Morgunblaðið - 22.02.1998, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 22.02.1998, Blaðsíða 33
32 SUNNUDAGUR 22. FEBRÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. FEBRÚAR 1998 33 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. ÞORSKSTOFNINN í BARENTSHAFI 1* MORGUNBLAÐINU í fyrra- dag birtist frétt þess efnis, að norskur fiskifræðingur, sem starfað hefur á vesturströnd Bandaríkjanna, hefði spáð al- geru hruni þorskstofnsins við Norður-Noreg. Jafnframt hefði hann gagnrýnt mjög afstöðu norskra stjórnvalda til upplýs- inga, sem fyrir liggi um ástand stofnsins. í samtali við Morgunblaðið í gær segir Sigfús Schopka, fiskifræðingur af þessu tilefni: „Ég er sammála þeim mönnum, sem fara vilja varlega í þorsk- veiðar í Barentshafi til að vernda stofninn. Það er hins vegar ekkert að því að taka upp skynsamlega nýtingarstefnu í Barentshafi líkt og við höfum tileinkað okkur með góðum ár- angri í fiskveiðistjórnun okk- ar.“ Jafnframt upplýsir fiskifræð- ingurinn, að endurskoðun Al- þjóðahafrannsóknarráðsins á stofnstærð þorskstofnsins í Barentshafi hafi gefið til kynna, að stofninn hafi verið ofmetinn og í ljósi þess hafi ráðið lagt til, að heildarafli allra þjóða, sem stunda veiðar í Barentshafi yrði takmarkaður við 514 þús- und tonn á þessu ári. Norðmenn og Rússar hafi ákveðið að hundsa þessar ráðleggingar en ákveðið engu að síður að minnka veiðarnar niður í 700 þúsund tonn. Það er nauðsynlegt fyrir okk- ur íslendinga að fylgjast vand- lega með þessum fréttum úr Barentshafi. Slíkar upplýsingar hljóta óhjákvæmilega að hafa áhrif á afstöðu okkar til veiða í Smugunni. Þar er um alþjóð- legt hafsvæði að ræða og við höfum í krafti þess talið okkur heimilt að stunda veiðar þar. ítrekaðar tilraunir til samninga við Norðmenn og Rússa um veiðar í Smugunni hafa því miður reynzt árangurslausar. Smuguveiðarnar hafa hins veg- ar verið stundaðar á þeim árum, þegartalið hefur verið að þorsk- stofninn í Barentshafi væri gíf- urlega sterkur. Ef nú er komið í ljós, að hann er mun veikari en talið var og stjórnvöld í Noregi og þá vænt- anlega Rússlandi liggja undir gagnrýni fyrir að taka ekki til- lit til ráðgjafar sérfræðinga getur hætta verið á ferðum fyr- ir okkur og álit okkar, sem fisk- verndunarþjóðar. Við megum undir engum kringumstæðum fá það orð á okkur, að við stundum veiðar á alþjóðlegu hafsvæði í Smugunni án þess að taka tillit til ástands þorskstofnsins á þessum slóð- um. Rækjuveiðar okkar á Flæmska hattinumn hafa ekki orðið okkur til álitsauka nema síður væri af þeim sökum, að við tókum ekki um skeið tillit til vísindalegra upplýsinga, sem lágu fyrir um ástand rækju- stofnsins á þeim slóðum. Þorskstofninn í Barentshafi skiptir jafn miklu máli fyrir íbúa Norður-Noregs og þorsk- stofninn við íslands strendur fyrir okkur íslendinga. Það yrði stórfelldur álitshnekkir fyrir okkur, ef við stunduðum veiðar í Smugunni án þess að taka nokkurt tillit til nýrra upplýs- inga um stöðu þorskstofnsins. Að þessu máli þurfa bæði stjórnvöld og útgerðarmenn að huga. ^ LYSING Á ÞJÓÐ- VEGUM Höfuðborgarsvæðið, Suðurnesin, þéttbýlið fyr- ir austan fjall og Akranes eru smátt og smátt að renna saman í eina heild yegna stórbættra samgangna. A næstu árum mun fólk í vaxandi mæli líta á þetta sem eitt byggðasvæði og ekki telja eftir sér að aka til vinnu í Reykjavík frá Selfossi eða frá Hafnarfirði til Suðurnesja. Umferðaröryggi á þessu svæði skiptir því máli. Umferðaröryggi á Reykja- nesbraut er allt annað og meira en það var eftir að lýsing kom til sögunnar, þótt þörfin fyrir aðra akbraut sé auðvitað aug- ljós. Síðustu daga hafa fréttir birzt í Morgunblaðinu um hug- myndir um lýsingu á Hellis- heiði. Það er ástæða til að taka slíkar hugmyndir alvarlega. Lýsing á leiðinni á milli Selfoss og Reykjavikur ætti að verða eitt af forgangsverkefnum í umferðarmálum á þessu svæði. 