Morgunblaðið - 25.04.1998, Page 10
10 LAUGARDAGUR 25. APRÍL 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
FIMMTÍU ár eru liðin um þessar mundir frá stofnun
Bridgesambands íslands. Nú stendur yfír afmælismót
og er keppni í tvímenningi lokið en í henni tóku um
150 manns þátt. Þá keppa yfir 50 sveitir í sveita-
keppninni sem lýkur á morgun. Meðal keppenda er
Vilhjálmur Sigurðsson frá Sigflufírði sem er eini
núlifandi stofnfélagi sambandsins.
Stofnfélög Bridgesambandsins voru sex, félaga-
fjöldinn var kominn í 34 árið 1981 og þau voru 50 ár-
ið 1987. Nú eru þau nokkru færri. Kristján Kristjáns-
son er nú á þriðja ári sínu sem forseti Bridgesam-
bands Islands.
Byggja upp
sterkt landslið
„Nú liggur annars vegar fyrir að byggja upp sterkt
landslið og hins vegar að fá fleiri til að vera með í
bridsfélögum og yngja upp í félögunum,“ segir Krist-
ján aðspurður um helstu verkefnin framundan. Rúm-
lega tvö þúsund manns eru nú skráðir í félög innan
Bridgesambandsins en Kristján telur að um fimm
þúsund manns að minnsta kosti og jafnvel allt uppí
um átta þúsund spili reglulega í heimahúsum. Hann
segir að mikill fjörkippur hlaupi jafnan í starf bridge-
félaga þegar íslenskum keppendum gengur vel á er-
lendum mótum. „Þannig varð mikill fjörkippur eftir
að íslendingar urðu heimsmeistarar árið 1991 á mót-
inu í Japan.“
Kristján staðhæfír aðspurður að ekki sé svo
erfitt að læra að spila brids sér til gamans en margt
fólk kemur inn í félögin í gegnum Bridgeskóla Guð-
mundar Páls Arnarsonar. „Mörgum þykir þetta tor-
kennilegt og það er auðvitað margt sem ungt fólk
getur tekið sér fyrir hendur. En brids er ekki svo
flókinn Ieikur og menn geta auðveldlega lært að
spila sér til gamans. Hins vegar þarf mikla vinnu ef
Bridgesamband íslands 50 ára
Yfir 2 þúsund
félagar spila
reglulega
ÍSLENSKA sveitin sem náði heimsmeistaratitli i Japan
1991. Björn Eysteinsson hampar Bermúdaskálinni og
við hlið hans eru Þorlákur Jónsson, Jón Baldursson, Örn
Amþórsson, Guðlaugur R. Jóhannsson, Aðalsteinn Jörg-
ensen og Guðmundur Páll Arnarson.
menn ætla að ná árangri í keppni," segir hann og
segir landsliðsmenn Islands jafnan hafa lagt mikla
vinnu á sig. Næstu skref á erlendum mótum er þátt-
taka Islands í Norðurlandamóti í sumar og Evrópu-
móti árið 1999. Segir Kristján landsliðseinvald val-
inn í haust og muni hann undirbúa lið fyrir næsta
mót.
Einn stofnfélagi
á afmælismótinu
Stofnfélögin voru á Siglufírði, Reykjavík, Akur-
eyri, Hafnarfirði, Selfossi og Vestmannaeyjum. Fyrsti
formaður var kosinn Lárus Fjeldsted í Reykjavík og
var Vilhjálmur Sigurðsson frá Siglufirði í fyrstu
stjórninni en hann er eins og fyrr segir meðal kepp-
enda á mótinu um helgina. Hann var þá 22 ára gam-
all og hefur hann sjálfur útskýrt kjör sitt þannig: „Ég
hef sennilega fengið sæti í fyrstu stjórn BSI vegna
þess hve kjaftfor ég var.“
Ari áður en Bridgesambandið var stofnað kom
hingað bresk sveit sem keppti við Islendinga en hún
var talin sterk. Töpuðu Bretarnir leiknum en þeir
urðu Evrópumeistarar árið eftir. Islendingar hófu
strax þátttöku í erlendum mótum og náðu árið 1950
þriðja sæti af 11 þátttökuþjóðum á Evrópumóti í
sveitakeppni í Englandi. Voru þeir Einar Þorfínnsson
og Gunnar Guðmundsson valdir af hálfu BSÍ til
keppni í heimsmeistaramótinu í Bermuda með Svíum
og keppti sveitin fyrir hönd Evrópu. Allar götur síð-
an hafa íslenskir spilarar tekið reglulega þátt í Norð-
urlanda- og Evrópumótum.
