Morgunblaðið - 25.04.1998, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 25.04.1998, Qupperneq 1
100 SÍÐUR B/C/D STOFNAÐ 1913 92. TBL. 86. ÁRG. LAUGARDAGUR 25. APRÍL 1998 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Allsherjarverkfall hefst 1 Danmörku aðfaranótt mánudags Nyrup segir laga- setningu útilokaða Kaupmannahöfn. Morgunhlaðið. POUL Nyrup Rasmussen, forsætis- ráðherra Danmerkur, sagði síðdegis í gær að stjórnin myndi ekki setja lög til að koma í veg fyrir að allsherj- arverkfall skelli á aðfaranótt mánu- dags. Tilkynnti forsætisráðheiTann þetta eftir fund með forystumönnum deiluaðila, að því er Jyllandsposten greindi frá í gær. Nyrup sagði að danska alþýðusam- bandið (LO) og samtök atvinnurek- enda (DA) bæru meginábyrgð á þvi alvarlega ástandi sem vofði nú yfir. „Ríkisstjómin lætur sig ekki dreyma um að gefa þeim átylíu til að víkjast undan þeirri ábyrgð." Stórir flutningabílar settu svip sinn á götulífið í Kaupmannahöfn og öðr- um bæjum í Danmörku í gær eftir orðróm í morgunfréttum um að ný- gerðir samningai- 400 þúsund laun- þega hefðu líklega verið felldir. Vildu greinilega sem flestar verslanir birgja sig upp til vonar og vara. Niðurstaðan Hafna af- skiptum af Kosovo Belgrad, London. Reuters. YFIRGNÆFANDI meirihluti Serba hafnaði afskiptum erlendra ríkja af Kosovo-deilunni í þjóðarat- kvæðagreiðslu á fimmtudag. Kosn- ingaþátttaka var um 73%, og greiddu um 95% atkvæði gegn er- lendum afskiptum. Stjómmálaleið- togar á Vesturlöndum sögðu niður- stöðuna marklausa og lýstu jafn- framt yfir áhyggjum vegna átaka sem hafa blossað upp að nýju í hér- aðinu. Albönsk yfirvöld sögðu í gær að um 1.000 manns hefði flúið frá Kosovo yfir til Albaníu. Albanir í Kosovo hunsuðu kosn- ingamar, sem Slobodan Milosevic, forseti Júgóslavíu, sambandsríkis Serbíu og Svartfjallalands, boðaði til. Fullvíst er talið að Milosevic muni bera vilja þjóðarinnar fyrir sig, er hann reynir að koma í fyrir tilraunir Bandaríkjanna og ýmissa Evrópuríkja til að fá Serba til að bæta stöðu Albana í Kosovo. Klaus Kinkel, utanríkisráðherra Þýskalands, og embættismenn hjá Atlantshafsbandalaginu (NATO), sögðu í gær að Vesturlönd íhuguðu að fjölga mjög í gæsluliði NATO á landamæram Serbíu að Albaníu og Makedóníu til að koma í veg fyrir að átökin í Kosovo breiddust út. Serbneski herinn felldi að minnsta kosti nítján albanska skæraliða á miðvikudag er til átaka kom milli hermanna og um 200 AI- bana sem reyndu að lauma sér yfir landamærin frá Albaníu. I gær létu serbneskur lögreglu- maður og Albani lífið í árás al- banskra skæruliða á lögreglustöð á Klinicina. Þá sögðu sömu heimildir að Albanir hefðu varpað sprengj- um á þorp skammt frá vatnsveitu sem júgóslavneski herinn ræður. Flugleiðir reyna að greiða úr vanda farþega kom hins vegai- kaupmönnum jafn- mikið á óvart og stjómmálamönnum og viðbúnaðurinn ekki sem skyldi. Síðdegis tilkynnti sáttasemjari svo að samningarnir hefðu verið felldir með 56,84 prósentum. Ef ekkert breytist