Morgunblaðið - 25.04.1998, Side 17
MORGUNB LAÐIÐ
LAUGARDAGUR 25. APRÍL 1998 17
Fiskiðjusamlag Húsavíkur hf, , MilliuPDalör - 4 j wéuJ
1. sept. '97 - 28. febrúar '98 1/9 '97 til 28/2 '98 1/9 '96 til 28/2 '97
Rekstrarreikningur Mmjónir króna 1998 1997
Rekstrartekjur 1.267,2 987,9
Rekstrargjöld 1.096.8 849,9
Hagnaður fyrir afskriftir 170,4 137,9
Afskriftir 94,0 79,7
Fjármagnsgjöld umfram tekjur 58.7 95.5
Hagnaður (tap) af regluiegri starfsemi 17,7 (37,2)
Hagnaður (tap) tímabilsins 39,0 (36,2)
Efnahagsreikningur 28. febrúar 1998 1997
I Eignir: \ Milljónir króna
Veltufjármunir 601,5 592,9
Fastafjármunir 2.185,7 1.417,5
Eignír samtals 2.787,2 2.010,4
I Skuidir og eigið fð:\ Milljónir króna
Skammtímaskuldír 556,1 915,4
Langtímaskuldir 1,502,8 863,8
Eigið fé 728,3 231,2
Skuldir og eigið fé alls 2.787,2 2.010,4
Sjóðstreymi 1998 1997
Veltufé frá rekstri 110,4 50,4
Veltufjárhlutfall 1,08 0,64
200 millj. á ári til rannsókna 1999-2001
Nýjar áherslur
í rannsóknum
Á ÁRSFUNDI Rannsóknarráðs
Islands sl. miðvikudag greindi
Björn Bjarnason menntamálaráð-
herra frá samþykkt ríkisstjórnar-
innar við tillögu hans um aukið
samstarf rannsóknastofnana á Is-
landi. Samkvæmt henni er Rann-
sóknarráði falið að gera tillögu til
ríkisstjórnarinnar um það m.a.
hvernig endurskipuleggja megi
rannsóknarstofnanirnar til þess að
auka hagræðingu og bæta þjón-
ustu við íslenskt atvinnulíf.
Akvörðunin er byggð á vinnu sam-
starfshóps ráðuneyta frá öllum
fagráðuneytum sem starfað hefur
frá 1996.
Þá þakkaði menntamálaráð-
herra Rannsóknarráði fyrir að
bregðast svo hratt við ósk hans um
að setja fram hnitmiðaða áætlun
um rannsóknir og þróun á sviði
upplýsingatækni og umhverfís-
mála. Þessi nýja áætlun gerir ráð
fyrir sérstöku fjármagni til þess-
ara verkefnaflokka.
Áætlunin á ekki að raska öðrum
áherslum í starfi RANNÍS. Hún
tekur mið af stefnumótun ríkis-
stjórnarinnar í upplýsingatækni
og umhverfismálum. Meðal atriða í
hinni nýju áætlun í upplýsinga-
tækni eru: upplýsingatæknilegt
uppeldi, upplýsingatækni í þágu
menningar, samfélags og byggða-
stefnu og upplýsingatæknifyrir-
tæki. I áætluninni um umhverfis-
mál ber hæst umhverfi og íslenskt
atvinnulíf, hnattrænar breytingar,
umhverfi og heilsu ásamt um-
hvei-fisuppeldi.
Menntamálaráðherra sagðist
mundu beita sér fyrir því að áætl-
unin næði fram að ganga og minnti
í því sambandi á fyrri samþykkt
ríkisstjómar um hlutfall af hagn-
aði við einkavæðingu á vegum rík-
isins. I áætlunum RANNIS er
gert ráð fyrir um 200 milljónum
króna til þessara málaflokka á ári
á árabilinu 1999-2001.
„Margir hafa komið að gerð
þessara áætlana sem byggjast á
nánu samstarfi aðila sem Rann-
sóknarráð hefur kvatt til en hófst
formlega með stefnumótun í
Hveragerði síðastliðið haust,“ seg-
ir Þorsteinn I. Sigfússon, formað-
ur Rannsóknamáðs. „Eftir bréf
menntamálaráðherra snemma í
vor var stefnan hnitmiðuð frekar
og hún að lokum kynnt sem „upp-
lýsing og umhverfi" á ársfundin-
um.“
Hið nýja Rannsóknarráð tók til
starfa í ágúst á síðastliðnu ári.
Landssíminn dreif-
ir efni Stöðvar 2
LANDSSÍMINN og íslenska út-
varpsfélagið hafa undirritað samn-
ing um flutning og dreifingu á dag-
skrám Stöðvar 2, Sýnar, Bylgjunn-
ar og Stjörnunnar um landið.
