Morgunblaðið - 25.04.1998, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 25.04.1998, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 25. APRÍL 1998 51' i i i i i i i i i i i i i i i i i i i í i i i á « í GUÐRÚN ÁSDÍS STURLA UGSDÓTTIR + Guðrún Ásdís Sturlaugsdótt- ir fæddist á Stokkseyri 26. febrúar 1932. Hún lést á heimili sínu 6. apríl siðastliðinn og fór útför hennar fram frá Kópa- vogskirkju 15. apr- fl. Eftir erfiða baráttu þína ertu látin, elsku amma mín. Við sem eft- ir lifum munum aldrei gleyma hve góð þú varst okkur alla tíð. Hjá okkur mun iifa minningin um yndislega konu sem var okkur öllum svo kær. Vertu sæl, amma mín, ég mun aldrei gleyma þeim góðu stundum sem við áttum saman. Steinar Þór. Sú manneskja sem ég elska heit- ast í þessu lífi, er skyndilega tekin frá mér. Það er svo erfitt að sætta sig við að amma er ekki lengur hér hjá mér. Eg sakna þín en minning- una um þig og allt það góða er þú gafst mér mun ég alltaf geyma í hjarta mínu. Takk, elsku amma, iyrir allt. Ég veit að þú og afi eruð saman á góð- um stað, hamingjusöm eins og á Suðurbrautinni. Ann Kristine. Eilífð, eilífð, orð á mannsins tungu, andans bæn við daudasporin þungu, þrá til lífs, til lífs í lægsta ormi, ljósblik, himnadags á kvöldsins hvarmi! Rís þú, friðland, stjörnudjúps af stormi, ströndin, þar sem sál vor allra bíður - Tími er svipstund ein, sem aldrei líður, algeims rúm, ein sjón, einn dýrðarbjarmi. (E.Ben.) Er það ekki lífsvonin sem meist- araskáldið á hér við á, svo mynd- rænan og stórbrotinn hátt, þrá alls lífs sem fæðist og dregur andann, til að lifa í þessum heimi, þrá hins lægsta orms til hinnar æðstu veru, og bæn andans á dauðastund sinni, bæn sem brunnið hefur á vörum kynslóðanna á öllum öldum um hina miklu en torskildu eilífð, eilífð sem andinn þráir, hans friðland að jarð- lífi loknu, eilífð handan við stjörnu- djúpið mikla. Þar sem dauðasporin þungu þjaka eigi framar. Sá sem á von er aldrei einn, því með voninni má sigrast á öllum erf- iðleikum jafnvel á stundum hinnar dýpstu sorgar, til þess vil ég hugsa í dag þegar ég kveð hinstu kveðju mína kæru mágkonu, Guðrúnu Ás- dísi Sturlaugsdóttur, sem lést á heimili sínu þann 6. aprfl sl. eftir snarpa viðureign við þann sjúkdóm sem svo marga okkar landa hefur lagt að velli nú um stundir. Hið nýja ár heilsaði þeim með harmafregn, Guðrún sem að jafnaði hafði verið heilsuhraust fann fyrir innvortis þrautum síðla síðasta árs, og eftir langar og strangar rannsóknir greindist hún með þennan sjúkdóm, þá á svo háu stigi að lækning var vart talin möguleg, hún var lögð inn á sjúkrahús og naut þar allrar bestu aðhlynningar og hjúkrunar og gekkst undir stóraðgerð ef bjarga mætti lífi hennar. í þessu helstríði birtist okkur sem heimsóttum hana og þekktum hinn undraverði kraft- ur og viljastyrkur sem henni var gefinn, okkur sem hálfkviðum fyrir að hitta hana þegar svona var komið hughreysti hún og hvatti að missa ekki móðinn, láta ekki vfl eða von- leysi ná á okkur tökum, heldur lifa í voninni að allt færi vel og margar góðar stundir væru framundan, og öll vorum við glaðari þegar við kvöddum. Og svo þegar hún fékk að fara heim í umsjá sinna nánustu, gladdist hún í einlægni full vonar og bjartsýni, að bjargráð