Morgunblaðið - 25.04.1998, Síða 24

Morgunblaðið - 25.04.1998, Síða 24
24 LAUGARDAGUR 25. APRÍL 1998 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Meintur morðingi Kings látinn Hætt við að handtaka stríðsglæpamann á síðustu stundu Frakkar neita því að hafa varað Karadzic við FRÖNSK stjórnvöld neita alger- lega fullyrðingum sem Washington Post hefur eftir bandarískum emb- ættismönnum, að hætt hafí verið á síðustu stundu við að handtaka Bosníu-Serbann Radovan Karadzic, sem ákærður er fyrir stríðsglæpi, þar sem franskur majór hafi varað Karadzie við. Talsmaður franska varnarmálaráðuneytisins viður- kennir þó að samband majórsins við Bosníu-Serba hafi þótt vafasamt og að hann hafi verið kallaður heim til Frakklands. Blaðið fullyrðir að mál- ið hafi spillt mjög samskiptum ríkj- anna. Majórinn, Herve Gourmelon, hafði yfirumsjón með tengslunum við Bosníu-Serba og átti m.a. að reyna að telja þá á að gefa sig fram. Fullyrt er í Washington Post að franska vamarmálaráðuneytið hafi játað að Gourmelon og Karadzie hafi hist, þótt ráðuneytið viðurkenni það ekki opinberlega enda myndi slíkur fundur brjóta í bága við regl- ur Atlantshafsbandalagsins (NATO). Segir blaðið að Frakkar hafi fullyrt að Gourmelon hafi ekki farið að skipun yfirmanna sinna er hann hitti Karadzic og að yfirvöld hafi lofað að hann yrði kallaður fyrir herrétt. Sú varð hins vegar ekld raunin og eru Bandaríkjamenn æfir vegna þess. I frétt Washington Post segir að ætlunin hafi verið að taka Karadzic höndum í september en hætt hafi verið við það á síðustu stundu er stjórnendur aðgerðarinnar höfðu veður af því að Karadzic kynni að hafa frétt af fyrirætlunum þeirra. Ekki er ljóst hvenær böndin bárust að Gourmelon en mörg hundruð þungvopnaðir hermenn úr sérsveit- um bandaríska og franska hersins áttu að taka þátt í aðgerðinni. Hafði hún verið skipulögð í smáatriðum en ákveðið var að hætta við hana til að stefna ekki lífi hermannanna í óþarfa hættu. Vel fylgst með Karadzic Franskir hermenn fylgjast með svæðinu í kringum Pale, þar sem höfuðstöðvar Karadzic eru. Kara- dzic er sagður eiga sjö hús og íbúðir í borginni og nokkrar íbúðir utan hennar. Skiptir hann reglulega um dvalarstað. Opinberlega viðurkenn- ir NATO ekki að það hafi vitneskju um ferðir Karadzic en Washington Post fullyrðir að vel sé fylgst með honum, m.a. af bandarísku leyni- þjónustunni, CIA. Þá hafi hermenn NATO hrellt fjölskyldu hans, m.a. konu og dóttur, með því að elta þær. Frakkar hafa löngum verið sak- aðir um slælega framgöngu í því að ná stríðsglæpamönnum, hafa að- eins handtekið einn en Bretar og Bandaríkjamenn hafa handsamað tuttugu menn sem eftirlýstir eru fyrir stríðsglæpi. Eini maðurinn sem Frakkarnir hafa handtekið hugðist gefa sig fram við franska herinn en vika leið áður en Frakkar ákváðu að taka hann höndum, eftir að hafa kannað hvort stjórn Bosn- íu-Serba hefði nokkuð við það að at- huga. Þá hefur varnarmálaráðherra Frakklands, Alain Richard, lýst því yfir að yfirmenn franska hersins, sem voru boðaðir í vitnaleiðslu fyrir mannréttindadómstól Sameinuðu þjóðanna, myndu ekki fá leyfi til