skellur verkfallið á á mið- nætti á sunnudagskvöld, og mun lama þjóðlífið á innan við viku og hafa áhrif langt út fyrir verkfalls- hópana, meðal annars af því að bens- ín verður ekki keyrt út. Eftir hörð samningaátök og svo samninga í mars virtist verkfallshót- un gengin yfir. Samningamenn verkalýðsfélaganna virðast hins veg- ar ekki hafa áttað sig á mikilli óá- nægju fólks eftir væntingar þess til NEÐRI deild rússneska þingsins, Dúman, staðfesti í gær útnefningu Sergeis Kíríjenkos í embætti for- sætisráðherra er greidd voru at- kvæði um hana í þriðja og síðasta sinn. „Þetta er sigur fyrir þig og okkur sameiginlega," sagði Borís Jeltsín, forseti, við Kíríjenko er úr- slit lágu fyrir. Það var forsetinn sem tilnefndi Kíríjenko til embætt- isins. Hefði Dúman hafnað Kíríjen- ko hefði Jeltsín neyðst til að leysa þingið upp og boða til kosninga. Urslit atkvæðagreiðslunnar voru fráleitt tvísýn, Kíríjenko hlaut stuðning 251 þingmanns en einung- is 25 vora á móti. 39 sátu hjá. Þetta er mun meiri stuðningur en Kíríjen- samninganna. Afdrifaríkast er talið að í stað heillrar fríviku í viðbót sem krafist var fékkst víðast aðeins að aðfangadagur yrði frídagur, sem hann reyndar er þegar í mörgum fyrirtækjum. Ársæll Harðarson, svæðisstjóra Flugleiða í Kaupmannahöfn, dregur ekki fjöður yfir að vegna verkfallsins muni flug félagsins um Kastrup leggjast niður. Reynt verður að bæta við aukaflugi á sunnudag og koma farþegum til Bandaríkjanna um Osló. Verkfallið hefur kostnað í fór með sér bæði fyrir félagið og far- þega. Farþegar þurfa sjálfir að bera kostnað af að koma sér til annarra flugvalla, ef þeir halda þangað eftir að verkfall skellur á til að ná flugvél- um félagsins, en Ársæll sagði að Flugleiðir myndu reyna að greiða úr vanda þeirra, sem vilja aflýsa ferð- um sínum, þótt þeir séu með miða sem félagið endurgreiðir ella ekki. ko hlaut í fyrri atkvæðagreiðslum þegar honum tókst ekki að fá tilskil- inn stuðning. Kommúnistar höfðu beitt sér harðast gegn útnefningu Kíríjenkos og sagt hann of ungan og skorta reynslu til þess að geta leyst þann gífurlega efnahags- og þjóðfélags- lega vanda sem við er að etja í Rússlandi nú. Jeltsín hafði hins veg- ar hvergi hvikað frá þeirri skoðun að Kíríjenko, sem er fyrrverandi bankastarfsmaður og orkumálaráð- herra, væri rétti maðurinn til þess að fara fyrir nauðsynlegu umbóta- starfi. Urslit atkvæðagreiðslunnar í gær eru mikill sigur fyrir Jeltsín, sem Minning um þorp TUGIR Palestínumanna gengu fylktu liði um götur Ramallah á Vesturbakkanum í gær og minntust arabíska þorpsins Um- Khaled sem lagt var í rúst 24. maí 1948 í Palestínustríðinu. Báru göngumenn fána Libanons og Jórdaníu, auk palestínska fánans, til marks um þau svæði sem flóttafólk frá þorpinu leitaði til. Dennis Ross, sendifulltrúi Bandaríkjastjórnar fyrir botni Miðjarðarhafs, mun eiga fundi með deiluaðilum nú um helgina og kvaðst hann reikna með að gengið yrði endanlega frá því hversu stórum svæðum á Vesturbakkanum Israelar