Morgunblaðið - 22.02.1998, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 22.02.1998, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. PEBRÚAR 1998 43 EG ER komin til Muzuane til að vinna í skóla fyrir götuböm, „Escola das Formigas do Futuro“ (EFF), sem er starfræktur af hjálparstofnuninni UFF. UFF er dönsk hjálparstofnun og starf- rækir nú yfir 75 þróunarverkefni í suðurhluta Afríku. Þar er megináherslan lögð á fræðslu og menntun almennings og auk götudrengja- skólans má nefna kennaraskóla þar sem kenn- arar eru menntaðir í þeim tilgangi, að þegar námi þeirra er lokið geti þeir sjálfir farið út í þorpin og stuðlað að aukinni menntun í land- inu. Einnig er hér starfrækt fjölskyldufræðsla þar sem böm á forskólaaldri læra portúgölsku og em búin undir skólagöngu, konur læra að lesa og skrifa og íbúar þorpsins em fræddir um hvernig forðast megi algenga sjúkdóma eins og malaríu og alnæmi og hvemig á að meðhöndla þá. Starf mitt í Mósambík er hluti af kennaranámi mínu í „Det Nodvendige Sem- enarium“ sem er á Norður-Jótlandi. Námið er byggt, auk hins almenna kennaranáms, á verklegri kunnáttu, námsferðalögum til van- þróaðra landa, svo og vinnu við þróunarstarf. Dvölin í Mósambík verður átta mánuðir, og starfíð í götubamaskólanum felst að stærstum hluta í að vinna náið með kennumm skólans að bættri kennslu. Meðal annars era kynntar nýjar kennsluaðferðir og brýnt fyrir kennur- um að huga að hverjum einstaklingi í bekkn- um. En kennararnir em sumir hverjir fastir í gamaldags kennsluaðferðum þar sem kennsl- an er einstefnumiðlun frá kennara til nemanda og kennaraprikið vill stund- um læðast á eftir viðutan nemendum. Auk þess ríkja hér hefðir sem geta komið í veg fyrir velgengni bamanna í skólanum. Ein þeirra er að kennarar þiggja hænsnfugl eða annað matar- kyns af foreldmm og tryggja þar með að nemandinn nái prófunum. Slíkt er bannað í götubarnaskólanum en heyrst hefur til kennara sem kvarta sáran yfir því að fá ekki eins góðan mat og venjan er þegar gefa á ein- kunnir. Kennaralaunin í Mósambík eru lág og vinna kennarar oft mánuð- um saman án þess að fá eyri í vasann og em mútur af þessu tagi almennt viðurkenndar svo kennarar geti drýgt tekjumar. Götubarnaskólinn er einn best búni skólinn á þessmn slóðum. Þar er kennslustofa fýrir hvem bekk skólans og aðeins 20-25 nemendur í hverjum bekk. Bókasafn er í skólan- um og sjónvarpstæki, sem þykir mikill munaður. Aðrir skólar í nágrenninu era oftast aðeins staurar með stráþaki sem skýlir nemendum og kennumm fyrir sólinni og era þar allt upp í 60 nemendur í hverjum bekk. En þó að skólinn þyki fínn hér um slóðir em enn ekki komin húsgögn í allar kennslustofurnar og verða börnin því að láta sér nægja að sitja á gólfinu með stílabækumar í kjöltu sér. Fæstir nemendurnir eiga skólabækur og því þykir eftirsóknarvert að fá lánaðar skólabækur kennarans í frímínútum og sitja svo þrír til fimm um hverja bók og lesa. Sumir leggja jafnvel í það mikla verk að skrifa bækumar upp orðrétt í stílabækur. Fátæktin birtist á fleiri sviðum en í efnis- skorti skólans. Sum bamanna eiga ekki föt til sldptanna og mörg þeirra ganga um í rottuétn- um fótum í stærðum sem passa þeim ekki. En tískan fer sínar eigin leiðir. Bömin nota allt sem þau komast yfir til að marka sér sérstöðu. Sólgleraugu sem í vantar annað glerið, húfur gerðar úr peysuermum, og hafi þau ekki kom- ist yfir neitt sem þykir sérstakt geta þau tekið upp á því að hneppa skyrtunni að aftan. En fá- tæktin verður einnig til þess að mörg böm ganga ekki í skóla. Hér á