Félagsheimili Bridgesambands íslands er við
Þönglabakka í Reykjavík og þar eru flest mót sam-
bandsins haldin enda segir Krislján aðstæður þar
góðar. Einn starfsmaður sér um rekstur sambands-
ins.
Morgunblaðið/Ásdís
HANDRIÐIÐ í Mýrarhúsaskóla sem lítil stúlka datt yfir fyrr í vikunni.
Slys í Mýrarhúsaskóla á Seltjarnarnesi
Breyta handriði
sem barn féll yfír
BREYTINGAR á handriði í Mýrar-
húsaskóla, sem lítil telpa datt yfir
og féll niður þrjá til fjóra metra í
vikunni, verða gerðar strax á næstu
dögum að sögn Sigurgeirs Sigurðs-
sonar, bæjarstjóra Seltjarnamess.
„Við munum gera það sem til þarf
til þess að slíkt endurtaki sig ekki,
og breytingar á handriðinu verða
gerðar á næstu dögum,“ sagði Sig-
urgeir í samtali við Morgunblaðið í
gær.
Sigurgeir benti á að handriðið
væri 10 cm hærra en byggingar-
reglugerð segði til um og að í öðrum
skólum landsins væri að finna hand-
rið sem væru lægri en umrætt
handrið en væru samt sem áður á
þriðju til fjórðu hæð. Atvikið vekur
því óneitanlega spumingar varð-
andi öryggisreglur í skólum, eins og
Herdís L. Storgaard bamaslysa-
vamafulltrúi Slysavamafélags ís-
lands benti á í frétt Morgunblaðsins
á miðvikudaginn.
Öryggisreglur í skólum falla und-
ir reglugerð byggingarlaga sem til-
heyra umhverfisráðuneytinu. Hrafn
Hallgrímsson deildarstjóri bygging-
ar- og skipulagsmála ráðuneytisins
sagði að ekki hefði verið gripið til
sérstakra aðgerða til að endurskoða
öryggisreglur í skólum en mála-
flokkurinn yrði þó tekinn til um-
ræðu í nefnd, sem skipuð er af heil-
brigðisráðherra og tekur til starfa
nú í lok apríl. Hann sagði að nefnd-
inni væri ætlað að skoða öryggi
bama og unglinga og væri tilkomin
að hluta til vegna skýrslu um örygg-
ismál, sem kom út í fyrra og var
unnin af nefnd á vegum Skipulags
ríkisins, nú Skipulagsstofnunar,
Vinnueftirlitsins og Hollustuvernd-
ar. Nefndinni var ætlað að koma í
veg íyrir að starfssvið stofnana á
sviði öryggismála skaraðist og
leiddi af sér skýrsluna um öryggis-
mál.
Hrafn sagði að eðlilegt væri að
skoða öryggismál í skólum í kjölfar
atburðarins í Mýrarhúsaskóla en
hingað til hefði endurskoðun á þess-
um málum ekki farið fram. „Ný
byggingarreglugerð kemur út 1.
júlí, en hún tekur ekki sérstaklega á
eftirlitsþætti í rekstri á skólahús-
næði svo dæmi séu tekin,“ sagði
Hrafn.
Stúlkan sem datt yfir handriðið
handleggsbrotnaði og hlaut sprung-
ur í andlitsbeinum og mjaðmagrind,
og er talin mesta mildi að ekki hafi
farið verr.
Kosningabaráttan í Reykjavík að fara á fulla ferð
Fagnaðarfundur og hug-
myndir um hverfísbyltingu
FRAMBJÓÐENDUR D-Iista sjálf-
stæðismanna í Reykjavík verða á
ferðinni í öllum borgarhverfum
næstu daga þar sem þeir kynna
stefnu sína í málefnum hverfanna
og ræða við borgarbúa. Reykjavík-
urlistinn efnir til svokallaðs fagnað-
arfundar á Lækjartorgi og í gamla
greifahúsinu við Austurstræti
sunnudaginn 26. apríl kl. 14.