Landssíminn sér nú um allan flutn-
ing á útvarps- og sjónvarpsefni fyr-
ir Islenska útvarpsfélagið auk þess
að sjá um rekstur á dreifikerfi fé-
lagsins.
Islenska útvarpsfélagið getur nú
nýtt sér ljósleiðarakerfi Landssím-
ans til að dreifa útvarps- og sjón-
varpsefni um allt land og er gengið
út frá því við gerð samningsins að
flutningur muni aukast verulega
frá því sem nú er, að því er fram
kemur í fréttatilkynningu. Þjón-
ustusvæði Sýnar og Bylgjunnar
mun stækka á árinu og m.a. munu
Vestfirðir og Snæfellsnes bætast í
hóp þeirra svæða þar sem útsend-
ingar félagsins nást. Munu Bylgjan
og Sýn ná til 94% þjóðarinnar á
næstu mánuðum.
Samningurinn er til fjögurra ára
með möguleika á framlengingu og
er áætlað verðgildi hans um 150
milljónir króna á ári. Þar af eru
greiðslur vegna leigulína um 70
milljónir króna og leigugreiðslur
fyrir aðstöðu upp á 7-8 milljónir
króna á ári. Aðrar greiðslur eru
fyrir vinnu sem starfsmenn Lands-
símans inna af hendi og þann bún-
að sem festa þarf kaup á.
VIÐSKIPTI
39 milljóna kr. hagnaður hjá Fiskiðjusamlagi Húsavíkur
Skoða möguleika á sam-
einingu við önnur félög
FISKIÐJUSAMLAG Húsavíkur
var rekið með 39 milljóna króna
hagnaði fyrstu sex mánuði rekstrar-
ársins, það er að segja frá 1. septem-
ber sl. til 28. febrúar. Er það mun
betri árangur en á sama tímabili ár-
ið á undan en þá var 36 milljóna
króna tap.
Unnið hefur verið að breytingum
á rekstri Fiskiðjusamlagsins. Ný-
lega var dótturfélagið Náttfari ehf.
sameinað Fiskiðjusamlaginu. Telja
stjómendur félagsins að uppstokk-
un á eignum þess á síðasta ári og
sameining útgerðar og vinnslu hafi
lagt grunninn að aukinni veltu og
bættum rekstri. Veiðiheimildir hafi
nýst betur og fjármagnskostnaður
minnkað. Fram kemur í fréttatil-
kynningu frá Fiskiðjusamlaginu að
áætlun rekstrarársins gerir ráð fyr-
ir 66 milljóna kr. hagnaði, að teknu
tilliti til hagnaðar af sölu eigna. Ein-
ar Svansson framkvæmdastjóri tel-
SÖLUSAMBAND íslenskra fisk-
framleiðenda hf., SÍF, hlaut út-
flutningsverðlaun forseta fs-
lands árið 1998. Gunnar Örn
Kristjánsson framkvæmdstjóri
SÍF veitti verðlaununum, sem nú
voru veitt í tiunda skiptið, við-
töku fyrir hönd fyrirtækisins við
athöfn á Bessastöðum í fyrra-
dag. Fyrir aftan þá standa Einar
Már Guðmundsson myndlistar-
maður, sem bjó til verðlauna-
gripinn, og Páll Sigurjónsson í
úthlutunarnefnd.
„Þetta er fyrst og fremst
hvatning til stjórnar og starfs-
fólks fyrirtækisins og viður-
kenning á því að vel hafi tekist
10 stærstu h Fiskiðjusa Húsavíki 24. apríl 1998 Milljónir króna luthaf imlac irhf. ar |S Eignar- hluti
Nafnviröi hlutafjár
Húsavíkurbær 201,3 32,5%
Kaupfél. Þingeyinga 86,4 14,0%
Mastur ehf. 62,0 10,0%
Trygging hf. 56,2 9,1%
Hlutabréfasj. íshaf hf 56,1 9,1%
Olíufélagið hf. Esso 46,4 7,5%
íslenski fjársj. hf. 21,0 3,4%
Verkal. Húsavíkur 11,8 1,9%
Reginn hl. (Landsb.) 10,2 1,6%
Samvinnulífeyrissj. 9,2 1,5%
til við að sanna tilverurétt fé-
Iagsins eftir mikinn breytinga-
tíma. Þetta mun berast til okkar
viðskiptaaðila erlendis og hjálp-
ar til í markaðssetningu okkar
víða um heim,“ sagði Gunnar
Örn í samtali við Morgunblaðið.
Verðlaunin eru veitt í viður-
kenningarskyni fyrir markvert
framlag til eflingar útflutnings-
verslunar og gjaldeyrisöflunar
íslensku þjóðarinnar. f áliti út-
hlutunarnefndar segir að SIF hf.
hafi sýnt gott fordæmi um
hvernig félag getur með góðri
stjórn aðlagað sig breyttum ytri
aðstæðum og sé mjög vel að
verðlaununum komið.
ur útlit fyrir að áætlunin standist
þótt sjómannaverkfall hafi skaðað
félagið um 20-40 milljónir króna í
vinnslustöðvun og hækkuðu hráefn-
isverði.