Nacala-svæðinu em aðeins 70% bama á skólaaldri í skóla þrátt fyr- ir að skyldunám sé fimm ár. Eins og oft vill verða í vanþróuðum löndum er það sérstaklega óalgengt að stúlkur gangi í skóla. í Mósambík era aðeins um 35% stúlkna á skólaaldri í skóla og ástandið í EFF endurspeglar þá staðreynd. Astæður þess að erfitt þykir að spyrna gegn þessari þóun er að stúlkur era mikilvæg hjálp á heimilunum. Þær hjálpa til við eldamennsku, vatnsburð og gæslu barna, þar fyrir utan er ólíklegt að stúlka fái vel launaða vinnu þrátt fyrir að hún gangi í skóla. Það er auðvelt að sjá að framtíð flestra ungra stúlkna liggur í að Þróunarstarf- ið í þorpinu ✓ I norðaugsturhluta Mósambík, við strönd Indlands- hafs, liggur bærinn Nacala og í 13 km fjarægð er lítið þorp sem heitir Muzuane. Þangað liggur mjór og bugðóttur vegur og hafa íbúarnir komið sér fyrir í litl- um kofum byggðum úr múrsteinum eða leir, með strá- þaki. Snemma morguns má heyra þegar sjómenn fara á miðin, syng;]'andi í takt við áratogin, en konur hefja heimilisstörfín, gera hreint og halda svo af stað að sækja vatn. Margrét Svavarsdóttir segir hér frá starfí sínu meðal innfæddra í Mósambík. giftast manni sem fjölskyldur þeirra velja þeim og verða honum trygg eiginkona. Til þess að veita stúlkum þá sérstöku athygli sem þær þurfa á að halda, og gefa þeim færi á að mennt- ast um leið og þær gegna þeim skyldum sínum á heimilunum, var stofnaður í EFF stúlkna- bekkur. Kennarinn var kvenkyns og stunda- taflan löguð eftir þörfum stúlknanna. Þar hófu 25 stúlkur á aldrinum 13-16 ára nám í fyrsta bekk en að árinu liðnu voru aðeins 9 sem mættu í lokaprófin. Hinar annaðhvort flúðu eða vora giftar á árinu. Fj ölsky lduheimsóknir Eitt af verkefnum kennarans í götubarna- skólanum er að fara í fjölskylduheimsóknir til nemenda sinna. Það er gert til að kanna aðbún- að á heimilum og ræða skólagönguna við for- eldra. Fljótlega eftir komu mína til landsins var ég send í slíka heimsókn og síðan hefur það orðið fastur liður í stundatöflu minni. Þessar heimsóknir hafa gert mér kleift að kynnast líf- inu í mósambísku samfélagi og sjá hvemig margir íbúanna búa og hvemig þeir eyða frí- tíma sínum. Pedro er nemandi í fjórða bekk. Hann er fimmtán ára gamall og býr með móð- ur sinni, föður og fimm systkinum í litlu húsi í Nacala. Eins og aðrir íbúar Nacala-svæðisins er hann af Makua-ættbálknum. Tungumálið sem þessi ættbálkur talar kallast einnig makua og það er talað á flestum heimilum þó að opin- bert tungumál landsins sé portúgalska. Eitt föstudagssíðdegi fylgdi ég Pedro heim og kynntist þar fjölskyldu hans og lifnaðarhátt- um. Upp á síðkastið hafa samgöngur til og frá skólanum verið slæmar og nemendumir því orðið að ganga. Margir þeirra búa, eins og Pedro, inni í borginni og ganga því allt að þrjá- tíu km á dag til að geta stundað skólagöngu. Þennan dag gengum við fyrstu fimm kíló- metrana en voram svo heppin að fá far síðasta spölinn með „chapa“ sem er pallbíll ætlaður til fólksflutninga. Þar situr fólk eða stendur með allan sinn farangur, á palli bílsins, oft svo þétt að útlit er fyrir að ekki komist meira fyrir á pallinum. En endalaust er hægt að troða, hús- gögnum, fiski, dýrum, hrísgrjónapokum og fólki. Þegar okkur bar að garði á heimili Pedros var þegar farið að dimma. Á móti okk- ur tóku nágrannar hans, móðir og systkini sem öll ávörpuðu mig á makua og hlógu dátt þegar mér tókst ekki að tjá mig meira á þessu máli en að kasta á fólkið kveðju. Systkini Pedros vora þegar farin að þreskja maís í chima sem er aðalréttur þeirra sem hér