„Kosningabaráttan hófst strax
eftir kjördag fyrir fjórum árum og
stendur alltaf á milli kjördaga. Það
þýðir ekkert að heyja hana á síð-
ustu vikunum fyrir kjördag heldur
verður að gera það á fjórum árum,“
sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
borgarstjóri aðspurð um hvenær
kosningabarátta Reykjavíkurlistans
hæfist. „Lokahnykkurinn byrjar á
sunnudag með kynningu á stefnu-
málum Reykjavíkurlistans á Lækj-
artorgi þar sem við verðum með
uppákomu. Að öðru leyti erum við
mjög aðhaldssöm í fjármálunum og
munum halda kostnaði niðri eins og
kostur er og ekki eyða í auglýsingar
umfram það nauðsynlegasta," sagði
Ingibjörg Sólrún. Hún sagði einnig
aðspurð að frekari fundir og uppá-
komur hefðu ekki enn verið skipu-
lögð. „Við munum spila það af fingi--
um fram, það fer eftir eftirspurn-
inni í þessum efnum.“
Kosningaskrifstofa Reykjavíkur-
listans er í Hafnarstræti 20. Rekstr-
arstjóm skipuleggur baráttu fram-
boðsins og hefur hún þrjá starfs-
menn. I bígerð er að dreifa síðar
upplýsingariti til borgarbúa og rétt
fyrir kosningar verður efnt til stór-
fundar.
Á fundinum á Lækjartorgi verð-
ur kynnt stefna Reykjavíkurlistans
í borgarstjómarkosningunum 1998
auk fjölbreyttrar dagskrár. Um kl.
14.30 stíga frambjóðendur á svið og
kynna stefnu Reykjavíkurlistans.
Sérstök ávörp flytja Ingibjörg Sól-
rún Gísladóttir, Helgi Hjörvar og
Anna Geirsdóttir. Meðal dagskrár-
atriða má nefna Stúlknakór Reykja-
víkur, rakarasöngsveitina Brooklyn
fæv og Hallgrím Helgason sem flyt-
ur áður óbirt ljóð. Boðið verður upp
á kaffi og vöfflur.
Frambjóðendur sjálfstæðimanna
verða í dag í Laugamesi og Grafar-
vogi, á morgun, sunnudag, í Lang-
holts-, Hlíða- og Holtahverfum og á
Morgunblaðið/Golli
Sjálfstæðismenn heim-
sækja borgarhverfin
FRAMBJÓÐENDUR sjálfstæðis-
manna til borgarsljórnar Reykja-
víkur voru á ferðinni í Mjóddinni í
Breiðholti í gær og ræddu við
borgarbúa. Arni Sigfússon, oddviti
D-listans, segir málfiutningi þeirra
hafa verið vel tekið en ætlunin er
að heimsækja borgarhverfin eitt af
öðru á næstu tveimur vikum. Með í
för er Brassbandið sem kryddar
málflutning sjálfstæðismanna með
tónlist sinni.
mánudag í Árbæjarhverfi. Auk
frambjóðendenna sjálfra verður
Brassbandið með í för og blandar
tónlistarflutningi við kynningu
frambjóðenda á stefnumálunum og
boða sjálfstæðismenn hverfisbylt-
ingu.
Tveggja vikna útrás
„Þessi útrás okkar mun standa
næstu tvær vikurnar," sagði Árni
Sigfússon, oddviti sjálfstæðismanna
í borgarstjóm. Sagði hann að fram-
bjóðendur myndu verða á fjölförn-
um stöðum og heimsækja vinnu-
staði og fólk heima við eins og tæki-
færi gæfust. Oftast er byrjað á
kosningaskrifstofum flokksins í
hverfunum.
„Markmiðið er að hitta íbúana
með þessum hætti, banka upp á hjá
þeim og kynna stefnumál sjálfstæð-
ismanna. Það teljum við vænlegast
til árangurs, við emm tilbúin að
heimsækja íbúa í stað þess að bíða
eftir að þeir komi til okkar á fundi
sem við boðum," segir Árni. „Það
sem hæst ber er skattalækkanir,
aukið val foreldra með fjölskyldu-
greiðslum og ný íbúðarsvæði með
ströndinni og síðan erum við að
skapa aðlaðandi íbúðarhverfi með
hugmyndum okkar um hverfisbylt-
inguna. í henni felst að tryggja íbú-
unum betri þjónustu, aukið öryggi
og meira lýðræði. Þetta aukna lýð-
ræði er fólgið í því að menn fái að
kjósa um meiriháttar breytingar á
deiliskipulagi hverfis ef meira en
fjórðungur íbúa óskar þess. Ef
helmingur atkvæðisbærra tekur
þátt mun sú niðurstaða gilda.“