Morgunblaðið - 25.04.1998, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 25.04.1998, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI LAUGARDAGUR 25. APRÍL 1998 15 Morgunblaðið/Kristján NEMENDUR í 9. bekk grunnskóla á Eyjafjarðarsvæðinu í þungum þönkum í stærðfræðikeppni JC. Stærðfræðikeppni 9. bekkinga á Eyjafjarðarsvæðinu Brekkuskóli sigursæll Samvera aldraðra SÍÐASTA samverustund eldri borgara í Akureyrarkirkju verður næstkomandi fimmtu- dag, 30. apríl. Boðið er upp á ferð í Islandsbæinn í Eyjafjarð- arsveit og verður farið frá Akureyrarkirkju kl. 14.30 og komið til baka milli 16.30 og 17. Sr. Hannes Örn Blandon spjallar við gesti, harmoniku- leikur og sr. Birgir Snæbjöms- son flytur lokaorð. Þeir sem ætla að taka þátt í ferðinni eru beðnir á skrá þátt- töku sína í síðasta lagi á þriðju- dag, 28. apríl, i Akureyrar- kirkju. Karlakórinn Hreimur með tónleika KARLAKÓRINN Hreimur í Aðaldal heldur tónleika í Akur- eyrarkh-kju nk. sunnudags- kvöld kl. 20.30. Söngskráin er fjölbreytt, með einsöng, tvísöng og þrí- söng. Stjórnandi kórsins er Ro- bert Faulkner og undirleikarar Juliet Faulkner og Aðalsteinn Isfjörð. A tónleikunum verður m.a. frumflutt lag eftir Aðal- stein. Skíðaganga AKUREYRARMÓT í skíða- göngu fer fram í Hlíðarfjalli á morgun, sunnudag. Keppni barna 12 ára og yngri hefst kl. 13 og 13 ára og eldri ki. 14. Gengið verður með hefðbund- inni aðferð. Tónleikar í Vín „HUNDUR í óskilum“ heldur tónleika í blómaskálanum Vín í Eyjafjarðarsveit kl. 21 annað kvöld, sunnudagskvöldið 26. apríl, í boði menningarmála- nefndar Eyjafjai’ðarsveitar. Aðgangur er ókeypis. Síðasta sýning Ferðarinnar á heimsenda SÍÐASTA sýning á leikritinu Ferðin á heimsenda, sem Leik- félag Menntaskólans á Akur- eyri hefur sýnt í Samkomuhús- inu að undanfórnu, er í dag, laugardaginn 25. apríl kl. 14. Ferðin á heimsenda er barnaleikrit eftir Olgu Guðrúnu Árnadóttur en leikstjóri er Saga Jónsdóttir. Þetta er fal- legt hugljúft ævintýri með söngvum, tónlist og glensi. Kirkjuhátíð barnanna KRIKJUHÁTÍÐ bamanna í Eyjafjarðarprófastsdæmi verð- ur haldin í Glerárkirkju á morgun, sunnudag, og hefst hún kl. 11. Kirkju- og sunnudagaskólar úr öllu héraðinu safnast þá saman að loknum vetri og er á dagskrá atriði frá hverjum stað. Um 300 börn hafa undan- farin ár tekið þátt í þessum há- tíðum. aksjón Laugardagur 25. apríl 17.00 ►Helgarpotturinn Helgarþáttur Bæjarsjón- varpsins í samvinnu við Dag. 18.00 ► Aðalskipulag Akur- eyrar Umræðuþáttur um skipulagsmál sýndur í heild. (e) Sunnudagur 26. apríl 17.00 Þ-Helgarpotturinn (e) Mánudagur 27. apríl 21.00 ►Helgarpotturinn (e) ANNA Kristín Þórhallsdóttir, nem- andi í Brekkuskóla á Akureyri, sigraði í stærðfræðikeppni meðal nemenda 9. bekkja á Eyjafjarðar- svæðinu. Nemendur Brekkuskóla höfnuðu í þremur af fjórum efstu sætunum en nemendur Glerárskóla urðu í tveimur af fimm efstu sæt- unum. Keppnin, sem fram fór í Verk- menntaskólanum á Akureyri, var haldin af Junior Chamber Akur- eyri. Ætlunin er að keppnin