Morgunblaðið - 25.04.1998, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ
AKUREYRI
LAUGARDAGUR 25. APRÍL 1998 15
Morgunblaðið/Kristján
NEMENDUR í 9. bekk grunnskóla á Eyjafjarðarsvæðinu í þungum þönkum í stærðfræðikeppni JC.
Stærðfræðikeppni 9. bekkinga á Eyjafjarðarsvæðinu
Brekkuskóli sigursæll
Samvera
aldraðra
SÍÐASTA samverustund eldri
borgara í Akureyrarkirkju
verður næstkomandi fimmtu-
dag, 30. apríl. Boðið er upp á
ferð í Islandsbæinn í Eyjafjarð-
arsveit og verður farið frá
Akureyrarkirkju kl. 14.30 og
komið til baka milli 16.30 og 17.
Sr. Hannes Örn Blandon
spjallar við gesti, harmoniku-
leikur og sr. Birgir Snæbjöms-
son flytur lokaorð.
Þeir sem ætla að taka þátt í
ferðinni eru beðnir á skrá þátt-
töku sína í síðasta lagi á þriðju-
dag, 28. apríl, i Akureyrar-
kirkju.
Karlakórinn
Hreimur með
tónleika
KARLAKÓRINN Hreimur í
Aðaldal heldur tónleika í Akur-
eyrarkh-kju nk. sunnudags-
kvöld kl. 20.30.
Söngskráin er fjölbreytt,
með einsöng, tvísöng og þrí-
söng. Stjórnandi kórsins er Ro-
bert Faulkner og undirleikarar
Juliet Faulkner og Aðalsteinn
Isfjörð. A tónleikunum verður
m.a. frumflutt lag eftir Aðal-
stein.
Skíðaganga
AKUREYRARMÓT í skíða-
göngu fer fram í Hlíðarfjalli á
morgun, sunnudag. Keppni
barna 12 ára og yngri hefst kl.
13 og 13 ára og eldri ki. 14.
Gengið verður með hefðbund-
inni aðferð.
Tónleikar í Vín
„HUNDUR í óskilum“ heldur
tónleika í blómaskálanum Vín í
Eyjafjarðarsveit kl. 21 annað
kvöld, sunnudagskvöldið 26.
apríl, í boði menningarmála-
nefndar Eyjafjai’ðarsveitar.
Aðgangur er ókeypis.
Síðasta sýning
Ferðarinnar
á heimsenda
SÍÐASTA sýning á leikritinu
Ferðin á heimsenda, sem Leik-
félag Menntaskólans á Akur-
eyri hefur sýnt í Samkomuhús-
inu að undanfórnu, er í dag,
laugardaginn 25. apríl kl. 14.
Ferðin á heimsenda er
barnaleikrit eftir Olgu Guðrúnu
Árnadóttur en leikstjóri er
Saga Jónsdóttir. Þetta er fal-
legt hugljúft ævintýri með
söngvum, tónlist og glensi.
Kirkjuhátíð
barnanna
KRIKJUHÁTÍÐ bamanna í
Eyjafjarðarprófastsdæmi verð-
ur haldin í Glerárkirkju á
morgun, sunnudag, og hefst
hún kl. 11.
Kirkju- og sunnudagaskólar
úr öllu héraðinu safnast þá
saman að loknum vetri og er á
dagskrá atriði frá hverjum
stað. Um 300 börn hafa undan-
farin ár tekið þátt í þessum há-
tíðum.
aksjón
Laugardagur 25. apríl
17.00 ►Helgarpotturinn
Helgarþáttur Bæjarsjón-
varpsins í samvinnu við Dag.
18.00 ► Aðalskipulag Akur-
eyrar Umræðuþáttur um
skipulagsmál sýndur í heild.
(e)
Sunnudagur 26. apríl
17.00 Þ-Helgarpotturinn (e)
Mánudagur 27. apríl
21.00 ►Helgarpotturinn (e)
ANNA Kristín Þórhallsdóttir, nem-
andi í Brekkuskóla á Akureyri,
sigraði í stærðfræðikeppni meðal
nemenda 9. bekkja á Eyjafjarðar-
svæðinu. Nemendur Brekkuskóla
höfnuðu í þremur af fjórum efstu
sætunum en nemendur Glerárskóla
urðu í tveimur af fimm efstu sæt-
unum.