6Víkingar hafa •vafalaust tekið marga þræla og ann- að fólk á Irlandi, Skotlandi, Hjaltlandi og Orkneyjum og flutt það_ með sér heim og til íslands, einsog heimildir nefna, og enginn vafí er á því, að keltnesk- ur dropi er í blóði okkar. En nú er svo komið, að beztu menn eru fam- ir að tala um okkur sem íra; fjöðr- in er orðin að hænunni. 7Enn eitt dæmi um, að einfald- • ur hlutur er vafinn inn í flókn- ar umbúðir. „Ég heyrði t.d. greint frá því á dögunum," segir Guð- mundur Magnússon í grein í Morg- unblaðinu, „að í skóla einum þar sem notað var kennsluefni skóla- rannsóknadeildar um landnám ís- lands í 4. bekk hefur kennari enn ekki séð ástæðu til að fjalla um neitt annað í sögu landnámsaldar en getgátur um dvöl Papa hér á landi, en sú frásögn tekur líka blaðsíðu í ritinu.“ 8Norðmenn nú og áður eru ekki • sama þjóðin, þeir hafa m.a. glatað tungu sinni. En frændur okkar á fyrmefndum eyjum glötuðu ekki norrænni tungu fyrr en á 18. öld. írar nú og áður em ekki heldur sama þjóðin. 9En við íslendingar tölum enn •tungu víkinga, þótt sumt hafí breytzt í framburði. Þó bemm við gæfu til þess, að hvert mannsbarn á Islandi getur ennþá Iesið fornar íslenzkar bókmenntir með nútíma- stafsetningu og skýringum. Tunga okkar er norræn. Hún var ekki ein- ungis töluð í Noregi, heldur um öll Norðurlönd. írar eða keltneskt fólk annars staðar hefur aftur á móti aldrei talað íslenzku. Ef íslendingar væra ekki norrænir, heldur keltar, töluðu þeir keltneska tungu einsog Melkorka, sem er raunar ómála HELGI spjall framan af Laxdælu, en ekki íslenzku eins- og raun ber vitni. Þarf frekari vitna við? Þeir, sem láta móðan mása um að við séum keltar afsanna það jafnóðum með því að masa á norrænni tungu. Allar skýringar á yfirstétt og þræl- um em síðari tíma flækjur um ein- falt mál. Enskan í Norður-Ameríku og Ástralíu og spænskan í Suður- Ameríku segja alla söguna um upp- runa landnemanna í þessum lönd- um, þó að mörg þjóðabrot komi þar við sögu. Keltneska hefur aldrei verið tunga fjölmennis á íslandi. Hitt er annað mál, að írskan skildi eftir nokkur orð í íslenzku, t.a.m. bagall, gjalt, kapall, tarfur, brekán og íjarviðrast, e.t.v. komið úr fjalk, sem mun merkja reiði á keltnesku. En við skulum ekki vera að fjarg- viðrast um það. Nú skulum við víkja að Karlamagnúsi eða Karli mikla (768- 814) og ríki hans. Þangað höfum við margt sótt og fleira en okkur hefur boðið í grun. Hann ól einna fyrstur með sér þá von, að unnt yrði að sameina Vestur-Evrópu. Hann var hugsjón Sambandsríkis Evrópu holdi klædd og þúsund ámm á undan sínum tíma. nSumir töldu hann ágjarnan • mann og að hann vildi allar þjóðir undir sig leggja, einsog kom- izt er að orði í sögu hans, sem snar- að er á norræna tungu á 13. öld úr frönskum hetju- eða sagnakvæð- um, chansons de geste. Má líklegt telja, að kvæðin hafi verið þýdd á óbundið mál undir handaijaðri Há- konar gamla Noregskonungs, en hann lét hefja þýðingar á erlendum