Morgunblaðið - 22.02.1998, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 22.02.1998, Blaðsíða 64
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1,103 REYKJAVIK, SÍMI5091100, SÍMBRÉF 5691181 PÓSTHÓLF 3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 SUNNUDAGUR 22. FEBRÚAR 1998 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Morgunblaðið/RAX Mikil sameiningaralda gengur yfir í verkalýðshreyfíngunni Félög á Vestfjörðum kanna sameiningu Styttist í jafndægur ^fÖA hefur nú tekið við af þorran- um en í lok hennar eru vorjafn- dægur enda er daginn tekið að lengja verulega. Mildur vetur hef- ur ríkt víða um landið og falleg stemmning verður einatt í logn- drífu eins og við trén við kirkju- garðsvegginn við Suðurgötu í Reykjavík. Frönsk mynd um Laxness í UNDIRBÚNINGI er gerð franskrar heimildannyndar um Halldór Kiljan Laxness. Myndin verður sýnd næsta vetur í þáttaröð France 3 um ritsnillinga aldarinnar og verð- ur Halldór þriðji norræni höf- undurinn sem Frakkar kynn- ast í þessum sjónvarpsþáttum. Þættirnir hafa verið vikulega á dagskrá síðan 1995 og hátt á þriðja hundrað höfundar verið kynntir. . Kvikmyndagerðarkonan Bé- atrice Korc, sem annast þáttagerðina.heillaðist af landi og fólki í íslandsferð fyrir þremur árum og tók ástfóstri við Laxness þegar hún las Is- landsklukkuna. ■ Frönsk/16 FJÖLMÖRG verkalýðsfélög innan Alþýðusambands Islands eru að i-æða mögulega sameiningu félaga um allt land þessa dagana. Á Vest- fjörðum eru viðræður um hugsan- lega sameiningu fjögurra eða fimm verkalýðs- og sjómannafélaga innan Alþýðusambands Vestfjarða langt komnar, skv. upplýsingum blaðsins, og fyrir dyrum stendur atkvæða- greiðsla um sameiningu Sóknar, Félags starfsfólks í veitingahúsum (FSV) og Dagsbrúnar/Framsóknar. Á Árborgarsvæðinu er í gangi um- ræða um sameiningu og aukið sam- starf félaga og mikil umræða hefur staðið yfir á Austurlandi um stofn- un eins félags fyrir allt svæðið en í dag eru þar einstök verkalýðsfélög fyrir hvern byggðan íjörð. Allsherjaratkvæðagreiðsla í Sókn um sameiningu Félagsfundur í Starfsmannafélag- inu Sókn hefur samþykkt að veita stjórninni heimild til að efna til alls- herjaratkvæðagreiðslu meðal fé- lagsmanna um sameiningu félagsins við Dagsbrún/Framsókn og Félag starfsfólks í veitingahúsum. Guðrún Kr. Óladóttir, varaformaður Sókn- ar, segir að óformlegar viðræður hafi staðið yfir um þennan mögu- leika undanfarna mánuði. Ef félögin sameinast yrði hið nýja Sóknarfélagar greiða atkvæði um að sameinast Dagsbrún/Fram- sókn og FSV verkalýðsfélag með nálægt 13.000 félagsmenn. Að sögn Guðrúnar hafa einnig átt sér stað viðræður við for- ystumenn Iðju um að taka þátt í sameiningunni en þeir hafa að svo komnu máli ekki verið reiðubúnir að bætast í þennan hóp, að hennar sögn. Ekki hefur verið ákveðið hvenær atkvæðagreiðslan fer fram en reiknað hefur verið með að hún fari fram í næsta mánuði. Sameiningartilraunir á Suðurlandi Umtalsverðar sameiningartil- raunir verkalýðsfélaga eiga sér einnig stað þessa dagana á Suður- landi. „Verslunarmannafélögin í Ár- nes- og Rangárvallasýslu eru að koma á formlegu samstarfi. Verka- lýðsfélögin á Árborgarsvæðinu, það er að segja Þór, Báran og Bjarmi, hafa einnig átt í viðræðum. Eg veit ekki hversu langt þær eru komnar," segir Hansína Á. Stefánsdóttir, for- maður Verslunarmannafélags Ár- nessýslu. „Þá hafa verkalýðsfélögin á Selfossi, það er að segja Verslun- armannafélagið, Verkalýðsfélagið Þór og Sunniðn, sem er félag iðnað- armanna á öllu Suðurlandi, keypt sameiginlegt húsnæði fyrir félögin og munu taka upp samstarf af ýmsu tagi, án þess að um sameiningu sé að ræða,“ segir Hansína. Einnig munu sameiningarviðræð- ur vera langt komnar á milli Verka- lýðsfélagsins Víkings í Vík og Verkalýðsfélagsins Samherja á Kirkj ubæj arklaustri. Niðurstaða á Vestfjörðum innan fárra vikna? Verslunarmannafélögin á ísafirði og í Bolungarvík sameinuðust fyrir nokkru, en í gangi eru viðræður um sameiningu a.m.k. fjöguira verka- lýðs- og sjómannafélaga innan hins nýja sveitarfélags Isafjarðarbæjar en þau eru Verkalýðsfélagið Baldur, Verkalýðsfélagið Brynja á Þingeyri, Skjöldur á Flateyri og Verkalýðsfé- lagið Súgandi á Suðureyri. Er einnig til athugunar að Verkalýðs- og sjómannafélag Álftfirðinga í Súðavík taki þátt í mögulegri sam- einingu félaganna. Talið er að niður- staða í þessu máli gæti e.t.v. legið fyrir innan fárra vikna, skv. upplýs- ingum Morgunblaðsins. Sviptingar á raftækj amarkaði Heimilis- tæki opna nýja stór- verslun HEIMILISTÆKI opna í dag stór- verslun með rafmagnstæki af öllu tagi til heimilisins í stækkuðu hús- næði fyrirtækisins við Sætún og að sögn Rafns Johnson, forstjóra Heim- ilistækja, verður þar boðið upp á fjölda nýrra vörumerkja, auk eldri vörumerkja sem Heimilistæki hafa selt, á sambærilegu verði við það sem aðrir bjóða upp á hérlendis. Eins og gi-eint hefur verið frá mun nýr stórmarkaður með rafmagns- tæki verða opnaður í Smáranum í Kópavogi í lok mánaðarins, en Rafn sagði að í verslun Heimilistækja yrði veitt annars konar þjónusta. „Við verðum þó með miklu meiri markaðsstíl á þessu og breiðara vöruval heldur en við höfum verið með. Við verðum með öll raftæki til heimilisins og helstu rekstrarvörur í því sambandi, og teljum við okkur vera með mjög samkeppnishæft verð og síður en svo óhagstæðara en það sem reiknað er með annars staðar," sagði Rafn. Hann sagði að hjá Heimilistækj- um yrði lögð ríkari áhersla á per- sónulega þjónustu við viðskiptavini en hægt væri að bjóða upp á í stór- markaði, en það ætti ekki að koma niður á verðlagningunni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.