Morgunblaðið - 25.04.1998, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 25. APRÍL 1998 2 7
Leitin að réttu eigninni
hefst hjá okkur
rui* im tw
Plast
augnmaski
GREINIR sf. hefur sett á markað-
inn plast augnmaska. Augn-
maskinn er látinn bíða í kæli í 10 til
20 mínútur áður en hann er lagður
á augun. I fréttatilkynningu kemur
fram að maskinn hafi góð áhrif á
þreytt augu og fái bauga til að
hjaðna. Maskinn rói höfuðverk og
minnki slímmyndun.
Ef maskinn er áður lagður í heitt
vatn í 5 til 10 mínútur hefur hann
góð áhrif á nefstíflur og höfuðverk.
Plastmaskinn fæst í flestum apó-
tekum.
Seljum í dag og á morgun
mikið af leirpottum með
allt að 50% afslætti
Gróðurmold
12 lítrar
kr. 269,-
Verð áður kr. 449,-
ilkmdi fæimur
ÞRJÁTÍU og níu fyrirtæki innan og
utan Samtaka verslunarinnar skora
á íslensk stjórnvöld að setja sérís-
lenskar reglur um merkingu mat-
væla og taka í reglunum sérstakt til-
lit til gildandi umbúðareglna á
markaðssvæðum utan EES. Á
blaðamannafundi Samtaka verslun-
arinnar kom fram að með reglugerð
um matvælamerkingai- í tengslum
við samninginn um Evrópskt efna-
hagssvæði skapaðist hætta á því að
einstakar tegundir bandarískrar
matvöru hækkuðu um allt að 10% í
verði eða jafnvel hyrfu alveg af ís-
lenskum markaði. íslenskum inn-
flytjendum er skylt að framfylgja
reglugerðinni frá 1. maí næstkom-
andi. Heimilt verður að selja mat-
væli með eldri merkingum til 1.
september.
Hjá Baldvini Hafsteinssyni, lög-
fræðingi Samtaka verslunarinnar,
kom fram að Hollustuvernd og Heil-
brigðiseftirlit hefðu lengi haldið því
fram að fylgja bæri reglugerðum
Evrópusambandsins um umbúða-
merkingar í einu og öllu. Samtök
verslunarinnar hefðu verið á önd-
verðum meiði og fengið staðfestingu
á því áliti sínu í tveimur nýlegum úr-
skurðum EFTA-dómstólsins.
Baldvin vék sérstaklega að dómi
frá því í desember síðastliðnum.
Með dóminum fengist staðfesting á
því að í samningi EFTA-ríkjanna
um Evrópskt efnahagssvæði hefði
ekki falist framsal á fullveldi þjóð-
anna eins og gerðist þegar þjóðir
gengu í Evrópusambandið. Innflutn-
ingur vara til EFTA-ríkja frá þriðja
ríki væri því ekki háður reglunum
um frjálst flæði heldur giltu reglur
viðkomandi ríkja um innflutninginn.
•MctiSií
Bolta- og skrúfufrítt kerfi
Hillukerfi fyrir lagerinn,
bílskúrínn og geymsluna
Auðvelt í uppsetningu
Hagstætt verð
Leitið tilboda
ISOldehf.
Umboös• & heildverslun
Faxafeni 10 • 108 Reykjavík
Sími5811091 • Fax 553 0170
Aðeins tveir d
NEYTENDUR
Séríslenskar reglur
verði settar um
merkingu matvæla
€>.
WEWSXSmK
Hillukerfi
27aprfl
Erindinu tekið vel
Jón Ásbjörnsson, formaður, sagði
að í framhaldi af dómnum hefði ver-
ið farið á fund Davíðs Oddssonar,
forsætisráðherra, til að skora á ís-
lensk stjómvöld að setja séríslensk-
ar reglur um merkingu matvæla.
Með reglunum yrði tekið sérstakt
tillit til gildandi reglna á markaðs-
svæðum utan EES. Reglurnar yrðu
látnar gilda samhliða evrópsku um-
búðareglunum. Með því yrði látið
reyna á hvort slíkt stæðist reglur
ESB. Jón sagði aðspurður að Davíð
hefði tekið erindinu vel.
Hjá Jóni og Stefáni S. Guðjóns-
syni, framkvæmdastjóra, kom fram
að erfiðleikum gæti verið bundið að
endurmerkja ýmsar bandarískar
vörur eins og gera þyrfti samkvæmt
evrópsku reglugerðinni, t.d. væri
erfitt að líma merkimiða á Pillsbury-
hveiti. Endurmerkingar væru þar að
auki kostnaðarsamar og myndu
væntanlega hafa í fór með sér allt að
10% verðhækkun á einstökum vöru-
flokkum. Ekki væri heldur útilokað
að vörurnar hyrfu af markaðnum.
Fram kom að sumar vörur væru
keyptar frá Bandaríkjunum en ekki
Evrópu vegna kostnaðarmunar,
t.a.m. væri þekkt tegund barnamat-
ar 50% dýrari í Bretlandi þar sem
vörumerkingar væru samkvæmt
Evrópustöðlum heldur en í Banda-
ríkjunum þaðan sem varan er flutt
inn til íslands.
ÞAÐ er fátítt að smit berist með laugarvatni í augu og valdi sjúkdóm-
um. Sundgleraugu geta ekki varið augun fyrir slíku smiti.
Hvaða gagn
gera sund-
gleraugu?
MEÐ hækkandi sól er þess að
vænta að fólk fari að stunda sund-
laugamar af meira kappi en áður.
Þeir sem ekki fara í sund á veturn-
ar fara væntanlega að fálma eftir
sundbolnum eða sundskýlunni aft-
ast í hillu eða skúffu. Hvað með
sundgleraugun, eru þau nauðsyn-
leg þegar við förum í sund? Þessi
spurning var lögð fyrir Þórð Sverr-
isson augnlækni. Hann sagði að
það væri hugsanlegt að smit gæti
borist í augun í sundlaugum en það
væri fátítt. Sundgleraugu gætu
ekki varið menn slíku smiti. Menn
notuðu þó sundgleraugu gegn
óþægindum sem gætu skapast af
klórnum sem væri í vatninu. Iílór-
inn hefði ertandi áhrif á augun en
hann hefði engin skaðleg áhrif á
þau.
Munið sölu afsláttarmiða vegna
gistingar á Hótel Eddu í sumar.
Sérstaklega skal tekið fram að
afslátturinn gildir á öll Edduhótelin.
Salan fer fram á skrifstofu SFR á
Grettisgötu 89, miðvikudaginn 29.
apríl og fimmtudaginn 30. apríl á
milli kl. 16:00 og 18:00.
Félagsmenn utan af landi geta hringt
inn á sama tíma.
Starfsmannafélag ríkisstofnana
’---------