riddarabókmenntum á norrænt mál snemma á ríkisstjómaráram sínum, líklega ekki síðar en 1226. Norræn- 10 1 1 Vf »1 ir menn hafa haft skemmtan af afrekssöngvum þessum eða kappa- kvæðum, enda varðveittist Karla- magnús saga bezt á íslandi einsog annað góðgæti frá þessum öldum. Fræg er frásögn Snorra af því, þegar Sighvatur Þórðarson, skáld og hirðmaður Ólafs konungs helga, lét skíra son hans án þess ráðgast við konung um nafn. En skáldinu þótti bamið allómáttulegt og taldi ólíklegt, að það lifði þar til konung- ur brygði svefni. Hann lét skíra sveininn Magnús. „Hví léztu svein- inn Magnús heita? Ekki er það vort ættnafn," sagði konungur við Sig- hvat. En skáldið svaraði: „Ég hét hann eftir Karlamagnúsi konungi, þann vissa eg manna beztan í heimi.“ „Gæfan fylgir vizku," sagði konungur. 12 Frankaríki og konungur •þess stóðu hjarta norskra konunga nærri, enda töldu þeir heilaga skyldu sína að kristna Nor- eg og má segja, að þeir Ólafarnir helgi og Tryggvason hafi verið eins konar Karlamagnús Norðurlanda. O Víkingar höfðu ágæt skil- X O «yrði til að kynnast ríki Karlamagnúsar. Víkingaferðir voru hafnar á stjórnarámm hans, en að honum látnum auka víkingar ferðir sínar í Frankaríki og ná þar fót- festu, einsog kunnugt er af sögu Göngu-Hrólfs og fleiri kappa. Þó að víkingar ættu í höggi við Karl Frankakonung, fengu afkomendur þeirra það veganesti í arf, að hann hefði verið heilráður boðberi krist- innar trúar og ástæða til að fylgja stórráðum hans í hvívetna. Ríki hans var einn harla vænn grasdal- ur, þangað sem hægt var að sækja hetjulegar fyrirmyndir og kristileg- an boðskap. Það var einnig trú for- feðra okkar. M. REYKJAVÍKURBRÉF Laugardagur 21. febrúar Það ER FRÓÐLEGT að tala við frammámenn í dönsku þjóðlífi um þessar mundir, ekki sízt nú þegar þingkosningar era framundan þar í landi. Þeim virðist bera saman um, að efna- hagsmál eru ekki lengur á dagskrá í þjóð- félagsumræðum í Danmörku, svo nokkru nemi a.m.k. Efnahagsmál era orðin eins konar jaðarmál þar í landi. Þau eru ekki lengur vandamál, sem krefst mikillar um- ræðu. Efnahagur Dana stendur á mjög traustum fótum og í þeim efnum hefur orðið grandvallarbreyting á tæpum tveim- ur áratugum. Kannski er ein ástæðan fyr- ir því sú, sem Henning Cristophersen, fýrr- verandi fjármála- og utanríkisráðherra Dana og meðlimur framkvæmdastjórnar ESB í áratug, nefndi í samtali við Morgun- blaðið sl. fímmtudag. Hann sagði beram orðum, að þýzki seðlabankinn hefði í raun stjórnað dönsku efnahagslífi í mörg ár og evrópski seðlabankinn mundi taka við því hlutverki. Forystumönnum í dönsku þjóðlífi virðist líka bera saman um, hvert sé eitt helzta vandamál þar í landi um þessar mundir. Þeir nefna hiklaust þann vanda, sem skap- azt hafi vegna mikils straums innflytjenda frá þriðja heiminum. Talið er að um 7000- 8000 manns komi ár hvert til Danmerkur frá ríkjum þriðja heimsins. Þetta fólk fær mikinn fjárhagsiegan stuðning við komuna til Danmerkur og í sumum tilvikum eru nefndar þar ótrúlegar upphæðir. En jafn- framt verða til sambúðarvandamál vegna gjörólíkra lífsviðhorfa og lífshátta, sem menn þekkja frá öðram löndum, svo sem Bretlandi, sem hafa reynslu af því að taka við miklum fjölda fólks úr fjarlægum heimsálfum. Það verður óneitanlega fróð- legt að fylgjast með því, hvort innflytjenda- málin verða ofarlega á baugi í kosninga- baráttunni í Danmörku og hvort afstaðan til þeirra hefur