Morgunblaðið - 21.04.1998, Page 61

Morgunblaðið - 21.04.1998, Page 61
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. APRÍL 1998 61 FÓLK í FRÉTTUM Konur á tónleikaferðalagi hlátri í staðinn... það er kannski einmitt þess vegna sem atriðið fékk ekki að vera með, en við skemmtum okkur að minnsta kosti konung- lega.“ -Hittirðu einhvern tímann putal- ingana? „Já, við hittumst einu sinni í fyrsta samlestrinum, en síðan fóru þau í stífa fímleikaþjálfun fyrir hlutverkin (ég slapp) og eftir það varð ég bara að leika út í loftið, ímynda mér lítið fólk og tala við leikara sem voru ekki til staðar, stundum voru settar litlar dúkkur sem ég gat snúið mér að. Best gekk mér þó að leika með ímynduðum verum. Þess vegna fannst mér mjög gaman að sjá lokaútgáfuna af myndinni, að sjá hvernig þessu var öllu púslað saman með alls konar tölvutæknibrellum." -Hvers vegna gerðist þú leikari? „Ég hef ekki hugmynd um það, bara einhver sýniþörf, þetta var ein leið til að draga að sér athygli, á skólaárunum ætlaði ég að verða stjarna í amerískum fótbolta, en svo skaddaði ég á mér hnéð og þurfti að taka mér árs leyfí frá bolt- anum og það var þá sem ég ánetj- aðist leiklistinni og það varð ekki aftur snúið, ég spilaði ekki fótbolta eftir það, heldur fór í leiklistar- deildina þaðan sem ég útskrifaðist með Kathleen Turner og fleiri góð- um leikurum.“ -Heldurðu að stærð þín hafí eitt- hvað með það að gera að þú færð mestmegnis að fást við grínmyndir? „Já, ég er ekki í nokkrum vafa um það og það er ekki alveg þannig sem ég hefði viljað hafa hlutina, ég myndi miklu frekar vilja vera grannur og spengilegur og hafa úr íleiri hlutverkum að velja, það er ekki hentugasti hlutur í heimi að vera í mínum stærðarflokki." -Hvað er framundan? „Ekkert, ég ætla að taka mér smáfrí, það er nýbúið að ljúka tök- um á nýrri Coen-bræðra mynd með Jeff Bridges í aðalhlutverki, ég leik afskiptasaman vin hans úr Víetnam- stríðinu, þar áður lék ég í nýju Blús- bræðramyndinni, þar sem ég leik gaur sem vinnur á bar þegar Elmwood sem er leikinn af Danny (Dan Acroyd) kemur og tekur hann undir sinn verndarvæng og gerir að nýjum Blúsbróður.“ -Syngurðu í þeirri mynd? „Einungis vegna þess að mér var hótað lífláti og limlestingum." Hér hlær John svo innilega að honum svelgist á kaffinu sínu. -Nú söngstu „Goodgolly Miss Molly“ íKing Ralph af mikilli innlif- un. „Ég þoldi ekki það atriði, leik- stjórinn lét mig gera það aftur og aftur, ég held að við höfum tekið það minnst fimmtíu sinnum og ég hélt ég myndi fá hjartaáfall eftir hverja töku þetta voru svo mikil átök.“ -Núna eru Iloseanne-þættirnir endursýndir á annarri hverri sjón- varpsrás úti um allan heim, horfírðu á þá? „Já, reyndar, ég kíki á þátt og þátt ef ég rekst á þá, ég horfði aldrei á þættina þegar við vorum að vinna að þeim, en núna finnst mér gaman kíkja á þetta, það rifjast oft upp íyrir mér hvað var að gerast í mínu lífi þegar upptökurnar voru gerðar.“ -Hefurðu einhvem tímann komið til íslands? „Nei, en það er aldrei að vita, ég veit að Reykjavík er „svalasti" staðurinn á hnettinum í dag og ég hef heyrt að þið kunnið að skemmta ykkur langt fram á nótt og það er eitthvað sem ég kann vel að meta.“ SÖNGKONURNAR Bonnie Raitt, Shawn Colvin, sem er með barni, Sarah McLachlan, Paula Cole og Meredith Brooks stilltu sér upp á blaðamanna- fundi, sem var haldinn til að kynna „Lilith Fair“ farandtón- leikana, sem verða haldnir í rúmlega 40 borgum Bandaríkj- anna í sumar. Eingöngu söng- konur koma fram á tónleikun- um og verður hluta ágóðans varið til góðgerðarmála í borg- unum. Fyrstu tónleikarnir verða í Portland í Oregon fylki 19. júní. 1 ■ ■ lapraine : : 1 SWITZERLAND Lúxusandlitsbað w.v •» . ; I' •• - • Ávaxtasýruandlitsbað Kavíarandlitsbað H'* • ’ r'W| Gjafakort ' 1 KYNNING Á morgun kl. 14-18 ( Fallegur kaupauki '/ Kynntar verða I spennandi nýjungar og veitt fagleg ráðgjöf. Vertu velkomin Hfl G N E S|§:.,! 1*11 SNYRTISTOFA j Listiúisinu Laugardal j ^imi 588 5022 þó það sé óneitanlega stór plús ^ HYUHDIM aifWWvRfw Tæknival Skeifan 17 • 108 Reykjavík • Sími: 550 4000 Reykjavíkurvegur 64 • 220 Hafnarfj. • Sími: 550 4020 Opnunartími: 9-19 virka daga og 10 - 16 laugardaga heldur líka öryggi og þjónustu! Hyundai 200 mmx Intel Pentium 200 MMX • 32 mb SRAM vinnsluminni • 512 kb pipeline Burst Cach skyndiminni • 2.1 GB Ultra DMA hardur diskur • 16 bita hljóðkort • 24 hrada geisladrif • 50W hátalarar • 2mb ATI Machó4 skjákort • 3,5" disklingadrif * Hnappaborð og Logitec mús • Windows 95 33,6 „fax/voice” mótald • Internetáskrift í 4 mánuði Fermingar tilboð aðeins kr.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.