Morgunblaðið - 25.04.1998, Page 4
4 LAUGARDAGUR 25. APRÍL 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Flutningur á úrani
til Dounreay
Sendiherr-
ar í ráðu-
neytið
SENDIHERRAR Bandaríkj-
anna og Bretlands voru kallaðir
til fgndar í utanríkisráðuneyt-
inu í gær, þar sem komið var á
framfæri við þá alvarlegum
áhyggjum íslenskra stjórnvalda
vegna samkomulags Breta og
Bandaríkjamanna um að flytja
fímm kíló af auðugu úrani frá
Tiblisi í Georgíu til endur-
vinnslustöðvarinnar Dounreay í
Skotlandi. Málið var rætt á
fundi ríkisstjómarinnar í gær.
„Það er okkar stefna að slík-
ur úrgangur sé alls ekki við haf-
ið. Við teljum að nóg sé komið
af þvi að slík efni hafi lekið út í
hafíð og teljum það í andstöðu
við Ríó-samþykktimar sem
mæla gegn því að kjarnorkuúr-
gangi verði komið fyrir nálægt
hafinu,“ sagði Halldór Ásgríms-
son utanríkisráðherra.
„Við teljum jafnframt að öll
slík starfsemi skaði ásýnd
þeirra afurða sem koma úr haf-
inu og lítum þetta mjög alvar-
legum augum,“ sagði Halldór
ennfremur.
Andlát
ANNA
BJARNA-
SON
ANNA Bjamason, blaðamaður, lést
á Borgarspítalanum síðasta dag
vetrar, 22. apríl, á 65. aldursári.
Anna var fædd í Reykjavík 7.
september 1933, dóttir hjónanna
Önnu Guðrúnar Jónsdóttur Bjama-
son húsmóður og Gunnars Bjarna-
son skólastjóra Vélskólans.
Hún varð blaðamaður við Morgun-
blaðið 1951 að afloknu Verslunar-
skólaprófí og starfaði fyrst í fullu
starfí til 1955 en síðan í hlutastarfi til
1962. Síðar starfaði hún m.a. skrif-
stofustjóri Vélskólans, læknaritari
og blaðamaður á Vísi og við Dag-
blaðið, þar sem hún var brautryðj-
andi í skrifum um neytendamál. Hún
var ritstjóri og útgefandi Mosfells-
póstsins 1980-87, rak gestamóttöku
fyrir íslendinga í Flórída 1989 til
1997. Anna flutti fjölmarga pistla í
Ríkisútvarpinu og greinar hennar
birtust í ýmsum blöðum og tímarit-
um.
Hún lét málefni neytenda sig
miklu skipta og sat í stjóm Neyt-
endasamtakanna um árabil. Hún var
í hópi stofnenda Vinafélags Borgar-
spítalans og sat í stjóm þeirra sam-
taka um langt árabil og var varafor-
maður Kvennafélags Mosfellssveitar
um skeið. í Flórída var hún hvata-
maður að stofnun íslendingafélags-
ins Leifs Eiríkssonar 1991 og var
forseti þess frá stofnun til 1997 er
hún flutti aftur heim til íslands.
Eftirlifandi eiginmaður Önnu er
Atli Steinarsson blaðamaður. Þau
eignuðust 4 börn og 9 bamabörn.
Útför Önnu verður gerð frá Dóm-
kirkjunni 30. apríl kl. 13.30.
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
FJÖLDI fólks tók þátt í skrúðgöngu frá Melaskóla að Frostaskjóli á sumardaginn fyrsta.
fyrsti dagur sumars
Sólríkur
SUMARIÐ gekk í garð með óvænt-
um hlýindum, en landsmenn hafa
löngum kvartað yfir skorti á veður-
blíðu á sumardaginn fyrsta.
Hitinn á fímmtudaginn fór upp í
13,5° C og var að öllum líkindum
hlýjasti sumardagurinn fyrsti sl.
fimmtíu til sextíu ár, að sögn
Trausta Jónssonar veðurfræðings
á Veðurstofu íslands. Hann sagði
jafnframt að mikið hlýnaði frá degi
til dags á þessum árstíma og því
mætti búast við hlýindadögum sem
þessum af og til, en það væri ein-
skær heppni að hlýindin skyldi
bera upp á sumardaginn fyrsta.
Mikið var um skemmtanir og
mannfagnaði að vanda þennan dag
og tóku margir þátt í skrúðgöng-
um sem lögðu upp frá ýmsum stöð-
um í borginni. agurinn í ár bar
nafn með rentu og fékk fólk til að
draga fram sumarföt og sólgler-
augu.
Félag íslenskra rann-
sóknarlögreglumanna
Námstefna
um tölvu-
afbrot
FÉLAG íslenskra rannsóknarlög-
reglumanna gengst fyrir nám-
stefnu á Hótel Örk í dag þar sem
fjallað verður um afbrot sem tengj-
ast tölvunotkun. Meðal fyrirlesara
á námstefnunni er Mark Pollitt frá
bandarísku aliTkislögreglunni.
Karl Steinar Valsson, aðstoðar-
yfirlögregluþjónn í Reykjavík, seg-
ir að Pollitt sé yfirmaður Comput-
er Analysis Response Team Unit
sem staðsett er í höfuðstöðvum
FBI í í Washington D.C., sem hef-
ur með rannsóknir að gera sem
tengjast tölvuafbrotum.
Yfír 200 manns vinna í deild
þeirri sem Pollitt stýrir en í Banda-
ríkjunum eru glæpir af þessu tagi
algengir. Pollitt mun fjalla um
hvemig tölvur tengjast afbrotum
og margvísleg afbrot sem tengjast
netinu. Pollitt mun einnig hitta rík-
islögreglustjóra að máli og ýmsa
lögreglumenn sem tengjast rann-
sóknum mála af þessu tagi hér-
lendis.