Keppnin, sem fram fór í Verk-
menntaskólanum á Akureyri, var
haldin af Junior Chamber Akur-
eyri. Ætlunin er að keppnin verði
SAMNINGUR milli Akureyrarbæj-
ar og Skógræktarfélags Eyfirðinga
var undiri'itaður í gær, en um er að
ræða þjónustusamning um umsjón
með skógræktar- og útivistarsvæð-
um á Akureyri.
Samningurinn er sjálfstætt fram-
hald á samstarfi sem verið hefur
milli bæjarins og félagsins og á ræt-
ur að rekja allt aftur til ársins 1946
þegar Skógræktarfélag Eyfirðinga
fékk fyrst úthlutað erfðafestulandi
til skógræktar á þessu svæði. Svæð-
ið stækkað ári síðar og enn aftur ár-
ið 1951 þegar félagið fékk meirihluta
af eyðibýlinu Kjarna til umráða.
Samnir.gur milli Skógræktarfélag-
ins og bæjarins var gerður 1956 og
nýr samningur var gerður 1972. Eitt
af meginatriðum samningsins er að
Skógræktarfélag Akureyrar afsalar
árlegur viðburður en markið henn-
ar er að efla virkni og námsvitund
grunnskólanemenda í stærðfræði.
Ollum grunnskólum á Eyjafjarð-
arsvæðinu, sem kenna 9. bekking-
um, alls 13 skólum, var boðin þátt-
taka. Til leiks mættu 36 nemendur
frá 8 skólum.
Anna Kristín fékk 15.000 kr. í
sigurlaun, verðlaunapening og far-
andbikar til handa skóla smum.
Ástríður Magnúsdóttir, Brekku-
skóla, hafnaði í öðru sæti og fékk
Kjarnaskógi til Akureyrarbæjar að
undanskildu landi Gróðrarstöðvar-
innar og jafnframt er kveðið á um að
félagið hafi alla umsjón með Kjarna-
skógi og framkvæmdum þar.
Kjölfesta í starfsemi félagsins
Samningar þessir hafa verið kjöl-
festa í rekstri félagsins og hafa gert
því kieift að ná fram hagkvæmri
nýtingu á fjárfestingum og vinnuafli
til að standa undir aukinni skógi-ækt
í héraðinu, svo og fræðslu- og kynn-
ingarstarfsemi.
Þjónustusamningurinn sem nú
hefur verið undirritaður felur í sér
að Skógræktarfélagið tekur að sér í
verktöku skipulagningu tiltekinna
skógræktar- og útivistarsvæða og
umsjón með nýframkvæmdum og
viðhaldi á þessum svæðum.
að launum grafíska reiknivél og
verðlaunapening. Garðar Þór
Garðarsson, Glerárskóla, varð
þriðji og fékk að launum 7.000 kr.
og verðlaunapening. Steinar Mar
Asgrímsson, Brekkuskóla, hafnaði
í Ijórða sæti og Harpa Soffía Ein-
arsdóttir, Glerárskóla, í því fimmta
og fengu þau bæði peningaverð-
laun.
Hjörtur H. Jónsson, lektor við
Háskólann á Akureyri, samdi próf-
ið og var yfirdómari.
Sýning framlengd
SÝNING Sólveigar Þorbergsdóttur í
Gallerí+ í Brekkugötu 34 á Akureyri
er framlengd um eina helgi og lýkur
henni á sunnudag. Galleríið er opið
um helgina frá kl. 14 til 18. Sólveig
sýnir teikningar, skúlptúr og mynd-
band.
MESSUR
AKURE YRARKIRKJA: Sunnu-
dagaskólinn verður í Glerárkirkju kl.
11, Kirkjuhátíð barnanna, kirkjubíl-
ar ganga eins og venjulega og koma
við hjá Akureyrarkirkju um kl. 10.40
og aka þá út í Glerárkirkju. Guðs-
þjónusta kl. 14, æskulýðsfundur kl.
19.30 í kapellu. Biblíulestur kl. 20.30
á mánudagskvöld, bæn og íhugun
Davíðssálma, umsjónarmaður sr.
Guðmundur Guðmundsson.
Mömmumorgunn í Safnarðaheimili
frá kl. 10 til 12 á miðvikudag. Fyrir-
bænaguðsþjónusta á fimmtudag kl.
17.15.
GLERÁRKIRKJA: Bai’nastarf kl.
13 í dag, laugardag. Kirlguhátíð
bai’nanna í Eyjafjarðarprófastsdæmi
verður í kirkjunni kl. 11 á morgun,
sunnudag.
