Morgunblaðið - 01.03.1998, Page 8
8 B SUNNUDAGUR 1. MARZ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
vegna þess sem býr innra með þér.
Það þýddi ekkert fyrir mig að taka
þátt í eltingarleiknum við fegurðar-
stuðla því þá missti ég takið á raun-
veruleikanum og það vildi ég aldrei
gera. Þá væri ég komin út í eitthvað
sem ég hef alltaf sagt að ég mundi
aldrei gera.“
Og síðar segii' hún: „Samt skil ég
hvernig sumt af þessu verðm- til.
Það erfíðasta við að starfa við kvik-
myndirnar og sérstaklega í Los
Angeles er að þú lifir í einhverjum
ævintýraheimi allar stundir. Allt er
gert fyrir þig. Þú átt þér ekkert líf
utan vinnunnar. Þegar svo tökum er
lokið er þér ýtt aftur út í raunveru-
leikann og þú þarft aftur að hugsa
um þig sjálf. Ég hef mikla ánægju af
því að komast út úr ævintýraheimin-
um. Öðrum þykir það ekki.“
Skiptir sér ekki af miðasölunni
„Ég lít ekki svo á að ég sé neitt
sérstaklega góð eða aðlaðandi leik-
kona,“ segir Winslet, „og ég er mjög
meðvituð um það hvernig maður
getur brunnið út í þessum bransa ...
Og svo eru ungir leikarar svo of-
boðslega uppteknir af því hvemig
myndunum þeh-ra vegnar í miðasöl-
unni. Græðgi er slæm. Ég er viss um
að það er mjög auðvelt fyrir leikara
að falla fyrir græðginni þegar þeir fá
það sem þeir vilja á silfurfati og geta
valið úr öllum réttunum. Einu sinni
spurði Hugh Grant mig að því
hvernig Himneskum verum hefði
vegnað í miðasölunni. Ég sagðist
ekki hafa hugmynd um það og hann
trúði ekki sínum eigin eyrum.“
Nú þegar Titanic er myndin sem
allir verða að sjá hef-
ur kvikmyndatilboðunum
rignt yfir Winslet. Hún hef-
ur misst af nokkrum myndum
á síðustu þremur árum sem
hana hefur langað til að vera í
eins og Rómeó og Júlíu og I deigl-
unni. Einnig hitti hún einu sinni
Woody Allen að máli vegna hlut-
verks í mynd hans. „Það var mér
mikill heiður að hitta Woody Allen,“
segii- hún. „Hann brosti og spurði
mig nokkurra spurninga og tók af
mér polaroidmynd."
Næsta mynd hennar er „Hideous
Kinky“ sem byggð er á skáldsögu
eftir barnabarn Sigmunds Freud en
í henni leikur Winslet hippamömmu
sem flutti með börnunum sínum til
Marokkó snemma á áttunda ára-
tugnum. „Mér leiðist öll kaupsýslan í
kringum kvikmyndirnar. Það er ein
helsta ástæðan fyrir því af hverju ég
vil ekki eingöngu fara með aðalhlut-
verk í stórum og dýrum myndum
eða leika sterkar kvenpersónur. Ég
er hæstánægð með hlutverk í
smæm myndum ef mér líkar hand-
ritið, ef efnið er gott.“
Breska leikkonan Kate
Winslet á eflaust
nokkurn þátt í hinum
stórkostlegu vinsæld-
um Titanic um allan
heim. Arnaldur Ind-
riðason skoðaði feril
hennar en hún lék í
sinni fyrstu mynd 17
ára gömul og vakti
strax athygli fyrir
mikla leikhæfileika
’ ATE Winslet kemur úr
leikarafjölskyldu í Bret-
landi. Faðir hennar er leik-
í bænum Reading.
Móðir hennar er einnig leikari og er
sjálf dóttir leikarahjóna. Kate var
send í leiklistarnám 11 ára að aldri
og 13 ára hafði hún fengið sitt fyrsta
hlutverk. Hún hefur leikið alla tíð
síðan. Fyrsta hlutverk hennar í kvik-
myndunum var í nýsjálensku mynd-
inni Himneskar verur eða „Heavenly
Creatures" eftir Peter Jackson. 175
aðrar leikkonur sóttu um hlutverkið.
Hún var aðeins 17 ára. Tævanski
leikstjórinn Ang Lee var fljótur að
ráða hana eftir þá mynd í hlutverk
yngri systur Emmu Thompson í
Vonum og væntingum eða „Sense
and Sensibility" og eftir það kom
„Jude“ eftir Michael Winterbottom
og loks réð Kenneth Branagh hana í
hlutverk Ófelíu í maraþonútgáfu sína
af Hamlet. Þegar Winslet kom til
álita í hlutverk Rósu í Titanic var
leikstjórinn, James Cameron, ekki á
því í fyrstu að hún væri réttí hlut-
verkið því hún hafði verið í öllum
þessum myndum sem gerðust í for-
tíðinni áður. Hann leitaði að leikkonu
sem aldrei hafði komið nálægt bún-
ingadrama. En eftir að hún las upp
fyrir hann skipti hann um skoðun og
sér varla eftir því. Kate Winslet hef-
ur reynst geyma hjartað og sálina í
Titanic og á ekki minnstan þátt í því
að hún er á góðri leið með að verða
vinsælasta mynd allra tíma.