verði SAMNINGUR milli Akureyrarbæj- ar og Skógræktarfélags Eyfirðinga var undiri'itaður í gær, en um er að ræða þjónustusamning um umsjón með skógræktar- og útivistarsvæð- um á Akureyri. Samningurinn er sjálfstætt fram- hald á samstarfi sem verið hefur milli bæjarins og félagsins og á ræt- ur að rekja allt aftur til ársins 1946 þegar Skógræktarfélag Eyfirðinga fékk fyrst úthlutað erfðafestulandi til skógræktar á þessu svæði. Svæð- ið stækkað ári síðar og enn aftur ár- ið 1951 þegar félagið fékk meirihluta af eyðibýlinu Kjarna til umráða. Samnir.gur milli Skógræktarfélag- ins og bæjarins var gerður 1956 og nýr samningur var gerður 1972. Eitt af meginatriðum samningsins er að Skógræktarfélag Akureyrar afsalar árlegur viðburður en markið henn- ar er að efla virkni og námsvitund grunnskólanemenda í stærðfræði. Ollum grunnskólum á Eyjafjarð- arsvæðinu, sem kenna 9. bekking- um, alls 13 skólum, var boðin þátt- taka. Til leiks mættu 36 nemendur frá 8 skólum. Anna Kristín fékk 15.000 kr. í sigurlaun, verðlaunapening og far- andbikar til handa skóla smum. Ástríður Magnúsdóttir, Brekku- skóla, hafnaði í öðru sæti og fékk Kjarnaskógi til Akureyrarbæjar að undanskildu landi Gróðrarstöðvar- innar og jafnframt er kveðið á um að félagið hafi alla umsjón með Kjarna- skógi og framkvæmdum þar. Kjölfesta í starfsemi félagsins Samningar þessir hafa verið kjöl- festa í rekstri félagsins og hafa gert því kieift að ná fram hagkvæmri nýtingu á fjárfestingum og vinnuafli til að standa undir aukinni skógi-ækt í héraðinu, svo og fræðslu- og kynn- ingarstarfsemi. Þjónustusamningurinn sem nú hefur verið undirritaður felur í sér að Skógræktarfélagið tekur að sér í verktöku skipulagningu tiltekinna skógræktar- og útivistarsvæða og umsjón með nýframkvæmdum og viðhaldi á þessum svæðum. að launum grafíska reiknivél og verðlaunapening. Garðar Þór Garðarsson, Glerárskóla, varð þriðji og fékk að launum 7.000 kr. og verðlaunapening. Steinar Mar Asgrímsson, Brekkuskóla, hafnaði í Ijórða sæti og Harpa Soffía Ein- arsdóttir, Glerárskóla, í því fimmta og fengu þau bæði peningaverð- laun. Hjörtur H. Jónsson, lektor við Háskólann á Akureyri, samdi próf- ið og var yfirdómari. Sýning framlengd SÝNING Sólveigar Þorbergsdóttur í Gallerí+ í Brekkugötu 34 á Akureyri er framlengd um eina helgi og lýkur henni á sunnudag. Galleríið er opið um helgina frá kl. 14 til 18. Sólveig sýnir teikningar, skúlptúr og mynd- band. MESSUR AKURE YRARKIRKJA: Sunnu- dagaskólinn verður í Glerárkirkju kl. 11, Kirkjuhátíð barnanna, kirkjubíl- ar ganga eins og venjulega og koma við hjá Akureyrarkirkju um kl. 10.40 og aka þá út í Glerárkirkju. Guðs- þjónusta kl. 14, æskulýðsfundur kl. 19.30 í kapellu. Biblíulestur kl. 20.30 á mánudagskvöld, bæn og íhugun Davíðssálma, umsjónarmaður sr. Guðmundur Guðmundsson. Mömmumorgunn í Safnarðaheimili frá kl. 10 til 12 á miðvikudag. Fyrir- bænaguðsþjónusta á fimmtudag kl. 17.15. GLERÁRKIRKJA: Bai’nastarf kl. 13 í dag, laugardag. Kirlguhátíð bai’nanna í