HJÁLPRÆÐISHERINN: Sunnu-
dagaskóli kl. 11 á morgun. Hjálp-
ræðissamkoma kl. 17 og unglinga-
samkoma kl. 20. Heimilasambandið
kl. 15 á mánudag, hjálparflokkur kl.
20.30 um kvöldið. Krakkaklúbbur kl.
16 á miðvikudag, ath. breyttan tíma.
Alfa-námskeið kl. 19.30 á miðviku-
dag.
HRISEYJARKIRKJA: Fermingar-
messa í kirkjunni á morgun, sunnu-
dag, kl. 10.30. Fermd verða: Heiðar
Ingi Helgason, Austurvegi, 25, Hrís-
ey, og Díana Björg Sveinbjörnsdótt-
ir, Sólvallagötu 5, Hrísey.
HVÍTASUNNUKIRKJAN: Fjöl-
skyldusamkoma kl. 14 á sunnudag,
Guðmundur Ómar Guðmundsson
predikar. Krakkakirkja og
barnapössun á meðan. Krakkaklúbb-
ur kl. 17.15 á miðvikudag, biblíu-
kennsla í umsjá G. Theódórs Birgis-
sonar kl. 20.30 um kvöldið. Heima-
síða: www.gospel.is og Vonarlína,
4621210, með uppörvunarorð úr
ritningunni.
KAÞOLSKA KIRKJAN: Messa í
dag, laugardag, kl. 18 og á morgun,
sunnudag, kl. 11 í Eyrarlandsvegi 26.
KFUM og K: Bænastund kl. 20,
sunnudagskvöldið 26. apríl í Sunnu-
hh'ð.
Til leigu
Glæsilegt verslunarpláss í Verslunarmiðstöðinni
Krónunni við göngugötuna á Akureyri til leigu.
Laust 1. maí nk. Innréttingar fylgja.
Allar upplýsingar Vilhelm eða Steingrímur Birgisson
í síma 461 3000 á daginn.
Listasafnið á Akureyri
Roj Friberg sýnir
SÆNSKI listamaðurinn Roj Fri-
berg opnar sýningu á verkum sín-
um í Listasafninu á Akureyri í
dag, laugardag.
Roj Friberg er fæddur í
Uddevalla í Svíþjóð árið 1943 og
nam við Valand Konstskola i
Gautaborg. Hann er þekktur í nor-
rænu listalífi og hefur haldið fjölda
sýninga víða.
List sína tjáir Roj Friberg á
fjölbreyttan hátt með málverkum,
gi’afiktækni, leiksviðsmyndgerð,
útilistaverkum og myndskeyting-
um. Hann hefur einu sinni sýnt
hér á landi, í Reykjavík árið 1982.
Á sýningunni í Listasafninu á
Akureyri eru m.a. myndir málaðar
á afar sérstæðan hátt með vaxi
bæði á pappír og filmu, en einnig
er þar að finna innsetningu
byggða á Réttarhaldinu eftir
Kafka og grafík.
Sýningin í Listasafninu á Akur-
eyri er í samstarfi við Listasafnið í
Hjorring í Danmörku, Listaskál-
ann í Færeyjum og Norræna hús-
ið í Reykjavík.
Til sölu eða leigu í Amaróhúsinu
SPliPl ; L
L l/Nj V N KN J ■* f' “• •*Á"^ _ cocti l on , . i ci.-w.ib c 0
Til leigu eða sölu á 2. hæð í Amaróhúsinu er verslunar- eða
þjónustuhúsn. Stærðir eru frá 40 fm til 100 fm. Að auki eru minni
skrifst. á hæðinni. Aðgengi er gott frá Hafnarstræti og Gilsbakka-
vegi. Fólks- og vörulyftur eru í húsnæðinu. Húsið er staðs. á ein-
um besta stað í miðbæ Akureyrar. ( húsinu eru í dag 9 verslanir
auk annarrar þjónustu. Á efri hæðum er starfsemi heilsugæslu-
stöðvarinnar á Akureyri.
Allar frekari upplýsingar
FASTKIGMSALAIV
BYGGÐ
S. 462 1744, 462 1820, fax 462 7746.
Lögmaður Jón Kr. Sólnes hrl.
Sölumenn:
Ágústa Ólafsdóttir, Björn Guðmundsson.
Skógræktarfélag Akureyrar og Akur-
eyrarbær undirrita þjónustusamning
Samið um umsjón
skógræktar- og
útivistarsvæða