Morgunblaðið - 25.04.1998, Side 40

Morgunblaðið - 25.04.1998, Side 40
40 LAUGARDAGUR 25. APRÍL 1998 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Kennslubók í klækjum „ Um mennina má yfirleitt segja, að þeir séu vanþakklátir, hvikulir, lygnir og hrœsnisfullir. Þeir eru hræddir við hœttur og fégjarnir. “ Niccol’o Machiavelli setti saman fræga bók sem hann kall- aði Furstann og kom fyrsta útgáfa hennar af mörgum út í Róm 1532. Árið 1557 var hún komin á lista yfir bannaðar bækur. Meðal annan-a bóka eftir Machiavelli eru Hernaðarlist, Saga Flórensborgar og fræðiljóðin Vanþakklæti og Metnaðargirnd, einnig leikrit og skáldsaga. Síðastnefnda ljóðið birtist 1516, sama ár og Utópía Thomasar More. Eins og Ásgrímur Albertsson, þýðandi Furst- VIÐHORF ans á íslensku (Mál og menn- Eftir Jóhann j 1987) Hjálmarsson bendir á hafa menn litið á Furstann sem „kennslubók í stjórnmálarefjum og fláttskap" og í því sambandi hefur orðið machiavellismi verið notað. Fursti Machiavellis er alvald- ur og persónugervingur ríkisins. Hagsmunir hans eru um leið hagsmunir ríkisins. Furstinn lýtur ekki samfélaginu, hann er ekki bundinn reglum og siðum hins almenna borgara. Hann getur notað öll ráð, góð eða ill, sjálfum sér í hag og til varnar. Furstinn er ríkið, en borgararn- ir annað. Ríkishagsmunir eru fyrir mestu í merkingunni til- gangurinn helgar meðalið og nauðsyn brýtur lög. Furstinn er ein þeirra bóka sem lesa má og túlka með ýms- um hætti. Menn geta sagt sem svo að boðskapur Machiavellis sé ekki jafn ógnvænlegur og halda mætti. Hreinskilni hans er aftur á móti afdráttarlaus og getur skelft lesandann. Hana ber þó að taka með nokkrum fyrivara, einkum vegna þess eins og fyrr segir að leggja má út af orðum höfundarins á ýms- an hátt. Sautjándi kafli Furstans nefn- ist Um harðýðgi og miskunn - hvort betra sé að fursti sé elsk; aður eða að menn óttist hann. I þessum kafla er að fínna eftir- farandi lýsingu á mönnum: „Um mennina má yfirleitt segja, að þeir séu vanþakklátir, hvikulir, lygnir og hræsnisfullir. Þeir eru hræddir við hættur og fégjarnir." Meðal þeirra fyriiTnanna og um leið fyrirmynda sem Machia- velli kallar til vitnis í kaflanum er AJexander VI. páfí, en um þann kostum prýdda mann seg- ir: „Alexandei' VI. páfi lék alltaf þá list, sem átti hug hans allan, að blekkja fólk, og það varð aldrei skortur á mönnum sem ginu við agni hans. Það hefur aldrei verið til maður leiknari í fortölum né reiðubúnari að sverja eiða að því sem hann var staðráðinn í að svíkja. Blekking- ar hans báru samt alltaf tilætl- aðan árangur, því hann gjör- þekkti þessa hlið mannlífsins." Það er til marks um skarpa röksemdafærslu Machiavellis hvernig hann ver harðýðgi um Niccolo Machiavelli — leið og hann brýnir miskunn- semi fyrir furstum. Miskunn- semi á að sýna þegar það á við. En þegar að harðýðginni kemur er dæmi Cesars Borgía nefnt. Borgía hafði orð á sér fyrir að vera gi-immlyndur, að sögn Machiavellis: „Samt var það svo að með hörku sinni tókst honum að koma á umbótum í Romagna, hann sameinaði hana og kom þar á lögum og reglu. Séu málin skoðuð í réttu samhengi þá verður niðurstaðan sú að aðferð- ir Cesares hafi falið í sér meiri miskunnsemi en þá sem íbúar Flórens sýndu þegar þeir vildu komast hjá því að verða sakaðir um harðýðgi, en liðu það að Pi- stoja var lögð í rústir.