bærist með nýjum degi. Og það var sannarlega gleðistund á Suðurbrautinni þegar fjölskyldan var sameinuð við kvöld- verðarborðið daginn sem hún kom heim, þrátt fyrir hinn þunga skugga sem yfir hvfldi vegna veikinda hennar, og verður þeirrar stundar nú minnst sem einnar bestu í lífi barna þeirra og ættingja. En morguninn eftir kvaddi dauðinn dyra, Steini var brottkallaður fyrir- varalaust, önnur dauða- spor lágu um garða í píslarsögu þeirra ást- sæla heimilis, á sinni banasæng sá hún nú á bak sínum trygga ástvini sem hún hafði gefist ung að árum og þau í sameiningu byggt og stofnað fagurt heimili og farsælt hjónaband, hann var nú einnig frá henni tekinn. Vissulega bjóst ég við því að þessi harmafregn bryti hana end- anlega niður, svipti hana allri von og lífsvilja, en svo var ekki, það var hennar háttur, æðrulaust tók hún því sem verða vildi og þó hún gæti ekki farið að jarðarförinni kallaði hún vini og ættingja að rúmi sínu og talaði í okkur kjark og bað góð- an Guð um styrk okkur öllum til handa. Mér hefur orðið nokkuð tíð- rætt um lífsviljann og sálarstyrkinn í fari Guðrúnar, en er það ekki með manninn eins og annan efnivið að á sterkum stofni vaxa oft gildar greinar. Mann fram af manni stóðu slíkir stofnar að Guðrúnu, faðir hennar var Sturiaugur sjómaður og verkamaður á Stokkseyri, fæddur 1904, hann var sonur Vilborgar í Starkaðarhúsum, fædd 1878 síðar húsmóðir í Sandgerði, hún var dótt- ir Sturlaugs bónda og formanns á Syðsta-Kekki, fæddur 1842, Jóns- sonar formanns og bónda í Stark- aðarhúsum, fæddur 1796, Stur- laugssonar bónda á Grjótlæk, fæddur 1763, Jónssonar í Bratts- holti, fæddur 1715, Bergssonar bónda í Brattsholti, f. 1682 - ættfað- ir Bergsættar, Sturlaugssonar. Móðir Guðrúnar, Aðalheiður Eyj- ólfsdóttir er einstök mannkosta- kona, enn við allgóða heilsu og hef- ur aldrei látið bugast á þessum erf- iðu stundum, megi algóður Guð styrkja hana og hughreysta. Það hallar að hálfri öld frá þeim degi sem ég sá Guðrúnu fyrst, að mig minnir einmitt um páska 1951, hún var björt yfirlitum, há og tígu- leg í fasi, glettin og hláturmild, og sá oftast spaugilegu hliðina á hlut- unum á undan okkur hinum, en þó svo hlý og nærgætin í öllu orðfæri og athöfnum. Þegar erfiðleikar og veikindi steðjuðu að foreldrum okk- ar bræðra og ellin gerði þeim ófært að bjarga sér sjálf tók hún þau inn á sitt heimili og annaðist og studdi á erfiðum stundum, slíka hjálp og fórnfýsi vil ég nú þakka af alhug. A öllum tímum voru þau tilbúin að leggja okkur lið og létta vandann, og þó þau væru ólík um margt, hann hinn hlédrægi maður og ef til vill nokkur einfari sem ekki bar hæfileika sína og mannkosti á torg, var það vafalaust rétt sem þau sögðu, að þau slípuðust saman eins og steinar, enda var hjónaband þeirra með afbrigðum gott, heimili þeirra að Suðurbraut 3 var alltaf miðdepill í tilveru ættingja og vina sem þar komu saman til að hittast og dveljast til lengri eða skemmri tíma í senn. Úr fjarlægð hef ég fylgst með hetjulegri baráttu þess- arar fjölskyldu sem nú í dag stend- ur yfir moldum Guðrúnar Stur- laugsdóttur og Þorsteins Alfreðs- sonar, sá kærleikur og sú fómar- lund sem þar hefur birst er aðdáun- arverðari en nokkur orð ná að lýsa. Sturlaugur og Helga komu frá