsir um AIDS, byggir salemi og brunna, kemur á fót bamaklúbbum og útdeilir neyðarhjálparpökkum. Verkefni: • 6 mánaða námskeið í Den rejsende Höjskole pá Sydsjælland. Fög: Afríka, tungu- mál, landafræði, hagnýt vinna, iþróttir og leikfimi, stjómun, alnet og fjáröflun. • 6 mánaöa sjálfboðastarf i Angóla • 1 mánaða úrvinnslustarf í Danmörku. Ekki eru gerðar krköfur um menntun, en áhugi og vilji til að vinna og hjálpa í samstarfi og leysa úr vandamálum. Sjálfboðavinna, en séð er fyrir húsnæði og fæði og vasa- peningum. Á meðan skólavist stendur er greitt námskeiðsgjald og tekið þátt í fjáröfl- un. Byrjað 6. apríl eða 1. október. Hringið strax í síma OO 45 56 72 61 OO, fax 00 45 56 72 55 89. Netfang: drhsydsj@inet.uni-c.dk. Den rejsende Hojskole pá Sydsjælland, Lindersvoidvej 5, DK-4640 Fakse, Danmörku. ATH. KYNNINGARFUNDUR Á fSLANDI. ...............--..... hefst í fyrramálið! I / ~ \ BuTAR FULLTHF wyjuiw siíiim IKJOLA, Bum DBAGTIB OG FL Trönuhrauni 6, Hafnarfirði, og Suðurlandsbraut 50 v/ Fákafen
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.