“ Bækur á borð við Furstann hafa verið skrifaðar fyrr og síð- ar, stundum handa ákveðnum mönnum, konungum og kon- ungssonum. I þessum flokki er til dæmis Konungsskuggsjá. Húmanismi endurreisnartím- ans, ekki síst í Flórens, fæðing- arborg Machiavellis, leiddi af sér menningu sem átti varla sinn líka og naut liðsinnis auð- manna sem hlúðu að andlegum efnum, m.a. fornum og nýjum bókmenntum. Þetta átti sér að vísu ekki alltaf menningarlegan tilgang, en kom oftast að góðu gagni fyr- ir menninguna. Sá sem hefur fengið það í arf að vera fursti eða verið kjörinn til þess þarf vitanlega ekki að hafa miklar áhyggjur af almenn- ingi nema það gerist að blekk- ingahæfileikinn minnki. Hann skiptir mklu máli. Machiavelli taldi að hefði fursta ekki tekist að ná vinsældum bæri honum samt að haga orðum sínum og gerðum þannig að hann bakaði sér ekki hatur. Um leið á furst- inn að vekja mönnum ótta, kennir Machiavelli. Hann leggur afar mikla áherslu á óttann, annars sé allt unnið fyrir gýg. Machiavelli skrifar þessi athygl- isverðu orð: „Er betra fyrir furstann að hann sé elskaður af fólkinu heldur en það óttist hann - eða öfugt? Svarið er að hvorttveggja væri æskilegast, að fólkið elskaði hann og óttaðist í senn. En þar sem þetta getur trauðla farið saman, þá er miklu tryggara að búa við ótta þess en ást, ef ekki er hægt að að eiga hvorttveggja.“ Ottinn er eins og allir vita trygging þess að halda völdum. „Mönnum verður minna fyrir að gera á hlut þess sem þeim er kær, en hins sem þeim stendur ótti af.“ Machiavelli hafði lært margt af hermennsku, enda var hann kallaður til ef skipuleggja þurfti stríð og sérstaklega til að semja við óvininn. I því vann hann sér margt til frægðar. Það sem kemur sér aftur á móti illa fyrir Machiavelli sam- tímans er það lýðræði sem heimtar að fólkið, almenningur geti lagt eitthvað til mála. Þá er gagnslítið fyrir furstann að berja sér á brjóst og segja: „Ríkið það er ég.“ Dagur Parkin- sonsjúklinga PARKINSONDAG-UR Evrópu- samtakanna EPDA (The European Parkinson’s Disease Association) var 11. apríl síðastliðinn. Dagurinn er fæðingardagur enska læknisins James Parkinson (1755-1824) en hann varð fyrstur manna til að lýsa einkennum þessa hrörnunarsjúk- dóms og er sjúkdóm- urinn nefndur eftir honum. Parkinson- sjúkdómurinn Parkinsonsjúkdóm- urinn þekktist áður fyrr sem heldrimanna- veiki, þar sem sjúk- dómurinn lagðist oft á presta. Það fer ekki á milli mála að frægasti parkinsonsjúklingur í heimi í dag er einmitt heldrimaður, Jóhannes Páll páfi annar. Flestir sjúklingar eða um 75% veikjast á árunum milli fimmtugs og sjötugs en einnig veikist yngra fólk. Sjúkdómurinn er nokkru al- gengari hjá körlum en konum og í dag eru um 450 íslendingar með parkinsonsjúkdóminn. Sjúkdómur- inn er talinn orsakast af skorti á boðefninu dópamíni í heilanum, en ekki er enn búið að finna orsökina á þessum skorti. Ég mun stikla á helstu einkennum sjúkdómsins, meðferð og hlut aðstandenda, sem getur haft áhrif á