Höfn um hverja helgi til að vera samvist- um við fjölskylduna og Óli og Katrín fluttust með börn sín á Suð- urbrautina, þegar Gunna fékk að fara heim, til að annast hana. Mar- grét systir hennar og hennar dætur notuðu hvert tækifæri sem gafst til að koma í heimsóknir og létta undir og liðsinna. Sama var með bræð- uma Einar og Inga og þeirra fjöl- skyldur. Mikill harmur grúfir nú yf- ir Suðurbraut 3, húsráðendur báðir horfnir, aldrei aftur munu þau koma til dyra og fagna gestum, aldrei verða áform þeirra að veruleika þegar frístundirnar voru framund- an og Steini hættur í lögreglunni, mér finnst sem garðurinn þeirra og trén gráti með okkur í gi'óandanum. Elsku Gunna mín, hér kveð ég þig hinsta sinni með hjartans þökk fyrir allt og allt. En við sem eftir stönd- um verðum að vera minnug þess sem þú sagðir, að lifa alltaf í von- inni, einnig þeirri von og trú að Steini standi í hlaðvarpa undir nýj- um trjám til að taka á móti þér, sinni einu og sönnu ást, þá liggja dauðasporin þungu inn á eilífðar- veginn þar sem storminn hefur stillt, á stjörnudjúpi. Kæra Aðal- heiður, Sturlaugur, Óli, eiginkonur ykkar og börn, systkini Guðrúnar og fjölskyldur þeirra, ættingjar og vinir, megi algóður Guð gefa ykkur styrk og huggun í þessari miklu sorg, þess biðjum við bræður og fjölskyldur okkar í einlægni. Árni Valdimarsson. Væn kona er fallin frá eftir erfið veikindi. Með fáum orðum vil ég kveðja mína bestu frænku og vin- konu til margra ára, hana Gunnu frænku. Hún var glæsileg kona, greind, mjög góðhjörtuð, gjafmild, hreinlind og hlý. Hún var hetjan sem barðist við illvígan sjúkdóm í nær fjóra mánuði. Þegar ég heim- sótti hana og sat við sjúkrabeð hennar, var hún ekki að æðrast um sín veikindi heldur spurði hún um mfna líðan og minnar fjölskyldu og sló á létta strengi. Svona var hennar kærleikur og innri ró. Ég á henni mikið að þakka fyrir það sem hún hefur gert fyrir mig á undanförnum árum og ég get ekld þakkað henni sem skyldi. Hún var sönn trúnaðar- vinkona sem alltaf var hægt að leita til og treysta. Það er tómarúm í huga mér og hjarta að hugsa til þess að eiga aldrei eftir að skreppa í kaffi til Gunnu frænku eða fá hana í heimsókn. Minningin er svo falleg um hana og mun ég geyma hana í mínu hjarta. Mánuði fyrir andlát hennar varð hún fyrir mikilli sorg að missa eiginmann sinn Þorstein Alfreðsson, þann mæta mann, en hún hélt sinni sálarró með aðstoð sona sinna, tengdadætra, barna- barna, systkina, mágkvenna, móð- ur, frændfólks og vina. Var hún vaf- in kærleik þar til yfir lauk. Elsku Stulli, Óli, Helga, Katrín og barna- börn. Guð gefi ykkur styrk í sorg ykkar vegna andláts foreldra ykkar, tengdaforeldra, ömmu og afa. Elsku Alla, guð gefi þér styrk í sorg þinni vegna andláts dóttur þinnar, hann styrki systkini hennar og aðra ást- vini. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibj. Sig.) Nú þegar komið er að leiðarlok- um kveð ég og fjölskylda mín Gunnu frænku. Hafðu þökk fyrir allt, elsku Gunna. Vilborg Kristinsdóttir (Bobba). Okkur systkinin langar til að minnast Gunnu frænku okkar sem nú hefur yfirgefið okkur, en hún mun ætíð vera í huga okkar. Minn- ingarnar um þig eru ógleymanleg- ar. Það er aldrei hægt að þakka að fullu þá aðstoð sem þú og Steini veittuð foreldrum okkar þegar við vorum lítil. Þú sagðir okkur oft fi'á því þegar við systurnar vorum hjá ykkur Steina í heilan mánuð ný- fæddar, þegar foreldrar okkar þurftu að fara til útlanda með Val í aðgerð. Þú sagðir okkur síðast sög- ur af þessum tíma fyrir stuttu síðan og var það yndislegt að heyra þig segja það að þér væri svo minnis- stætt þegar Steini þinn var að svæfa okkur. Valur hefur misst góðan trúnað- arvin og frænku sem hann talaði oft við í síma. Þú gafst honum mikinn tíma sem þú vissir að gaf honum mikið. Eitt sinn verða allir menn aá deyja, Eftir bjartan daginn kemur nótt, Eg harma það en samt ég verð aó segja, Að sumarið Iíður alltof fljótt. Elsku Gunna, þú áttir erfiðar stundir síðastliðna mánuði. Nú hef- ur þjáningum þínum lokið og þú ert komin til Steina þíns. Þú varst hetja í okkar augum, því þú styrktir aðra í kringum þig í þínum miklu veik- indum og erfiðleikum. Þetta er búið að vera erfiður tími frá áramótum en minningin um ykkur hjónin er ljósið í myrki'inu. Elsku amma, Óli, Stulli og ykkar fjölskyldur, þið eigið hug okkar all- an og megi Guð gefa ykkur styrk á þessum erfiða tíma. Megi algóður Guð blessa minningu Guðrúnar Ás- dísar Sturlaugsdóttur. Inga, Heiða og Valur. Það er alltaf erfitt að kveðja en þegar búið er að heyja harða bar- áttu við erfiðan sjúkdóm getur dauðinn stundum verið líkn. Þannig hugsum við núna þegar við erum að kveðja þig elsku Gunna. Okkur er efst í huga þakklæti fyrir að hafa fengið að þekkja þig og eiga samleið með þér en einnig aðdáun á því hve sterk þú varst, sama hvað á dundi það varst þú sem gafst okkur styrk þó manni fyndist þú frekar þurfa á styrk að halda. Þú hugsaðir svo vel um hana mömmu sem er orðin svo fullorðin og þurfti á mikilli aðstoð að halda, sérstaklega eftir að sjóninni hrakaði svona hjá henni, þú gerðir þetta allt svo vel og ekki var Steini síður hjálpsamur bæði við hana og aðra og þökkum við vel fyrir það. Það var oft gaman að kíkja í saumaherbergið hjá þér Gunna mín, á alla handavinnuna þína, bæði bútasauminn og prjónuðu dúkana ásamt ýmsu fleira og allt svo vel gert og fallegt. Þá var garðurinn ykkar Steina aldeilis fallegur og er óhætt að segja að þið hafið ræktað garðinn ykkar. Alltaf var hægt að fá afleggjara og ef keyptar voru plönt- ur urðu þær oft tvær og Magga systir fékk aðra. Þú hafðir alltaf einhverja þörf fyrir að koma í fjöruna á Stokks- eyri, fyrst með strákana þína þegar þeir voru litlir og svo þegar þeir hættu að koma með þá fórum við systurnar oft í göngutúr niður í fjöru og mörg málin rædd í leiðinni og eigum við mai'gar bæði myndir og minningar þaðan. Alltaf reyndist þú krökkunum mínum vel og gátu þau alltaf leitað til þín hvort sem það vantaði hús- næði, að velja brúðarkjólinn, eða að vera staðgengill mömmu í bænum þegar börnin voru að fara úr hreiðr- inu. Alltaf svo hress og gott að ræða málin við þig og trúa þér fyrir ýmsu, þú gast líka verið ákveðin og sagðir þína meiningu ef svo bar undir sem er líka kostur. Ég á oft eftir að minnast Akur- eyrarferðanna okkar þriggja, sem við fórum síðustu tvö sumur. Þið Steini og ég, við vorum eins og táningar að fara í frí, öll búin að tína til uppáhaldsgeisladiskana okkar og ferðatækið tekið með. Við lifðum eins