Engar væntingar
Hún er 22 ára og segist ekkert
varða um það að vera orðin kvik-
myndastjama. „Ég veit að ég hljóma
hrokafull og kaldhæðin þegar ég segi
það,“ hefur kvikmyndatímaritið
Movieline eftir henni. „Ég er mest
undrandi að vera komin í þá stöðu
sem ég er í. Þegar ég fór fyrst að
hugsa um að mig langaði til þess að
gerast leikkona, og ég man ekki eftir
mér öðruvísi, gerði ég mér engar
væntingar um frægð og frama. Ég
hafði gaman af að leika og hugsaði
með mér að ég skyldi taka fyrir einn
dag í einu og vona að ég héldi áfram
að skemmta mér og öðrum við leik-
inn. Á undanförnum tveimur árum
ég hef haft óhemju mikið að gera og
oft hefur það hvarflað að mér hvers
vegna í ósköpunum ég er að fást við
þetta. Það reynir mikið á mig and-
lega. Ég er oft dauðþreytt. Ég sé
aldrei fjölskyldu mína. Þetta er ekk-
ert líf. Ég hef ekki einu sinni tíma til
þess að öðlast lífsreynslu til þess að
byggja á í mínu starfi. Það er ekki
gott að hugsa þannig um starfið sem
maður hefur valið sér.“
Hún talar ákaflega vel um flesta
þá leikstjóra sem hún hefur unnið
með. Nýsjálenski leikstjórinn Peter
Jackson er í sérstöku uppáhaldi en
hann náði öllu þvi besta fram í henni
þegar hún lék táningsstúlku í Himn-
eskum verum sem duflaði við sam-
kynhneigð og varð á endanum morð-
ingi. „Ég treysti strax Peter sem er
eins og guðfaðir minn. Hann er mað-
ur sem stendur með leikurunum sín-
FJÖGUR góð hlutverk: Winslet í „Jude“, Titanic, Vonum og væntingum og Himneskum verum.
um sama á hverju gengur.“ Það kom
til álita að hún léki á móti Kenneth
Branagh í ákaflega misheppnaðri
mynd hans um Frankenstein en á
endanum vildi hann hana ekki í hlut-
verkið. Annað var upp á teningunum
þegar hann gerði Hamlet. „Ég var
miður mín að fást við Shakespeare,"
segir hún. „En Kenneth sagði við
mig: Julie Christie óttast Shake-
speare milljón sinnum meira en þú.
Þá varð mér Ijóst að við öll, Julie
Christie, Derek Jacobi og meh'a að
segja Kenneth, vorum öll á sama
báti. Ég róaðist aðeins við það.“
Samstarfíð við Cameron
unum sem allar eru glæsilegar hor-
renglur og sjá fegrunarfræðingum
fyrir nægum verkefnum. Winslet
hugsar öðruvísi, bústin og sælleg
eins og hún er. „Lýtalækningar og
brjóstastækkanir eru ágætar fyrir
fólk sem er fyrir þvílíkt og því líður
betur. En það gerir sérstaklega leik-
ara að ævintýraverum sem eiga
heima í ævintýralandi. Leiklistin
snýst um að vera raunverulegur og
heiðarlegur. Það er ekki úrslitaatriði
fyrir áhorfendur hvort þú ert falleg
eða hvort botninn á þér er stór eða
lítill. Þeir verða að hrífast af þér
Og svo er það Cameron en sögur
af honum sem harðstjóra á tökustað
eru margar og kunnar og svo hart
gekk hann fram við gerð Titanic
að litlu munaði að Winslet
drukknaði. Hún hafði ekki farið
fögrum orðum um leikstjórann
og myndgerðina meðan á henni
stóð. Hún lýsti þeim „raunum“
sem hún upplifði og sagði að
hún „óttaðist“ það sem hún
kallaði „skapofsa" leikstjórans.
Og loks: „Suma daga vaknaði
ég og hugsaði með sjálfri mér:
Góði guð, láttu mig deyja!“ Hún
hefur mjög linast í afstöðu sinni
til leikstjórans eftir vinsældir
myndarinnar og lofsamlegar um-
sagnir gagnrýnenda. „Hann er
snillingur og hann er bilaður,"
segir hún núna. „Snillingur hvað
það varðar að fylgja eftir sannfær-
ingu sinni og bilaður hvað varðar að
ná því fram sem hann vill. En það
ber að virða hann fyrir það sem
hann gerir því það hlýtur að vera
stórfenglegt að stjórna einhverju
eins ofboðslega umfangsmiklu verki
og kvikmyndun Titanic. Hann rugl-
aði mig stundum í ríminu því ég vissi
ekki hvað hann var að fara en svo
rann það upp fyrir mér að maðurinn
hefur ekki hugsað um annað í tvö ár
og það hjálpaði mér að skilja hann.“
Það kostaði heilmiklar fómir af
hálfu Winslet að leika í Titanic en
hún er hæstánægð með útkom-
una. „Mér fannst frábært að sjá
myndina í allri sinni dýrð, það
fylgdi því léttir og ánægja, hún
kom mér svo gersamlega á
óvart. Ég trúði því ekki að
þetta væri ég þarna uppi á
tjaldinu. Ég meina, ég kem
frá smábæ skammt frá
London, hvað er ég að gera í
þessari mynd?“
Og hvað er hún að gera í
Hollywood? Eitt af því sem
vinnur með henni er að hún er
gjörólík ungu Hollywoodleikkon-
Hæst-
ánægð
með hlut-
verk í
smærri
myndum ef
efnið er
gott; Kate
Winslet.
„Hvað er ég að gera
í þessari mynd?“