Morgunblaðið - 25.04.1998, Side 32

Morgunblaðið - 25.04.1998, Side 32
Coo, MENN í MftNV*TT!* 32 LAUGARDAGUR 25. APRÍL 1998 MARGMIÐLUN MORGUNBLAÐIÐ PENTIUM II ¥£RÐ SPRENGíft ■ Góður turn kassi ■ 15" Targa skjár ■ 32 MB SDRAM ■ MaxtorDiamond 3.2 MB Ultra-DMA diskur ■ Ðiamond Stealth 4000 AGP 3D skjákort ■ 32x hraða geisiadrif ■ 16 bita hljóðkort ■ 280W hátalarar DVD drif með leikjum, tengingum og öllu tilneyrandi Win 95 lyklaborð og mús, Windows '95 uppsett 33.6 fax mótald með símsvara á netinu. Sími: 550-4444 • Skeifan 11 Póstkröfusíminn: 550-4400 A Time To Kill Batman & Robin xuffiS Tin Cup Mars Attacks Fræðsla, skemmtun og auglýsing Margmiðlun er til margs brúkleg; nota má hana til að fræða og skemmta eða einfald- ------:----------9---- lega að auglýsa. Arni Matthíasson skoðaði tvo ólíka íslenska margmiðlunardiska. ÍSLENSK fyrirtæki eru sífellt að átta sig betur á möguleikum marg- miðlunar og útgáfa á slíku efni á geisladiskum eykst í samræmi við það. Þannig hafa íslensk fyrirtæki gefið út auglýsingar- og kynning- arefni, vöruskrár, leiðbeiningar ýmiss konar eða hreinræktaðar auglýsingar. Seint á síðasta ári gaf tryggingafélagið Sjóvá-Almennar þannig út umferðarfræðsludisk sem er í senn auglýsing fyrir fyrir- tækið og bráðgagnleg fræðsla um umferðarmál. Skammt er svo síðan Flugleiðir sendu frá sér disk sem dreift verður í vélum félagsins og inniheldur kynningu á íyrirtækinu og íslandi. í umferðinni Geisladiskur Sjóvár-Almennra, sem er seldur í flestum tölvuversl- unum og víðar, kallast I umferð- inni. Honum er skipt í fimm megin- hluta: Vátryggingar, sem fjallar um tryggingarmál og skýrir meðal annars hvers vegna nauðsynlegt sé að tryggja bílinn. Akstur og um- ferðarvenjur, sem segir frá því helsta sem skiptir máli við akstur. Umferðarmerkin, en þar er að finna myndir af öllum umferðar- merkjum sem í gildi eru hér á landi og þau skýrð, Ungir ökumenn, sem rekur meðal annars helstu tjón sem ungir ökumenn lenda í og loks Krossapróf, sem er, eins og nafnið gefur til kynna, próf úr öku- kennslu. Mikið er lagt í diskinn, margir koma að verkinu og ekkert er til sparað. Það hefur og tekist bráðvel að koma efninu til skila, myndbönd eru ýmist teiknimyndir eða kvik- myndaðar, framsögn Ki-istófers Helgasonar vel skýr og svo mætti telja. Einfalt er að setja forritið inn og einfalt að nota það; notandinn þarf aldrei að velta því fyrir sér hvað eigi að gera næst eftir að hann hefur á annað borð áttað sig á stýringu á disknum sem tekur ör- skotsstund. Gloppótt þekking á umferðar- reglum og -merkjum Samkvæmt því sem kemur fram á umslagi disksins er hann gefinn út sem liður í forvamastarfi Sjó- vár-Almennra og nýtist eflaust prýðilega til slíks og almennt nota- gildi íyrir þá sem eru að læra á bíl er augljóst. Þannig er ýmis fróðleikur sem viðkomandi þarf að kunna skil á vel fram settur og skýr, aukinheldur sem krossaprófið er skemmtilegt og kemur eflaust mörgum á óvart hversu gloppótt þekking þeirra er á umferðarreglum og -merkjum þegar á reynir. Diskurinn ætti því að nýtast öllum þeim vel sem eru að læra, eins og getið er, en þeir sem sjóaðri eru og hafa jafnvel ver- ið með bflpróf í mörg ár eða ára- tugi geta einnig lært sitthvað, eða í það minnsta komist að því hversu áfátt kunnáttunni