áhrif á úrslit kosninganna. Þess era mörg dæmi frá Evrópulöndum, að mjög hægri sinnaðar stjórnmálahreyf- ingar hafa náð miklum árangri í kosning- um með því að höfða til ótta fólks og í sumum tilvikum fordóma vegna innflytj- enda og flóttafólks frá öðram löndum. Það breytir auðvitað mjög svip allra umræðna um þjóðfélagsmál, þegar efna- hagsmál eru ekki lengur í öndvegi, eins og er að gerast í Danmörku. En að mörgu leyti má segja, að hið sama sé að gerast hér. Á þessum áratug hefur orðið bylting í stjórn og skipulagi efnahagsmála á ís- landi. Og nú er svo komið, að vandamál í efnahagslífi þjóðarinnar eru ekki daglegt umræðuefni. Efnahagsmálin eru smátt og smátt að færast út í jaðar þjóðfélagsum- ræðna, alveg eins og í Danmörku, þótt sú þróun sé ekki komin jafnlangt hér eins og þar. Þetta kemur bezt í ljós, þegar menn hittast á förnum vegi og a.m.k. áhuga- menn um stjórnmál spyrja hver annan, hvað sé að frétta úr pólitíkinni. Sannleikur- inn er sá, að nú orðið er nánast aldrei neitt að frétta úr pólitíkinni. Og í því felst, að það er sjaldan nokkuð fréttnæmt af efnahagsmálum þjóðarinnar. Pólitíkin og efnahagsmálin era ekki lengur í brenni- depli dæguramræðna á íslandi. Sumir kunna að sakna þeirra tíma, þegar stór- felld átök á vettvangi stjórnmálanna voru daglegt brauð og þjóðlífið snerist allt um stjómmál og stjómmálamenn. En þetta er liðin tíð og til marks um, að við búum í betra og heilbrigðara þjóðfélagi en áður. Stjórnmálin sem slík verða aldrei jaðarmál í lýðræðisþjóðfélagi, þótt þau kunni einnig að taka miklum breytingum, ekki sízt ef hugmyndir á borð við þær, sem viðraðar voru af brezka tímaritinu Economist fyrir rúmum tveimur misseram verða að vera- leika, þ.e. að lýðræðið verði virkara með almennari þátttöku fólks í ákvörðunum, sem teknar era á vettvangi stjórnmálanna. Á þeim tíma, þegar efnahagsmálin vora aðalviðfangsefni stjórnmálamanna og stjómvalda frá degi til dags, vora byggð upp öflug hagsmunasamtök bæði atvinnu- greina og annarra hagsmunaaðila til þess að standa vörð um og beijast fyrir fram- gangi ákveðinna hagsmuna. Það er senni- lega tímanna tákn og til márks um þá grandvallarbreytingu, sem er að verða, að nú eru bersýnilega hafnar umræður um viðamikla breytingu á skipulagi þessara samtaka. Á Iðnþingi í gær, föstudag, kom fram, að til umræðu er endurskipulagning á hagsmunasamtökum atvinnuveganna. Það er eðlilegt. Hvert er verkefni allra þessara aðila, Vinnuveitendasambands ís- lands, Landssambands íslenzkra útvegs- manna, Samtaka iðnaðarins, Verzlunar- ráðs íslands, Vinnumálasambandsins, Kaupmannasamtakanna, Félags ísl. stór- kaupmanna o.s.frv.? Öll þessi samtök halda uppi margvíslegri starfsemi, misjafnlega umfangsmikilli, með miklum fiölda starfs- manna og sérfræðinga. Til hvers? Það er búið að gera almenna kjarasamninga til þriggja ára. Ekki þurfa þessi samtök að einbeita sér að því verkefni á næstu mán- uðum og misserum. Frelsi í atvinnulífi og viðskiptalífi er orðið svo mikið, að ekki þarf lengur að nota mikla orku til þess að beijast fyrir hagsmunum einstakra at- vinnugreina eða jafnvel ifyrirtækja gagn- vart stjórnvöldum. Hveriera þá viðfangs- efnin? Að halda fiölda funda, sem stjórn- endur fyrirtækja hafa minni og minni tíma til að sækja? Ein afleiðing þeirra miklu breytinga, sem hér hafa orðið á þessum áratug á sviði efnahagsmála og stjóm- mála er sú, að það er ekki lengur þörf fyrir