„Það sem fyrir okkur vakir með
námstefnunni er að hefja ákveðna
umræðu um þessi mál. Pollitt mun
gefa okkur yfirsýn yfir stöðu mála í
Bandaríkjunum og hvemig hans
deild tekur á afbrotum af þessu
tagi,“ sagði Karl Steinar.
Nýtt útivistar- og skógræktarsvæði Reykvíkinga í Hvammsvík
Keiko boðinn velkominn í
Hvammsmörk í Hvalfírði
HVAMMSMÖRK, nýtt útivistar-
og skógræktarsvæði í Hvammsvík
í Hvalfirði, var formlega tekið í
notkun fyrir Reykvíkinga í gær.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borg-
arstjóri gróðursetti við það tæki-
færi fyrstu trjáplöntuna á svæðinu,
íslenskt birki. Svæðið, sem ætlað
er undir trjárækt, er 100 hektarar
að stærð eða álíka og Öskjuhlíðin
að Fossvogskirkjugarði meðtöld-
um. Hvammsvíkin er í eigu Veitu-
stofnana Reykjavíkurborgar og við
formlega opnun svæðisins í gær
kom fram í máli Alfreðs Þorsteins-
sonar formanns þeirra að borgar-
yfirvöld myndu taka því vel að
fóstra hvalinn Keiko í Hvalfirði.
I Hvammsmörk verða svokallað-
ar landnemaspildur, sem ætlaðar
verða einstakhngum, fyrirtækjum
og félögum þar sem hægt verður
að sinna trjárækt og uppgræðslu á
komandi árum en skógræktarskil-
yrði við innanverðan Hvalfjörð eru
talin með því besta sem gerist á
landinu.
10-15 þúsund tré
gróðursett í sumar
Fyrstu spildunum verður úthlut-
að í upphafi sumars. Ræktunar-
reitir verða afmarkaðir í samræmi
við umhverfisskipulag en áhersla
verður lögð á að svæðið allt verði
umhverfisvænt útivistarsvæði.
Væntanlegu skógræktarsvæði
verður skipt í tvennt og svæðin
hvort sínum megin við þjóðveginn,
sem aðgengilegust eru fyrir al-
menning, verða sett undir land-
nemaspildumar. Áætlað er að
Skógræktarfélag Reykjavíkur
planti nú í sumar 10-15 þúsund
trjám í landi Hvamms og Hvamms-
víkur og er stefnt að því að full-
plantað verði í svæðið á næstu ár-
um.
Veitustofnanir Reykjavíkur-
borgar eignuðust jarðimar
Hvamm og Hvammsvík árið 1996
en að uppgræðsluverkefninu
standa Hitaveita Reykjavíkur og
Skógræktarfélag Reykjavíkur.
Hitaveita mun setja 3 milljónir
króna í sumar í gerð skjólbelta,
stígagerð og merkingar á land-
nemaspildum og verður verkið
unnið af vinnuflokki í umsjón
Skógræktarfélagsins.
Jarðimar Hvammur og
Hvammsvík em um 600 hektarar
að stærð og ná frá sjó í innanverð-
um Hvalfirði og upp í rúmlega 400
metra hæð yfir sjávarmáli á Reyni-
vallahálsi. A jörðunum em íbúðar-
hús, veitingaskáli og aðrar bygg-
ingar sem hafa verið nýttar í þágu
útivistarstarfsemi um árabil. Enn-
fremur er þar veiðitjöm, golfvöllur
og siglingaaðstaða.
Kemur Keiko
í Hvalfjörðinn?
Alfreð Þorsteinsson sagði í gær
að svo kynni að fara að Hvamms-
víkin yrði ekki aðeins vettvangur
skógræktar- og útivistarfólks í
framtíðinni heldur einnig frægasta
hvals nútímans, Keikos. „Reykja-
vík er einn þeirra staða sem em í
athugun. Hinir em Eskifjörður og
Vestmannaeyjar. Menn frá Keiko-
samtökunum em að skoða sig um
og ég hygg að þeir muni skoða
Hvammsvíkina. íslensk stjómvöld
hafa í sjálfu sér ekki tekið afstöðu
til þess hvort Keiko geti yfirhöfuð
komið hingað en Hvammsvíkin er
sá staður sem helst kemur til
greina ef leitað verður til Reykja-
víkur. Borgaryfirvöld mundu taka
því vel ef eftir því verður leitað að
fóstra hann í Hvammsvíkinni í
samvinnu við heimamenn í
Kjósinni," sagði Alfreð.
Morgunblaðið/Jóhannes Long
INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir borgarsijóri gróðursetti fyrstu trjá-
plöntuna í nýju skógræktar- og útivistarsvæði í Hvammsmörk, Hval-
firði. Henni til aðstoðar voru f.v.: Ólafur Sigurðsson, formaður Skóg-
ræktarfélags Reykjavíkur, Ásgeir Svanbergsson, ráðsmaður hjá Skóg-
ræktarfélagi Reykjavíkur, og Alfreð Þorsteinsson, formaður Veitu-
stofnana Reykjavíkurborgar.
Reynivai
Neöriháls . " . '' ■ . .
l axá í Kjói /
Félagsgarður
Umhverfisskipulag
Hvammur og Hvammsvík
Hugsanleg
Núverandi ortofsdúsdbyggð
sumarbústaðir /S"\
Þjónustumiðstöð
tívammur
rjHvammsvik Hvammi
^tUpphafsreitur VÍk
skógræktar
Landnemaspildur
-----Jarðamörk
Laxarvogur