er. Kynning íslands Skammt er síðan út kom marg- miðlunardiskur á vegum Flugleiða, sem er allfrábrugðinn diski Sjóvár- Almennra, ekki síst fyrir það að hann er ekki til sölu heldur er hon- um dreift til þeirra sem fljúga á viðskiptafarrými Flugleiða, svo- nefndu Saga Class. A disknum er að finna ýmsar upplýsingar um fé- lagið og þjónustu þess, sagt er frá helstu áfangastöðum, gefin upp símanúmer og heimilisföng skrif- stofa, sagt frá vefsetri félagsins, hægt er að skoða þrjár auglýsingar sem Flugleiðir hafa gert fyrir sjón- varp og hlusta á íslenska tónlist. Tónlistinni er skipt í tvennt, ann- ars vegar það sem kalla má milli- tónlist og svo nýgræðing. í milli- tónlistinni, sem þeir Flugleiða- menn kalla Icelandair Grand Melodies, er að finna lögin Ég bið að heilsa sem Björgvin Halldórs- son flytur með karlakórnum Fóst- bræðrum, fslandslag sem Sigrún Hjálmtýsdóttir syngur, Þú eina hjartans yndið mitt sem Björgvin syngur einnig og loksVegir liggja til allra átta í nýrri útsetningu sem Björgvin syngur. Öll eru lögin áður útgefin utan það síðasttalda sem hefur ef til vill verið tekið upp sér- staklega fyrir diskinn. Það er og sísta lagið, í flatri og leiðinlegri út- setningu, og sérkennilegt að hún skuli heldur hafa verið valin en upprunaleg útgáfa. Nýgræðingur Nýgræðingurinn, Icelandair Fresh Spirit, er lög með Subterran- ean, My Style in Freaky, Súi-efni, Disco, og Woofer, Look. Allt prýði- leg lög og ágæt dæmi um það sem er að gerast í íslenskri popptónlist. A meðan hlustað er á lögin sýnir forritið myndir frá íslandi, svona rétt til að espa með mönnum löng- un til að heimsækja landið. Kostur er að forritið, sem unnið er í Macromedia, keyrir beint af disknum, ekki er neitt sett inn á harðan disk notandans og því þarf ekki að henda neinu út þegar lokið er við að skoða diskinn. Minnihátt- ar böggur er í forritinu, því ef reynt er að komast út úr auglýs- ingunum á meðan þær eru í gangi frýs það. Sé aftur á móti horft á auglýsinguna til enda er allt í lagi. Þessi margmiðlunardiskur er Flugleiðum til sóma, vel heppnaður og lipurlega saman settur. Eina sem finna má að er að lesefni mætti vera meira, til að mynda hefði verið gaman að hafa á diskn- um þjóðsögur eða brot úr íslend- ingasögum, en einnig hefði verið snjallræði að láta fylgja með skjá- svæfu, svona rétt til að treysta ís- landsböndin enn frekar. Stafræn- ir tónar FLESTIR netvanir kannast við MP3-skjöl, sem eru lög sem pakkað er með sérstöku al- grími kenndu við Frauenhofer. Þeir sem fengist hafa við tölvur og tónlist þekkja þann vanda hversu mikið rými fer undir hvert lag, enda þarf um mínúta af víðómshljómslagi um tíu megabæti. Með MP3 má aftur á móti pakka svo vel saman að þjöppunin verður uppí 12:1 án þess að hljómur skerðist að ráði og þannig má koma hefð- bundnu popplagi fyrir á hálfu þriðja megabæti. Þessi staðreynd á eftir að hafa gríðarleg áhiif á dreifingu og sölu á tónlist á netinu á næstu árum, ekki síst í ljósi tækja eins og Mpman, sem kóreska fyrirtækið Saehan kynnti á CeBIT sýningunni í síðasta mánuði. Það byggist á örlitlu tæki með svonefndu Solid State-minni, en það er minni sem lesa má í upplýsing- ar sem haldast þar til þeim er beinlínis breytt. Fyrir vikið er ekkert sem hreyfist í tækinu og rafhlöður