hagsmunagæzlu af því tagi, sem of- angreind samtök hafa sérhæft sig í. Þess vegna er eðlilegt, að þau leiti leiða til þess að sameinast eða auka samvinnu sín í milli með aukna hagræðingu í starfsemi sinni fyrir augum. Þessi starfsemi kostar atvinnufyrirtækin í landinu veralega fjár- muni, sem þau gætu betur notað að hluta til í önnur verkefni. Fyrirsjáanlegt er, að sama þróunin verð- ur á vettvangi verkalýðshreýfingarinnar. Nú þegar era uppi hugmyndir um samein- ingu eða nánara samstarf heildarsamtaka á borð við ASÍ og BSRB. En jafnframt era verkalýðsfélög byijuð að sameinast og renna saman í stærri einingar, bæði á landsbyggðinni og á höfuðborgarsvæðinu, þar sem sameining Dagsbrúnar og Fram- sóknar er skýrasta dæmið. Þar er líka um að ræða, að byggð hefur verið upp öflug hagsmunagæzla á vegum launþega, sem kostar launafólk umtalsverða fjármuni í félagsgjöldum og öðram gjöldum. Það er hægt að spara mikla fjármuni með því að sameina þessa starfsemi í færri einingar með færra starfsfólki enda má vissulega spyija, ekki síður en umsamtök vinnuveit- enda: til hvers eru öll þessi félög og allt þetta fólk, þegar hér er komið sögu? Þótt efnahagsvandamál séu ekki lengur hið daglega brauð í íslenzkum stjórnmála- umræðum er jafnframt ljóst, að sú stað- reynd gerir stjórnmálamönnunum fært að einbeita sér í ríkara mæli að framtíðarmál- um þjóðarinnar, sem krefjast bæði um- ræðna og úrlausna á næstu áram. Við okkur blasa nokkur stór verkefni á næstu áram, sem tímabært er að þjóðin beini athygli sinni að. wmmmmmm Á vettvangi Vín’lrof'ni stjómmálanna era veitveiin nokkur gtór mál( næstu ára Sém krefiast úr- lausnar á næstu árum. Þar má fyrst nefna þann djúpstæða ágreining, sem ríkir um fiskveiðistjórnun- ina. Fyrir tveimur árum virtist ágreining- urinn um þetta mál vera svo mikill, að hann væri óleysanlegur. Á því hefur hins vegar orðið mikil breyting. Segja má, að allir stjómmálaflokkar séu nú tilbúnir til að fallast á umræður um veiðileyfagjald eða auðlindagjald, ef menn vilja frekar kalla það svo, með einum eða öðrum hætti. Spurningin er ekki lengur hvort, heldur í hve ríkum mæli. Svo virðist sem bæði tals- menn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar- flokks geti fallizt á mjög hóflegt gjald, jafnframt því, sem þeir hafa berlega gefíð til kynna, að þeir hugsi sér að selja réttinn til að veiða úr norsk-íslenzka síldarstofnin- um á þeirri forsendu, að þar gegni öðra máli. Eindregnustu talsmenn veiðileyfagjalds eða auðlindagjalds eru bersýnilega tor- tryggnir vegna þessarar stefnubreytingar og telja, að markmiðið með henni sé að svæfa málið, ýta því út af borðinu. Sam- þykkt verði svo „hóflegt“ gjald, að það skipti engu máli en markmiðið sé að lægja þær óánægjuöldur, sem risið hafa með þjóðinni. Jafnframt hefur mátt sjá merki um mjög athyglisverðan skoðanamun, sem endurspeglar að nokkru leyti málefna- ágreining frá fyrri tíð; Framsóknarmenn hafa gefið í skyn, að þeir vilji mæta óánægju almennings með því að tak- marka mjög heimild til framsals. Morg- unblaðið hefur hins vegar bent á, að það væri mun hagstæðari kostur fyrir útgerð- armenn að borga veiðileyfagjald og njóta hagræðis af fijálsu framsali veiðiheim- ilda en að borga lítið sem ekkert en búa við_ verulega takmörkun á framsali. í þessum umræðum mega talsmenn auðlindagjalds ekki gleyma því, hversu mikilvægt það er, að talsmenn allra flokka hafa