og blóm í eggi og áttum margar yndislegar stundir saman. Fyrir þetta allt viljum við þakka. Elsku Gunna, við óskum þér góðrar ferðar í þessa hinstu ferð og við trúum því að þið Steini séuð nú . saman. Þú, Guð, sem stýrir stjama her og stjórnar veröldinni, I straumi lífsins stýr þú mér með sterkri hendi þinni. Stýr mínu fari heilu heim í höfn á friðarlandi, þar mig í þinni gæzlu geym, ó, Guð minn allsvaldandi. (V. Briem.) Margrét systir og börn. Elsku Gunna og Steini. Það er sagt að maður skuli reyna að gleðj- ast með þeim er deyja í stað þess að syrgja, því kraftar þeirra látnu fái nú notið sín í öðrum heimum, með aðkallandi verkefnum. Um leið er erfitt að skilja tilgang þess að ást- vinir skuli þurfa að yfirgefa heiminn okkar svona snögglega og jafnvel heyja harða baráttu síðustu stund- irnar. Þið hafið gefið okkur svo mikið. í hugum okkar lifa minningar um sterkar persónur sem áttu sín á milli sérstakt samband, sem ein- kenndist af innilegri vináttu og sameiningu. Við viljum þakka fyrir þær stundir sem við áttum saman, fyrir að hafa fengið að kynnast því hvei'nig þið lifðuð lífínu lifandi og sýnduð fólkinu í kringum ykkur ein- lægan áhuga og hlýju. Þið hafið svo sannarlega kennt okkur að lífið er dýrmætt og ekki síður lífsviljinn. Við biðjum um vernd og styrk fyrir alla elskandi lífsförunauta sem og ykkur sjálf, með von um að englar vaki yfir sameinuðum sálum ykkar á ný - skýjum ofar. Ásta og Hanna. Þegar við hjónin fórum til út- • landa nú eftir áramótin var okkur ekkert fjarlægara en að við ættum ekki eftir að sjá okkar ágætu ná- gi-anna Guðrúnu og Þorstein aftur. Það varð okkur því mikið áfall þeg- ar við heyrðum um fráfall þeirra. Við sem höfum verið nágrannar þeirra í meira en tuttugu ár höfum margs að minnast. Fyrsta merki um að vorið væri komið var að sjá Þorstein kominn út í garð að hreinsa til og lagfæra, og þegar sumarið kom byrjaði Guðrún að huga að blómunum, sem voru mörg og falleg, þó sérstaklega bóndarósin. Þorsteinn var alltaf snemma á fótum og iöngu kominn út þegar við fórum á fætur. Hann hugsaði vel um sitt, málaði húsið reglulega og ræktaði garðinn. Hann sagði reyndar að fallegasta tréð í garðinum þeirra væri í okkar garði, en það er gullregnið, sem hann vildi ekki að við klipptum. Hætt er við að okkur finnist tóm- legt úti í garði þegar við komum heim. Ekki lengur hægt að sjá þau þar og spjalla við yfir lóðamörkin, en þar var oft staldrað við og skipst á skoðunum. Eða fá lánuð verkfæri og hjálpast að við að fella og færa tré. Þá fórum við Guðrún nokkrar ferðirnar fram og til baka milli garðanna, skoðuðum blómin og skiptumst á plöntum. Áðstandendum þéirra sendum við okkar innilegustu samúðarkveðjur. Ragnheiður og Jóhann. + Ástkær eiginmaður minn, GUÐJÓN M. KRISTINSSON málarameistari, Hamraborg 20, Kópavogi, er látinn. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna, en þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Heimahlynningu Krabbameinsfélagsins. Þakka auðsýnda samúð og hlýhug. Sérstakar þakkir vil ég færa Heimahlynningu Krabbameinsfélagsins fyrir ómetanlega aðstoð og stuðning. Fyrir hönd barna, tengdabarna, barnabarna og systkina hins látna, Polly Sæmundsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.