búa. Mjölið sem búið er til úr maísnum er soðið og svo era bún- ar til úr þykku maukinu bollur sem bomar era fram með ýmsum sósum. Að þessu sinni var í sósunni fiskur í heilu lagi með roði, haus og sporði og mangóávöxtur. Mér var boðið til sæt- is í öðrum af tveimur stólum hússins en for- eldrar Pedros og systkini mötuðust á gólfinu inni í næsta herbergi. Eftir matinn settumst við fyrir utan húsið eins og aðrir íbúar hverfis- ins. Húsin era lítil og fáir era með rafmagn og' ekkert er um að vera innandyra. Því sátum við undir stjömubjörtum himni og hlustuðum á mósambíska popptónlist í útvarpstæki sem Pedro hafði fengið að láni í tilefni af heimsókn kennslukonunnar. Fyrr en varði birtust sex smástelpur sem fóra að dansa í takt við tónlist- ina, dilluðu rassi og mjöðmum eins og Afríku- búum er einum lagið, og myndi þykja heldur erótískt á íslenskan mælikvarða. Nacala er að flestu leyti mjög ólík Reykjavík þó að stærðin sé svipuð. Þegar litið er yfir bæinn má sjá hvemig lág húsin með stráþökum sameinast landslaginu. Þan^ hafa þó verið byggðar nokkrar blokkir og einstaka íbúi á sér afgirt einbýlis- hús, sem vegna ríkidæmisins er vaktað alian sólarhringinn. Þar er að finna marga þá hluti sem við Evrópubúar eigum að venjast, veitingahús, glæsi- lega verslunarmiðstöð, diskótek og kvikmyndahús. Mælikvarðinn er bara allt annar. í heimsókninni til Pedros fékk ég að kynnast skemmtanalífi ungra Nacala-búa. Hann byrjaði á að sýna mér eitt af diskótekum bæjarins. Það var lítið herbergi þar sem tveimur borðum var raðað upp við vegg og við þau fjórir stólar. Á veggjunum héngu tveir lúnir hátalarar og á gólfinu döns- uðu fjórir skóladrengir í takt við portú- galska tónlist. Við slógumst í hópinn ör;_ skamma stund en héldum svo í bíó. Bíó-r ið var við hliðina á húsi Pedros. Ná- granni hans bjó svo vel að hafa raf- magn, sjónvarps- og myndbandstæki og stóran garð. Inn í garðinn þar sem raðað hafði verið fimm trébekkjum fyr- ir framan sjónvarpstækið, seldi hann aðgöngumiða og á boðstólum var óþekkt bandarísk bardagamynd með þýsku tali. Gæð- in vora eftir því en það olli ekki mósambísku áhorfendunum vonbrigðum ef marka mátti fagnaðarópin þegar söguhetjan barði skúrkana til óbóta. Eftir myndbandagláp í stjömuskin- inu var tími til kominn að koma sér í háttinn í litla kofanum hans Pedros. Fjölskylda hans hafði þegar hniprað sig saman í öðra herbergi heimilisins en við fengum að sofa í tveimur rúmum þess. Þegar ég var að festa svefn mátti enn heyra fagnaðarópin þegar slagsmálin v sjónvarpinu stóðu sem hæst og þrask í ein- hverju dýri sem hljóp um á plötum í loftinu og nartaði í stráþakið. Um leið og birta tók næsta morgun um klukkan fjögur, mátti heyra að fólk var komið á stjá. Fjölskyldufaðirinn fór til vinnu, mamma Pedros sópaði með trjágreinum í ki-ingum húsið, systir hans sótti vatn í stóra stálfötu sem hún bar á höfðinu og nágranna- konan sat á hækjum innan lítillar girðingar. Af forvitni gekk ég til hennar og spurði hvað hún væri að gera. Kannski var þetta bænastaður. Hlæjandi sagði konan mér að þetta væri ein- faldlega kamarinn. Það var kominn tími til að tygja sig í skólann. Ég, Evrópubúinn, dauð-. þreytt eftir stuttan svefn en Pedro glaðvakandi enda vanur að fara snemma á fætur. Á leiðinni í skólann mættum við konum með vatnsfötur á höfði og fiskimönnum með veiðarfæri í hendi. Heimsókninni var lokið og nýr vinnudagur tek- inn við í götubamaskólanum í Muzuane. Höfundur er kennaranemi og starfar við þró- unaraðstoð. sm B
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.