raunverulega fallizt á grund- vallaratriði málsins, þ.e. að gjald skuli greiða fyrir réttinn til þess að nýta auð- lindina. Þeir verða að varast að falla í þá gryfju að búa um sig í eigin skotgröf- um og ljá ekki máls á einhvers konar málamiðlun. í öllum málflutningi Morg- unblaðsins um þetta mál í heilan áratug hefur verið lögð áherzla á, að með sama hætti og aldrei verður friður um óbreytt kerfi er fásinna að ætla að breyta því á þann veg, að útgerðarmenn telji sig alls ekki geta við það unað. Það ætti hins vegar að vera öllum aðilum kappsmál að ljúka því á þessu kjörtímabili. Fyrsta skrefið í átt til þess að byggja upp traust væri að selja rétt- inn til að veiða úr norsk-íslenzka síldar- stofninum nú í vor. Næsta skrefið væri skipun nefndar á grundvelli þingsálykt- unartillögu Alþýðubandalagsins með þeim tímamörkum, að hún skilaði grein- argerð snemma næsta haust. Þriðja skrefið væri samkomulag á Alþingi um að taka upp sanngjarnt veiðileyfagjald í áföngum, jafnframt því sem frelsi til framsals væri víðtækt og viðskipti með veiðiheimildir færu fram á opnum mark- aði. Það er ákaflega mikilvægt að ná niður- stöðu í þessu máli. Það mundi hreinsa andrúmsloftið mjög og leiða til þess að allur almenningur yrði sáttari við það samfélag, sem við búum í. Frá sjónar- hóli Sjálfstæðisflokks og Framsóknar- flokks getur varla verið æskilegt, að kosningabaráttan eftir rúmt ár snúist um þetta mál. Þess vegna ætti það að vera stjórnarflokkunum báðum kappsmál að komast að niðurstöðu. Útgerðarmenn- irnir sjálfir hafa hvað eftir annað lýst yfir því, að það sé óþolandi fyrir þá að búa við þá óvissu, sem nú ríki. Fjárfest- ar, sem skipta orðið miklu máli, hljóta einnig að líta svo á, að það sé eftirsóknar- vert að friður skapist um sjávarútveginn. Annað stórt mál, sem krefst aukinnar athygli og umræðu eru Evrópumálin. Eftir 10 mánuði verður sameiginlegur gjaldmiðill Evrópuþjóða að veruleika. Nokkur ríki munu standa utan við þenn- an gjaldmiðil í upphafi en jafnvel þau komast ekki hjá því að tengjast honum á einn eða annan veg. Mikill hluti utan- ríkisviðskipta okkar íslendinga er við þjóðir, sem ýmist verða aðilar að evrunni í upphafi eða stefna að því á allra næstu árum. Það fer ekki hjá því, að þessi þró- un mun hafa mikil áhrif á okkur ekki síður en aðra. Aðild okkar að hinum evr- ópska gjaldmiðli kemur ekki til greina án aðildar að ESB. Og jafnframt er ljóst, Á SELTJARNARNESI Morgunblaðið/Kristinn að það eru til sterk rök, sem mæla gegn aðild að evrunni, ekkert síður en með henni. Við höfum hingað til litið svo á, að aðild að ESB væri óhugsandi vegna sjáv- arútvegsstefnu bandalagsins og þar með væri aðild að sameiginlegum gjaldmiðli ekki til umræðu. Það er hins vegar eftir- tektarvert, að margir þeirra, sem bezt þekkja til innan Evrópusambandsins í Brussel telja, að svo mikil breyting hafi orðið á viðhorfi til sjávarútvegsmája inn- an ESB að það sé þess virði fyrir Islend- inga að kynna sér rækilega þau sjónar- mið, sem nú eru uppi. Jafnframt er ekki ósennilegt, að hér heima fyrir hafi líka orðið nokkur breyt- ing á afstöðu manna. Þeir, sem upplifðu þorskastríðin hafa átt afar erfitt með að hugsa sér þann möguleika, að erlendir togarar sæjust á íslenzkum fiskimiðum. Sumir talsmanna ESB halda því fram, að til þess mundi aldrei koma. Islending- ar gætu átt möguleika á slíkum aðildar- samningum við ESB. Aukin umsvif okkar í