endast von úr viti, en á hvert 64 megabæta minnis- spjald má koma rúmum 70 mín- útum af MP3-pakkaðri tónlist, eða heilum geisladisk og ríflega það. Á slóðinni http:/Avww. mpman.com/eng /main.html má meðal annars lesa um tækið, en þar kemur fram að heildsölu- verð sé í kringum 30.000 krón- ur sem gerir það fulldýrt í smá- sölu. Ef fleiri fara þessa leið er eins víst að dagar snældunnar og ferðageislaspilara séu taldir, nema hvað. ■ EIN vinsælasta vefslóð heims er heimaslóð Microsoft og þar má sækja ýmislegan hugbúnað frá fyrirtækinu, kynningarútgáfur, ókeypis við- bætur og hugbúnað eins og nýjustu útgáfur af Internet Explorer vafranum. Þar má einnig sækja flestar þær viðbætur sem verða í Windows 98, rekla og fleira, en nýjast á slóðinni er glæný útgáfa af Microsoft Outlook póstforritinu. Slóðin er http://www.microsoft.com/msdownload/ ■ Eitt besta safn deilihugbúnaðar og ókeypis hugbúnaðar fyrir Windows 95 er að finna á vef- setrinu Winfiles.com. Það er gríðarlegt magn af hugbúnaði og mikii umferð með þeim afleiðing- um að stundum getur verið þungt að sækja þang- að skrár. Þeir sem ekki hafa nennu til þess að bíða eða treysta ekki tengingunni geta þá keypt hugbúnaðarsafn á geisladisk,en þeir Winfiles- menn hafa safnað á íjögurra diska sett um 2 gígabætum af 32 bita hugbúnaði fyrir Windows 95 sem hægt er að kaupa á staðn- um og fá í pósti. Vefsetrið hét í eina tíð Win95.com, en var breytt í winfiies.com, meðal annars til að ná einnig yfir Windows NT og CE. Slóðin er http://www.wmfi- les.com/ en ekki er bara hugbún- aður þar því finna má ýmislegar leiðbeiningar og fróðleik. ið. Á Cnet er hægt að lesa fréttir og fjármála- upplýsingar, spá í leiki og fleira. Þar er og mik- ið safn af deilihugbúnaði flokkað niður eftir notagildi og skírskotun. Þannig er slóðin Build- er.com, http://www.cnet.com/Content/Builder/, ætluð þeim sem fást við vefnað og viðhald á net- setrum, Download.com, http://www.down- load.com/, fyrir almennan hugbúnað, Shareware.com, http://www.shareware.com/, uppfullt með deilihugbúnaði, Browsers.com, http://www.browsers.com/, er ætluð fyrir nýjustu útgáfur vafra og viðbætur, og Acti- vex.com, http://www.acti- vex.com/, er fyrir ActiveX við- bót Micrsoft. ■ Ekki er bara deilihugbúnaður á netinu því þar má einnig finna ókeypis hug- búnað ýmiss konar. Slíkur hugbúnaður er oft frumstæður og jafnvel gallaður, en hann getur líka verið bráðgóður og handhægur og margir nota ekki nema ókeypis hugbúnað og komast vel af. Á vefsetri The Free Site er þannig að finna safn af allskyns ókeypis hugbúnaði, flokkað nið- ur eftir því til hvers viðkomandi hubúnaður er brúklegur. Slóðin er http://www.thefreesite.com/. ■ Netið er vitanlega gráupplagt: til að sækja deilihugbúnað, þ.e. hugbúnað sem notendur geta sótt og prófað til að ákveða hvort þeir vilji kaupa hann eða ekki, og fjölmargir hafa sankað að sér slíku og veita aðgang að því. Meðal helstu slóða sem dreifa deilihugbúnaði er Cnet-vefsetr- ■Simtel er með elstu hugbúnaðarsöfnum og var komið í gang löngu áður en veraldarvefurinn kom til sögunnar. Einfalt er að leita á slóðinni, http://www.simtel.net/simtel.net/, en hjá Simtel er að finna ýmist deilihugbúnað eða ókeypis hug- búnað.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.