Morgunblaðið - 25.04.1998, Page 48

Morgunblaðið - 25.04.1998, Page 48
48 LAUGARDAGUR 25. APRÍL 1998 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FRANKLÍN ÞORÐARSON + Franklín Þórðar- son, bóndi á Litla- Fjarðarhorni í Strandasýslu, fæddist á Broddanesi 22. jan- úar 1938. Hann lést á Landspítalanum 11. apríl síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Ingibjörg Bjarnadóttir, f. 30. nóvember 1904, og Þórður Franklínsson, f. 30. júní 1903, d. 1991. Systkini Frank- líns eru Jóna, hús- móðir og starfsmaður Sjúkrahússins á Hólmavík, f. 20. janúar 1934, Ingunn, húsm. og hjúkrunarfr. í Reykjavík, f. 31. maí 1935, Lára, húsm. í Reykjavík, f. 8. janúar 1943, d. 1972. Franklín fluttist með foreldrum sínum og systkinum frá Broddanesi að Litla- Fjarðarhorni árið 1947. Þar ól hann all- an sinn aldur og varð bóndi er frá leið og til lokadægurs. Sambýl- iskona hans hin siðari ár var Þórdís Krist- jánsdóttir, f. 28. janú- ar 1941. IJtför Franklíns fer fram frá Kollafjarðarneskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. í hugum flestra sem ekið hafa Vestfirði og Strandir er Kollafjörð- ur líklega ósköp venjulegur fjörður, einn af mörgum sem þrælast verð- ur inn úr svo halda megi áfram hraðri för. í mínum huga er Kolla- fjörður enginn „venjulegur“ fjörður - hann er „sveitin mín“. Það var fastur liður í gegnum ^mína barnæsku að fjölskyldan fór á hverju sumri norður á Strandir í heimsókn til afa Þórðar og ömmu Ingibjargar sem bjuggu í Litla- Fjarðarhorni ásamt móðurbróður mínum Franklín Þórðarsyni. I Litla-Fjarðarhorni hafði móðir mín átt sín uppvaxtarár og komist til þroska. Og fleira tengdi mig við þessa sveit: Við skírn hafði ég hlot- ið nafn sem batt mig órjúfanlegum böndum við ætt mína og uppruna - við sveitina, nafn sem minnir mig f^stöðugt á hver ég er og hvaðan ég er kominn. Slíkur strengur er sterkari en allir aðrir. Mín gæfa er að snemma var ég „sendur í sveit“ til sumardvalai' norður á Strandir. A áttunda ári var ég hjá móðursystur minni, Jónu á Felli. En á þrettánda aldursári var ég sendur í sauðburðinn til Franklíns frænda í Litla-Fjarðar- horni; afi var þá orðinn heilsuveill og Franklín og amma héldu búinu gangandi. Ég smitaðist strax af þeim undursamleik og fögnuði sem fylgir því að vera þátttakandi í því að sjá nýtt líf kvikna, þegar maður telur sjálfum sér trú um að hinn eðlilegi gangur lífsins þurfi á kröft- —^jim manns að halda. I sameiningu gáfu Franklín og afi mér golsótta gimbur sem ég tók strax ástfóstri við og þóttist orðinn gildur bóndi. Næstu árin gat ekkert vor hafíst án þess að ég færi norður á Strandir og legði mín léttu lóð á vogarskál- arnar við sauðburðinn, og beið óþreyjufullur eftir lömbunum henn- ar Golsu minnar. Þar sem við frændurnir unnum einir saman löngum stundum myndaðist sterk vinátta með okkur; margar sögur voru sagðar og mikið hlegið enda var Franklín frábær sögumaður og ekki síður eftir- herma. Ættfólk mitt lífs eða liðið spratt upp úr sagnabrunninum og af frásagnargleðinni. Þau eru mörg sumarkvöldin í Kollafirði sem lifa í minningunni. Það þarf harðgert og duglegt fólk til að byggja jarðirnar norður á Ströndum. Þar vorar oft seint og illa. Ég minnist þess þegar maður fór á vorin héðan úr bænum þar sem tún voru byrjuð að grænka og norður í kuldann þar sem girðingar voi-u enn á kafí í fönn; hjarn og svellbunkar víða, jafnvel fram á mitt sumar. En þá var manni kennt að ekki þýddi að barma sér og leggjast í vol, lífið næði yfirhend- inni fyrr en síðar, það væri ávallt dauðanum yfirsterkara. Og fyrr en varði fóru fyrstu grösin að gróa. Franklín minnti mig iðulega um margt á Bjart í Sumarhúsum, með dugnaðinum og þrjóskunni; hann lét heldur aldrei slá sig út af laginu hvað sem á dundi og ef honum gramdist svaraði hann með fáum en hvössum orðum, eða