Eyjafjarðarprófastsdæmi verður í kirkjunni kl. 11 á morgun, sunnudag. HJÁLPRÆÐISHERINN: Sunnu- dagaskóli kl. 11 á morgun. Hjálp- ræðissamkoma kl. 17 og unglinga- samkoma kl. 20. Heimilasambandið kl. 15 á mánudag, hjálparflokkur kl. 20.30 um kvöldið. Krakkaklúbbur kl. 16 á miðvikudag, ath. breyttan tíma. Alfa-námskeið kl. 19.30 á miðviku- dag. HRISEYJARKIRKJA: Fermingar- messa í kirkjunni á morgun, sunnu- dag, kl. 10.30. Fermd verða: Heiðar Ingi Helgason, Austurvegi, 25, Hrís- ey, og Díana Björg Sveinbjörnsdótt- ir, Sólvallagötu 5, Hrísey. HVÍTASUNNUKIRKJAN: Fjöl- skyldusamkoma kl. 14 á sunnudag, Guðmundur Ómar Guðmundsson predikar. Krakkakirkja og barnapössun á meðan. Krakkaklúbb- ur kl. 17.15 á miðvikudag, biblíu- kennsla í umsjá G. Theódórs Birgis- sonar kl. 20.30 um kvöldið. Heima- síða: www.gospel.is og Vonarlína, 4621210, með uppörvunarorð úr ritningunni. KAÞOLSKA KIRKJAN: Messa í dag, laugardag, kl. 18 og á morgun, sunnudag, kl. 11 í Eyrarlandsvegi 26. KFUM og K: Bænastund kl. 20, sunnudagskvöldið 26. apríl í Sunnu- hh'ð. Til leigu Glæsilegt verslunarpláss í Verslunarmiðstöðinni Krónunni við göngugötuna á Akureyri til leigu. Laust 1. maí nk. Innréttingar fylgja. Allar upplýsingar Vilhelm eða Steingrímur Birgisson í síma 461 3000 á daginn. Listasafnið á Akureyri Roj Friberg sýnir SÆNSKI listamaðurinn Roj Fri- berg opnar sýningu á verkum sín- um í Listasafninu á Akureyri í dag, laugardag. Roj Friberg er fæddur í Uddevalla í Svíþjóð árið 1943 og nam við Valand Konstskola i Gautaborg. Hann er þekktur í nor- rænu listalífi og hefur haldið fjölda sýninga víða. List sína tjáir Roj Friberg á fjölbreyttan hátt með málverkum, gi’afiktækni, leiksviðsmyndgerð, útilistaverkum og myndskeyting- um. Hann hefur einu sinni sýnt hér á landi, í Reykjavík árið 1982. Á sýningunni í Listasafninu á Akureyri eru m.a. myndir málaðar á afar sérstæðan hátt með vaxi bæði á pappír og filmu, en einnig er þar að finna innsetningu byggða á Réttarhaldinu eftir Kafka og grafík. Sýningin í Listasafninu á Akur- eyri er í samstarfi við Listasafnið í Hjorring í Danmörku, Listaskál- ann í Færeyjum og Norræna hús- ið í Reykjavík. Til sölu eða leigu í Amaróhúsinu SPliPl ; L L l/Nj V N KN J ■* f' “• •*Á"^ _ cocti l on , . i ci.-w.ib c 0 Til leigu eða sölu á 2. hæð í Amaróhúsinu er verslunar- eða þjónustuhúsn. Stærðir eru frá 40 fm til 100 fm. Að auki eru minni skrifst. á hæðinni. Aðgengi er gott frá Hafnarstræti og Gilsbakka- vegi. Fólks- og vörulyftur eru í húsnæðinu. Húsið er staðs. á ein- um besta stað í miðbæ Akureyrar. ( húsinu eru í dag 9 verslanir auk annarrar þjónustu. Á efri hæðum er starfsemi heilsugæslu- stöðvarinnar á Akureyri. Allar frekari upplýsingar FASTKIGMSALAIV BYGGÐ S. 462 1744, 462 1820, fax 462 7746. Lögmaður Jón Kr. Sólnes hrl. Sölumenn: Ágústa Ólafsdóttir, Björn Guðmundsson. Skógræktarfélag Akureyrar og Akur- eyrarbær undirrita þjónustusamning Samið um umsjón skógræktar- og útivistarsvæða
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.