lífsgæði sjúk- lingsins. Sjúkdómseinkenni Helstu sjúkdómseinkenni eru stirðleiki í vöðvum, skjálfti í hönd- um og allar hreyfingar verða hæg- ari. Parkinsonsjúklingar hafa oft sérkennilegt göngulag þar sem höfuðið hallar fram á við, gangur- inn er hægur og hendur sveiflast ekki með, heldur liggja hreyfingar- lausar meðfram líkamanum. Sjúk- lingarnir eiga erfitt með allar fín- hreyfingar og andlitið er oft svip- brigðalaust. Sjúkdómurinn getur haft áhrif á röddina og sjúklingar eiga einnig oft við kyngingarörðug- leika að stríða. Parkinsonveiki leggst mjög misjafnlega á fólk, eitt er þó sameiginlegt öllum parkin- sonsjúklingum, að öll einkenni aukast við geðshræringu. Þetta er ekki fullnægjandi upptalning á einkenn- um sjúkdómsins held- ur þau algengustu. Meðferð sjúkdómsins Meðferð sjúkdóms- ins felst fyrst og fremst í lyfjagjöf til að draga úr áhrifum sjúk- dómsins. Sjúkraþjálf- un er einnig mjög mik- ilvægur þáttur í með- ferðinni. Mikilvægt er að sjúklingurinn geti verið sem mest sjálfbjarga, og haldi líkamanum í þjálfun. Heila- skurðaðgerðir hafa skilað nokkrum árangiá og hafa nokkrir Islending- Parkinsonsamtökin aðstoða sjúklinga og aðstandendur þeirra við að leysa vandann sem sjúkdómnum _______fylgir. Alda_______ Sigurðardóttir stiklar á helstu einkennum sjúkdómsins. ar farið í slíka aðgerð, en þær hafa ekki enn verið íramkv ídar á Is- landi. Hjúknm er aðanega fólgin í andlegri uppöi'vun, mikilli þolin- mæði og að fá sjúklinginn til að hreyfa sig og vera meðal fólks. Margir sjúklingar einangrast þeg- ar einkenni sjúkdómsins fara að ágerast, sérstaklega þegar fólk á erfitt með að tjá sig og matast meðal fólks. Þá er þunglyndi al- geng afleiðing sjúkdómsins. Sjúk- dómurinn hefur sjaldan áhrif á vit- ræna starfsemi sjúklingsins. Hlutur aðstandenda Hinn 11. apríl á degi EPDA kom út fræðslurit um parkinsonsjúk- dóminn í íslenskri þýðingu sem hægt er að nálgast hjá Parkinson- samtökunum. Þetta rit er mjög fróðlegt og hvet ég alla sem á ein- hvern hátt tengjast parkinsonsjúk- lingum til að lesa það. Við skilning á sjúkdómnum lærist manni að sýna þá virðingu sem nauðsynleg er. Þolinmæði er nokkuð sem allir aðstandendur parkinsonsjúklinga verða að rækta með sér, svo ekki sé minnst á sjúklinginn sjálfan. Mikilvægt er að hvetja sjúklinginn og uppöi-va til að hjálpa sér sem mest sjálfur þó að það gangi hægt og alls ekki reka á eftir honum. Dagleg hreyfing og sjúkraþjálfun er mikilvæg og ýmis hjálpartæki geta reynst parkinsonsjúklingum vel. Það er sérstaklega mikilvægt að sjúklingarnir séu í andlegu jafn- vægi, því við allar geðshræringar versna einkenni sjúkdóm^ins. Mikil- vægt er að hrósa þeim þegar við á, hvetja þá og örva. Gott er að gefa sjúklingnum hugmyndir um tóm- stundastörf, því þau eru nauðsynleg og geta á margan hátt aukið sjálfs- traust þein-a. Þegai' andlitsdrættir verða svipbrigðalausir á sjúklingur- inn erfiðara með að láta í ljós til- finningar sínar. Þekking á þessu einkenni gerir það auðveldara að sýna þohnmæði og gefa sjúklingn- um nægan tíma til að bregðast við. Þeir sem gi-einast með parkinson- veikina geta þó átt fjöldamörg góð ár framundan áður en