myndu skila til heimastjórnar Palestínumanna. Tilkynnt var í Hvíta húsinu í gærkvöldi að A1 Gore, varaforseti, muni eiga fund með Yasser Arafat, forseta Palestínumanna, í Ramallah 2. maí nk. og mun Gore einnig fara til Israels. James Rubin, talsmaður bandaríska utanríkisráðuneytisins sagði í gær „erfitt að vera bjartsýnn" á árangur í fyrirhuguðum viðræðum Madeleine Albright, utanríksráðherra, við Netanyahu og Arafat, sem fara eiga fram í London 4. mai. mun í samráði við hinn nýja forsæt- isráðherra tilnefna ráðherra í nýja ríkisstjórn. Kíríjenko sagði í gær að hann myndi kynna ráðherralista sinn fyrir Jeltsín á þriðjudagskvöld. Jeltsín vék ríkisstjórn Viktors Tsjemómýrdins frá fyrir um það bil mánuði á þeim forsendum að hún hefði ekki staðið sig sem skyldi við nauðsynlegar umbætur. Gennadí Zjúganov, leiðtogi kommúnista í Dúmunni, fór ekki leynt með óánægju sína er úrslit lágu fyrir í gær. „Ég sé enga ástæðu til gleði,“ sagði hann stuttur í spuna. „Það ætti að breyta stefnu stjórnvalda." Atkvæðagreiðslan í gær var leynileg og telja sumir Reuters Nál í kött Á ACACIA-dýraspítalanuin í Tókýó í Japan beitir Norko Shimizu dýralæknir nál- arstungum við Iæknismeðferð, í bland við kínversk jurtalyf og moxbruna, sem er aldagömul asísk lækningaaðferð er felst í því að jurtir eru brenndar á eða nálægt húðinni. Yilmaz hættir Ankara. Reuters. STJÓRNARKREPPA blasir við á Tyrklandi eftir að Mesut Yilmaz, for- sætisráðherra landsins, tilkynnti í gær að hann hygðist hverfa úr emb- ætti seinna á árinu og að boðað yrði til þingkosninga snemma á næsta ári. Akvörðun Yilmaz kemur í kjölfar samkomulags sem hann gerði við Deniz Baykal, leiðtoga vinstri stjórn- arandstöðunnar, sem tryggir stuðn- ing Baykals við stjórn Yilmaz en gerir einnig ráð fyrir kosningum í mars næstkomandi, 20 mánuðum á undan áætlun, og að Yilmaz láti óháðum manni eftir forsætisráð- herradóminn þangað til. Ráðherrar í samsteypustjórn Móðurlandsflokksins og Lýðræðis- flokks Tyrklands lýstu í gær óá- nægju sinni með ákvörðunina. Yasar Topcu atvinnumálaráðherra sagði hana „afar ranga“ og haft var eftir Isin Celebi, ráðherra ríkisáætlana og viðskipta við útlönd, að þetta væri langt frá því að vera framfaraskref fyrir Tyrkland. Báðir gagnrýndu samkomulag Yilmaz við Baykal. fréttaskýrendur að það hafi ráðið úrslitum þar eð þingmenn gátu greitt atkvæði burtséð frá flokkslín- um. Mörgum þingmanninum hafi ekki litist á þann kost að hætta þingsæti sínu, og þeim hlunnindum sem því fylgja, með því að efnt yrði til kosninga. Bandarísk stjórnvöld brugðust vel við staðfestingunni á útnefningu Kíríjenkos. „Við hlökkum til og væntum náins samstarfs við hann, rétt eins og við höfum átt við for- vera hans, Tsjernómýrdin," sagði Mike McCurry, fréttafulltrúi í Hvíta húsinu. ■ Kíríjeukó reyndist/25 Reuters Kíríjenko hlýtur afgerandi stuðning Dúmunnar í embætti forsætisráðherra Jeltsín segir staðfesting- una „sameiginlegan sigur“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.