að taka þátt í „réttarfarslegum skrípa- leik“. Louise Arbour, aðalsaksókn- ari við dómstólinn, brást við hart og ritaði bréf í Le Monde þar sem hún segir að fjölmargir stríðsglæpa- menn séu á svæði Frakkanna í Bosníu og að „þeir séu öruggir um sig“ þar sem þeir viti að þeir verði ekki handteknir. Washingfton. The Daily Telegraph. JAMES Earl Ray, sem afplánaði 99 ára fangelsisdóm fyrir morðið á bandaríska blökkumannaleiðtogan- um Martin Luther King fyrir 30 ár- um, lést á sjúkrahúsi í Nashville í Tennessee á fimmtudag. Ray, sem var sjötugur, var með skorpulifur og fleiri tengda sjúk- dóma og hafði legið í dái á sjúkra- húsinu frá því á þriðjudag. Hann var dæmdur fyrir morðið á King í Memphis í Tennessee 4. apríl 1968. Hann flúði en var handtekinn í London. Hann kvaðst sekur um morðið þegar réttað var í málinu í mars 1969 en nokkrum dögum eftir að dómurinn féll tók hann að halda því fram að hann væri saklaus og kvaðst hafa verið neyddur til að játa morðið á sig til að komast hjá dauða- SAMTÖKIN sem berjast fyrir því að Danir neiti að samþykkja Amster- dam-sáttmálann í þjóðaratkvæða- greiðslu í lok maí hafa leitað á náðir Breta um fjárstuðning við baráttu sína. Undir yfirskriftinni „The Danish Referendum Appeal" birtu samtökin {JuniBevægelsen og Folkebevægel- dómi. Ray barðist fyrir því að réttað yrði aftur í málinu og naut stuðnings fjölskyldu Kings, m.a. ekkju hans, Corettu, sem hélt því fram að Ray hefði ekki verið nógu greindur til að skipuleggja morðið og flóttann upp ó eigin spýtur og hann hefði tekið þátt í viðamiklu samsæri hvítra kynþáttahatara. Hún harm- aði í gær dauða Rays. „Bandaríkja- menn fá nú aldrei að njóta góðs af nýjum réttarhöldum yfir Ray, sem hefðu leitt til nýrra afhjúpana um morðið.“ sen mod EF-Unionerí) auglýsingu í These Tides Magazine þar sem farið er fram á fjárframlög til stuðnings ái-óðursherferðinni gegn Amsterdam- sáttmálanum i Danmörku. Talsmaður samtakanna, Poul Gerliai'd, segir í samtali við Jyllands-Posten að ekkert sé athugavert við að leita fjárstuðn- ings erlendis frá við slíka herferð. Danskir ESB-andstæðingar leita erlends fjárstuðnings James Earl Ray Nígería Umdeildar þingkosn- ingar Lagos. Reuters. NÍGERÍUMENN ganga að kjörborði í dag til að kjósa nýtt þing en flokkar stjórnar- andstöðunnar hafa skorað á kjósendur að neyta ekki at- kvæðisréttar síns í mótmæla- skyni við Sani Abacha hers- höfðingja og forseta herfor- ingjastjórnarinnar. Kosningabaráttan var dauf vegna áhugaleysis almennings og vegna þess að kjörstjórnin birti ekki nöfn þeirra sem fá að vera í framboði fyrr en í gær. Lýðræðisáætlun Abaehas hef- ur einnig mælst misvel fyrir meðal almennings. Mohammed Yusufu, fyrrver- andi lögreglustjóri sem barðist fyrir því að verða frambjóðandi í forsetakosningum í ágúst, tók undir áskorun stjórnarandstöð- unnar. „Nígeríumenn ættu að sitja heima og láta herinn um að kjósa.