sjávarútvegi í öðrum löndum hafa átt þátt í að breyta viðhorfum hér. Við teljum það nú eftir- sóknarvert að eignast rétt til að kaupa kvóta innan lögsögu annarra ríkja eða fá rétt til fiskveiða þar með öðrum hætti. Getum við til lengdar staðið gegn slíkum gagnkvæmum réttindum, ef við teljum það okkur í hag? Við leggjum vaxandi áherzlu á að laða erlenda fjárfesta hingað til lands. Verð- bréfafyrirtæki, sem eiga viðræður við hugsanlega erlenda fjárfesta, verða vör við sterkan áhuga þeirra á að fjárfesta í íslenzkum sjávarútvegi. Hversu lengi getum við staðið gegn því að þeir fái leyfi til þess á sama tíma og við gerum kröfu til að fjárfesta í sjávarútvegi þeirra sömu þjóða? Öll þessi mál krefjast umræðna og við eigum ekki að vera hrædd við að viðra hugmyndir. Tími landráðabrigzla er væntanlega liðinn í íslenzkum stjórn- málaumræðum og þess vegna eiga að geta farið fram málefnalegar umræður um viðhorf og sjónarmið af því tagi, sem hér hefur verið lýst. Önnur mál SJÁVARÚTVEGS- málin og Evrópu- málin era stóra málin, sem við okk- ur blasa á næstu áram en nokkur önnur mál era einnig óleyst. Þar má nefna, að við höfum alls ekki komizt að niðurstöðu um framtíðarappbyggingu heilbrigðiskerf- isins. Á hveiju einasta ári hefiast hefð- bundnar umræður um lokun deilda á spí- tölum yfir sumartímann og á haustin fara fram miklar umræður um fjárhagsvanda sjúkrahúsanna. Það verður að finna leiðir til þess að samstaða skapist um uppbygg- ingu og þróun heilbrigðiskerfisins, þannig að ofangreind umræðuefni verði ekki fast- ur liður á dagskrá þjóðarinnar ár hvert. í bankakerfinu er mikil gerjun. Þróun- in er ör. Þrýstingurinn á stjórnvöld að hraða einkavæðingu bankanna er orðinn mikill og á eftir að aukast. Menn sjá það betur og betur, að núverandi skipan heyr- ir fortíðinni til og er jafnframt alltof dýr eins og Finnur Ingólfsson, viðskiptaráð- herra, benti á í ræðu á Iðnþingi í gær, föstudag. Þess vegna ætti það að verða markmið núverandi ríkisstjórnar að hraða einkavæðingu ríkisbankanna þriggja, þ.e. Landsbanka íslands hf., Búnaðarbanka íslands hf. og Fjárfest- ingarbanka atvinnulífsins hf. Þriðja stóra málið í þessum flokki, sem ástæða er til að nefna er framtíð Landssíma íslands hf. Fyrirtækið býr yfír mjög full- komnun tæknibúnaði og er fjárhagslega mjög öflugt. Það þarf hvort tveggja í senn að finna eðlilegan farveg fyrir einkavæð- ingu þess og skapa samkeppnisfyrirtækjum aukið svigrúm á þessum markaði. Halldór Blöndal, samgönguráðherra, hefur lagt áherzlu á nauðsyn þess að selja hlut í Lands- símanum og er ástæða fyrir ráðherrann að fylgja þeirri stefnumörkun fast eftir. Þegar litið er yfir þjóðarsviðið eru mörg verkefni sem bíða úrlausnar en þau eru til allrar hamingju annarrar gerðar en þau viðfangsefni, sem heltekið hafa stjórn- málamennina alveg frá lýðveldisstpfnun og raunar frá því fyrr á öldinni. í því, ekki sízt, felast hin miklu umskipti, sem orðið hafa í íslenzku þjóðlífi á þessum áratug. „I þessum umræð- um mega tals- menn auðlinda- gjalds ekki gleyma því, hversu mikilvægt það er, að tals- menn allra flokka hafa raunveru- lega fallizt á grundvallaratriði málsins, þ.e. að gjald skuli greiða fyrir réttinn til þess að nýta auð- lindina. Þeir verða að varast að falla í þá gryfju að búa um sig í eigin skot- gröfum og ljá ekki máls á ein- hvers konar mála- miðlun.“ * I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.