með þögn- inni einni. Og baráttan var ekki einungis við harðbýlt land og rysj- ótta veðráttu heldur einnig við mótbært kerfi sem á stundum virð- ist hafa það eitt að markmiði að draga þrótt úr þeim mönnum sem hafa enn trú á því að landið geti gefið af sér annað en lúxus-hlunn- indi eins og stóriðjur og laxveiðar. Sá ljóður var á ráði Franklíns að hann reykti heil ósköp og þreyttist ég seint á því sem léttadrengur í sveitinni að rifja það allt saman upp fyrir honum sem ég hafði lært þá um veturinn um skaðsemi reyk- inga. En hann gerði grín að því öllu saman og hélt fast við sinn keip; þrákelknin er rík fylgja þessarar ættar! Svo fór þó að lokum að af- leiðingar reykinganna drógu úr honum allan lífskraft fyrir aldur fram. Franklín hafði gaman af lestri. Á fimmtugsafmæli sínu fékk hann að gjöf heildarútgáfu Islendingasagn- anna og eftir það áttu þær ásamt Sturlungu hug hans allan. Þegar Franklín lá banaleguna hér fyrir sunnan ræddum við frændurnir lít- ið eitt um sögurnar og kom ég þar ekki að tómum kofunum. Ræddum við meðal annars um hina nafn- lausu snillinga sem settu þær sam- an af svo mikilli hógværð og still- ingu. Nú veist þú vonandi frændi meira um þá en ég og hendir gam- an að fávísi minni, það væri þér líkt! En nú eru vatnaskil. Með fráfalli Franklíns lýkur tæplega hundrað ára búsetu ættarinnar í Litla- Fjarðarhorni. Þá búsetu hóf afi og alnafni Franklíns sem féll einnig frá sextugur að aldri. Við búskapn- um tók afi minn, Þórður Franklíns- son. Á þessari stundu er ekki gott að segja með hvaða hætti búskapur verður í framtíðinni í Litla-Fjarðar- horni. I mínum huga verður þó ávallt búið þar því minningarnar munu sækja á og leita til þess stað- ar sem átti ríkan þátt í að koma mér til vits og ára. Nú þegar ég kveð frænda minn Franklín Þórðarson vil ég þakka honum fyrir allar samverustundirn- ar. Hann gengur nú til fundar við föður sinn, Þórð afa, sem lést fyrir sjö árum. Ingibjörg amma býr á Hólmavík og lifir son sinn í hárri elli. í Sjálfstæðu fólki eftir Halldór Laxness segir: „Maður er ekki sjálfstæður nema maður hafi hug til að standa einn. Grettir Ásmundarson var griðalaus útilegumaður á íslands- fjöllum í nítján ár, uns hann var unninn í Drángey; en hans var hefnt í Miklagarði fyrir því, stærstu borg heimsins. Kanski verður mín einnig hefnt þegar tím- ar líða. Kanski meiraðsegja í ein- hverri stórri borg. Hann mundi alt- íeinu eftir því, að rússakeisari var fallinn, og það gladdi hann, - hvað skyldi Jón gamli á Mýri segja við því? Svo hann hætti við að vekja son sinn, og gekk sem hljóðlegast útúr brakkanum." Guð blessi þig, frændi. Þórður Ingi. Um miðja dymbilvikuna veiktist mágur minn, Franklín Þórðarson, af illkynja sjúkdómi og í lok vikunn- ar var hann allur. Ég hitti hann á sjúkrahúsinu, kvaðst hafa komið gangandi því að bíllinn minn færi ekki í gang. Hann hló við, þrátt fyr- ir mikla mæði, kvaðst þekkja þetta, hann ætti fimm vélar og engin þeirra væri í lagi. Það var stutt í glettnina, þegar við hittumst og hann var fljótur að sjá björtu hlið- amar. Hann kvaðst ekki mega vera að því að liggja hér, oddvitastörfin biðu hans og framundan væri sauð- burðurinn. Franklín var ekki allra en hann var barngóður og áður fyrr tók hann unglingsstráka til sín á sumrin og hafa þeir allir haldið sambandi við hann síðan. Franklin var einka- sonur foreldra sinna og kom það í hans hlut að taka við búi fóður síns. Hann var ekki langskólagenginn, en bætti sér það upp með lestri góðra bóka og sérstöku ástfóstri tók hann OLAFUR HARALDSSON —* f Blómabwðin > ( öarSskom v/ Possvo0ski»*{<jwga»*o a Símii 554 0500 Sérfræðingar í blómaskrevtinguni við öll tækifæri I Wfe blómaverkstæði 1 I JSlNNA I Skólavörftustíg 12, á horni Bergstaftastrætis, sími 551 909» + Ólafur Haraldsson, húsa- smíðameistari í Hafnarfirði, fæddist á Tjörnum í Vestur-Eyja- fjallahreppi í Rangárvallásýslu 16. janúar 1930. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 12. aprfl síðastliðinn og fór útför hans fram frá Víðistaðakirlgu í Hafn- arfirði 22. apríl. Ólafur Haraldsson hefm' lokið lífs- göngu sinni eftir erfiða sjúkdóms- legu. Þungbær harmur er kveðinn að fjölskyldu hans sem nú þarf að sætta sig við ótímabæra brottfor hans úr þessum heimi. Ólafur Haraldsson var mikið prúðmenni með stóra höfðingslund. Frá honum streymdu góðvild og hlýja til allra sem umgengust hann. Hans æðsta hugsun og göfugasta markmið í lífinu var alltaf að hlúa að fjölskyldu sinni á allan hátt og búa henni allt í haginn. Hann var mikill listasmiður og eru til margir fagrir smíðisgripir sem hann hefur unnið heima í frístundum sínum af mikilli snilld. Þau hjónin Guðrún og Óli lifðu saman í góðu hjónabandi sem byggðist á gagnkvæmu trausti og virðingu. Samstiga hafa þau verið í lífinu í öllu sem þau hafa tekið sér fyrir hendur. Heimili þeirra í Hafn- arfirði ber því fagurt vitni hve sam- hent þau hjón voru. Þar hefur alltaf verið notalegt að koma og njóta gestrisni og góðvildar. við Sturlungu og tók þátt í opinber- um umræðum um þá bók. Á yngri árum skrifaði Franklín smásögur, sem birtust í ýmsum tímaritum. Hann ólst upp við það hugarfar að vinna og manngildi væru hið sama og vandist ekki sumarleyfum. Búið og jörðin áttu hug hans allan og hann var lítið gefinn fyrir ferðalög. I fyrra sumar sá hann Þingvelli í fyrsta sinn og var það fyrst og fremst til að skoða söguslóðir. Nú er sá tími, þegar lar.dið leysist úr fjötrum frosta og myrkurs og allt lifnar á ný, sólin skín og vermir og lífríkið vaknar af vetrardvala, þá finnur borgarbúinn hvfld í sveitinni. Við hjónin heimsóttum tengdafor- eldra mína ásamt börnum okkar norður á Strandir og þá var gaman og fróðlegt að ræða við Franklín og marga skákina tefldum við, þegar annir kölluðu ekki á hann. Einnig voru hreiðurbúar heimsóttir og við upplifðum fegurð sumardagsins. Við erum aldrei tilbúin þegar kallið kemur. Vafalaust finnst nýr oddviti og ærnar bera, en það kem- ur enginn í staðinn fyrir Franklín. Ég efast ekki um að hann verður búinn að leysa gátuna um Sturl- ungu þegar við hittumst síðar. Þar verða trúlega engar bilaðar vélar né köld tíð, heldur gróandi og eilíft vor. Guðjón Sigurbjörnsson. I dag verður til moldar borinn Franklín Þórðarson, bóndi í Litla- Fjarðarhorni. Við hjónin kynntumst Franklín fyrir fjórtán árum en syst- ir konu minnar, Þórdís, hafði hafið sambúð með honum einu ári áður. Fyrsta ferðin okkar norður til þeirra er okkur minnisstæð. Við höfðum ekki áður komið norður á Strandir og bjuggumst við að sjá þar hrjóstrugt land og fremur kuldalegt, en reyndin varð önnur. Þegar við komum í Kollafjörðinn blasti við okkur vinaleg sveit með grasi grónum fjöllum upp á toppa. Síðan höfum við farið norður til Franklíns og Þórdísar flest sumur og stundum oftar en einu sinni sama sumarið. Alltaf var tekið á móti okkur með hlýju og vinsemd. Franklín var ekki margmáll maður en hann kunni vel að gera að gamni sínu og var glöggur á það sem spaugilegt var. Ég held að Franklín hefði allt eins kosið að ganga menntaveginn þegar hann var ungur, en það kom í hans hlut að taka við búi foreldra sinna. Franklín var góður bóndi og hafði lag á að fá góðar afurðir af fénu sínu; það eina sem hindraði hann í búskapnum var hinn svokall- aði kvóti þrátt fyrir mjög mikil landgæði til sauðfjárbúskapar. Franklín veiktist skyndilega á miðvikudag fyrir páska og var flutt- ur til Reykjavíkur og lagður inn á Landspítalann; hann greindist með illkynja sjúkdóm á háu stigi og lést tveim dögum síðar. Með þessum fátæklegu línum viljum við kveðja vin okkar Frank- lín Þórðarson og þakka honum fyrir ánægjulegar samverustundir. Án kynna af slíkum manni hefði lífið orðið fátæklegra. Við vottum systr- um og skyldfólki Franklíns og einnig Þórdísi og sonum hennar innilega samúð. Sigurður, Þóra og synir. Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. A grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum þar sem ég má næðis njóta. (Davíðssálmur nr. 23.) Hvernig á maður að kveðja mann sem reynst hefur vandalausum eins vel og Franklín okkur bræðrum? Þegar við komum fyrst með móður okkar að Litla-Fjarðarhomi á ár- dögum 1983 hefði engan grunað hvaða áhrif það átti eftir að hafa á líf okkar, sem var tekið opnum örm- um af manni sem var tilbúinn að veita okkur allt það sem hann gat. Franklín var ekki maður margra orða en allt það sem hann sagði var vert að taka eftir. Svipurinn, brosið og augnatillitið sagði einnig meira en mörg orð. Hann reyndi að leið- beina okkur á réttar brautir með hollum og góðum ráðum. Þegar við vorum að störfum með Franklín, hvort sem það var í fjár- húsum, við girðingarvinnu eða úti á túnum, þá sáum við það fljótt að þarna fór maður sem var víðlesinn og með skoðanir á hlutunum. I ófá skiptin voru málin rædd og skipst á skoðunum. Börn hændust strax að Franklín og var hann þeim blíður og góður. Þegar bömin okkar fóru svo að koma í heiminn veittu þau honum ómælda ánægju og fylgdist hann grannt með hverri hreyfingu þeirra. Hvem hefði grunað að lát vinar okkar og fóstra hefði getað borið svo snöggt að. Við kveðjum þig, elsku Franklín, með trega og sökn- uð í huga og viljum þakka allt sem þú hefur gert fyrir okkur. Elsku mamma og Steinar, Guð veri með ykkur á þessum erfiða tíma. Loftur, Sigfús, Halldór og fjölskyldur. Vopnaskakið heldur vöku fyrir stelkunum Yfir hymdum herjum flýgur spjót líkt og varpað sé úr miðju sólar stöðvar söguna tímann hjartslátt þinn Bróðir minn - á vakt þessa nótt - ekurþérávagni eftir löngum hjjóðum göngum í líkhúsið Laumar hnífi undir drifhvítt lakið „Komdu Qendum þínum á óvart, frændi" Skilur hurðina eftiropna Þín frænka Gerður Kristný. Ekki var síður gott að koma til þeirra í griðlandið góða, Litlaland. Það er sumarbústaðurinn á bernskuslóðum Ola í Landeyjunum, hann stendur eins og gróðurvin í eyðimörkinni svolítið frá öðrum bæjum. Bústaðinn byggði Olafur Haraldsson frá grunni, öllu er þar komið fyrir af frábæru hyggjuviti og hagleik, þar hafa þau hjónin ræktað upp tré og runna, gert sér lítið gróðurhús og matjurtagarð. Þarna á bernskuslóðum undi Oli sér vel. Þangað lá leiðin alltaf þegar færi gafst frá brauðstritinu. I Litla- landi þótti þeim Óla og Guðrúnu gaman að fá til sín gesti og áttum við hjónin því láni að fagna að njóta gestrisni þeirra þar líka. Óli var mikill höfðingi heim að sækja og veitti af rausn. Þeir voru nafnar maðurinn minn og hann og sagði Ólafur Haraldsson alltaf „nafni“ við nafna sinn. I þessu ávarpi „nafni“ fólst mikil vinsemd og hlýja sem yljaði okkur um hjartarætur. Ólafur Haraldsson var gæfumað- ur í sínu einkalífi, hann valdi sér góðan lífsförunaut sem nú sér á eft- ir bónda sínum og hefur misst svo mikið. Börnin þeirra þrjú og fjöl- skyldur þeirra bera nú sáran harm í brjósti og litlu afabörnin fjögur hafa misst bakhjarlinn hann afa sem gaf þeim svo mikið af ást og umhyggju. Það er erfitt fyrir Ólöfu, elsta afabamið, að þurfa nú sex ára gömul að upplifa það að hann afi hennar er ekki lengur í þessum heimi. En minningarnar góðu geymir litla afastúlkan í hjartanu sínu. Þær getur hún yljað sér við þegar á bjátar á lífsleiðinni. Élsku Guðrún, við Óli vottum þér og fjölskyldunni allri okkar dýpstu samúð og óskum þess að minningin um góðan eiginmann, fóður og afa, verði styrkur ykkar í sorginni. Góður drengur er genginn. Blessuð sé minning Ólafs Haralds- sonar. Svanhildur Guðmundsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.