“ Þýzka þingið samþykkir stofnun myntbandalags Bonn. Reuters. SAMBANDSRÁÐIÐ, efri deild þýzka þingsins, samþykkti með yf- irgnæfandi meirihluta í gær að heimila ríkisstjóminni að gefa grænt ljós fyrir Þýzkalands hönd á stofnun Efnahags- og myntbanda- lags Evrópu, EMU. Atkvæða- greiðslan í Sambandsráðinu, sem fulltráar sambandslandanna 16 eiga sæti í, fylgdi í kjölfar þess að neðri deildin, Sambandsþingið, sam- þykkti áformin um stofnun EMU með jafnafgerandi hætti í atkvæða- greiðslu á fimmtudag. I efri deildinni greiddi eingöngu Kurt Biedenkopf, forsætisráðherra Saxlands, flokksbróðir Helmuts Kohls kanzlara og gamall andstæð- ingur hans, atkvæði gegn EMU- áformunum. Þingmenn allra helztu þingflokka á Sambandsþinginu studdu ákvörð- unina. Að lokinni tæplega níu klukkustunda langri umræðu greiddu með nafnakalli 575 þing- menn atkvæði með stofnun EMU, ***** EVRÓPA^ 35 á móti og fimm sátu hjá. Allir 30 þingmenn PDS, arftaka austur- þýzka kommúnistafiokksins, greiddu atkvæði á móti. Með þessari niðurstöðu heimilaði þingheimur ríkisstjórninni að sam- þykkja stofnun EMU með ellefu að- ildarríkjum 1. janúar 1999, en til stendur að leiðtogar allra ESB-ríkj- anna gangi formlega frá þessari ákvörðun á sérstökum fundi í Brus- sel 2. maí nk. Þessi afgerandi niðurstaða í þing- inu er í hrópandi misræmi við þá staðreynd, að meirihluti almennings í Þýzkalandi er samkvæmt skoðana- könnunum uppfullur tortryggni gegn því að þýzka markinu verði skipt út fyrir evróið, hina sameigin- legu Evrópumynt. Helmut Kohl kanzlari lýsti því yf- ir að Þýzkaland gengi í myntbanda- lagið „með augun opin“ og að engin hætta væri á því að Þjóðverjar kæmu til með að sitja uppi með verðminni gjaldmiðil. „Myntbanda- lagið er ekki að neinu leyti óút- reiknanleg áhætta,“ sagði hann og reyndi að kveða niður efasemd- araddir, sem lýsa áhyggjum af því að verðbólga fari af stað með hinni nýju mynt. „Eg er sannfærður um að alveg jafnsjálfsagt þyki að nokkrum árum liðnum að taka við evróinu eins og markinu nú.“ Umræðurnar buðu upp á fyrstu kappræður Kohls og keppinautar hans um kanzlarastólinn í kosning- um í haust, jafnaðarmannsins Ger- hards Schröders. Hinn síðarnefndi gagnrýndi Kohl fyrir að líta fram hjá áhyggjum venjulegs fólks vegna EMU-áformanna og að breiða yfir þá hættu sem fælist í þeim á auknu atvinnuleysi. Reuters GERHARD Schröder, forsætis- ráðherra Neðra-Saxlands og keppinautur Helmuts Kohls um kanzlarastólinn í kosningum í september, Ieggur áherzlu á orð sín í umræðum um EMU- áformin í neðri deild þýzka þingsins. Kohl fylgist með. — ■ ■ * . Trust TÖLVUBÚNAÐUR Enn neti íi r ii i ri L Trust PW 2000 Pentium II 233 MMX 135.900 lAhdssíh.h« Itriggjo mónodo Internetóskriít hió Londssímonum í koupbœti! Enlight ATX turn Intel Pentium II 233 MIVIX örgjörvi Abit LX6 móðurborð - Intel 440 LX kubbasett Besta Pentium II móðurborð í heimi! 32 Mb SDRAM minni 4.3 Gb Quantum Fireball harður diskur 24 hraða geisladrif 2 Mb S3 Trio 64 V2 skjákort Sound Blaster AWE 64 hljóðkort 300 W 3D hátalarar 15" Trust Precision Viewer skjár 33.6 baud utanáliggjandi mótald 3 mánaða Internetáskrift hjá Landssímanum Mús - Win95 lyklaborð Windows 95 uppsett og á CD TOLVUKJDR Faxafeni 5 - 533 2323 tolvukjor@itn.is i ► I > \ I ) > i ) > ) ) )

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.