Netagerð auglýst til sölu
Á síðari helmingi rekstrarársins
er gert ráð fyrir frekari breytingum
á rekstri með sölu netagerðar fé-
lagsins og ýmissa hlutabréfa. Munu
skuldir lækka um 70-100 milljónir
kr. við það. Netagerðin hefur verið
auglýst til sölu. Fram kemur að til
greina kemur að selja netagerðina í
heild, sameina hana öðrum rekstri
eða stofna sjálfstætt hlutafélag um
starfsemina.
Unnið er að endurskipulagningu
bolfiskvinnslu Fiskiðjusamlagsins
með það markmið að leiðarijósi að
rekstur hennar skili hagnaði. Fram
kemur að einföldun í fullvinnslu og
ný tækni sem þar hefur verið inn-
leidd muni lækka kostnað verulega,
auka nýtingu og bæta afkomu.
Fiskiðjusamlagið á rúmlega 2.000
tonn af þolfiskkvóta sem það notar
til hráefnisöflunar fyrir bolfiskdeild-
ina en honum hefur ekki verið ráð-
stafað fyrir næsta rekstrarár. Einar
Svansson segir að nú sé verið að at-
huga hvaða leiðir séu hagkvæmastar
til hráefnisöflunai- en kostum hafi
fækkað við nýsett lög um leikreglur
í sjávarútvegi. Verið sé að leita að
samstarfsaðila til að veiða bolfisk-
kvótann og komi sameining við önn-
ur sjávarútvegsfyrirtæki fyllilega til
greina. Einnig sé hugsanlegt að
leggja kvótann sem hlutafé inn í
annað fyrirtæki eða kaupa skip til að
veiða kvótann.
Stefnt er að því að rækjuverk-
smiðjan á Húsavík fái umhverfis-
vottun samkvæmt nýjum staðli,
ISO 14001, á yfirstandandi ári.
Telja stjórnendur félagsins að það
geti styrkt markaðsstöðu félagsins
og aukið hagnað að verða fyrst út-
vegsfyrirtækja til að fá þessa vott-
un.
Tveir stærstu hluthafarnir í FH,
Húsavíkurbær og Kaupfélag Þing-
eyinga, hafa minnkað hlut sinn í
Fiskiðjusamlaginu eins og fram hef-
ur komið. Eiga þeir saman tæp 47%
en áttu áður 58%. Mastur ehf., sem
er eignarhaldsfélag Olíufélagsins hf.
(Esso), Islenskra sjávarafurða hf. og
Samvinnulífeyrissjóðsins, er orðið
þriðji stærsti hluthafinn eftir að fé-
lagið keypti 10% hlut af bænum og
Fiskiðjusamlaginu.
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
Útflutningsverðlaun til SÍF
Sambands íslenskra
viðskiptabanka
Halldór J.
Krisijánsson
kjörinn
formaður
HALLDOR J. Kristjánsson, banka-
stjóri Landsbanka íslands hf., var í
gær kjörinn formaður Sambands ís-
lenskra viðskiptabanka og tekur við
formennsku af Val Valssyni, banka-
stjóra íslandsbanka hf., sem setið
hefur í tvö ár.
Stefán Pálsson, bankastjóri Bún-
aðarbanka Islands hf., var kjörinn
varaformaður.
Halldór og Bjöm Líndal, fram-
kvæmdastjóri í Landsbankanum,
tóku í gær sæti í sambandinu í stað
Halldórs Guðbjarnasonar og Björg-
vins Vilmundarsonar, fyrrverandi
bankastjóra Landsbankans.
Sambandið er hagsmunasamtök
viðskiptabankanna fjögurra, Búnað-
arbanka, Islandsbanka, Landsbanka
og Sparisjóðsbanka Islands hf.
Beint flug til Þýskalands I
Dusseldorf
Flogið tvisvar í viku frá 18. júní til 31. ágúst.
Sértilboð 18. júní til 28. júní og 20. ágúst
tii 30. ágúst kr. 20.91 O
Apex fargjald 25.910 kr.,
hámark einn mánuður, enginn bókunarfyrirvari.
Munchen
Flogið einu sinni í viku frá 26. júlí til 13. sept.
Apex fargjald 27.910 kr., hámark einn
mánuður, enginn bókunarfyrirvari.
Flugvallargjöld eru innifalin.
25% afsláttur fyrir 12-21 árs.
50% afsláttur fyrir 02-12 ára.
Upplýsingar um ferðir
LTU eru veittar á
næstu ferðaskrifstofu.
LTU á íslandi, Stangarhyl 3a,
110 Reykjavík, sími 587 1919
Við fljúgum fyrir þig