sjúkdómur- inn fer að há þeim að nokkru marki. Parkinsonsamtökin Að lokum vil ég minna á Parkin- sonsamtökin sem aðstoða parkin- sonsjúklinga og aðstandendm- þeii-ra við að leysa þann vanda sem sjúkdómnum fylgir. Þjónustumið- stöð Parkinsonsamtakanna er á Laugavegi 26 og er opin á miðviku- dögum milli kl. 17 og 19. Símanúm- erið þar er 552-4440. Aðalfundur Parkinsonsamtakanna verður i dag, laugardag, í félagsheimili Áskirkju og eru allir velkomnir. Höfundur er aðstandandi parkinsonsjúklings. Alda Sigurðardóttir Styrktarfélag vangefinna 40 ára Árni Már Þórhildur Björnsson Garðarsdóttir HINN 23. mars síð- astliðinn átti Styrktar- félag vangefinna 40 ára afmæli. Á þessum tímamótum ætla dag- þjónustustofnanir fé- lagsins að hafa opin hús til að kynna starf- semi sína og sögu og að sjálfsögðu verður heitt á könnunni. I dag, 25. apríl, mun hæfingarstöðin Bjark- árás fyrst þessara staða opna húsakynni sjn fyrir almenningi og eru allir velunnai'ar Bjarkaráss og Styrkt- arfélags vangefinna velkomnit'. Starfsemi hófst í Bjarkarási í nóv- ember 1971 og var þjónustan í upp- hafi ætluð fullorðnum þroskaheftum einstaklingum án verulegrar líkam- legrar fótlunai'. Á þessum tuttugu og sjö árum hefur margt breyst og er sá hópur sem sækir þjónustuna í dag annar en hann var í upphafi. Nýir starfsmenn eru yfirleitt meira fatlað- ir en þeir sem útskrifast og hefur það í för með sér aukna þjónustu- þyngd. Reyndar á þessi þróun við um flesta þá staði sem þjóna fötluðu fólki. Starfsemi Bjarkaráss hefur því verið í stöðugi'i þróun í áranna rás með það að markmiði að mæta þörf- um þeirra sem þangað koma. Vinnutíminn í Bjarkarási er frá níu til fjögur virka daga og eru fiest- ir í fullu starfi en nokkrir koma hluta úr degi. Þótt Bjarkarás sé hæfingar- stöð eru þjónustuþegar ætíð nefndir starfsmenn og er það hluti af þeirri þjálfun sem þar fer fram. Um fimm- tíu starfsmenn koma í Bjarkarás daglega og hafa sér til aðstoðar þroskaþjálfa og aðra leiðbeinendur. Markmiðið með starfi Bjarkaráss er að gera starfsmenn hæfa til starfa á vernduðum vinnustöðum, almennum vinnumarkaði eða öðrum stöðum sem henta viðkomandi. Til þess að ná því takmarki hefur meg- ináherslan frá upphafi verið á fjöl- breytta starfs- og félagsþjálfun. Undirstaða þjálfunarinnar felst í beinni vinnu við misflókin verkefni, svo sem pökkun á blöðum, tímarit- um, afmælisblöðrum og fleiru. Þar er einnig unnið við merkingar á ýmsum hlutum og fjölföldun tölvu- forrita. Þessi fjölbreytni í Bjarkar- ási væri ekki til staðar nema til kæmi jákvætt og gott samstarf við hin ýmsu fyrirtæki og vilji þein-a til að nýta sér þjónustu Bjarkaráss. Þjálfun í einföldum saumaskap fer einnig fi-am í Bjarkarási og hafa kokkasvuntur, bleiur, handklæði og þvottastykki verið meðal þeirra framleiðsluvara sem eru hvað vin- sælastar. I gróðurhúsi staðarins sem tekið var í notkun í janúai' 1993 er ræktað og selt lífrænt grænmeti s.s. paprikur, agúrkur, tómatar og hefð- bundið útigiænmeti ásamt sumar- blómum og taka starfsmenn virkan þátt í ræktun þessara afurða. Síðustu ár hefur aukin áhersla MMkiMMaatiHaMw''

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.